Þingmaður sýndi vopnabúrið á fundi um skotvopnalöggjöf Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 3. júní 2022 13:30 Þingmaðurinn Greg Steube sýndi vopnabúrið á þingfundi dómsmálanefndar fulltrúadeildar Bandaríkjaþings í gær. AP Photo/J. Scott Applewhite Greg Steube, fulltrúadeildarþingmaður Repúblikana í Bandaríkjunum, sýndi vopnabúr sitt er hann þótt þátt í nefndarstörfum dómsmálanefndar fulltrúadeildarinnar í gær, þar sem frumvarp um hert aðgengi að skotvopnum og tengdum vörum var til umræðu. Nefndin hélt maranþonfund í gær þar sem verið var að ræða frumvarp sem ætlað er að setja ýmsar skorður á aðgengi að öflugum skotvopnum í Bandaríkjunum. Þó talið sé líklegt að frumvarpið verði samþykkt í fulltrúadeildinni er afar ólíklegt að það verði að lögum, þar sem öldungadeild þingsins þarf einnig að samþykkja frumvarpið. Þar er talið að hörð mótstaða Repúblikana við umbótum þegar kemur að skotvopnalöggjöf komi í veg fyrir að frumvarpið verði samþykkt. „Ég vona að þessi byssa sé ekki hlaðin“ Fjölmiðlar ytra hafa nefnt hegðun þingmannsins Steube á nefndarfundinum í gær, sem dæmi um andstöðu Repúblikana við aðgerðir til að takmarka aðgengi að öflugum skotvopnum í Bandaríkjunum. Steube, sem er þingmaður Repúblikana í Flórída, var viðstaddur fundinn í gegnum fjarfundarbúnað. Til þess að lýsa andstöðu hans við ákvæði í frumvarpinu sem ætlað er að banna skothylki sem hýsa mörg skot, dró hann upp fjölmargar byssur úr eigin vopnabúri, og sýndi öðrum nefndarmönnum. „Hér er byssa sem ég geng með á hverjum einasta degi til að verja sjálfan mig, fjölskyldu mína, eiginkonu mína og heimili mitt. Þetta er XL Sig Sauer P365, sem kemur með fimmtán skota skothylki,“ sagði Steube. Tók hann skothylkið úr og tók upp annað sem hann sagði vera sjö skota skothylki, sem samkvæmt frumvarpinu væru löglegt. „Það passar ekki, svo þessi byssa yrði bönnuð.“ Sýndi hann einnig fjölmargar skammbyssur sem myndu verða ólöglegar nái frumvarpið fram að ganga. Þingmaður demókrata frá Texas, Sheila Jackson Lee, skaust inn í umræðuna á einum tímapukti, á meðan Steube sýndi vopnabúrið. „Ég vona að þessi byssa sé ekki hlaðin,“ sagði Jackson Lee. „Ég er heima hjá mér, ég get gert það sem mér sýnist við byssurnar mínar,“ svaraði Steube um hæl Biden kallar eftir aðgerðum Joe Biden Bandaríkjaforseti kallaði í gær eftir banni gegn árásarskotvopnum eftir röð skotárása í Bandaríkjunum. Forsetinn ávarpaði þjóðina og spurði meðal annars að því hversu mikið blóðbað Bandaríkjamenn væru reiðubúnir til að sætta sig við. Í síðasta mánuði létust fleiri en þrjátíu í tveimur stórum skotárásum; önnur átti sér stað í grunnskóla í Texas en hin í matvöruverslun í New York ríki. Biden kallaði einnig eftir því að bann yrði sett gegn skotfærum með mörgum skotum og benti á að almennir borgarar gætu, eins og sakir standa, keypt skotvopn með þrjú hundruð skota skothylkjum. Sem fyrr segir er ólíklegt að til aðgerða verði gripið, vegna andstöðu Repúblikana á þingi. Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Buffalo-morðinginn ákærður fyrir hryðjuverk Maðurinn sem skaut tíu til bana í Buffalo í New York í síðasta mánuði hefur verið ákærður fyrir hryðjuverk. Payton Gendron er átján ára gamall og ætlaði sér sérstaklega að myrða þeldökkt fólk. 1. júní 2022 22:30 „Við getum ekki bannað harmleiki, en við getum gert Bandaríkin öruggari“ Joe Biden Bandaríkjaforseti heimsótti smábæinn Uvalde í dag til að votta aðstandendum fórnarlamba skotárásar í skóla í bænum sem framin var í vikunni. Forsetinn þurfti að fara í álíka heimsókn í síðustu viku. 29. maí 2022 17:55 Herða öryggisgæslu við skóla eftir skotárásina í Texas Skólayfirvöld um öll Bandaríkin hafa hert öryggisgæslu eftir fjöldamorðið í grunnskólanum í Uvalde í Texas í síðustu viku af ótta við hermikrákur. Streita er sögð veruleg á meðal kennara og nemenda víða um landið. 29. maí 2022 15:42 Mest lesið Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Innlent Settu bílslys á svið Innlent Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Innlent Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Innlent Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Innlent Fleiri fréttir Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Sjá meira
Nefndin hélt maranþonfund í gær þar sem verið var að ræða frumvarp sem ætlað er að setja ýmsar skorður á aðgengi að öflugum skotvopnum í Bandaríkjunum. Þó talið sé líklegt að frumvarpið verði samþykkt í fulltrúadeildinni er afar ólíklegt að það verði að lögum, þar sem öldungadeild þingsins þarf einnig að samþykkja frumvarpið. Þar er talið að hörð mótstaða Repúblikana við umbótum þegar kemur að skotvopnalöggjöf komi í veg fyrir að frumvarpið verði samþykkt. „Ég vona að þessi byssa sé ekki hlaðin“ Fjölmiðlar ytra hafa nefnt hegðun þingmannsins Steube á nefndarfundinum í gær, sem dæmi um andstöðu Repúblikana við aðgerðir til að takmarka aðgengi að öflugum skotvopnum í Bandaríkjunum. Steube, sem er þingmaður Repúblikana í Flórída, var viðstaddur fundinn í gegnum fjarfundarbúnað. Til þess að lýsa andstöðu hans við ákvæði í frumvarpinu sem ætlað er að banna skothylki sem hýsa mörg skot, dró hann upp fjölmargar byssur úr eigin vopnabúri, og sýndi öðrum nefndarmönnum. „Hér er byssa sem ég geng með á hverjum einasta degi til að verja sjálfan mig, fjölskyldu mína, eiginkonu mína og heimili mitt. Þetta er XL Sig Sauer P365, sem kemur með fimmtán skota skothylki,“ sagði Steube. Tók hann skothylkið úr og tók upp annað sem hann sagði vera sjö skota skothylki, sem samkvæmt frumvarpinu væru löglegt. „Það passar ekki, svo þessi byssa yrði bönnuð.“ Sýndi hann einnig fjölmargar skammbyssur sem myndu verða ólöglegar nái frumvarpið fram að ganga. Þingmaður demókrata frá Texas, Sheila Jackson Lee, skaust inn í umræðuna á einum tímapukti, á meðan Steube sýndi vopnabúrið. „Ég vona að þessi byssa sé ekki hlaðin,“ sagði Jackson Lee. „Ég er heima hjá mér, ég get gert það sem mér sýnist við byssurnar mínar,“ svaraði Steube um hæl Biden kallar eftir aðgerðum Joe Biden Bandaríkjaforseti kallaði í gær eftir banni gegn árásarskotvopnum eftir röð skotárása í Bandaríkjunum. Forsetinn ávarpaði þjóðina og spurði meðal annars að því hversu mikið blóðbað Bandaríkjamenn væru reiðubúnir til að sætta sig við. Í síðasta mánuði létust fleiri en þrjátíu í tveimur stórum skotárásum; önnur átti sér stað í grunnskóla í Texas en hin í matvöruverslun í New York ríki. Biden kallaði einnig eftir því að bann yrði sett gegn skotfærum með mörgum skotum og benti á að almennir borgarar gætu, eins og sakir standa, keypt skotvopn með þrjú hundruð skota skothylkjum. Sem fyrr segir er ólíklegt að til aðgerða verði gripið, vegna andstöðu Repúblikana á þingi.
Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Buffalo-morðinginn ákærður fyrir hryðjuverk Maðurinn sem skaut tíu til bana í Buffalo í New York í síðasta mánuði hefur verið ákærður fyrir hryðjuverk. Payton Gendron er átján ára gamall og ætlaði sér sérstaklega að myrða þeldökkt fólk. 1. júní 2022 22:30 „Við getum ekki bannað harmleiki, en við getum gert Bandaríkin öruggari“ Joe Biden Bandaríkjaforseti heimsótti smábæinn Uvalde í dag til að votta aðstandendum fórnarlamba skotárásar í skóla í bænum sem framin var í vikunni. Forsetinn þurfti að fara í álíka heimsókn í síðustu viku. 29. maí 2022 17:55 Herða öryggisgæslu við skóla eftir skotárásina í Texas Skólayfirvöld um öll Bandaríkin hafa hert öryggisgæslu eftir fjöldamorðið í grunnskólanum í Uvalde í Texas í síðustu viku af ótta við hermikrákur. Streita er sögð veruleg á meðal kennara og nemenda víða um landið. 29. maí 2022 15:42 Mest lesið Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Innlent Settu bílslys á svið Innlent Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Innlent Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Innlent Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Innlent Fleiri fréttir Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Sjá meira
Buffalo-morðinginn ákærður fyrir hryðjuverk Maðurinn sem skaut tíu til bana í Buffalo í New York í síðasta mánuði hefur verið ákærður fyrir hryðjuverk. Payton Gendron er átján ára gamall og ætlaði sér sérstaklega að myrða þeldökkt fólk. 1. júní 2022 22:30
„Við getum ekki bannað harmleiki, en við getum gert Bandaríkin öruggari“ Joe Biden Bandaríkjaforseti heimsótti smábæinn Uvalde í dag til að votta aðstandendum fórnarlamba skotárásar í skóla í bænum sem framin var í vikunni. Forsetinn þurfti að fara í álíka heimsókn í síðustu viku. 29. maí 2022 17:55
Herða öryggisgæslu við skóla eftir skotárásina í Texas Skólayfirvöld um öll Bandaríkin hafa hert öryggisgæslu eftir fjöldamorðið í grunnskólanum í Uvalde í Texas í síðustu viku af ótta við hermikrákur. Streita er sögð veruleg á meðal kennara og nemenda víða um landið. 29. maí 2022 15:42