Vaktin: Segja sex hundruð Úkraínumenn í „pyndingarklefum“ í Kherson Hólmfríður Gísladóttir og Bjarki Sigurðsson skrifa 7. júní 2022 06:47 Úkraínskir hermenn eru meðal þeirra sem Rússar hafa komið fyrir í sérútbúnum pyndingarklefum, að sögn sendinefndar Úkraínu hjá OSCE. Scott Peterson/Getty Images Vassily Nebenzia, sendifulltrúi Rússlands við Sameinuðu þjóðirnar, gekk út af fundi öryggisráðsins í gær þegar forseti leiðtogaráðs Evrópusambandsins sakaði Rússa um að nota matvælabirgðir sem „leyniflaugar“ gegn þróunarríkjum heims. Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar fylgist með þróun mála í Úkraínu. Helstu vendingar: Dmitry Medvedev, fyrrum forseti Rússlands, sagði í dag að hann ætlaði að gera allt sem hann gæti til að þeir sem hata Rússland hverfi. Í sömu skilaboðum kallaði hann alla sem hata Rússland „úrkynjaða bastarða“. Rússneska þingið hefur kosið að ganga úr mannréttindadómstól Evrópu. Samkvæmt samþykkt rússneska þingsins munu allir dómar varðandi Rússland sem voru afgreiddir eftir 16. mars falla niður. Anders Fogh Rasmussen, fyrrverandi forsætisráðherra Danmerkur og framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins, sagði í viðtali í gær að bandalagið hefði ofmetið hernaðarmátt Rússlands en vanmetið grimmd og metnað Vladimir Pútín Rússlandsforseta. Bardagar standa enn yfir í borginni Severodonetsk í austurhluta Úkraínu. Vólódímír Selenskí Úkraínuforseti segir barist á götum úti og að þrátt fyrir að Rússar séu fleiri á svæðinu eigi Úkraínumenn enn möguleika á því að verja borgina. Selenskí segist telja Rússa stefna að því að ná borginni Zaporizhzhia en Severodonetsk og Lysychansk séu nú „dauðar borgir“, það er að segja búið að leggja þær í rúst. Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, segir Rússa munu bregðast við fyrirheitum Vesturlanda um langdræg vopn til handa Úkraínu með því að hrekja úkraínskar hersveitir lengra frá landamærum Rússlands. Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, segir áreiðanlegar heimildir fyrir því að Rússar séu að stela kornbirgðum í Úkraínu og selja.
Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar fylgist með þróun mála í Úkraínu. Helstu vendingar: Dmitry Medvedev, fyrrum forseti Rússlands, sagði í dag að hann ætlaði að gera allt sem hann gæti til að þeir sem hata Rússland hverfi. Í sömu skilaboðum kallaði hann alla sem hata Rússland „úrkynjaða bastarða“. Rússneska þingið hefur kosið að ganga úr mannréttindadómstól Evrópu. Samkvæmt samþykkt rússneska þingsins munu allir dómar varðandi Rússland sem voru afgreiddir eftir 16. mars falla niður. Anders Fogh Rasmussen, fyrrverandi forsætisráðherra Danmerkur og framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins, sagði í viðtali í gær að bandalagið hefði ofmetið hernaðarmátt Rússlands en vanmetið grimmd og metnað Vladimir Pútín Rússlandsforseta. Bardagar standa enn yfir í borginni Severodonetsk í austurhluta Úkraínu. Vólódímír Selenskí Úkraínuforseti segir barist á götum úti og að þrátt fyrir að Rússar séu fleiri á svæðinu eigi Úkraínumenn enn möguleika á því að verja borgina. Selenskí segist telja Rússa stefna að því að ná borginni Zaporizhzhia en Severodonetsk og Lysychansk séu nú „dauðar borgir“, það er að segja búið að leggja þær í rúst. Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, segir Rússa munu bregðast við fyrirheitum Vesturlanda um langdræg vopn til handa Úkraínu með því að hrekja úkraínskar hersveitir lengra frá landamærum Rússlands. Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, segir áreiðanlegar heimildir fyrir því að Rússar séu að stela kornbirgðum í Úkraínu og selja.
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Hernaður Mest lesið Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Erlent Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Innlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Erlent Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Innlent Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Erlent Ekkert verður af áttafréttum Innlent Fleiri fréttir Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sjá meira