Körfubolti

Grímuklæddur Kjartan ræddi við NBA-stjörnur í TD Garden fyrir leik kvöldsins

Sindri Sverrisson skrifar
Derrick White var meðal viðmælenda Kjartans Atla í Boston.
Derrick White var meðal viðmælenda Kjartans Atla í Boston. Stöð 2

Kjartan Atli Kjartansson verður í TD Garden í Boston í kvöld þegar úrslitaeinvígið um NBA-meistaratitilinn í körfubolta heldur áfram. Hann ræddi við nokkra leikmenn úr einvíginu í gær.

Kjartan Atli, sem er gallharður stuðningsmaður Boston Celtics, var á svæðinu þegar Boston komst í 2-1 í einvíginu við Golden State Warriors á miðvikudaginn.

Hann segir að í borginni Boston snúist núna allt tal um „þann átjánda“. Hið sögufræga félag Boston Celtics hefur nefnilega orðið NBA-meistari sautján sinnum en þó aðeins einu sinni á síðustu 35 árum, árið 2008.

Kjartan Atli ræddi meðal annars við Andre Iguodala úr Golden State Warriors og tvo leikmenn Boston; Þjóðverjann Daniel Theis og Derrick White. Afraksturinn má sjá hér að neðan.

Klippa: Kjartan Atli í Boston

Fjórði leikur lokaúrslitanna í NBA fer fram eftir miðnætti í nótt. Útsending á Stöð 2 Sport hefst klukkan 00:25 og verður upphitunin bæði úr myndveri Stöðvar 2 Sports á Suðurlandsbraut og úr TD Garden, heimavelli Boston Celtics.


NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×