Langt komin í yfirferð á flestum málum og horfa til þriðjudags Vésteinn Örn Pétursson skrifar 4. júní 2022 21:31 Einar Þorsteinsson er oddviti Framsóknarflokksins í Reykjavík. Vísir/Ragnar Fulltrúar Samfylkingar, Framsóknarflokks, Pírata og Viðreisnar munu halda meirihlutaviðræðum áfram um helgina. Oddviti Framsóknar segir yfirferð á flestum málaflokkum langt komna og góður samhljómur sé um stóru málin. Meirihlutasamstarf sé þó ekki í höfn fyrr en að öllu ferlinu loknu. Ellefu dagar eru síðan fulltrúar flokkanna fjögurra tilkynntu um að gengið yrði til formlegra viðræðna um meirihlutasamstarf í borginni. Síðan þá hafa fulltrúarnir fundað til að finna sameiginlegan grundvöll í þeim málefnum sem við koma borgarstjórnmálunum. Einar Þorsteinsson, oddviti Framsóknarflokksins, segir góðan gang í viðræðunum. „Við erum komin ansi langt með yfirferð á flestum málaflokkum, þannig að við erum svona að fylla upp í það,“ segir Einar. Þó ritun meirihlutasáttmála sé hafin segir Einar ekki að það þýði að flokkarnir hafi náð saman um öll mál. „Ég myndi ekki segja að við séum komin alveg á þann stað en það er góður samhljómur um stóru málin.“ Von til að málin klárist fyrir fyrsta fund Ekkert sé fast í hendi, og meirihlutasamstarf ekki í höfn fyrr en búið sé að ganga frá öllum málum. Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, oddviti Viðreisnar, sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi að stefnt væri að því að ljúka viðræðum fyrir næsta þriðjudag, en þá fundar ný borgarstjórn í fyrsta sinn. Einar segir að gott væri að klára málið fyrir þann tíma. „Ég er bara vongóður um að þessar viðræður haldi áfram og skili árangri. Við höfum ekki sett okkur nein tímamörk, en það er mjög gott að geta lokið þessu fyrir fyrsta borgarstjórnarfund á þriðjudag,“ sagði Einar Þorsteinsson, oddviti Framsóknarflokksins. Reykjavík Sveitarstjórnarkosningar 2022 Borgarstjórn Framsóknarflokkurinn Tengdar fréttir Fjórflokkarnir í Reykjavík byrjaðir á ritun meirihlutasáttmála Líklegt verður að teljast að flokkunum sem rætt hafa myndun nýs meirihluta í borgarstjórn takist ætlunarverkið enda eru oddvitar þeirra byrjaðir á textavinnu fyrir nýjan meirihlutasáttmála. Reiknað er með niðurstöðu um eða strax eftir helgi. 3. júní 2022 21:07 Endurreisn gamla meirihlutans geti falið í sér fátt annað en óbreytt ástand Fyrrverandi borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokks segir það borðleggjandi að Sjálfstæðisflokkur, Framsóknarflokkur, Viðreisn og Flokkur fólksins myndi nýjan meirihluta í borginni. Þær meirihlutaviðræður sem nú eru í gangi geti varla endurspeglað þær breytingar sem kjósendur óskuðu eftir í nýafstöðnum sveitarstjórnarkosningum. 2. júní 2022 16:50 Borgarfulltrúar glaðbeittir á skólabekk Nýkjörnir og endurkjörnir borgarfulltrúar hlakka til að takast á við málefni borgarinnar á komandi kjörtímabili. Í dag hófst þriggja daga námskeið fyrir nýja borgarfulltrúa þar sem þeir eru upplýstir um rangala stjórnsýslunnar og uppbyggingu borgarkerfisins. 1. júní 2022 19:21 Mest lesið Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Erlent Eins og að vera fangi í eigin líkama Innlent Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Innlent Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Innlent Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Innlent Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Erlent Staðan í hagkerfinu og alþjóðamálin Innlent Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Innlent Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt Innlent Fleiri fréttir Ekki hissa á góðu gengi Ísrael og innsetningarmessa páfans Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Staðan í hagkerfinu og alþjóðamálin Eins og að vera fangi í eigin líkama Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Sjá meira
Ellefu dagar eru síðan fulltrúar flokkanna fjögurra tilkynntu um að gengið yrði til formlegra viðræðna um meirihlutasamstarf í borginni. Síðan þá hafa fulltrúarnir fundað til að finna sameiginlegan grundvöll í þeim málefnum sem við koma borgarstjórnmálunum. Einar Þorsteinsson, oddviti Framsóknarflokksins, segir góðan gang í viðræðunum. „Við erum komin ansi langt með yfirferð á flestum málaflokkum, þannig að við erum svona að fylla upp í það,“ segir Einar. Þó ritun meirihlutasáttmála sé hafin segir Einar ekki að það þýði að flokkarnir hafi náð saman um öll mál. „Ég myndi ekki segja að við séum komin alveg á þann stað en það er góður samhljómur um stóru málin.“ Von til að málin klárist fyrir fyrsta fund Ekkert sé fast í hendi, og meirihlutasamstarf ekki í höfn fyrr en búið sé að ganga frá öllum málum. Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, oddviti Viðreisnar, sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi að stefnt væri að því að ljúka viðræðum fyrir næsta þriðjudag, en þá fundar ný borgarstjórn í fyrsta sinn. Einar segir að gott væri að klára málið fyrir þann tíma. „Ég er bara vongóður um að þessar viðræður haldi áfram og skili árangri. Við höfum ekki sett okkur nein tímamörk, en það er mjög gott að geta lokið þessu fyrir fyrsta borgarstjórnarfund á þriðjudag,“ sagði Einar Þorsteinsson, oddviti Framsóknarflokksins.
Reykjavík Sveitarstjórnarkosningar 2022 Borgarstjórn Framsóknarflokkurinn Tengdar fréttir Fjórflokkarnir í Reykjavík byrjaðir á ritun meirihlutasáttmála Líklegt verður að teljast að flokkunum sem rætt hafa myndun nýs meirihluta í borgarstjórn takist ætlunarverkið enda eru oddvitar þeirra byrjaðir á textavinnu fyrir nýjan meirihlutasáttmála. Reiknað er með niðurstöðu um eða strax eftir helgi. 3. júní 2022 21:07 Endurreisn gamla meirihlutans geti falið í sér fátt annað en óbreytt ástand Fyrrverandi borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokks segir það borðleggjandi að Sjálfstæðisflokkur, Framsóknarflokkur, Viðreisn og Flokkur fólksins myndi nýjan meirihluta í borginni. Þær meirihlutaviðræður sem nú eru í gangi geti varla endurspeglað þær breytingar sem kjósendur óskuðu eftir í nýafstöðnum sveitarstjórnarkosningum. 2. júní 2022 16:50 Borgarfulltrúar glaðbeittir á skólabekk Nýkjörnir og endurkjörnir borgarfulltrúar hlakka til að takast á við málefni borgarinnar á komandi kjörtímabili. Í dag hófst þriggja daga námskeið fyrir nýja borgarfulltrúa þar sem þeir eru upplýstir um rangala stjórnsýslunnar og uppbyggingu borgarkerfisins. 1. júní 2022 19:21 Mest lesið Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Erlent Eins og að vera fangi í eigin líkama Innlent Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Innlent Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Innlent Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Innlent Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Erlent Staðan í hagkerfinu og alþjóðamálin Innlent Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Innlent Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt Innlent Fleiri fréttir Ekki hissa á góðu gengi Ísrael og innsetningarmessa páfans Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Staðan í hagkerfinu og alþjóðamálin Eins og að vera fangi í eigin líkama Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Sjá meira
Fjórflokkarnir í Reykjavík byrjaðir á ritun meirihlutasáttmála Líklegt verður að teljast að flokkunum sem rætt hafa myndun nýs meirihluta í borgarstjórn takist ætlunarverkið enda eru oddvitar þeirra byrjaðir á textavinnu fyrir nýjan meirihlutasáttmála. Reiknað er með niðurstöðu um eða strax eftir helgi. 3. júní 2022 21:07
Endurreisn gamla meirihlutans geti falið í sér fátt annað en óbreytt ástand Fyrrverandi borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokks segir það borðleggjandi að Sjálfstæðisflokkur, Framsóknarflokkur, Viðreisn og Flokkur fólksins myndi nýjan meirihluta í borginni. Þær meirihlutaviðræður sem nú eru í gangi geti varla endurspeglað þær breytingar sem kjósendur óskuðu eftir í nýafstöðnum sveitarstjórnarkosningum. 2. júní 2022 16:50
Borgarfulltrúar glaðbeittir á skólabekk Nýkjörnir og endurkjörnir borgarfulltrúar hlakka til að takast á við málefni borgarinnar á komandi kjörtímabili. Í dag hófst þriggja daga námskeið fyrir nýja borgarfulltrúa þar sem þeir eru upplýstir um rangala stjórnsýslunnar og uppbyggingu borgarkerfisins. 1. júní 2022 19:21