Vanda með áskorun til foreldra: „Þurfum að setja okkur inn í þennan veruleika“ Sindri Sverrisson skrifar 9. júní 2022 10:01 Lið á borð við HK geta spilað við fjölda liða í nágrenni við sig en ferðalögin eru óhjákvæmilega fleiri og lengri hjá landsbyggðarliðum á borð við Tindastól. vísir/vilhelm Vanda Sigurgeirsdóttir, formaður KSÍ, hvetur foreldra yngri iðkenda í fótbolta til að vera meðvituð um þann raunveruleika sem blasir við íþróttakrökkum á fámennari svæðum landsins. KSÍ skoðar nú hvort breyta þurfi reglum til að þeir krakkar fái að spila sína heimaleiki án vandræða. Af umræðu á samfélagsmiðlum að dæma er það þekkt vandamál í íslensku íþróttalífi að lið fari fram á frestanir eða mæti hreinlega ekki til leiks þegar um langt ferðalag er að ræða. Þennan vanda vill KSÍ nú kortleggja. Pálína Jóhannsdóttir, móðir stúlku í 4. flokki Vestra á Ísafirði, vakti upp mikla umræðu um þessi mál með Facebook-færslu sinni um liðna helgi. Þar lýsti hún miklum vonbrigðum dóttur sinnar eftir að í ljós kom að Valsstúlkur kæmu ekki til Ísafjarðar til að spila leik á sunnudag. Um var að ræða fjórða heimaleik sumarsins hjá dótturinni sem frestað var að ósk gestaliðsins. „TIL YKKAR SEM HAFIÐ UNDANFARIN ÁR TEKIÐ ÞÁTT Í ÞVÍ AÐ BRJÓTA VONIR OG VÆNTINGAR OG LÍTILSVIRT SKIPULAG OKKAR FÉLAGS. ÞAÐ ERUÐ ÞIÐ SEM FORELDRAR/ÞJÁLFARAR OG FORRÁÐAMENN FÉLAGA SEM HAFIÐ EKKI SÓMA Í YKKUR AÐ SKIPULEGGJA STARF YKKAR BETUR OG BERIÐ ENGA VIRÐINGU FYRIR TÍMA ANNARRA. ÞIÐ EIGIÐ SKÖMMINA SKILIÐ. EKKI BÖRNIN YKKAR OG SÍST VESTRA BÖRN. VESTRABÖRN EIGA EKKI AÐ ÞURFA ÞOLA ÞAÐ NOKKRU SINNI AFTUR AÐ VERA SVÍVIRT AF SVONA FRAMKOMU,“ skrifaði Pálína meðal annars, langþreytt á vandamáli sem hún hefur ítrekað bent á. Þetta er foreldravandamál - foreldrar sem finnst í lagi að sitt barn beili á liðinu sínu svo á endanum næst ekki í lið.— Bryndís Gunnlaugsdóttir (@bryndisgull) June 4, 2022 Á borði mótanefndar KSÍ Vanda blandaði sér í umræðuna og benti á að stjórn KSÍ hefið rætt þessi mál á stjórnarfundi 19. maí síðastliðinn. „Þessu var vísað til mótanefndar sem er að skoða þetta allt saman. Við erum að skoða hversu algengt þetta er og hvort við þurfum að betrumbæta verkferla eða reglurnar sem að hreyfingin hefur sett sér hvað þetta varðar,“ segir Vanda við Vísi og bendir á að í reglum KSÍ séu nú þegar viðurlög við því að mæta ekki til keppni: „Mér finnst mikilvægt að það komi fram að það eru skýrar reglur í kringum þetta. Það eru háar sektir og ef lið mæta ekki til leiks geta þau ekki farið í úrslitakeppni eða farið upp um deild.“ Vanda Sigurgeirsdóttir er Skagfirðingur en búsett í Reykjavík og hefur alið þar upp sín börn.vísir/Hulda Margrét Sektir og bannað að fara upp um deild Eins og Vanda bendir á eru þegar reglur í gildi hjá KSÍ varðandi frestanir eða þegar lið mæta ekki til keppni. Þann 1. mars ár hvert eru drög að niðurröðun leikja sumarsins hjá yngri flokkum gefin út og félögin hafa þá um það bil tíu daga til að koma að athugasemdum. Um miðjan apríl er leikjaniðurröðun staðfest en eftir það er félögum þó heimilt að óska eftir breytingum og í flestum tilfellum samþykkir KSÍ breytinguna ef að hún er að ósk beggja liða sem spila viðkomandi leik. Ef lið mætir svo ekki til leiks fá þau sekt og eiga að greiða allan kostnað af leiknum, auk þess að greiða mótherjum sínum 50% af ferðakostnaði til viðkomandi leikstaðar. Upphæðin má aldrei vera lægri en 30.000 krónur. Lið sem ekki mætir til leiks tapar sömuleiðis sjálfkrafa leiknum 0-3 og getur ekki unnið viðkomandi mót, komist í úrslitakeppni eða upp um deild. Skammarlegt að sjá enn eina ferðina fréttir af því að félög mæti ekki í leiki út á land.Sömu iðkendur úti á landi lagt sig fram allan ársins hring að mæta í allskyns veðrum á hraðmót í bænum ásamt foreldrum sínum.Virðingarleysi og skortur á heilbrigðri skynsemi hjá fólki. https://t.co/I9b9RcgWU6— Gunnar Jarl Jónsson (@gunnar_jarl) June 4, 2022 Þurfum vitundarvakningu Engu að síður gerist það að lið mæti hreinlega ekki til leiks og sífellt virðist það endurtaka sig að leikjum sé frestað á síðustu stundu. Vanda lítur málið alvarlegum augum og vonast til að foreldrar og aðrir setji sig í spor íþróttakrakka sem búa á fámennum stöðum og þurfa sífellt að ferðast langar leiðir til að spila sína útileiki. „Mig langar að koma með áskorun til foreldra. Við þurfum að ræða þessi mál og fá fram vitundarvakningu. Það er mikilvægt fyrir krakkana á Ísafirði eða Egilsstöðum, eða hvar sem það er, að fá að spila leiki. Hlutirnir hafa breyst svolítið í fótboltanum. Þegar ég var lítil þá voru lið í öllum bæjum og allt svæðaskipt. Núna hefur liðum fækkað, þannig að það eru engin lið önnur en Vestri á Vestfjörðum sem að spila á Íslandsmóti. Þá koma ferðalögin,“ segir Vanda og bætir við: Frábært tækifæri til að skoða landið og skapa góðan liðsanda „Við sem foreldrar þurfum að setja okkur inn í þennan veruleika. Fólk er sem betur fer almennt duglegt. Það er verið að keyra íþróttakrakka fram og til baka um allt land. En því miður hefur svona lagað gerst, að leikjum sé frestað jafnvel með stuttum fyrirvara, eða í einstaka tilvikum að fólk mæti hreinlega ekki til leiks. Við þurfum að vinna í því en um leið skora ég á foreldra að skipuleggja sig fram í tímann og vera meðvitaðir um það hvenær eru ferðir út á land. Stundum er óumflýjanlegt að fresta leikjum, ég geri mér grein fyrir því, en við þurfum að hafa þetta í huga. Þetta er líka bara frábært tækifæri fyrir börnin til að skoða landið sitt og skapa góðan liðsanda.“ Fótbolti Íþróttir barna Vestri Mest lesið Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Luke Littler grét eftir leik Sport Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Enski boltinn Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Sport Fleiri fréttir „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City Hólmbert og félagar náðu ekki að vinna fallslaginn Nú verður hægt að vinna Beckenbauer bikarinn Messi með eigin treyjur upp um alla veggi á heimilinu Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH „Orð geta ekki lýst því hversu eyðilagður ég er“ Sjá meira
Af umræðu á samfélagsmiðlum að dæma er það þekkt vandamál í íslensku íþróttalífi að lið fari fram á frestanir eða mæti hreinlega ekki til leiks þegar um langt ferðalag er að ræða. Þennan vanda vill KSÍ nú kortleggja. Pálína Jóhannsdóttir, móðir stúlku í 4. flokki Vestra á Ísafirði, vakti upp mikla umræðu um þessi mál með Facebook-færslu sinni um liðna helgi. Þar lýsti hún miklum vonbrigðum dóttur sinnar eftir að í ljós kom að Valsstúlkur kæmu ekki til Ísafjarðar til að spila leik á sunnudag. Um var að ræða fjórða heimaleik sumarsins hjá dótturinni sem frestað var að ósk gestaliðsins. „TIL YKKAR SEM HAFIÐ UNDANFARIN ÁR TEKIÐ ÞÁTT Í ÞVÍ AÐ BRJÓTA VONIR OG VÆNTINGAR OG LÍTILSVIRT SKIPULAG OKKAR FÉLAGS. ÞAÐ ERUÐ ÞIÐ SEM FORELDRAR/ÞJÁLFARAR OG FORRÁÐAMENN FÉLAGA SEM HAFIÐ EKKI SÓMA Í YKKUR AÐ SKIPULEGGJA STARF YKKAR BETUR OG BERIÐ ENGA VIRÐINGU FYRIR TÍMA ANNARRA. ÞIÐ EIGIÐ SKÖMMINA SKILIÐ. EKKI BÖRNIN YKKAR OG SÍST VESTRA BÖRN. VESTRABÖRN EIGA EKKI AÐ ÞURFA ÞOLA ÞAÐ NOKKRU SINNI AFTUR AÐ VERA SVÍVIRT AF SVONA FRAMKOMU,“ skrifaði Pálína meðal annars, langþreytt á vandamáli sem hún hefur ítrekað bent á. Þetta er foreldravandamál - foreldrar sem finnst í lagi að sitt barn beili á liðinu sínu svo á endanum næst ekki í lið.— Bryndís Gunnlaugsdóttir (@bryndisgull) June 4, 2022 Á borði mótanefndar KSÍ Vanda blandaði sér í umræðuna og benti á að stjórn KSÍ hefið rætt þessi mál á stjórnarfundi 19. maí síðastliðinn. „Þessu var vísað til mótanefndar sem er að skoða þetta allt saman. Við erum að skoða hversu algengt þetta er og hvort við þurfum að betrumbæta verkferla eða reglurnar sem að hreyfingin hefur sett sér hvað þetta varðar,“ segir Vanda við Vísi og bendir á að í reglum KSÍ séu nú þegar viðurlög við því að mæta ekki til keppni: „Mér finnst mikilvægt að það komi fram að það eru skýrar reglur í kringum þetta. Það eru háar sektir og ef lið mæta ekki til leiks geta þau ekki farið í úrslitakeppni eða farið upp um deild.“ Vanda Sigurgeirsdóttir er Skagfirðingur en búsett í Reykjavík og hefur alið þar upp sín börn.vísir/Hulda Margrét Sektir og bannað að fara upp um deild Eins og Vanda bendir á eru þegar reglur í gildi hjá KSÍ varðandi frestanir eða þegar lið mæta ekki til keppni. Þann 1. mars ár hvert eru drög að niðurröðun leikja sumarsins hjá yngri flokkum gefin út og félögin hafa þá um það bil tíu daga til að koma að athugasemdum. Um miðjan apríl er leikjaniðurröðun staðfest en eftir það er félögum þó heimilt að óska eftir breytingum og í flestum tilfellum samþykkir KSÍ breytinguna ef að hún er að ósk beggja liða sem spila viðkomandi leik. Ef lið mætir svo ekki til leiks fá þau sekt og eiga að greiða allan kostnað af leiknum, auk þess að greiða mótherjum sínum 50% af ferðakostnaði til viðkomandi leikstaðar. Upphæðin má aldrei vera lægri en 30.000 krónur. Lið sem ekki mætir til leiks tapar sömuleiðis sjálfkrafa leiknum 0-3 og getur ekki unnið viðkomandi mót, komist í úrslitakeppni eða upp um deild. Skammarlegt að sjá enn eina ferðina fréttir af því að félög mæti ekki í leiki út á land.Sömu iðkendur úti á landi lagt sig fram allan ársins hring að mæta í allskyns veðrum á hraðmót í bænum ásamt foreldrum sínum.Virðingarleysi og skortur á heilbrigðri skynsemi hjá fólki. https://t.co/I9b9RcgWU6— Gunnar Jarl Jónsson (@gunnar_jarl) June 4, 2022 Þurfum vitundarvakningu Engu að síður gerist það að lið mæti hreinlega ekki til leiks og sífellt virðist það endurtaka sig að leikjum sé frestað á síðustu stundu. Vanda lítur málið alvarlegum augum og vonast til að foreldrar og aðrir setji sig í spor íþróttakrakka sem búa á fámennum stöðum og þurfa sífellt að ferðast langar leiðir til að spila sína útileiki. „Mig langar að koma með áskorun til foreldra. Við þurfum að ræða þessi mál og fá fram vitundarvakningu. Það er mikilvægt fyrir krakkana á Ísafirði eða Egilsstöðum, eða hvar sem það er, að fá að spila leiki. Hlutirnir hafa breyst svolítið í fótboltanum. Þegar ég var lítil þá voru lið í öllum bæjum og allt svæðaskipt. Núna hefur liðum fækkað, þannig að það eru engin lið önnur en Vestri á Vestfjörðum sem að spila á Íslandsmóti. Þá koma ferðalögin,“ segir Vanda og bætir við: Frábært tækifæri til að skoða landið og skapa góðan liðsanda „Við sem foreldrar þurfum að setja okkur inn í þennan veruleika. Fólk er sem betur fer almennt duglegt. Það er verið að keyra íþróttakrakka fram og til baka um allt land. En því miður hefur svona lagað gerst, að leikjum sé frestað jafnvel með stuttum fyrirvara, eða í einstaka tilvikum að fólk mæti hreinlega ekki til leiks. Við þurfum að vinna í því en um leið skora ég á foreldra að skipuleggja sig fram í tímann og vera meðvitaðir um það hvenær eru ferðir út á land. Stundum er óumflýjanlegt að fresta leikjum, ég geri mér grein fyrir því, en við þurfum að hafa þetta í huga. Þetta er líka bara frábært tækifæri fyrir börnin til að skoða landið sitt og skapa góðan liðsanda.“
Fótbolti Íþróttir barna Vestri Mest lesið Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Luke Littler grét eftir leik Sport Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Enski boltinn Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Sport Fleiri fréttir „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City Hólmbert og félagar náðu ekki að vinna fallslaginn Nú verður hægt að vinna Beckenbauer bikarinn Messi með eigin treyjur upp um alla veggi á heimilinu Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH „Orð geta ekki lýst því hversu eyðilagður ég er“ Sjá meira