Hvernig vill fullorðna fólkið hafa Laugardalinn? Ævar Harðarson skrifar 9. júní 2022 09:30 Kæru íbúar í Laugardal. Viljið þið taka þátt í netkönnun um hvernig hægt er að gera borgarhlutann ykkar enn betri? Netkönnunin er hluti af hluti af hugmynda- og upplýsingaöflun vegna vinnu við hverfisskipulag í ykkar borgarhluta, sem nær til hverfanna Laugarnes, Langholt og Voga. Innan þessara hverfa eru hverfiseiningar eins og Tún, Teigar, Lækir, Laugarás, Sund, Langholt, Heimar og Voga ásamt nýjum hverfishlutum við Kirkjusand og í nýju Vogabyggðinni. Útivistar- og Íþróttasvæðið í Laugardalnum tengist þessari vinnu órjúfanlegum böndum sem mikilvægt almenningsrými fyrir íbúa í þessum hverfum sem og allra borgarbúa. Börnin hugmyndarík Hugmyndasöfnun vegna hverfisskipulags byrjað í mars með opnu húsi sem stóð dagana 28. mars til 3. apríl undir stúkunni á Laugardalsvellinum. Þá komu í heimsókn um 1.300 nemendur úr öllum fjórum skólunum í borgarhlutanum og um 250 fullorðnir íbúar. Gestir á opna húsinu lögðu fram um 4.800 ábendingar og hugmyndir. Samtímis fór fram netkönnun um ferðaleiðir og nýtingu á almenningsrýmum í Laugardalnum sem um 400 manns tók þátt í. Mikið af þeim hugmyndum sem hafa safnast snúa að því hvernig bæta megi þjónustu í hverfunum og gera þau öruggara sérstaklega fyrir börn. Fjöldi hugmynda fjalla um málefni íþrótta- og útvistarsvæðisins í Laugardal og hvernig mengi bæta íþrótta- og leikaðstöðu fyrir börn og ungmenni. Laugardalurinn úr lofti.Mats Wibe Lund Byggt á öllum þessum hugmyndum, sérstaklega frá börnunum, verður hægt að þróa mjög góðar skipulagstillögur um hvernig gera má hverfin í Laugardal afbragðs góð fyrir börn. Og góð hverfi fyrir börn er góð fyrir alla. Í vinnu við hverfisskipulag þarf líka að taka mið af þörfum og sjónarmiðum hinna fullorðnu. Þess vegna leitum við nú til ykkar kæru íbúar eftir hugmyndum um hvernig bæta megi hverfið. Það getið þið gert með því að taka þátt í netkönnun okkar hér: Borgarhluti 4 – Laugardalur. Ný torg og borgargötur Netkönnunin verður opin i tvær viku. Niðurstöður úr henni ásamt hugmyndum frá börnum verð notaðar til þess að þróa vinnutillögur hverfisskipulags fyrir Laugardalinn sem verða kynntar fyrir íbúum og hagsmunaaðilum í haust. Þetta verður gert með sérstakri sýningu og kynningarsíðu þar sem leitað verður álits íbúa enn á ný en samráð og þátttaka íbúa er afar mikilvægur hluti af vinnu við hverfisskipulag. Allar upplýsingar um vinnu við hverfisskipulagið í Laugardal og netkönnunina er hægt finna á sérstakri kynningarsíðu sjá hér. Leggið ykkar af mörkum og hjálpið okkur við að vinna gott hverfisskipualg fyrir ykkar hverfi. Þið vitið best hvað vantar í þar: Hvernig og hvar þarf að bæta samgöngur til að gera þær öruggari og betri fyrir akandi, hjólandi og fótgangandi. Hvar á að leggja borgargötur og byggja upp hverfistorg. Hvernig bæta má verslun og þjónustu og byggja upp atvinnutækifæri innan hverfana. Hvar best er að bæta og styrkja aðstöðu til útivistar, leikja og íþrótta og hvar má byggja nýjar íbúðir sem mikill skortu er á í borginni um þessar mundir. Höfundur er deildarstjóri Hverfisskipulag Reykjavíkur/ Ph.D. arkitekt. Umhverfis- og skipulagssvið Reykjavíkur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ævar Harðarson Reykjavík Skipulag Mest lesið Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Tímamót Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Þarf alltaf að vera svín? Harpa Kristbergsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson skrifar Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðing um listamannalaun III Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmalaust mál Sigursteinn Másson skrifar Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar Skoðun Þegar Trölli stal atkvæðum Eyjólfur Ingvi Bjarnason skrifar Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Tækifæri gervigreindar í menntun Páll Ásgeir Torfason skrifar Skoðun Sjálfstæð hugsun á tímum gervigreindar Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar er í einkarekstri Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Er lítil samkeppni á fjármálamarkaði? Gústaf Steingrímsson skrifar Sjá meira
Kæru íbúar í Laugardal. Viljið þið taka þátt í netkönnun um hvernig hægt er að gera borgarhlutann ykkar enn betri? Netkönnunin er hluti af hluti af hugmynda- og upplýsingaöflun vegna vinnu við hverfisskipulag í ykkar borgarhluta, sem nær til hverfanna Laugarnes, Langholt og Voga. Innan þessara hverfa eru hverfiseiningar eins og Tún, Teigar, Lækir, Laugarás, Sund, Langholt, Heimar og Voga ásamt nýjum hverfishlutum við Kirkjusand og í nýju Vogabyggðinni. Útivistar- og Íþróttasvæðið í Laugardalnum tengist þessari vinnu órjúfanlegum böndum sem mikilvægt almenningsrými fyrir íbúa í þessum hverfum sem og allra borgarbúa. Börnin hugmyndarík Hugmyndasöfnun vegna hverfisskipulags byrjað í mars með opnu húsi sem stóð dagana 28. mars til 3. apríl undir stúkunni á Laugardalsvellinum. Þá komu í heimsókn um 1.300 nemendur úr öllum fjórum skólunum í borgarhlutanum og um 250 fullorðnir íbúar. Gestir á opna húsinu lögðu fram um 4.800 ábendingar og hugmyndir. Samtímis fór fram netkönnun um ferðaleiðir og nýtingu á almenningsrýmum í Laugardalnum sem um 400 manns tók þátt í. Mikið af þeim hugmyndum sem hafa safnast snúa að því hvernig bæta megi þjónustu í hverfunum og gera þau öruggara sérstaklega fyrir börn. Fjöldi hugmynda fjalla um málefni íþrótta- og útvistarsvæðisins í Laugardal og hvernig mengi bæta íþrótta- og leikaðstöðu fyrir börn og ungmenni. Laugardalurinn úr lofti.Mats Wibe Lund Byggt á öllum þessum hugmyndum, sérstaklega frá börnunum, verður hægt að þróa mjög góðar skipulagstillögur um hvernig gera má hverfin í Laugardal afbragðs góð fyrir börn. Og góð hverfi fyrir börn er góð fyrir alla. Í vinnu við hverfisskipulag þarf líka að taka mið af þörfum og sjónarmiðum hinna fullorðnu. Þess vegna leitum við nú til ykkar kæru íbúar eftir hugmyndum um hvernig bæta megi hverfið. Það getið þið gert með því að taka þátt í netkönnun okkar hér: Borgarhluti 4 – Laugardalur. Ný torg og borgargötur Netkönnunin verður opin i tvær viku. Niðurstöður úr henni ásamt hugmyndum frá börnum verð notaðar til þess að þróa vinnutillögur hverfisskipulags fyrir Laugardalinn sem verða kynntar fyrir íbúum og hagsmunaaðilum í haust. Þetta verður gert með sérstakri sýningu og kynningarsíðu þar sem leitað verður álits íbúa enn á ný en samráð og þátttaka íbúa er afar mikilvægur hluti af vinnu við hverfisskipulag. Allar upplýsingar um vinnu við hverfisskipulagið í Laugardal og netkönnunina er hægt finna á sérstakri kynningarsíðu sjá hér. Leggið ykkar af mörkum og hjálpið okkur við að vinna gott hverfisskipualg fyrir ykkar hverfi. Þið vitið best hvað vantar í þar: Hvernig og hvar þarf að bæta samgöngur til að gera þær öruggari og betri fyrir akandi, hjólandi og fótgangandi. Hvar á að leggja borgargötur og byggja upp hverfistorg. Hvernig bæta má verslun og þjónustu og byggja upp atvinnutækifæri innan hverfana. Hvar best er að bæta og styrkja aðstöðu til útivistar, leikja og íþrótta og hvar má byggja nýjar íbúðir sem mikill skortu er á í borginni um þessar mundir. Höfundur er deildarstjóri Hverfisskipulag Reykjavíkur/ Ph.D. arkitekt. Umhverfis- og skipulagssvið Reykjavíkur.
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar