Krafðist aðgerða í tilfinningaþrunginni einræðu Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 8. júní 2022 12:30 Matthew McConaughey sagði sögur af fórnarlömbunum. Hér er hann með mynd af Alithia Ramirez, sem var aðeins tíu ára gömul. AP Photo/Evan Vucci Bandaríski leikarinn Matthew McConaughey hélt tilfinningaþrungna ræðu á blaðamannafundi í Hvíta húsinu í gær, þar sem hann grátbað þingmenn um að herða skotvopnalöggjöf í landinu. Hann sýndi blaðamönnum græna skó sem meðal annars voru notaðir til að bera kennsl á eitt fórnarlamba skotárásinnar í Uvalde. Rúmlega tvær vikur eru liðnar frá því að árásarmaður vopnaður hríðskotabyssu lék lausum hala í Robb-grunnskólanum í smábænum Uvalde í Texas með þeim afleiðingum að nítján nemendur og tveir kennarar létust. Fyrir skotárásina hafði bærinn helst verið þekktur fyrir að vera heimabær leikarans McConaughey. Árásin er ein sú mannskæðasta sem framin hefur verið í skóla í Bandaríkjunum. Matthew McConaughey, hélt kraftmikla ræðu í Hvíta húsinu í gær vegna skotárásarinnar mannskæði í Uvalde í Texas. Bærinn er heimabær leikarans góðkunnuga.AP Photo/Evan Vucci McConaughey ræddi stuttlega við Joe Biden Bandaríkjaforseta í gær áður en hann hélt 22 mínutna langa ræðu í blaðamannasal Hvíta hússins. Þar grátbað hann þingmenn Bandaríkjaþings um að samþykkja lög sem hefta aðgengi að kraftmiklum skotvopnum á borð við það sem notað var í skotárásinni í Uvalde. „Við viljum örugga skóla og við viljum skotvopnalöggjöf sem gerir slæmum mönnum ekki svona auðvelt að nálgast þessar fjárans byssur,“ sagði McConaughey, sem var mikið niðri fyrir. Actor Matthew McConaughey delivered impassioned and at-times emotional remarks at the White House press briefing on Tuesday, telling the stories of those who died in the elementary school shooting in Uvalde, Texas, and urging more action on gun control. https://t.co/lwNk0THemn pic.twitter.com/TayBsRdm0J— CNN (@CNN) June 7, 2022 Þar húðskammaði hann þingheim fyrir aðgerðarleysi í skotvopnamálum. Þar hafa tilraunir til þess að herða skotvopnalöggjöf ekki náð fram að ganga, ekki síst vegna andstöðu þingmanna Repúblikanaflokksins. Þverpólitískur hópur þingmanna vinnur þó að því að ná einhvers konar samkomulagi um aðgerðir. „Tækifærið er núna, við erum með opinn glugga sme hefur ekki verið opinn áður. Gluggi þar sem útlit er fyrir að alvöru breyting geti átt sér stað.“ Matthew McConaughey: "These bodies were very different... They needed extensive restoration. Why? Due to the exceptionally large exit wounds of an AR-15 rifle. Most of the bodies so mutilated that only DNA tests or green Converse could identify them." pic.twitter.com/ARz3wBcxYN— Justin Baragona (@justinbaragona) June 7, 2022 Þá ræddi hann einnig um heimabæinn sinn Uvalde, þar sem hann sagðist hafa lært að bera virðingu fyrir skotvopnum. Hann hafi ferðast aftur til bæjarins daginn eftir árásina til þess að aðstoða þá sem ættu um sárt að binda. Sagði hann sögur af fórnarlömbunum, meðal annars hinnar tíu ára gömlu Maite Rodriguez, sem hafi ætlað sér að verða sjávarlífræðingur. Camila McConaughey, eiginkona Matthew, sat álendar með græna Converse-skó. Maite hafði málað rautt hjarta á skóna. Matthew McConaughey, a native of Uvalde, Texas, spoke at the White House on Tuesday about the victims of the mass shooting in his hometown. He also spoke about a need for “responsible gun ownership,” including new gun safety regulations. https://t.co/kHS6svwFqS pic.twitter.com/Vo4DEFfNkn— The New York Times (@nytimes) June 8, 2022 „Þetta eru sömu grænu Converse-skórnir og hún var í, sem kom í ljós að var eina skýra sönnunargagnið sem hægt var að nota til að bera kennsl á lík hennar, sagði McConaughey með tárin í augunum. Svo virtust sem að tilfinningarnar væru að bera hann ofurliði þegar hann barði í borðið eftir að sagt frá Converse-skóm Maite. Camila McConaughey kom með skópar sem var í eigu Maite Rodriguez. Maite, sem var tíu ára gömul lést í skotárásinni í Uvalde. Hún var klædd í skóna þegar árásin var framin.AP Photo/Susan Walsh Leikarinn hefur að undanförnu fundað með þingmönnum beggja flokka í Bandaríkjunum í von um að hægt verði að gríða til aðgerða. McConaughey var orðaður við ríkisstjóraframboð í Texas í haust, en ákvað að bjóða sig ekki fram. Sjá má ræðu leikarans í heild sinni hér að neðan. Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Skotárás í grunnskóla í Uvalde Joe Biden Tengdar fréttir Segja að lögreglustjórinn hafi ekki verið látinn vita af örvæntingarfullum símtölum nemendanna Lögreglustjórinn sem stýrði aðgerðum þegar byssumaður skaut nítján börn og tvo kennara til bana í Texas var ekki látinn vita af því að börn sem væru föst inni í skólastofu með honum hefðu hringt í neyðarlínu. Viðbrögð lögreglu hafa sætt harðri gagnrýni. 3. júní 2022 09:15 Telja sig nær því en áður að ná saman um viðbrögð við skotárásum Þverpólitískur hópur öldungadeildarþingmanna á Bandaríkjaþingi sem vinnur að tillögum til að bregðast við mannskæðum skotárásum síðustu vikna telur sig nú hafa meiri meðbyr en eftir fyrri slíka harmleiki. Hugmyndirnar sem eru til umræðu gagna mun skemur en Joe Biden forseti kallaði eftir á dögunum. 6. júní 2022 12:16 Makaði blóði vinkonu sinnar á sig og þóttist vera dáin Ellefu ára stúlka sem lifði fjöldamorðið í Robb-grunnskólanum í Uvalde í Texas af makaði blóði úr vinkonu sinni á sig og þóttist vera dáin í tæpa klukkustund. Miah Cerrillo, sagði fréttakonu CNN frá upplifun sinni af ódæðinu og því hvernig árásarmaðurinn myrti kennara hennar og vini. 27. maí 2022 13:45 Segir börnin hafa grátbeðið um hjálp á meðan lögreglan beið fyrir utan Yfirmaður aðgerða lögreglu við grunnskóla í Texas þar sem nítján börn og tveir kennarar voru myrtir ákvað að aðhafast ekki neitt í tæplega fimmtíu mínútur á meðan árásarmaðurinn var inni í læstri skólastofu ásamt fórnarlömbum sínum. 27. maí 2022 18:03 Mest lesið Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Erlent Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Innlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Erlent Stóru eldarnir enn hömlulausir Erlent Fleiri fréttir Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Líkurnar á að öfgahægrimaður verði kanslari fara vaxandi Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Eigandi vefsíðunnar í Pelicot-málinu handtekinn í Frakklandi Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Mette boðar flokksformenn á neyðarfund vegna Grænlands Stjórnlausum eldum fjölgar í LA ESB sektað fyrir að brjóta eigin persónuverndarlög Af hverju langar Trump í Grænland? Leita nýrra leiða til að sækja sýni til Mars Kyrrsetja skuggaskipið vegna slæms ástands Ætlar að hitta kónginn í dag Sjá meira
Rúmlega tvær vikur eru liðnar frá því að árásarmaður vopnaður hríðskotabyssu lék lausum hala í Robb-grunnskólanum í smábænum Uvalde í Texas með þeim afleiðingum að nítján nemendur og tveir kennarar létust. Fyrir skotárásina hafði bærinn helst verið þekktur fyrir að vera heimabær leikarans McConaughey. Árásin er ein sú mannskæðasta sem framin hefur verið í skóla í Bandaríkjunum. Matthew McConaughey, hélt kraftmikla ræðu í Hvíta húsinu í gær vegna skotárásarinnar mannskæði í Uvalde í Texas. Bærinn er heimabær leikarans góðkunnuga.AP Photo/Evan Vucci McConaughey ræddi stuttlega við Joe Biden Bandaríkjaforseta í gær áður en hann hélt 22 mínutna langa ræðu í blaðamannasal Hvíta hússins. Þar grátbað hann þingmenn Bandaríkjaþings um að samþykkja lög sem hefta aðgengi að kraftmiklum skotvopnum á borð við það sem notað var í skotárásinni í Uvalde. „Við viljum örugga skóla og við viljum skotvopnalöggjöf sem gerir slæmum mönnum ekki svona auðvelt að nálgast þessar fjárans byssur,“ sagði McConaughey, sem var mikið niðri fyrir. Actor Matthew McConaughey delivered impassioned and at-times emotional remarks at the White House press briefing on Tuesday, telling the stories of those who died in the elementary school shooting in Uvalde, Texas, and urging more action on gun control. https://t.co/lwNk0THemn pic.twitter.com/TayBsRdm0J— CNN (@CNN) June 7, 2022 Þar húðskammaði hann þingheim fyrir aðgerðarleysi í skotvopnamálum. Þar hafa tilraunir til þess að herða skotvopnalöggjöf ekki náð fram að ganga, ekki síst vegna andstöðu þingmanna Repúblikanaflokksins. Þverpólitískur hópur þingmanna vinnur þó að því að ná einhvers konar samkomulagi um aðgerðir. „Tækifærið er núna, við erum með opinn glugga sme hefur ekki verið opinn áður. Gluggi þar sem útlit er fyrir að alvöru breyting geti átt sér stað.“ Matthew McConaughey: "These bodies were very different... They needed extensive restoration. Why? Due to the exceptionally large exit wounds of an AR-15 rifle. Most of the bodies so mutilated that only DNA tests or green Converse could identify them." pic.twitter.com/ARz3wBcxYN— Justin Baragona (@justinbaragona) June 7, 2022 Þá ræddi hann einnig um heimabæinn sinn Uvalde, þar sem hann sagðist hafa lært að bera virðingu fyrir skotvopnum. Hann hafi ferðast aftur til bæjarins daginn eftir árásina til þess að aðstoða þá sem ættu um sárt að binda. Sagði hann sögur af fórnarlömbunum, meðal annars hinnar tíu ára gömlu Maite Rodriguez, sem hafi ætlað sér að verða sjávarlífræðingur. Camila McConaughey, eiginkona Matthew, sat álendar með græna Converse-skó. Maite hafði málað rautt hjarta á skóna. Matthew McConaughey, a native of Uvalde, Texas, spoke at the White House on Tuesday about the victims of the mass shooting in his hometown. He also spoke about a need for “responsible gun ownership,” including new gun safety regulations. https://t.co/kHS6svwFqS pic.twitter.com/Vo4DEFfNkn— The New York Times (@nytimes) June 8, 2022 „Þetta eru sömu grænu Converse-skórnir og hún var í, sem kom í ljós að var eina skýra sönnunargagnið sem hægt var að nota til að bera kennsl á lík hennar, sagði McConaughey með tárin í augunum. Svo virtust sem að tilfinningarnar væru að bera hann ofurliði þegar hann barði í borðið eftir að sagt frá Converse-skóm Maite. Camila McConaughey kom með skópar sem var í eigu Maite Rodriguez. Maite, sem var tíu ára gömul lést í skotárásinni í Uvalde. Hún var klædd í skóna þegar árásin var framin.AP Photo/Susan Walsh Leikarinn hefur að undanförnu fundað með þingmönnum beggja flokka í Bandaríkjunum í von um að hægt verði að gríða til aðgerða. McConaughey var orðaður við ríkisstjóraframboð í Texas í haust, en ákvað að bjóða sig ekki fram. Sjá má ræðu leikarans í heild sinni hér að neðan.
Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Skotárás í grunnskóla í Uvalde Joe Biden Tengdar fréttir Segja að lögreglustjórinn hafi ekki verið látinn vita af örvæntingarfullum símtölum nemendanna Lögreglustjórinn sem stýrði aðgerðum þegar byssumaður skaut nítján börn og tvo kennara til bana í Texas var ekki látinn vita af því að börn sem væru föst inni í skólastofu með honum hefðu hringt í neyðarlínu. Viðbrögð lögreglu hafa sætt harðri gagnrýni. 3. júní 2022 09:15 Telja sig nær því en áður að ná saman um viðbrögð við skotárásum Þverpólitískur hópur öldungadeildarþingmanna á Bandaríkjaþingi sem vinnur að tillögum til að bregðast við mannskæðum skotárásum síðustu vikna telur sig nú hafa meiri meðbyr en eftir fyrri slíka harmleiki. Hugmyndirnar sem eru til umræðu gagna mun skemur en Joe Biden forseti kallaði eftir á dögunum. 6. júní 2022 12:16 Makaði blóði vinkonu sinnar á sig og þóttist vera dáin Ellefu ára stúlka sem lifði fjöldamorðið í Robb-grunnskólanum í Uvalde í Texas af makaði blóði úr vinkonu sinni á sig og þóttist vera dáin í tæpa klukkustund. Miah Cerrillo, sagði fréttakonu CNN frá upplifun sinni af ódæðinu og því hvernig árásarmaðurinn myrti kennara hennar og vini. 27. maí 2022 13:45 Segir börnin hafa grátbeðið um hjálp á meðan lögreglan beið fyrir utan Yfirmaður aðgerða lögreglu við grunnskóla í Texas þar sem nítján börn og tveir kennarar voru myrtir ákvað að aðhafast ekki neitt í tæplega fimmtíu mínútur á meðan árásarmaðurinn var inni í læstri skólastofu ásamt fórnarlömbum sínum. 27. maí 2022 18:03 Mest lesið Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Erlent Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Innlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Erlent Stóru eldarnir enn hömlulausir Erlent Fleiri fréttir Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Líkurnar á að öfgahægrimaður verði kanslari fara vaxandi Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Eigandi vefsíðunnar í Pelicot-málinu handtekinn í Frakklandi Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Mette boðar flokksformenn á neyðarfund vegna Grænlands Stjórnlausum eldum fjölgar í LA ESB sektað fyrir að brjóta eigin persónuverndarlög Af hverju langar Trump í Grænland? Leita nýrra leiða til að sækja sýni til Mars Kyrrsetja skuggaskipið vegna slæms ástands Ætlar að hitta kónginn í dag Sjá meira
Segja að lögreglustjórinn hafi ekki verið látinn vita af örvæntingarfullum símtölum nemendanna Lögreglustjórinn sem stýrði aðgerðum þegar byssumaður skaut nítján börn og tvo kennara til bana í Texas var ekki látinn vita af því að börn sem væru föst inni í skólastofu með honum hefðu hringt í neyðarlínu. Viðbrögð lögreglu hafa sætt harðri gagnrýni. 3. júní 2022 09:15
Telja sig nær því en áður að ná saman um viðbrögð við skotárásum Þverpólitískur hópur öldungadeildarþingmanna á Bandaríkjaþingi sem vinnur að tillögum til að bregðast við mannskæðum skotárásum síðustu vikna telur sig nú hafa meiri meðbyr en eftir fyrri slíka harmleiki. Hugmyndirnar sem eru til umræðu gagna mun skemur en Joe Biden forseti kallaði eftir á dögunum. 6. júní 2022 12:16
Makaði blóði vinkonu sinnar á sig og þóttist vera dáin Ellefu ára stúlka sem lifði fjöldamorðið í Robb-grunnskólanum í Uvalde í Texas af makaði blóði úr vinkonu sinni á sig og þóttist vera dáin í tæpa klukkustund. Miah Cerrillo, sagði fréttakonu CNN frá upplifun sinni af ódæðinu og því hvernig árásarmaðurinn myrti kennara hennar og vini. 27. maí 2022 13:45
Segir börnin hafa grátbeðið um hjálp á meðan lögreglan beið fyrir utan Yfirmaður aðgerða lögreglu við grunnskóla í Texas þar sem nítján börn og tveir kennarar voru myrtir ákvað að aðhafast ekki neitt í tæplega fimmtíu mínútur á meðan árásarmaðurinn var inni í læstri skólastofu ásamt fórnarlömbum sínum. 27. maí 2022 18:03