Við viljum lausnamiðað og skapandi starfsfólk en ætlum alltaf að segja þeim hvað og hvernig á að gera hlutina Eva Karen Þórðardóttir skrifar 3. júní 2022 11:30 Við viljum lausnamiðað starfsfólk sem er skapandi og með gagnrýna hugsun en við ætlum samt alltaf að segja þeim hvað það á að gera og hvernig. Það mun aldrei virka ef lærdómur á að eiga sér stað. Það hefur sjaldan verið jafn ákallandi að þjálfa og fræða starfsfólkið og hafa ófáar greinar og fyrirsagnir birst á síðustu misserum sem kalla á nauðsyn þess að þjálfa og endurmennta starfsfólkið okkar á komandi árum. Samkvæmt World Economic Forum þarf að endurmennta um 50% af öllu starfsfólki fyrir árið 2025 ef vel á að takast í atvinnulífinu miða við þann hraða sem er á því í dag. Þá þurfum við að hugsa fræðslu og þjálfun í fyrirtækjum á allt annan hátt en við erum að gera í dag. Í dag eru of fáir fræðslustjórar eða fræðsluráðgjafar að horfa á fræðslu út frá einstaklingnum og starfsfólkinu sjálfu heldur erum við að horfa á fjöldann og setja niður námskeið sem allir eiga að fara á, læra það sem við teljum þeim vera fyrir bestu á þeim tíma sem hentar fyrirtækinu. Ég hef átt mörg frábær samtöl við fræðsluaðila sem starfa í fyrirtækjum á Íslandi og hef ósjaldan komið upp sú umræða að það er erfitt að fá fólk til að mæta á námskeiðin. Sem er kannski ekki skrítið, þegar við drögum starfsfólkið frá þeim verkefnum sem það er að vinna til að taka námskeið á þeim tímum sem henta okkur til að endurmennta sig í því sem viðteljum það þurfa að læra. Einnig hef ég oft rætt við fræðslustjóra hvernig þeir mæla hverju fræðslan eða fjárfestingin í fræðslu hefur skilað fyrirtækinu og það er oft erfitt að svara því og oftast er það mælt út frá mætingu á námskeiðið. Sem segir okkur í raun lítið. Við þurfum að vita skilaði þessi fræðsla eða fjárfesting sér í aukinni hæfni hjá starfsfólkinu sem það nýtir í starfi í dag? Átti sér stað einhver lærdómur? Og hvernig verður lærdómur til? Jú lærdómur verður þegar við lærum eitthvað sem við viljum efla okkur í og þann hátt sem hentar okkur að læra. Núnar árið 2022 eru til svo margar aðferðir til að læra, það hentar ekki öllum að læra á sama hátt. Til að lærdómur verði til staðar þurfa sumir að hlusta, aðrir að lesa og enn aðrir kjósa að sitja fyrirlestra og glósa. Þegar við erum með teymi af starfsfólki þá erum við með teymi með ólíka hæfni, styrkleika og veikleika og það þarf að nálgast fræðslu og þjálfun út frá einstaklingnum. Fræðsla þarf að vera einstaklingsmiðuð til að skila árangri. Það er draumur hvers fræðslustjóra að til verði menning í fyrirtækinu þar sem fræðsla og þjálfun fær aukið vægi og starfsfólk beri ábyrgð á sinni fræðslu og þjálfun. En ef við ætlum að gera þann draum að veruleika þá þurfum við að hætta að segja starfsfólki hvað og hvernig það eigi að endurmennta sig. Ef við ætlum að skapa fræðslumenningu þar sem starfsfólk ber ábyrgð á eigin fræðslu og þjálfun þá þurfum við að nálgast fræðslu og þjálfun í fyrirtækinu á annan hátt en við gerum í dag. Með aukinni útbreiðslu á fræðslukerfum eins og Eloomi þar sem við veitum ákveðnu starfsfólki aðgang að ákveðnum námskeiðum sem er skylda og veitum þeim aðgang að öðrum námskeiðum ef þau hafa áhuga á að efla sig enn frekar hafa verið stígin ákveðin skref. En við þurfum að stíga stærri skref og finna leiðir þar sem við erum að efla hæfni hvers og eins starfsmanns út fá því hvernig hann kýs að læra til að lærdómur verði til staðar og svo þarf að vera bein tenging I að þjálfa þessa hæfni enn frekar í daglegu starfi þar sem skýr eftirfylgni er til staðar. Eftirfylgni sem felur í sér þjálfun, að leiðbeina og aðstoða að fremsta magni og hrósa þegar vel gengur. Þá verður til staðar hæfniaukning sem skilar sér í jákvæðri upplifun til starfsfólksins sem hvetur það til að taka næstu skref í sinni endurmenntun. Það er löngu sannað að þegar valið og hugmyndin er okkar eigin þá eykst drifkrafturinn. Með því að þjálfun og fræðsla verðir einstaklingsmiðuð gefur það starfsfólki meiri hvatningu í að taka ábyrgð á eigin endurmenntun og eykur jafnframt drifkraftinn í að sækja sér menntun til að efla sig í starfi. Ef starfsfólk finnur fyrir trausti til velja sér fræðslu og þjálfun við hæfi og fá að endurspegla þessa fræðslu og þjálfun í daglegu starfi þá skilar það sér jafnframt í sterkari starfsmanni með aukið sjálfstraust sem þorir að nálgast vinnutengd verkefni á nýjan hátt. Starfsmann sem er lausnamiðaður, skapandi og með gagnrýna hugsun. Höfundur er eigandi og ráðgjafi hjá Effect.is og framkvæmdastjóri Stafræna hæfniklasans. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Stafræn þróun Mest lesið Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Óður til hneykslunar Arnar Sveinn Geirsson Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Sjá meira
Við viljum lausnamiðað starfsfólk sem er skapandi og með gagnrýna hugsun en við ætlum samt alltaf að segja þeim hvað það á að gera og hvernig. Það mun aldrei virka ef lærdómur á að eiga sér stað. Það hefur sjaldan verið jafn ákallandi að þjálfa og fræða starfsfólkið og hafa ófáar greinar og fyrirsagnir birst á síðustu misserum sem kalla á nauðsyn þess að þjálfa og endurmennta starfsfólkið okkar á komandi árum. Samkvæmt World Economic Forum þarf að endurmennta um 50% af öllu starfsfólki fyrir árið 2025 ef vel á að takast í atvinnulífinu miða við þann hraða sem er á því í dag. Þá þurfum við að hugsa fræðslu og þjálfun í fyrirtækjum á allt annan hátt en við erum að gera í dag. Í dag eru of fáir fræðslustjórar eða fræðsluráðgjafar að horfa á fræðslu út frá einstaklingnum og starfsfólkinu sjálfu heldur erum við að horfa á fjöldann og setja niður námskeið sem allir eiga að fara á, læra það sem við teljum þeim vera fyrir bestu á þeim tíma sem hentar fyrirtækinu. Ég hef átt mörg frábær samtöl við fræðsluaðila sem starfa í fyrirtækjum á Íslandi og hef ósjaldan komið upp sú umræða að það er erfitt að fá fólk til að mæta á námskeiðin. Sem er kannski ekki skrítið, þegar við drögum starfsfólkið frá þeim verkefnum sem það er að vinna til að taka námskeið á þeim tímum sem henta okkur til að endurmennta sig í því sem viðteljum það þurfa að læra. Einnig hef ég oft rætt við fræðslustjóra hvernig þeir mæla hverju fræðslan eða fjárfestingin í fræðslu hefur skilað fyrirtækinu og það er oft erfitt að svara því og oftast er það mælt út frá mætingu á námskeiðið. Sem segir okkur í raun lítið. Við þurfum að vita skilaði þessi fræðsla eða fjárfesting sér í aukinni hæfni hjá starfsfólkinu sem það nýtir í starfi í dag? Átti sér stað einhver lærdómur? Og hvernig verður lærdómur til? Jú lærdómur verður þegar við lærum eitthvað sem við viljum efla okkur í og þann hátt sem hentar okkur að læra. Núnar árið 2022 eru til svo margar aðferðir til að læra, það hentar ekki öllum að læra á sama hátt. Til að lærdómur verði til staðar þurfa sumir að hlusta, aðrir að lesa og enn aðrir kjósa að sitja fyrirlestra og glósa. Þegar við erum með teymi af starfsfólki þá erum við með teymi með ólíka hæfni, styrkleika og veikleika og það þarf að nálgast fræðslu og þjálfun út frá einstaklingnum. Fræðsla þarf að vera einstaklingsmiðuð til að skila árangri. Það er draumur hvers fræðslustjóra að til verði menning í fyrirtækinu þar sem fræðsla og þjálfun fær aukið vægi og starfsfólk beri ábyrgð á sinni fræðslu og þjálfun. En ef við ætlum að gera þann draum að veruleika þá þurfum við að hætta að segja starfsfólki hvað og hvernig það eigi að endurmennta sig. Ef við ætlum að skapa fræðslumenningu þar sem starfsfólk ber ábyrgð á eigin fræðslu og þjálfun þá þurfum við að nálgast fræðslu og þjálfun í fyrirtækinu á annan hátt en við gerum í dag. Með aukinni útbreiðslu á fræðslukerfum eins og Eloomi þar sem við veitum ákveðnu starfsfólki aðgang að ákveðnum námskeiðum sem er skylda og veitum þeim aðgang að öðrum námskeiðum ef þau hafa áhuga á að efla sig enn frekar hafa verið stígin ákveðin skref. En við þurfum að stíga stærri skref og finna leiðir þar sem við erum að efla hæfni hvers og eins starfsmanns út fá því hvernig hann kýs að læra til að lærdómur verði til staðar og svo þarf að vera bein tenging I að þjálfa þessa hæfni enn frekar í daglegu starfi þar sem skýr eftirfylgni er til staðar. Eftirfylgni sem felur í sér þjálfun, að leiðbeina og aðstoða að fremsta magni og hrósa þegar vel gengur. Þá verður til staðar hæfniaukning sem skilar sér í jákvæðri upplifun til starfsfólksins sem hvetur það til að taka næstu skref í sinni endurmenntun. Það er löngu sannað að þegar valið og hugmyndin er okkar eigin þá eykst drifkrafturinn. Með því að þjálfun og fræðsla verðir einstaklingsmiðuð gefur það starfsfólki meiri hvatningu í að taka ábyrgð á eigin endurmenntun og eykur jafnframt drifkraftinn í að sækja sér menntun til að efla sig í starfi. Ef starfsfólk finnur fyrir trausti til velja sér fræðslu og þjálfun við hæfi og fá að endurspegla þessa fræðslu og þjálfun í daglegu starfi þá skilar það sér jafnframt í sterkari starfsmanni með aukið sjálfstraust sem þorir að nálgast vinnutengd verkefni á nýjan hátt. Starfsmann sem er lausnamiðaður, skapandi og með gagnrýna hugsun. Höfundur er eigandi og ráðgjafi hjá Effect.is og framkvæmdastjóri Stafræna hæfniklasans.
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar