Kæru Miðflokksins vegna meints ágalla á kjörseðlum hafnað Kjartan Kjartansson skrifar 3. júní 2022 14:27 Hér má sjá hvernig kjörseðillinn í Garðabæ var brotinn saman. Yst til hægri á seðlinum er listi Miðflokksins, en á milli hans og lista Sjálfstæðisflokksins er listi Garðabæjarlistans. Kópavogs- og Garðapósturinn. Úrskurðarnefnd kosningamála hafnaði kröfu Miðflokksins í Garðabæ um ógildingu sveitarstjórnarkosninganna þar vegna ágalla sem flokkurinn taldi á kjörseðlum. Frágangur kjörseðla hafi verið innan svigrúms sem yfirkjörstjórnir hafa um útlit þeirra. Kjörseðillinn í Garðabæ var brotinn í tveimur brotum þegar hann var afhentur kjósendum. Listi Miðflokksins var yst til hægri á seðlinum og brotinn inn í kjörseðilinn. M-listi Miðflokksins fékk 3,7% atkvæða og náði ekki inn manni í bæjarstjórn. Miðflokkurinn kærði framkvæmd kosninganna og vísaði til þess að dæmi væru um að kjósendur hefðu ekki áttað sig á að fleiri listar væru í kjöri og því hafi þeir listar sem ekki blöstu við kjósanda eftir að hafa opnað kjörseðilinn ekki komið til greina hjá viðkomandi kjósanda. Umboðsmenn M-listans gerðu athugasemd á kjördag og segir framboðið að yfirkjörstjórn hafi viðurkennt mistök í kjölfarið. Starfsmönnum kjörstjórnir hafi þá verið sagt að breyta verklagi sínu. Hlutdeild flokksins í atkvæðatölum hafi aukist eftir það. „Í fyrstu og öðrum tölum hafi Miðflokkurinn mælst með samtals 3,3% en í lokatölum, eftir að verklagi hafði verið breytt, hafi flokkurinn mælst með 4,6%. Ekki sé unnt að fullyrða hvort tilviljun hafi ráðið eða ekki en ljóst sé að jafnræði hafi ekki verið viðhaft þegar sum framboð hafi verið auðsjáanleg á kjörseðli en önnur ekki,“ segir í lýsingu á málavöxtum í úrskurðinum. Miðflokkurinn hélt því meðal annars fram í kærunni að brjóta bæri kjörseðlana í miðju. Úrskurðarnefndin féllst ekki á að miðjubrot væri meginregla sem kjörstjórnum bæri að líta til. Hönnun kjörfundargagna réðist meðal annars af fjölda framboðslista í viðkomandi sveitarfélagi og því ekki hægt að gefa fyrir fram út nákvæm fyrirmæli um hönnun og brot kjörseðlanna. Taldi úrskurðarnefndin að kjörgögnin í Garðabæ hafi verið í samræmi við lög. Kjósendum sem gengu inn í kjördeildir í bænum hafi ekki getað dulist að fimm listar væru í framboði. Í því ljósi yrði að telja að frágangur kjörseðilsins hefði verið innan þess svigrúms sem yfirkjörstjórni hafa til að útfæra útlit kjörseðla. Garðabær Sveitarstjórnarkosningar 2022 Miðflokkurinn Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Fleiri fréttir Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Sjá meira
Kjörseðillinn í Garðabæ var brotinn í tveimur brotum þegar hann var afhentur kjósendum. Listi Miðflokksins var yst til hægri á seðlinum og brotinn inn í kjörseðilinn. M-listi Miðflokksins fékk 3,7% atkvæða og náði ekki inn manni í bæjarstjórn. Miðflokkurinn kærði framkvæmd kosninganna og vísaði til þess að dæmi væru um að kjósendur hefðu ekki áttað sig á að fleiri listar væru í kjöri og því hafi þeir listar sem ekki blöstu við kjósanda eftir að hafa opnað kjörseðilinn ekki komið til greina hjá viðkomandi kjósanda. Umboðsmenn M-listans gerðu athugasemd á kjördag og segir framboðið að yfirkjörstjórn hafi viðurkennt mistök í kjölfarið. Starfsmönnum kjörstjórnir hafi þá verið sagt að breyta verklagi sínu. Hlutdeild flokksins í atkvæðatölum hafi aukist eftir það. „Í fyrstu og öðrum tölum hafi Miðflokkurinn mælst með samtals 3,3% en í lokatölum, eftir að verklagi hafði verið breytt, hafi flokkurinn mælst með 4,6%. Ekki sé unnt að fullyrða hvort tilviljun hafi ráðið eða ekki en ljóst sé að jafnræði hafi ekki verið viðhaft þegar sum framboð hafi verið auðsjáanleg á kjörseðli en önnur ekki,“ segir í lýsingu á málavöxtum í úrskurðinum. Miðflokkurinn hélt því meðal annars fram í kærunni að brjóta bæri kjörseðlana í miðju. Úrskurðarnefndin féllst ekki á að miðjubrot væri meginregla sem kjörstjórnum bæri að líta til. Hönnun kjörfundargagna réðist meðal annars af fjölda framboðslista í viðkomandi sveitarfélagi og því ekki hægt að gefa fyrir fram út nákvæm fyrirmæli um hönnun og brot kjörseðlanna. Taldi úrskurðarnefndin að kjörgögnin í Garðabæ hafi verið í samræmi við lög. Kjósendum sem gengu inn í kjördeildir í bænum hafi ekki getað dulist að fimm listar væru í framboði. Í því ljósi yrði að telja að frágangur kjörseðilsins hefði verið innan þess svigrúms sem yfirkjörstjórni hafa til að útfæra útlit kjörseðla.
Garðabær Sveitarstjórnarkosningar 2022 Miðflokkurinn Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Fleiri fréttir Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Sjá meira