Innlent

Úr­skurðaður í rúm­lega þriggja vikna gæslu­varð­hald

Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar
Lögregla var kölluð að þessu húsi í Barðavogi í Reykjavík á áttunda tímanum í gærkvöldi.
Lögregla var kölluð að þessu húsi í Barðavogi í Reykjavík á áttunda tímanum í gærkvöldi. vísir/helena

Karlmaður sem grunaður er um að hafa barið nágranna sinn til bana í gær var í dag úrskurðaður í rúmlega þriggja vikna gæsluvarðhald á grundvelli almannahagsmuna.

Gæsluvarðhaldið er að kröfu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í þágu rannsóknar hennar á morðinu.

„Þegar lögregla og sjúkralið komu á vettvang var maðurinn meðvitundarlaus og andaði ekki. Strax voru hafnar endurlífgunartilraunir á manninum en þær báru ekki árangur. Sakborningur var á staðnum og var hann þegar handtekinn og fluttur á lögreglustöð. Sakborningur og hinn látni voru nágrannar en ekki er talið að þeir tengist að öðru leyti,“ segir í tilkynningu frá lögreglu.

Í tilkynningu frá lögreglu kemur fram að málið sé á viðkvæmu stigi og að lögregla geti ekki tjáð sig frekar um málsatvik að svo stöddu.

Ítarlega verður fjallað um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2.


Tengdar fréttir

Fyrr­verandi ná­granni segir manninn hafa þurft sér­tæk úr­ræði

Skúli Þór Hilmarsson bjó í þrettán ár í sama húsi og maðurinn sem grunaður er um að hafa barið nágranna sinn til bana í gær. Hann segir manninn hafa skapað ógn og mörgum hafi staðið stuggur af honum í lengri tíma. Lögreglu hafi verið gert viðvart í fjölda skipta en vegna úrræðaleysis hafi ekkert gerst í málinu.

Tengsl milli þess látna og grunaðs morðingja

Tengsl voru á milli mannsins sem lögregla telur að hafi verið myrtur í Barðavogi í Reykjavík í gærkvöldi, og þess sem lögregla hefur handtekið grunaðan um morðið. Lögreglan vinnur nú að því að ræða við hugsanleg vitni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×