Jón dregur útlendingafrumvarp til baka en Ramminn út úr nefnd Heimir Már Pétursson skrifar 9. júní 2022 19:20 Mikið ósætti hefur ríkt um útlendingamál innan og utan þings undanfarin ár. Ítrekaðar tilraunir innanríkis- og dómsmálaráðherra Sjálfstæðisflokksins til að breyta lögum um útlendinga hafa runnið út í sandinn á Alþingi undanfarin ár. Vísir/Vilhelm Þingflokksformaður Samfylkingarinnar segir að sem betur fer verði ekkert af skerðingum réttinda útlendinga að sinni eftir að dómsmálaráðherra dró útlendingafrumvarp sitt til baka á Alþingi í dag. Stjórnarflokkarnir hafa náð samkomulagi um um fyrstu breytingar á rammaáætlun í sjö ár. Þetta er fjórða útlendingafrumvarp innanríkis- og dómsmálaráðherra Sjálfstæðisflokksins sem deyr drottni sínum á Alþingi. Helga Vala Helgadóttir þingflokksformaður Samfylkingarinnar og aðrir andstæðingar frumvarpsins bentu á að það hefði falið í sér, eftir aðendanleg niðurstaða með höfnun um vernd eða hæli hér álandi lægi fyrir, missti fólk rétt á öllum bótum, heilbrigðisþjónustu og húsaskjóli eftir 30 daga. Helga Vala Helgadóttir þingflokksformaður Samfylkingarinnar fagnar því að dómsmálaráðherra hafi fallið frá frumvarpi sínu um útlendinga. Engu að síður þurfi að gera bætur á lögunum.Stöð 2/Sigurjón „Það átti að skerða friðhelgi þeirra. Stjórnvöld áttu að fá að sækja heilbrigðisupplýsingar án samþykkis. Algerlega opið. Það er hvergi þannig og hvergi í kerfinu okkar þannig. Það var auðvitað algerlega óásættanlegt,“ segir Helga Vala. Þá hefði verið þrengt að möguleikum til fjölskyldusameininga. Eftir að dómsmálaráðherra lagði frumvarpið fram lögðu þingmenn Samfylkingarinnar, Viðreisnar og Flokks fólksins til breytingar á frumvarpinu. „Til mikils batnaðar og erum mjög stolt af þeim. En Jón gat ekki fallist á þær allar. Kom með hugmyndir á móti sem voru þess eðlis að þær hefðu skert grundvallarréttindi fólks og þar með sofnaði málið,“ segir Helga Vala. Stjórnarflokkarnir ná samkomulagi um rammáætlun Annað umdeilt mál á borði ríkisstjórnarinnar er þingályktun um rammaáætlun eða nýtingu og vernd orkuauðlinda. Ný heildstæð rammaáætlun hefur ekki litið dagsins ljós í níu ár vegna deilna um virkjanakosti en Hvammsvirkjun var þó bætt í nýtingarflokk árið2015. Nú er reiknað með að málið komi út úr nefnd eftir hádegi á morgun. Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir þingmaður Viðreisnar og varaformaður umhverfis- og samgöngunefndar segir sæta tíðindum að ríkisstjórnarflokkarnir hafi náð saman um rammáætlun.Stöð 2/Sigurjón „Stærstu tíðindin eru þau sýnist manni að ríkisstjórnarflokkarnir þrír virðast hafa komist að samkomulagi,“ segir Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir varaformaður umhverfis- og samgöngunefndar sem fjallað hefur um málið. Þótt nefndin hafi unnið vel í málinu væri niðurstaðan eingöngu stjórnarflokkanna. Eftir margar misheppnaðar tilraunir undanfarin ár til að afgreiða þessa þriðju rammaáætlun hefðu stjórnarflokkarnir loks náð lendingu. „Það hefur ekki unnið með þeim í þessu máli að vera á þessum ásum. En hérna virðist það vera að gerast að Vinstri grænum og Sjálfstæðisflokki sé að takast að ganga hönd í hönd í þessum málaflokki. Sem eru auðvitað tíðindi í sjálfu sér,“ segir Þorbjörg Sigríður. Hún reikni með töluverðri umræðu um málið eftir að það kemur út úr nefnd, enda málið umdeilt. Alþingi Hælisleitendur Tengdar fréttir Útlendingafrumvarpi Jóns frestað fram á haust Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra hefur frestað afgreiðslu útlendingafrumvarps síns fram á haust. Jón segir þetta gert til að liðka fyrir þinglokum. Það er því ljóst að málamiðlanir ríkisstjórnarinnar báru ekki árangur. 9. júní 2022 15:50 Nokkur stórmál óafgreidd fyrir þinglok Aðeins fjórir þingfundadagar eru eftir af vorþingi samkvæmt starfsáætlun þingsins og enn bíða nokkur stór ágreiningsmál í nefnd eftir lokaumræðu. Fundað verður á morgun og á fimmtudag í þessari viku. 31. maí 2022 20:40 Sakaði ráðherra um rangfærslur og útúrsnúning Þingmaður Pírata sakar dómsmálaráðherra um rangfærslur og útúrsnúning um mál hælisleitenda á Íslandi. Ráðherrann segir grundvallarmisskilning ríkja um þau en segist vilja auka möguleika útlendinga alls staðar að á að koma til landsins og vinna. 29. maí 2022 13:56 Mest lesið Appelsínugular viðvaranir og heiðar lokaðar Veður Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Innlent Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Innlent Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? Innlent Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Innlent Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Innlent Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Innlent Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Innlent Clinton lagður inn á sjúkrahús Erlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Sjá meira
Þetta er fjórða útlendingafrumvarp innanríkis- og dómsmálaráðherra Sjálfstæðisflokksins sem deyr drottni sínum á Alþingi. Helga Vala Helgadóttir þingflokksformaður Samfylkingarinnar og aðrir andstæðingar frumvarpsins bentu á að það hefði falið í sér, eftir aðendanleg niðurstaða með höfnun um vernd eða hæli hér álandi lægi fyrir, missti fólk rétt á öllum bótum, heilbrigðisþjónustu og húsaskjóli eftir 30 daga. Helga Vala Helgadóttir þingflokksformaður Samfylkingarinnar fagnar því að dómsmálaráðherra hafi fallið frá frumvarpi sínu um útlendinga. Engu að síður þurfi að gera bætur á lögunum.Stöð 2/Sigurjón „Það átti að skerða friðhelgi þeirra. Stjórnvöld áttu að fá að sækja heilbrigðisupplýsingar án samþykkis. Algerlega opið. Það er hvergi þannig og hvergi í kerfinu okkar þannig. Það var auðvitað algerlega óásættanlegt,“ segir Helga Vala. Þá hefði verið þrengt að möguleikum til fjölskyldusameininga. Eftir að dómsmálaráðherra lagði frumvarpið fram lögðu þingmenn Samfylkingarinnar, Viðreisnar og Flokks fólksins til breytingar á frumvarpinu. „Til mikils batnaðar og erum mjög stolt af þeim. En Jón gat ekki fallist á þær allar. Kom með hugmyndir á móti sem voru þess eðlis að þær hefðu skert grundvallarréttindi fólks og þar með sofnaði málið,“ segir Helga Vala. Stjórnarflokkarnir ná samkomulagi um rammáætlun Annað umdeilt mál á borði ríkisstjórnarinnar er þingályktun um rammaáætlun eða nýtingu og vernd orkuauðlinda. Ný heildstæð rammaáætlun hefur ekki litið dagsins ljós í níu ár vegna deilna um virkjanakosti en Hvammsvirkjun var þó bætt í nýtingarflokk árið2015. Nú er reiknað með að málið komi út úr nefnd eftir hádegi á morgun. Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir þingmaður Viðreisnar og varaformaður umhverfis- og samgöngunefndar segir sæta tíðindum að ríkisstjórnarflokkarnir hafi náð saman um rammáætlun.Stöð 2/Sigurjón „Stærstu tíðindin eru þau sýnist manni að ríkisstjórnarflokkarnir þrír virðast hafa komist að samkomulagi,“ segir Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir varaformaður umhverfis- og samgöngunefndar sem fjallað hefur um málið. Þótt nefndin hafi unnið vel í málinu væri niðurstaðan eingöngu stjórnarflokkanna. Eftir margar misheppnaðar tilraunir undanfarin ár til að afgreiða þessa þriðju rammaáætlun hefðu stjórnarflokkarnir loks náð lendingu. „Það hefur ekki unnið með þeim í þessu máli að vera á þessum ásum. En hérna virðist það vera að gerast að Vinstri grænum og Sjálfstæðisflokki sé að takast að ganga hönd í hönd í þessum málaflokki. Sem eru auðvitað tíðindi í sjálfu sér,“ segir Þorbjörg Sigríður. Hún reikni með töluverðri umræðu um málið eftir að það kemur út úr nefnd, enda málið umdeilt.
Alþingi Hælisleitendur Tengdar fréttir Útlendingafrumvarpi Jóns frestað fram á haust Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra hefur frestað afgreiðslu útlendingafrumvarps síns fram á haust. Jón segir þetta gert til að liðka fyrir þinglokum. Það er því ljóst að málamiðlanir ríkisstjórnarinnar báru ekki árangur. 9. júní 2022 15:50 Nokkur stórmál óafgreidd fyrir þinglok Aðeins fjórir þingfundadagar eru eftir af vorþingi samkvæmt starfsáætlun þingsins og enn bíða nokkur stór ágreiningsmál í nefnd eftir lokaumræðu. Fundað verður á morgun og á fimmtudag í þessari viku. 31. maí 2022 20:40 Sakaði ráðherra um rangfærslur og útúrsnúning Þingmaður Pírata sakar dómsmálaráðherra um rangfærslur og útúrsnúning um mál hælisleitenda á Íslandi. Ráðherrann segir grundvallarmisskilning ríkja um þau en segist vilja auka möguleika útlendinga alls staðar að á að koma til landsins og vinna. 29. maí 2022 13:56 Mest lesið Appelsínugular viðvaranir og heiðar lokaðar Veður Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Innlent Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Innlent Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? Innlent Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Innlent Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Innlent Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Innlent Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Innlent Clinton lagður inn á sjúkrahús Erlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Sjá meira
Útlendingafrumvarpi Jóns frestað fram á haust Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra hefur frestað afgreiðslu útlendingafrumvarps síns fram á haust. Jón segir þetta gert til að liðka fyrir þinglokum. Það er því ljóst að málamiðlanir ríkisstjórnarinnar báru ekki árangur. 9. júní 2022 15:50
Nokkur stórmál óafgreidd fyrir þinglok Aðeins fjórir þingfundadagar eru eftir af vorþingi samkvæmt starfsáætlun þingsins og enn bíða nokkur stór ágreiningsmál í nefnd eftir lokaumræðu. Fundað verður á morgun og á fimmtudag í þessari viku. 31. maí 2022 20:40
Sakaði ráðherra um rangfærslur og útúrsnúning Þingmaður Pírata sakar dómsmálaráðherra um rangfærslur og útúrsnúning um mál hælisleitenda á Íslandi. Ráðherrann segir grundvallarmisskilning ríkja um þau en segist vilja auka möguleika útlendinga alls staðar að á að koma til landsins og vinna. 29. maí 2022 13:56