Jón dregur útlendingafrumvarp til baka en Ramminn út úr nefnd Heimir Már Pétursson skrifar 9. júní 2022 19:20 Mikið ósætti hefur ríkt um útlendingamál innan og utan þings undanfarin ár. Ítrekaðar tilraunir innanríkis- og dómsmálaráðherra Sjálfstæðisflokksins til að breyta lögum um útlendinga hafa runnið út í sandinn á Alþingi undanfarin ár. Vísir/Vilhelm Þingflokksformaður Samfylkingarinnar segir að sem betur fer verði ekkert af skerðingum réttinda útlendinga að sinni eftir að dómsmálaráðherra dró útlendingafrumvarp sitt til baka á Alþingi í dag. Stjórnarflokkarnir hafa náð samkomulagi um um fyrstu breytingar á rammaáætlun í sjö ár. Þetta er fjórða útlendingafrumvarp innanríkis- og dómsmálaráðherra Sjálfstæðisflokksins sem deyr drottni sínum á Alþingi. Helga Vala Helgadóttir þingflokksformaður Samfylkingarinnar og aðrir andstæðingar frumvarpsins bentu á að það hefði falið í sér, eftir aðendanleg niðurstaða með höfnun um vernd eða hæli hér álandi lægi fyrir, missti fólk rétt á öllum bótum, heilbrigðisþjónustu og húsaskjóli eftir 30 daga. Helga Vala Helgadóttir þingflokksformaður Samfylkingarinnar fagnar því að dómsmálaráðherra hafi fallið frá frumvarpi sínu um útlendinga. Engu að síður þurfi að gera bætur á lögunum.Stöð 2/Sigurjón „Það átti að skerða friðhelgi þeirra. Stjórnvöld áttu að fá að sækja heilbrigðisupplýsingar án samþykkis. Algerlega opið. Það er hvergi þannig og hvergi í kerfinu okkar þannig. Það var auðvitað algerlega óásættanlegt,“ segir Helga Vala. Þá hefði verið þrengt að möguleikum til fjölskyldusameininga. Eftir að dómsmálaráðherra lagði frumvarpið fram lögðu þingmenn Samfylkingarinnar, Viðreisnar og Flokks fólksins til breytingar á frumvarpinu. „Til mikils batnaðar og erum mjög stolt af þeim. En Jón gat ekki fallist á þær allar. Kom með hugmyndir á móti sem voru þess eðlis að þær hefðu skert grundvallarréttindi fólks og þar með sofnaði málið,“ segir Helga Vala. Stjórnarflokkarnir ná samkomulagi um rammáætlun Annað umdeilt mál á borði ríkisstjórnarinnar er þingályktun um rammaáætlun eða nýtingu og vernd orkuauðlinda. Ný heildstæð rammaáætlun hefur ekki litið dagsins ljós í níu ár vegna deilna um virkjanakosti en Hvammsvirkjun var þó bætt í nýtingarflokk árið2015. Nú er reiknað með að málið komi út úr nefnd eftir hádegi á morgun. Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir þingmaður Viðreisnar og varaformaður umhverfis- og samgöngunefndar segir sæta tíðindum að ríkisstjórnarflokkarnir hafi náð saman um rammáætlun.Stöð 2/Sigurjón „Stærstu tíðindin eru þau sýnist manni að ríkisstjórnarflokkarnir þrír virðast hafa komist að samkomulagi,“ segir Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir varaformaður umhverfis- og samgöngunefndar sem fjallað hefur um málið. Þótt nefndin hafi unnið vel í málinu væri niðurstaðan eingöngu stjórnarflokkanna. Eftir margar misheppnaðar tilraunir undanfarin ár til að afgreiða þessa þriðju rammaáætlun hefðu stjórnarflokkarnir loks náð lendingu. „Það hefur ekki unnið með þeim í þessu máli að vera á þessum ásum. En hérna virðist það vera að gerast að Vinstri grænum og Sjálfstæðisflokki sé að takast að ganga hönd í hönd í þessum málaflokki. Sem eru auðvitað tíðindi í sjálfu sér,“ segir Þorbjörg Sigríður. Hún reikni með töluverðri umræðu um málið eftir að það kemur út úr nefnd, enda málið umdeilt. Alþingi Hælisleitendur Tengdar fréttir Útlendingafrumvarpi Jóns frestað fram á haust Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra hefur frestað afgreiðslu útlendingafrumvarps síns fram á haust. Jón segir þetta gert til að liðka fyrir þinglokum. Það er því ljóst að málamiðlanir ríkisstjórnarinnar báru ekki árangur. 9. júní 2022 15:50 Nokkur stórmál óafgreidd fyrir þinglok Aðeins fjórir þingfundadagar eru eftir af vorþingi samkvæmt starfsáætlun þingsins og enn bíða nokkur stór ágreiningsmál í nefnd eftir lokaumræðu. Fundað verður á morgun og á fimmtudag í þessari viku. 31. maí 2022 20:40 Sakaði ráðherra um rangfærslur og útúrsnúning Þingmaður Pírata sakar dómsmálaráðherra um rangfærslur og útúrsnúning um mál hælisleitenda á Íslandi. Ráðherrann segir grundvallarmisskilning ríkja um þau en segist vilja auka möguleika útlendinga alls staðar að á að koma til landsins og vinna. 29. maí 2022 13:56 Mest lesið Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Innlent Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Tafir vegna óhapps við Sprengisand Innlent Fleiri fréttir Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Sjá meira
Þetta er fjórða útlendingafrumvarp innanríkis- og dómsmálaráðherra Sjálfstæðisflokksins sem deyr drottni sínum á Alþingi. Helga Vala Helgadóttir þingflokksformaður Samfylkingarinnar og aðrir andstæðingar frumvarpsins bentu á að það hefði falið í sér, eftir aðendanleg niðurstaða með höfnun um vernd eða hæli hér álandi lægi fyrir, missti fólk rétt á öllum bótum, heilbrigðisþjónustu og húsaskjóli eftir 30 daga. Helga Vala Helgadóttir þingflokksformaður Samfylkingarinnar fagnar því að dómsmálaráðherra hafi fallið frá frumvarpi sínu um útlendinga. Engu að síður þurfi að gera bætur á lögunum.Stöð 2/Sigurjón „Það átti að skerða friðhelgi þeirra. Stjórnvöld áttu að fá að sækja heilbrigðisupplýsingar án samþykkis. Algerlega opið. Það er hvergi þannig og hvergi í kerfinu okkar þannig. Það var auðvitað algerlega óásættanlegt,“ segir Helga Vala. Þá hefði verið þrengt að möguleikum til fjölskyldusameininga. Eftir að dómsmálaráðherra lagði frumvarpið fram lögðu þingmenn Samfylkingarinnar, Viðreisnar og Flokks fólksins til breytingar á frumvarpinu. „Til mikils batnaðar og erum mjög stolt af þeim. En Jón gat ekki fallist á þær allar. Kom með hugmyndir á móti sem voru þess eðlis að þær hefðu skert grundvallarréttindi fólks og þar með sofnaði málið,“ segir Helga Vala. Stjórnarflokkarnir ná samkomulagi um rammáætlun Annað umdeilt mál á borði ríkisstjórnarinnar er þingályktun um rammaáætlun eða nýtingu og vernd orkuauðlinda. Ný heildstæð rammaáætlun hefur ekki litið dagsins ljós í níu ár vegna deilna um virkjanakosti en Hvammsvirkjun var þó bætt í nýtingarflokk árið2015. Nú er reiknað með að málið komi út úr nefnd eftir hádegi á morgun. Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir þingmaður Viðreisnar og varaformaður umhverfis- og samgöngunefndar segir sæta tíðindum að ríkisstjórnarflokkarnir hafi náð saman um rammáætlun.Stöð 2/Sigurjón „Stærstu tíðindin eru þau sýnist manni að ríkisstjórnarflokkarnir þrír virðast hafa komist að samkomulagi,“ segir Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir varaformaður umhverfis- og samgöngunefndar sem fjallað hefur um málið. Þótt nefndin hafi unnið vel í málinu væri niðurstaðan eingöngu stjórnarflokkanna. Eftir margar misheppnaðar tilraunir undanfarin ár til að afgreiða þessa þriðju rammaáætlun hefðu stjórnarflokkarnir loks náð lendingu. „Það hefur ekki unnið með þeim í þessu máli að vera á þessum ásum. En hérna virðist það vera að gerast að Vinstri grænum og Sjálfstæðisflokki sé að takast að ganga hönd í hönd í þessum málaflokki. Sem eru auðvitað tíðindi í sjálfu sér,“ segir Þorbjörg Sigríður. Hún reikni með töluverðri umræðu um málið eftir að það kemur út úr nefnd, enda málið umdeilt.
Alþingi Hælisleitendur Tengdar fréttir Útlendingafrumvarpi Jóns frestað fram á haust Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra hefur frestað afgreiðslu útlendingafrumvarps síns fram á haust. Jón segir þetta gert til að liðka fyrir þinglokum. Það er því ljóst að málamiðlanir ríkisstjórnarinnar báru ekki árangur. 9. júní 2022 15:50 Nokkur stórmál óafgreidd fyrir þinglok Aðeins fjórir þingfundadagar eru eftir af vorþingi samkvæmt starfsáætlun þingsins og enn bíða nokkur stór ágreiningsmál í nefnd eftir lokaumræðu. Fundað verður á morgun og á fimmtudag í þessari viku. 31. maí 2022 20:40 Sakaði ráðherra um rangfærslur og útúrsnúning Þingmaður Pírata sakar dómsmálaráðherra um rangfærslur og útúrsnúning um mál hælisleitenda á Íslandi. Ráðherrann segir grundvallarmisskilning ríkja um þau en segist vilja auka möguleika útlendinga alls staðar að á að koma til landsins og vinna. 29. maí 2022 13:56 Mest lesið Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Innlent Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Tafir vegna óhapps við Sprengisand Innlent Fleiri fréttir Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Sjá meira
Útlendingafrumvarpi Jóns frestað fram á haust Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra hefur frestað afgreiðslu útlendingafrumvarps síns fram á haust. Jón segir þetta gert til að liðka fyrir þinglokum. Það er því ljóst að málamiðlanir ríkisstjórnarinnar báru ekki árangur. 9. júní 2022 15:50
Nokkur stórmál óafgreidd fyrir þinglok Aðeins fjórir þingfundadagar eru eftir af vorþingi samkvæmt starfsáætlun þingsins og enn bíða nokkur stór ágreiningsmál í nefnd eftir lokaumræðu. Fundað verður á morgun og á fimmtudag í þessari viku. 31. maí 2022 20:40
Sakaði ráðherra um rangfærslur og útúrsnúning Þingmaður Pírata sakar dómsmálaráðherra um rangfærslur og útúrsnúning um mál hælisleitenda á Íslandi. Ráðherrann segir grundvallarmisskilning ríkja um þau en segist vilja auka möguleika útlendinga alls staðar að á að koma til landsins og vinna. 29. maí 2022 13:56