Kári heldur áfram að láta landsliðið heyra það: „Hvað næst? Dimmalimm?“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 10. júní 2022 13:32 Kári Árnason í einum af sínum 90 A-landsleikjum. Vísir/Hulda Margrét Kári Árnason - fyrrverandi landsliðsmaður í fótbolta, yfirmaður knattspyrnumála hjá Íslands- og bikarmeisturum Víkings og sérfræðingur Viaplay, hefur verið duglegur að láta íslenska A-landsliðið heyra það undanfarið. Á því varð engin breyting er Ísland marði San Marínó. Íslenska landsliðið vann nauman 1-0 sigur á San Marínó, einu slakasta landsliði Evrópu, er liðin mættust í vináttulandsleik ytra á fimmtudag. Kári lék á sínum tíma 90 A-landsleiki en sinnir í dag meðal annars starfi sérfræðings á Viaplay þar sem leikirnir eru sýndir. Kári hefur ekki varið varlega í gagnrýni á liðið þegar honum hefur fundist frammistaða liðsins fyrir neðan allar hellur. Hann hélt því áfram eftir leikinn í San Marínó en ef marka má Twitter á meðan og eftir leik þá var Kári ekki einn um að vera nóg boðið. Kári lét sér ekki nægja að gagnrýna leik liðsins í gær heldur ræddi hann einnig æfingar og tók sem dæmi myndir og myndbönd sem hafa verið birt á samfélagsmiðlum KSÍ. . pic.twitter.com/4hB22NcKsx— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) June 8, 2022 „Ég er búin að sjá klippur af æfingum, þetta er alvarleg staða. Það brunnu allir heitar fyrir landsliðið en félagsliðið hjá okkur,“ sagði Kári. „Það vill þannig til að það er gaman að spila fótbolta en etta eiga að vera keppnismenn. Það sem ég er að sjá af æfingum þá eru þetta fíflalæti. Ég þoldi ekki svona, einhverjir leikir: Köttur og mús eða eltingaleikur, hvað er næst? Dimmalimm.“ In the lovely Serravalle stadium where we play San Marino in a friendly on Thursday. pic.twitter.com/Q5GPBLhHvv— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) June 8, 2022 „Það er gaman í fótbolta, mér finnst ekki lengur gaman í Dimmalimm. Það fór í taugarnar á mér og mig langaði að segja það,“ bætti Kári bersýnilega létt pirraður við. "Mér finnst ekkert gaman í Dimmalimm". Kári Árnason fer algerlega á kostum, Rúrik reyndar mjög flottur líka.— Thorir Hakonarson (@THakonarson) June 9, 2022 Fyrrverandi landsliðsmaðurinn Rúrik Gíslason er með Kára á Viaplay og tók í sama streng. Honum finnst landsliðiðsþjálfarinn fara of mjúkum höndum um leikmenn liðsins. „Ég er viss um að Kári myndi senda aðeins önnur skilaboð inn á völlinn ef hann væri þjálfari. Þetta er svo soft og vingjarnlegt. Það er eins og þeir þori ekki að gagnrýna leikmenn sína og biðja um almennilegan kraft.“ „Er alveg viss um að þú sért með mér í þessu. Ég hef heyrt þig gagnrýna menn inn á vellinum,“ sagði Rúrik að endingu. Íslenska A-landsliðið leikur sinn fjórða og síðasta leik á skömmum tíma er Ísrael mætir á Laugardalsvöll í Þjóðadeildinni á mánudaginn kemur. Liðin gerðu 2-2 jafntefli í Ísrael. Fótbolti Landslið karla í fótbolta KSÍ Tengdar fréttir Umfjöllun: San Marínó - Ísland 0-1 | Sigur í gæðasnauðum leik Íslenska karlalandsliðið í fótbolta mætti San Marínó í San Marínó fyrr í kvöld í vináttuleik sem náði aldrei neinu flugi. Leikurinn endaði með sigri Íslands 0-1 og í raun og veru þarf ekki að segja neitt meira um það. 9. júní 2022 20:53 Albert: Frammistaðan var í raun og veru léleg Albert Guðmundsson miðjumaður íslenska landsliðsins var á því að frammistaða liðsins hafi ekki verið nógu góð í kvöld á mót San Marínó. Albert var í viðtali við Viaplay skömmu eftir leik og var ómyrkur í máli og sagði að sigurinn hefði átt að vera stærri og krafturinn meiri. Ísland vann 1-0 sigur engu að síður og það var 9. júní 2022 21:20 Mest lesið Bjórinn gefins og Reykjavíkurborg standi í vegi fyrir Víkingum Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap Íslenski boltinn Eitt mark dugði og Skytturnar enn á toppnum Enski boltinn Landsliðskonan á von á barni Fótbolti „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Íslenski boltinn Matty Cash afgreiddi City Enski boltinn Nýtt fjölnota íþróttahús KR muni kosta rúma þrjá milljarða Sport Real vann í mögnuðum El Clásico Fótbolti Sjáðu mörkin sem björguðu KR og felldu Vestra og Aftureldingu Fótbolti Nýliðinn kom, sá og sigraði fyrsta kvöldið Sport Fleiri fréttir Real vann í mögnuðum El Clásico Fiorentina - Bologna | Albert og félagar í fallbaráttu Hákon skoraði og lagði upp í stórsigri Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap Bournemouth upp í annað sæti og dramatík í Wolverhampton Í beinni: Everton - Tottenham | Spurs vill halda í við toppliðin Matty Cash afgreiddi City Eitt mark dugði og Skytturnar enn á toppnum Eggert lagði upp og titilbarátta Brann lifir Tómas og félagar með átta stiga forskot eftir sigur gegn Celtic Mark Kristians gegn gömlu félögunum dugði skammt Vardy skoraði og fór í heljarstökk 38 ára „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Rúmir 800 dagar síðan Man Utd var síðast fyrir ofan Liverpool Sjáðu mörkin sem björguðu KR og felldu Vestra og Aftureldingu Landsliðskonan á von á barni Bjórinn gefins og Reykjavíkurborg standi í vegi fyrir Víkingum Lögreglan hafi mætt og stöðvað bjórsölu: „Væntanlega til að bjarga mannslífum“ Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Napoli á toppinn eftir sigur í toppslag „Framtíðin er björt hérna á Skaganum“ „Förum eitt skref til baka en tökum svo tvö fram á við“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Andri Lucas tryggði Blackburn þrjú stig í endurkomusigri Sunderland kom til baka gegn Chelsea og dramatík í Newcastle FH - Fram: 3-4 | Þrenna Sigurðar Bjarts dugði skammt Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Mikael kom Djurgården á bragðið í stórsigri Sjá meira
Íslenska landsliðið vann nauman 1-0 sigur á San Marínó, einu slakasta landsliði Evrópu, er liðin mættust í vináttulandsleik ytra á fimmtudag. Kári lék á sínum tíma 90 A-landsleiki en sinnir í dag meðal annars starfi sérfræðings á Viaplay þar sem leikirnir eru sýndir. Kári hefur ekki varið varlega í gagnrýni á liðið þegar honum hefur fundist frammistaða liðsins fyrir neðan allar hellur. Hann hélt því áfram eftir leikinn í San Marínó en ef marka má Twitter á meðan og eftir leik þá var Kári ekki einn um að vera nóg boðið. Kári lét sér ekki nægja að gagnrýna leik liðsins í gær heldur ræddi hann einnig æfingar og tók sem dæmi myndir og myndbönd sem hafa verið birt á samfélagsmiðlum KSÍ. . pic.twitter.com/4hB22NcKsx— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) June 8, 2022 „Ég er búin að sjá klippur af æfingum, þetta er alvarleg staða. Það brunnu allir heitar fyrir landsliðið en félagsliðið hjá okkur,“ sagði Kári. „Það vill þannig til að það er gaman að spila fótbolta en etta eiga að vera keppnismenn. Það sem ég er að sjá af æfingum þá eru þetta fíflalæti. Ég þoldi ekki svona, einhverjir leikir: Köttur og mús eða eltingaleikur, hvað er næst? Dimmalimm.“ In the lovely Serravalle stadium where we play San Marino in a friendly on Thursday. pic.twitter.com/Q5GPBLhHvv— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) June 8, 2022 „Það er gaman í fótbolta, mér finnst ekki lengur gaman í Dimmalimm. Það fór í taugarnar á mér og mig langaði að segja það,“ bætti Kári bersýnilega létt pirraður við. "Mér finnst ekkert gaman í Dimmalimm". Kári Árnason fer algerlega á kostum, Rúrik reyndar mjög flottur líka.— Thorir Hakonarson (@THakonarson) June 9, 2022 Fyrrverandi landsliðsmaðurinn Rúrik Gíslason er með Kára á Viaplay og tók í sama streng. Honum finnst landsliðiðsþjálfarinn fara of mjúkum höndum um leikmenn liðsins. „Ég er viss um að Kári myndi senda aðeins önnur skilaboð inn á völlinn ef hann væri þjálfari. Þetta er svo soft og vingjarnlegt. Það er eins og þeir þori ekki að gagnrýna leikmenn sína og biðja um almennilegan kraft.“ „Er alveg viss um að þú sért með mér í þessu. Ég hef heyrt þig gagnrýna menn inn á vellinum,“ sagði Rúrik að endingu. Íslenska A-landsliðið leikur sinn fjórða og síðasta leik á skömmum tíma er Ísrael mætir á Laugardalsvöll í Þjóðadeildinni á mánudaginn kemur. Liðin gerðu 2-2 jafntefli í Ísrael.
Fótbolti Landslið karla í fótbolta KSÍ Tengdar fréttir Umfjöllun: San Marínó - Ísland 0-1 | Sigur í gæðasnauðum leik Íslenska karlalandsliðið í fótbolta mætti San Marínó í San Marínó fyrr í kvöld í vináttuleik sem náði aldrei neinu flugi. Leikurinn endaði með sigri Íslands 0-1 og í raun og veru þarf ekki að segja neitt meira um það. 9. júní 2022 20:53 Albert: Frammistaðan var í raun og veru léleg Albert Guðmundsson miðjumaður íslenska landsliðsins var á því að frammistaða liðsins hafi ekki verið nógu góð í kvöld á mót San Marínó. Albert var í viðtali við Viaplay skömmu eftir leik og var ómyrkur í máli og sagði að sigurinn hefði átt að vera stærri og krafturinn meiri. Ísland vann 1-0 sigur engu að síður og það var 9. júní 2022 21:20 Mest lesið Bjórinn gefins og Reykjavíkurborg standi í vegi fyrir Víkingum Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap Íslenski boltinn Eitt mark dugði og Skytturnar enn á toppnum Enski boltinn Landsliðskonan á von á barni Fótbolti „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Íslenski boltinn Matty Cash afgreiddi City Enski boltinn Nýtt fjölnota íþróttahús KR muni kosta rúma þrjá milljarða Sport Real vann í mögnuðum El Clásico Fótbolti Sjáðu mörkin sem björguðu KR og felldu Vestra og Aftureldingu Fótbolti Nýliðinn kom, sá og sigraði fyrsta kvöldið Sport Fleiri fréttir Real vann í mögnuðum El Clásico Fiorentina - Bologna | Albert og félagar í fallbaráttu Hákon skoraði og lagði upp í stórsigri Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap Bournemouth upp í annað sæti og dramatík í Wolverhampton Í beinni: Everton - Tottenham | Spurs vill halda í við toppliðin Matty Cash afgreiddi City Eitt mark dugði og Skytturnar enn á toppnum Eggert lagði upp og titilbarátta Brann lifir Tómas og félagar með átta stiga forskot eftir sigur gegn Celtic Mark Kristians gegn gömlu félögunum dugði skammt Vardy skoraði og fór í heljarstökk 38 ára „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Rúmir 800 dagar síðan Man Utd var síðast fyrir ofan Liverpool Sjáðu mörkin sem björguðu KR og felldu Vestra og Aftureldingu Landsliðskonan á von á barni Bjórinn gefins og Reykjavíkurborg standi í vegi fyrir Víkingum Lögreglan hafi mætt og stöðvað bjórsölu: „Væntanlega til að bjarga mannslífum“ Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Napoli á toppinn eftir sigur í toppslag „Framtíðin er björt hérna á Skaganum“ „Förum eitt skref til baka en tökum svo tvö fram á við“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Andri Lucas tryggði Blackburn þrjú stig í endurkomusigri Sunderland kom til baka gegn Chelsea og dramatík í Newcastle FH - Fram: 3-4 | Þrenna Sigurðar Bjarts dugði skammt Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Mikael kom Djurgården á bragðið í stórsigri Sjá meira
Umfjöllun: San Marínó - Ísland 0-1 | Sigur í gæðasnauðum leik Íslenska karlalandsliðið í fótbolta mætti San Marínó í San Marínó fyrr í kvöld í vináttuleik sem náði aldrei neinu flugi. Leikurinn endaði með sigri Íslands 0-1 og í raun og veru þarf ekki að segja neitt meira um það. 9. júní 2022 20:53
Albert: Frammistaðan var í raun og veru léleg Albert Guðmundsson miðjumaður íslenska landsliðsins var á því að frammistaða liðsins hafi ekki verið nógu góð í kvöld á mót San Marínó. Albert var í viðtali við Viaplay skömmu eftir leik og var ómyrkur í máli og sagði að sigurinn hefði átt að vera stærri og krafturinn meiri. Ísland vann 1-0 sigur engu að síður og það var 9. júní 2022 21:20