Heimilin taka bílalán sem aldrei fyrr Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 3. júní 2022 17:30 Alls hafa 9.600 nýskráðir bílar verið keyptir það sem af er ári. Vísir/Vilhelm Alls hafa um 9.600 bifreiðar verið nýskráðar á fyrstu fimm mánuðum ársins sem er um 65 prósenta aukning frá því í fyrra. Rúmur meirihluti nýskráðra ökutækja gengur þá fyrir öllu leyti eða að hluta fyrir rafmagni og virðist því rafbílavæðingin ganga vel. Þetta kemur fram í nýrri Hagsjá Landsbankans þar sem fram kemur að einstaklingar virðist margir hverjir vera að nýta aukinn sparnað til kaupa á nýjum bílum en auk þess hafi hrein bílalán til heimilanna aukist verulega. Þá hafa nýbílakaup aukist verulega frá því í fyrra, á fyrstu fimm mánuðum ársins, en ef þessir mánuðir eru bornir saman við sömu mánuði árið 2017, þegar fjöldi nýskráðra bíla náði hámarki, eru 31 prósent færri bílar nú nýskráðir. Fram kemur í Hagsjánni að séu töur frá Bílgreinasambandinu skoðaðar hafi sala nýrra fólksbíla aukist um 63 prósent milli ára, sem er í góðu samræmi við tölur frá Samgöngustofu. Alls hafa 6.844 nýir fólksbílar selst fyrstu fimm mánuði ársins en á sama tímabili í fyrra seldust 4.208 nýir fólksbílar. Þá hafa nýjar lánveitingar til íslenskra heimila vegna bílakaupa, umfram uppgreiðslur, numið 25,4 milljörðum króna á síðustu tólf mánuðum. Heildarupphæð bílalána í mars síðastliðnum sló met og hefur ekki verið hærri frá því að Seðlabankinn tók að mæla ný útlán árið 2013. Fram kemur í Hagsjánni að sem dæmi hafi lántaka fyrstu fjögurra mánaða ársins verið rúmlega 20 prósent meiri en allt árið 2013, á föstu verðlagi. Lánveitingar á fyrstu fjórum mánuðum ársins, á föstuverðlagi, hafi numið 8,9 milljörðum króna og aukist um 93 prósent frá sama tímabili árið 2018 en um 226 prósent frá árinu 2019. Tólf mánaða hlaupandi meðaltal mánaðarlegra gagna um hrein bílalán heimilanna hafi þá aukist nú í apríl um 110 prósent milli ára og hækkunin frá ársbyrjun 2020 slagi í 150 prósent. Neytendur Bílar Fjármál heimilisins Mest lesið Verðbólga hjaðnar hressilega Viðskipti innlent Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Viðskipti innlent Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Viðskipti innlent Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Viðskipti innlent Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Viðskipti innlent Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Viðskipti innlent Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Viðskipti innlent Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Viðskipti innlent Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Verðbólga hjaðnar hressilega Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Sjá meira
Þetta kemur fram í nýrri Hagsjá Landsbankans þar sem fram kemur að einstaklingar virðist margir hverjir vera að nýta aukinn sparnað til kaupa á nýjum bílum en auk þess hafi hrein bílalán til heimilanna aukist verulega. Þá hafa nýbílakaup aukist verulega frá því í fyrra, á fyrstu fimm mánuðum ársins, en ef þessir mánuðir eru bornir saman við sömu mánuði árið 2017, þegar fjöldi nýskráðra bíla náði hámarki, eru 31 prósent færri bílar nú nýskráðir. Fram kemur í Hagsjánni að séu töur frá Bílgreinasambandinu skoðaðar hafi sala nýrra fólksbíla aukist um 63 prósent milli ára, sem er í góðu samræmi við tölur frá Samgöngustofu. Alls hafa 6.844 nýir fólksbílar selst fyrstu fimm mánuði ársins en á sama tímabili í fyrra seldust 4.208 nýir fólksbílar. Þá hafa nýjar lánveitingar til íslenskra heimila vegna bílakaupa, umfram uppgreiðslur, numið 25,4 milljörðum króna á síðustu tólf mánuðum. Heildarupphæð bílalána í mars síðastliðnum sló met og hefur ekki verið hærri frá því að Seðlabankinn tók að mæla ný útlán árið 2013. Fram kemur í Hagsjánni að sem dæmi hafi lántaka fyrstu fjögurra mánaða ársins verið rúmlega 20 prósent meiri en allt árið 2013, á föstu verðlagi. Lánveitingar á fyrstu fjórum mánuðum ársins, á föstuverðlagi, hafi numið 8,9 milljörðum króna og aukist um 93 prósent frá sama tímabili árið 2018 en um 226 prósent frá árinu 2019. Tólf mánaða hlaupandi meðaltal mánaðarlegra gagna um hrein bílalán heimilanna hafi þá aukist nú í apríl um 110 prósent milli ára og hækkunin frá ársbyrjun 2020 slagi í 150 prósent.
Neytendur Bílar Fjármál heimilisins Mest lesið Verðbólga hjaðnar hressilega Viðskipti innlent Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Viðskipti innlent Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Viðskipti innlent Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Viðskipti innlent Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Viðskipti innlent Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Viðskipti innlent Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Viðskipti innlent Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Viðskipti innlent Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Verðbólga hjaðnar hressilega Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Sjá meira