Körfubolti

Lykilpersónur og leikendur áfram á Króknum

Sindri Sverrisson skrifar
Landsliðsmaðurinn Sigtryggur Arnar Björnsson skrifaði undir samning til tveggja ára við Tindastól.
Landsliðsmaðurinn Sigtryggur Arnar Björnsson skrifaði undir samning til tveggja ára við Tindastól. vísir/bára

Silfurlið Tindastóls hefur samið við þrjá af helstu lykilleikmönnum sínum sem og þjálfarann Baldur Þór Ragnarsson um að gera aðra atlögu að Íslandsmeistaratitlinum.

Sauðkrækingar stefna á að vera með því sem næst sama lið á næstu leiktíð og það sem komst í oddaleik gegn Val um Íslandsmeistaratitilinn nú í maí.

Í gær skrifuðu þeir Pétur Rúnar Birgisson, Sigurður Gunnar Þorsteinsson og Sigtryggur Arnar Björnsson allir undir nýja samninga við Tindastól. Samningur Péturs gildir til þriggja ára en Sigurður og Arnar sömdu til tveggja ára. 

Pétur Rúnar Birgisson var magnaður í úrslitakeppninni en Stólarnir urðu að sætta sig við silfurmedalíu að lokum.vísir/bára

Þá hafði þjálfarinn Baldur Þór Ragnarsson þegar skrifað undir samning til eins árs, samkvæmt frétt á Feykir.is

Sigtryggur Arnar Björnsson, Sigurður Gunnar Þorsteinsson og þjálfarinn Baldur Þór Ragnarsson voru allir heiðraðir eftir tímabilið á verðlaunahófi KKÍ.vísir/sigurjón

Strax eftir lokaleik tímabilsins sagðist Baldur vera samningslaus en að svo gæti vel farið að hann yrði áfram með Tindastól eins og nú er orðin raunin.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×