„Margir hafa ekki aðgang að hreinu vatni eða rafmagni“ Elísabet Hanna skrifar 20. júní 2022 06:30 Esther er stödd í Freetown. Aðsend Esther Hallsdóttir er stödd í Freetown, sem er höfuðborg Síerra Leóne í Vestur-Afríku, þar sem hún vinnur að verkefnum fyrir borgarstjórann. Hún er þar á styrk frá Harvard þar sem hún stundar mastersnám í opinberri stefnumótun (e. public policy) með áherslu á kynjajafnrétti og barnavernd. Hvað ertu að gera úti?Verkefnið okkar á skrifstofu borgarstjóra Freetown snýr að því að meta áhrif stefnu hennar síðustu fjögur ár á líf kvenna og stúlkna í borginni og veita ráðgjöf um framhaldið. Við erum meðal annars að skoða hvernig er hægt að bæta gagnasöfnun svo að hægt sé að skoða hverjir séu að nýta þjónustu borgaryfirvalda og meta ólík áhrif verkefna borgarinnar á konur og karla. Aðsend Hvaðan kom hugmyndin að fara í ferðina?Áður en ég byrjaði í náminu í Harvard stóð til að ég færi með fyrrverandi vinnustaðnum mínum, UNICEF, til Vestur-Afríku í nokkurra vikna verkefni. Rétt áður en við áttum að fara skall Covid á svo ég komst ekki. Ég eiginlega ákvað þá að þegar ég fengi tækifæri til myndi ég láta af því verða að fara til þessa heimshluta. Ég frétti svo af því að borgarstjórinn í Freetown væri að gera áhugaverða hluti og vildi í kjölfarið kanna það nánar og komst að tvennu. Í fyrsta lagi er borgarstjóri Freetown, Yvonne Aki-Sawyerr, hörkukona með mjög metnaðarfulla sýn á að breyta lífi fólks í borginni. Hún er fyrsti lýðræðislega kjörni kvenkyns borgarstjóri Freetown, í landi þar sem konur eru í miklum minnihluta í stjórnmálum. Þegar hún var kjörin fyrir fjórum árum setti hún fram stefnuna #TransformFreetown sem beinir sjónum að ellefu megin þáttum, meðal annars hreinu vatni, menntun, atvinnusköpun, og umhverfismálum. „Mér fannst mjög eftirsóknarvert að fá að starfa með Aki-Sawyerr og hinum eldhugunum í teyminu hennar að því að bæta líf borgarbúa.“ Í öðru lagi fann ég fyrir miklum vilja hjá borgarstjóranum til að leggja aukna áherslu á málefni kvenna og stúlkna. Áskoranirnar hér eru mjög stórar, það er nánast hvergi hærri tíðni mæðradauða en í Sierra Leone, konur eru mun líklegri til að vera ólæsar en menn, og þær hafa mun færri tækifæri til hærri menntunar og vel launaðra starfa. Umskurður kvenna er nánast hvergi jafn algengur og í Sierra Leone og kynbundið ofbeldi er mjög algengt, svo eitthvað sé nefnt. „Það er mjög gefandi að vinna að þessum málefnum á stað þar sem vandamálin eru stór og krefjandi.“ Esther með Stuti Ginodia en þær vinna saman fyrir borgarstjórann.Aðsend Hvar ertu búsett vanalega og hvað ertu að fást við í lífinu?Ég er búsett í Boston og er í Master in Public Policy námi við Harvard. Ég hef lokið við fyrra árið og á eitt til viðbótar eftir. Ég er að leggja áherslu á kynjajafnrétti og barnavernd og hef meðal annars fengið tækifæri til að stunda rannsóknir meðfram náminu á kynferðisofbeldi í stríðum. Hvernig skipulagðir þú ferðina?Áður en ég fór til Sierra Leone ákvað ég að leita uppi alla sem ég þekkti og þekkti ekki sem höfðu búið eða dvalið þar nýlega. Ég tók kaffi með prófessorum í skólanum sem höfðu stundað rannsóknir þar og samnemendum mínum sem höfðu unnið þar áður en þau komu til Boston, og kom mér í samband við Íslendingana sem búa í Freetown (þeir eru þrír). Þetta var mjög gagnlegt til að fá tilfinningu fyrir borginni. Í gegnum þetta fólk fékk ég svo ráðleggingar um húsnæði, VISA, og annan undirbúning. Ég fór í bólusetningar að andvirði 100 þúsund íslenskra króna (með sérstökum þökkum til bandarísks heilbrigðiskerfis) og keypti eitthvað úr öllum rekkunum í apótekinu. „Ég varð mér líka úti um nokkrar bækur um Sierra Leone enda vildi ég kynnast sögu landsins og menningu betur áður en ég færi.“ Aðsend Hvað er ferðin löng?Við verðum hér í níu vikur alls. Tók langan tíma að safna fyrir slíkri ferð?Harvard fjármagnar dvölina okkar hér, en við vorum svo lánsamar að hljóta styrk frá rannsóknarmiðstöð innan Harvard sem nefnist Women and Public Policy Program. „Styrkurinn frá þeim gerir okkur kleift að vera sjálfboðaliðar á skrifstofu borgarstjóra Freetown.“ Hvaða staði ertu að heimsækja?Það er margt að skoða í Sierra Leone. Hér eru til dæmis mjög fallegar strendur og við stefnum á að gista yfir nótt á einni þeirra næstu helgi. Í gær fórum við í heimsókn í friðland fyrir simpansa og svo höfum við verið að þræða veitingastaði borgarinnar. Mér finnst líka alltaf gaman að fara á markaði og skoða handverk eftir heimafólk. Aðsend Hvar býrðu á meðan þú ert úti?Við Stuti búum í tveggja svefnherbergja íbúð á íbúðahóteli sem er staðsett í vesturhluta borgarinnar. Hér er gott að vera, byggingin er með díselvél sem framleiðir rafmagn á næturna þegar slokknar á rafmagni hins opinbera. Það er dálítið mótsagnakennt að í aðra röndina lifir maður við ótrúlegan lúxus því á hótelinu er boðið upp á dagleg þrif, þvotta, morgunmat og aðra tilfallandi þjónustu. Á hinn bóginn getur maður ekki endilega reitt sig á að internetið virki, vatnið í krananum ber með sér bakteríur sem maður getur orðið veikur af, ég bursta til dæmis tennurnar með vatni úr flöskum og matvörur sem maður er vanur heima eru illfáanlegar. „Rafmagnið er mjög oft úti og þar af leiðandi kaupum við ekki matvörur sem þurfa stöðuga kælingu.“ Okkar aðstæður eru þó auðvitað mjög góðar miðað við flesta hér í borginni, en um þriðjungur býr í óformlegum bárujárnsbyggðum og margir hafa ekki aðgang að hreinu vatni eða rafmagni. „Við höfum yfir engu að kvarta og höfum það mjög gott hér.“ Aðsend Hvernig er týpískur dagur hjá þér úti?Á virkum dögum vakna ég um hálf átta og hef mig til fyrir vinnuna. Um átta er bankað á hurðina og kokkur hótelsins birtist með morgunmat. Það er yfirleitt brauð og ommeletta en það er svo sem allur gangur á því enda er ekki hægt að gera ráð fyrir að sama hráefnið sé til á hverjum degi. Eftir spjall við strákana niðri sem vinna í byggingunni förum við út og tökum annað hvort leigubíl eða svokallaða „keke“ í vinnuna. Keke eru þríhjóla litlir „bílar“ með opnum hliðum. Venjulega erum við búnar að semja um verðið fyrirfram til að forðast að þurfa að standa í stífum samningaviðræðum á ókristilegum tímum. Verðið fer eftir því hversu mikinn metnað við leggjum í viðræðurnar. Reyndar er hún Stuti vinkona mín mun betri samningamaður en ég enda þaulvön frá strætum Kolkata á Indlandi. Ferðin í vinnuna tekur um það bil hálftíma og ég er alltaf jafn fegin að komast heilu og höldnu á leiðarenda, enda er umferðin stórkostlega kaotísk hér. Hæfileikarnir sem bílstjórarnir hafa til að smeygja sér fram hjá öðrum bílum, hjólum, og keke er aðdáunarverð. Svo er aldrei að vita hvort einhver slæst með í för en leigubílar og keke stoppa gjarnan á leiðinni og taka upp í fleiri farþega og virka þannig sem eins konar almenningssamgöngur. Þegar komið er í vinnuna tekur Stuti lyftuna upp á þrettándu hæð en ég þráast við að taka stigann, enda með króníska innilokunarkennd og lítinn sem engan áhuga á lyftuferðum í borg þar sem rafmagnið fer af mörgum sinnum á dag. Á skrifstofunni reynum við að gera meira gagn en ógagn. „Í hádeginu förum við iðulega á einn af veitingastöðunum í grennd við skrifstofuna og svo tekur við önnur ganga upp stigann fyrir mig. Fyrsta vikan okkar í vinnunni hefur mestmegnið farið í að kynna okkur mismunandi svið borgarrekstursins - frá rekstri heilsugæslna og grunnskóla, áætlana um borgarskipulag, samgöngumál, og innheimtu skatta. Það er virkilega áhugavert og aðdáunarvert að fylgjast með starfsfólkinu hér finna leiðir til að reka borgina og gera breytingar án þess að hafa nánast neina fjármuni á milli handanna. „Eftir vinnu förum við oft á ströndina og fáum okkur drykk, förum í tennis eða jóga, eða gerum eitthvað annað skemmtilegt.“ Aðsend Hvað hefur staðið upp úr fram að þessu?Mér finnst mjög skemmtilegt að upplifa mannlífið í borginni. Nánast allar götur eru smekkfullar af fólki að selja ávexti og grænmeti og ýmis konar vörur, konurnar eru margar hverjar í mjög fallegum afrískum klæðum og það er mikið líf alls staðar sem maður fer. Hvað er á döfinni eftir ferðalagið?Eftir ferðalagið flýg ég til Parísar þar sem ég hitti manninn minn, Ísak Rúnarsson. Ég er nú búin að sakna hans svolítið svo það verður gott að hittast aftur. Við ætlum að eyða nokkrum dögum í París eða annarri evrópskri borg áður en við förum til Íslands þar sem við verðum mestallan ágúst mánuð. „Svo fer ég aftur til Boston þar sem ég bý og hef seinna árið í náminu.“ Stökkið Íslendingar erlendis Síerra Leóne Tengdar fréttir Stökkið: „Það er mikið um duglega vasaþjófa“ Hilmar Ragnarsson starfar sem forritari í Barcelona þar sem hann býr með unnustu sinni Raphaellu Santana og hundinum þeirra Nölu. Hilmar flutti upphaflega til Madríd haustið 2015 í skiptinám en kom aldrei heim og færði sig yfir til Barcelona þremur árum síðar. 13. júní 2022 07:01 „Ég bý fyrir utan Tulum inn í frumskóginum, umvafin miklu dýralífi, fullt af skordýrum og endalaust af plöntum“ Heiðrún María Magnúsdóttir ætlaði í þriggja vikna frí til Tulum í Mexíkó en er enn erlendis rúmum tveimur mánuðum síðar. Hún bjó fyrir utan Tulum í frumskóginum áður en hún fór áleiðis til San Marcos La Laguna og er aðallega að njóta þess að vera til. 20. maí 2022 07:00 „Það er bara þumalputtaregla að vera skynsamur og fara ekki út seint á kvöldin“ Guðrún Lund og unnusti hennar Max Hopkins eru í hálfs árs Suður-Ameríku reisu þar sem þau eru að búa til stórbrotnar minningar saman, labba að Machu Picchu og hitta lamadýr. Þau elska að ferðast og hafa oftast einhver ferðalög bókuð fram í tímann. 21. apríl 2022 07:01 Mest lesið Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Lífið Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Ísak og Karítas orðin foreldrar eftir bráðakeisara Lífið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Bíó og sjónvarp Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Lífið Innlit í nýuppgerða íbúð Kára Sverris Lífið Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Fleiri fréttir Tara Sif og Elfar selja íbúðina Innlit í nýuppgerða íbúð Kára Sverris Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Ísak og Karítas orðin foreldrar eftir bráðakeisara Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Sjá meira
Hvað ertu að gera úti?Verkefnið okkar á skrifstofu borgarstjóra Freetown snýr að því að meta áhrif stefnu hennar síðustu fjögur ár á líf kvenna og stúlkna í borginni og veita ráðgjöf um framhaldið. Við erum meðal annars að skoða hvernig er hægt að bæta gagnasöfnun svo að hægt sé að skoða hverjir séu að nýta þjónustu borgaryfirvalda og meta ólík áhrif verkefna borgarinnar á konur og karla. Aðsend Hvaðan kom hugmyndin að fara í ferðina?Áður en ég byrjaði í náminu í Harvard stóð til að ég færi með fyrrverandi vinnustaðnum mínum, UNICEF, til Vestur-Afríku í nokkurra vikna verkefni. Rétt áður en við áttum að fara skall Covid á svo ég komst ekki. Ég eiginlega ákvað þá að þegar ég fengi tækifæri til myndi ég láta af því verða að fara til þessa heimshluta. Ég frétti svo af því að borgarstjórinn í Freetown væri að gera áhugaverða hluti og vildi í kjölfarið kanna það nánar og komst að tvennu. Í fyrsta lagi er borgarstjóri Freetown, Yvonne Aki-Sawyerr, hörkukona með mjög metnaðarfulla sýn á að breyta lífi fólks í borginni. Hún er fyrsti lýðræðislega kjörni kvenkyns borgarstjóri Freetown, í landi þar sem konur eru í miklum minnihluta í stjórnmálum. Þegar hún var kjörin fyrir fjórum árum setti hún fram stefnuna #TransformFreetown sem beinir sjónum að ellefu megin þáttum, meðal annars hreinu vatni, menntun, atvinnusköpun, og umhverfismálum. „Mér fannst mjög eftirsóknarvert að fá að starfa með Aki-Sawyerr og hinum eldhugunum í teyminu hennar að því að bæta líf borgarbúa.“ Í öðru lagi fann ég fyrir miklum vilja hjá borgarstjóranum til að leggja aukna áherslu á málefni kvenna og stúlkna. Áskoranirnar hér eru mjög stórar, það er nánast hvergi hærri tíðni mæðradauða en í Sierra Leone, konur eru mun líklegri til að vera ólæsar en menn, og þær hafa mun færri tækifæri til hærri menntunar og vel launaðra starfa. Umskurður kvenna er nánast hvergi jafn algengur og í Sierra Leone og kynbundið ofbeldi er mjög algengt, svo eitthvað sé nefnt. „Það er mjög gefandi að vinna að þessum málefnum á stað þar sem vandamálin eru stór og krefjandi.“ Esther með Stuti Ginodia en þær vinna saman fyrir borgarstjórann.Aðsend Hvar ertu búsett vanalega og hvað ertu að fást við í lífinu?Ég er búsett í Boston og er í Master in Public Policy námi við Harvard. Ég hef lokið við fyrra árið og á eitt til viðbótar eftir. Ég er að leggja áherslu á kynjajafnrétti og barnavernd og hef meðal annars fengið tækifæri til að stunda rannsóknir meðfram náminu á kynferðisofbeldi í stríðum. Hvernig skipulagðir þú ferðina?Áður en ég fór til Sierra Leone ákvað ég að leita uppi alla sem ég þekkti og þekkti ekki sem höfðu búið eða dvalið þar nýlega. Ég tók kaffi með prófessorum í skólanum sem höfðu stundað rannsóknir þar og samnemendum mínum sem höfðu unnið þar áður en þau komu til Boston, og kom mér í samband við Íslendingana sem búa í Freetown (þeir eru þrír). Þetta var mjög gagnlegt til að fá tilfinningu fyrir borginni. Í gegnum þetta fólk fékk ég svo ráðleggingar um húsnæði, VISA, og annan undirbúning. Ég fór í bólusetningar að andvirði 100 þúsund íslenskra króna (með sérstökum þökkum til bandarísks heilbrigðiskerfis) og keypti eitthvað úr öllum rekkunum í apótekinu. „Ég varð mér líka úti um nokkrar bækur um Sierra Leone enda vildi ég kynnast sögu landsins og menningu betur áður en ég færi.“ Aðsend Hvað er ferðin löng?Við verðum hér í níu vikur alls. Tók langan tíma að safna fyrir slíkri ferð?Harvard fjármagnar dvölina okkar hér, en við vorum svo lánsamar að hljóta styrk frá rannsóknarmiðstöð innan Harvard sem nefnist Women and Public Policy Program. „Styrkurinn frá þeim gerir okkur kleift að vera sjálfboðaliðar á skrifstofu borgarstjóra Freetown.“ Hvaða staði ertu að heimsækja?Það er margt að skoða í Sierra Leone. Hér eru til dæmis mjög fallegar strendur og við stefnum á að gista yfir nótt á einni þeirra næstu helgi. Í gær fórum við í heimsókn í friðland fyrir simpansa og svo höfum við verið að þræða veitingastaði borgarinnar. Mér finnst líka alltaf gaman að fara á markaði og skoða handverk eftir heimafólk. Aðsend Hvar býrðu á meðan þú ert úti?Við Stuti búum í tveggja svefnherbergja íbúð á íbúðahóteli sem er staðsett í vesturhluta borgarinnar. Hér er gott að vera, byggingin er með díselvél sem framleiðir rafmagn á næturna þegar slokknar á rafmagni hins opinbera. Það er dálítið mótsagnakennt að í aðra röndina lifir maður við ótrúlegan lúxus því á hótelinu er boðið upp á dagleg þrif, þvotta, morgunmat og aðra tilfallandi þjónustu. Á hinn bóginn getur maður ekki endilega reitt sig á að internetið virki, vatnið í krananum ber með sér bakteríur sem maður getur orðið veikur af, ég bursta til dæmis tennurnar með vatni úr flöskum og matvörur sem maður er vanur heima eru illfáanlegar. „Rafmagnið er mjög oft úti og þar af leiðandi kaupum við ekki matvörur sem þurfa stöðuga kælingu.“ Okkar aðstæður eru þó auðvitað mjög góðar miðað við flesta hér í borginni, en um þriðjungur býr í óformlegum bárujárnsbyggðum og margir hafa ekki aðgang að hreinu vatni eða rafmagni. „Við höfum yfir engu að kvarta og höfum það mjög gott hér.“ Aðsend Hvernig er týpískur dagur hjá þér úti?Á virkum dögum vakna ég um hálf átta og hef mig til fyrir vinnuna. Um átta er bankað á hurðina og kokkur hótelsins birtist með morgunmat. Það er yfirleitt brauð og ommeletta en það er svo sem allur gangur á því enda er ekki hægt að gera ráð fyrir að sama hráefnið sé til á hverjum degi. Eftir spjall við strákana niðri sem vinna í byggingunni förum við út og tökum annað hvort leigubíl eða svokallaða „keke“ í vinnuna. Keke eru þríhjóla litlir „bílar“ með opnum hliðum. Venjulega erum við búnar að semja um verðið fyrirfram til að forðast að þurfa að standa í stífum samningaviðræðum á ókristilegum tímum. Verðið fer eftir því hversu mikinn metnað við leggjum í viðræðurnar. Reyndar er hún Stuti vinkona mín mun betri samningamaður en ég enda þaulvön frá strætum Kolkata á Indlandi. Ferðin í vinnuna tekur um það bil hálftíma og ég er alltaf jafn fegin að komast heilu og höldnu á leiðarenda, enda er umferðin stórkostlega kaotísk hér. Hæfileikarnir sem bílstjórarnir hafa til að smeygja sér fram hjá öðrum bílum, hjólum, og keke er aðdáunarverð. Svo er aldrei að vita hvort einhver slæst með í för en leigubílar og keke stoppa gjarnan á leiðinni og taka upp í fleiri farþega og virka þannig sem eins konar almenningssamgöngur. Þegar komið er í vinnuna tekur Stuti lyftuna upp á þrettándu hæð en ég þráast við að taka stigann, enda með króníska innilokunarkennd og lítinn sem engan áhuga á lyftuferðum í borg þar sem rafmagnið fer af mörgum sinnum á dag. Á skrifstofunni reynum við að gera meira gagn en ógagn. „Í hádeginu förum við iðulega á einn af veitingastöðunum í grennd við skrifstofuna og svo tekur við önnur ganga upp stigann fyrir mig. Fyrsta vikan okkar í vinnunni hefur mestmegnið farið í að kynna okkur mismunandi svið borgarrekstursins - frá rekstri heilsugæslna og grunnskóla, áætlana um borgarskipulag, samgöngumál, og innheimtu skatta. Það er virkilega áhugavert og aðdáunarvert að fylgjast með starfsfólkinu hér finna leiðir til að reka borgina og gera breytingar án þess að hafa nánast neina fjármuni á milli handanna. „Eftir vinnu förum við oft á ströndina og fáum okkur drykk, förum í tennis eða jóga, eða gerum eitthvað annað skemmtilegt.“ Aðsend Hvað hefur staðið upp úr fram að þessu?Mér finnst mjög skemmtilegt að upplifa mannlífið í borginni. Nánast allar götur eru smekkfullar af fólki að selja ávexti og grænmeti og ýmis konar vörur, konurnar eru margar hverjar í mjög fallegum afrískum klæðum og það er mikið líf alls staðar sem maður fer. Hvað er á döfinni eftir ferðalagið?Eftir ferðalagið flýg ég til Parísar þar sem ég hitti manninn minn, Ísak Rúnarsson. Ég er nú búin að sakna hans svolítið svo það verður gott að hittast aftur. Við ætlum að eyða nokkrum dögum í París eða annarri evrópskri borg áður en við förum til Íslands þar sem við verðum mestallan ágúst mánuð. „Svo fer ég aftur til Boston þar sem ég bý og hef seinna árið í náminu.“
Stökkið Íslendingar erlendis Síerra Leóne Tengdar fréttir Stökkið: „Það er mikið um duglega vasaþjófa“ Hilmar Ragnarsson starfar sem forritari í Barcelona þar sem hann býr með unnustu sinni Raphaellu Santana og hundinum þeirra Nölu. Hilmar flutti upphaflega til Madríd haustið 2015 í skiptinám en kom aldrei heim og færði sig yfir til Barcelona þremur árum síðar. 13. júní 2022 07:01 „Ég bý fyrir utan Tulum inn í frumskóginum, umvafin miklu dýralífi, fullt af skordýrum og endalaust af plöntum“ Heiðrún María Magnúsdóttir ætlaði í þriggja vikna frí til Tulum í Mexíkó en er enn erlendis rúmum tveimur mánuðum síðar. Hún bjó fyrir utan Tulum í frumskóginum áður en hún fór áleiðis til San Marcos La Laguna og er aðallega að njóta þess að vera til. 20. maí 2022 07:00 „Það er bara þumalputtaregla að vera skynsamur og fara ekki út seint á kvöldin“ Guðrún Lund og unnusti hennar Max Hopkins eru í hálfs árs Suður-Ameríku reisu þar sem þau eru að búa til stórbrotnar minningar saman, labba að Machu Picchu og hitta lamadýr. Þau elska að ferðast og hafa oftast einhver ferðalög bókuð fram í tímann. 21. apríl 2022 07:01 Mest lesið Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Lífið Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Ísak og Karítas orðin foreldrar eftir bráðakeisara Lífið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Bíó og sjónvarp Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Lífið Innlit í nýuppgerða íbúð Kára Sverris Lífið Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Fleiri fréttir Tara Sif og Elfar selja íbúðina Innlit í nýuppgerða íbúð Kára Sverris Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Ísak og Karítas orðin foreldrar eftir bráðakeisara Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Sjá meira
Stökkið: „Það er mikið um duglega vasaþjófa“ Hilmar Ragnarsson starfar sem forritari í Barcelona þar sem hann býr með unnustu sinni Raphaellu Santana og hundinum þeirra Nölu. Hilmar flutti upphaflega til Madríd haustið 2015 í skiptinám en kom aldrei heim og færði sig yfir til Barcelona þremur árum síðar. 13. júní 2022 07:01
„Ég bý fyrir utan Tulum inn í frumskóginum, umvafin miklu dýralífi, fullt af skordýrum og endalaust af plöntum“ Heiðrún María Magnúsdóttir ætlaði í þriggja vikna frí til Tulum í Mexíkó en er enn erlendis rúmum tveimur mánuðum síðar. Hún bjó fyrir utan Tulum í frumskóginum áður en hún fór áleiðis til San Marcos La Laguna og er aðallega að njóta þess að vera til. 20. maí 2022 07:00
„Það er bara þumalputtaregla að vera skynsamur og fara ekki út seint á kvöldin“ Guðrún Lund og unnusti hennar Max Hopkins eru í hálfs árs Suður-Ameríku reisu þar sem þau eru að búa til stórbrotnar minningar saman, labba að Machu Picchu og hitta lamadýr. Þau elska að ferðast og hafa oftast einhver ferðalög bókuð fram í tímann. 21. apríl 2022 07:01