Sænski framherjinn Loreta Kullashi kom Rosengård yfir á 30. mínútu. Þá á Mia Person, leikmaður Rosengård, flotta fyrirgjöf af vinstri kant sem Nellie Karlsson, varnarmaður Linköping, skallar beint í fætur Kullashi sem þakkar pent fyrir skilar knettinum í netið.
Karlsson bætir þó upp fyrir mistök sín fjórum mínútum síðar þegar hún jafnar leikinn með skalla eftir hornspyrnu Yuka Momiki.
Kullashi kemur gestunum í Rosengård aftur yfir með marki rétt fyrir hálfleik. Kullashi smellir knettinum í stöngina og inn eftir flottan undirbúning Katrine Veje á vinstri vængnum.
Á 70. mínútu var komið af Guðrúnu Arnardóttur að skora. Eftir hornspyrnu frá hægri rís Guðrún hæst allra og stýrir boltanum í fjærhornið með höfðinu til að koma Rosengård í tveggja marka forystu.
Therese Simonsson minnkar muninn fyrir heimakonur þremur mínútum síðar þegar hún nýtir sér í hag vandræðagang í vörn Rosengård sem náðir ekki að hreinsa boltann í burtu.
Tíu mínútum fyrir leikslok er það Olivia Schough sem tryggir Rosengård stigin þrjú með marki af stuttu færi eftir undirbúning Mimmi Larsson.
Það skipti því litlu máli þó Amalie Vansgaard minnkaði muninn fyrir Linköping á loka mínútu leiksins. 3-4 sigur Rosengård varð niðurstaðan og Rosengård er því eitt á toppi sænsku deildarinnar með 30 stig en Linköping er áfram í því öðru með 25 stig.