Segja að lögreglustjórinn hafi ekki verið látinn vita af örvæntingarfullum símtölum nemendanna Kjartan Kjartansson skrifar 3. júní 2022 09:15 Roland Gutierrez, öldungadeildarþingmaður Uvalde á ríkisþingi Texas, á fréttamannafundi í bænum í gær. AP/Jae C. Hong Lögreglustjórinn sem stýrði aðgerðum þegar byssumaður skaut nítján börn og tvo kennara til bana í Texas var ekki látinn vita af því að börn sem væru föst inni í skólastofu með honum hefðu hringt í neyðarlínu. Viðbrögð lögreglu hafa sætt harðri gagnrýni. Furðu hefur vakið að lögreglumenn biðu í klukkustund með að ráðast til atlögu við byssumanninn eftir að hann réðst inn í Robb-grunnskólann í bænum Uvalde í síðustu viku. Á meðan reyndu börnin í örvæntingu að hringja í neyðarlínu og grátbiðja um aðstoð. Fram hefur komið að Pete Arredondo, lögreglustjóri skólaumdæmisins, hafi talið að morðinginn hefði læst sig inni í skólastofu og að ekki væri lengur virk hætta af honum. Bandaríska dómsmálaráðuneytið ætlar að rannsaka viðbrögð lögreglunnar en slíkt er sagt fremur fátítt. Roland Gutierrez, öldungadeildarþingmaður Demókrataflokksins frá Uvalde á ríkisþingi Texas, sagði á fréttamannafundi í gær að Arredondo hefði ekki fengið upplýsingar um símtöl barnanna í neyðarlínuna. Óljóst sé hver á vettvanginum hafi vitað af þeim. „Ég vil sérstaklega vita hver tók á móti hringingunum í neyðarlínuna,“ sagði Gutierrez á tilfinningasömum blaðamannafundinum, að sögn AP-fréttastofunnar. Arredondo hefur ekkert tjáð sig um atburðina. Lýsingar lögreglu á tímalínu árásarinnar og viðbragða hennar sjálfrar hafa tekið töluverðum breytingum og sumar þeirra hafa verið dregnar til baka. Gutierrez gagnrýndi Greg Abbott, ríkisstjóra, sérstaklega vegna mistaka lögreglunnar. Hann er á meðal þingmanna sem hafa hvatt Abbott til að kalla ríkisþingið saman til aukafundar vegna skotárásarinnar en það á ekki að koma næst saman fyrr en í janúar. „Það voru mistök gerð á öllum stigum, þar á meðal af hálfu löggjafans. Greg Abbott ber mikla ábyrgð á þessu öllu,“ sagði þingmaðurinn. Skotárás í grunnskóla í Uvalde Skotárásir í Bandaríkjunum Bandaríkin Tengdar fréttir Leita svara um hæg viðbrögð lögreglunnar í Uvalde Rannsókn bandaríska dómsmálaráðuneytisins er sögð geta varpað ljósi á hvers vegna lögreglumenn biðu í klukkustund áður en þeir létu til skarar skríða gegn byssumanni sem myrti nítján börn og tvo kennara í grunnskóla í Texas í síðustu viku. Byrjað var bera fyrstu fórnarlömbin til grafar í gær. 31. maí 2022 09:30 Nafngreina börnin og kennarana sem voru myrtir í Uvalde: „Ég missti hluta af hjarta mínu“ Börnin nítján og kennararnir tveir sem voru myrtir í skotárás í Robb-grunnskólanum í Texas í síðustu viku hafa nú verið nafngreindir. Yngsta barnið var níu ára gamalt en það elsta ellefu ára. 29. maí 2022 10:38 Mest lesið Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Ítalski baróninn lagði landeigendur Innlent Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Innlent Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Innlent Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Innlent Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Innlent Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Erlent Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Innlent Fleiri fréttir Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Fundað um frið í Abú Dabí Fyrrverandi forsætisráðherra með krabbamein Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Sendu nýtt far til strandaðra geimfara Drottning dýragarðsins í San Diego er dauð Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Semaglutide reyndist ekki hægja á framgangi Alzheimer Gerðu loftárásir á báða bóga Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 „Lægsti samnefnari“ sagður niðurstaðan á COP30 Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Skrifa ný drög að friðaráætlun Felldu háttsettan Hezbollah-liða í sprengjuárás á Beirút „Útvötnuð“ loftslagsályktun samþykkt eftir harðar deilur Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Hafna kröfu Rússa um undanhald frá Dónetsk Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Útskýrði næstu skref fyrir Kristrúnu og kollegum Forsetinn fyrrverandi í gæsluvarðhald af ótta við flótta Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Hættir á þingi vegna deilna við Trump Sjá meira
Furðu hefur vakið að lögreglumenn biðu í klukkustund með að ráðast til atlögu við byssumanninn eftir að hann réðst inn í Robb-grunnskólann í bænum Uvalde í síðustu viku. Á meðan reyndu börnin í örvæntingu að hringja í neyðarlínu og grátbiðja um aðstoð. Fram hefur komið að Pete Arredondo, lögreglustjóri skólaumdæmisins, hafi talið að morðinginn hefði læst sig inni í skólastofu og að ekki væri lengur virk hætta af honum. Bandaríska dómsmálaráðuneytið ætlar að rannsaka viðbrögð lögreglunnar en slíkt er sagt fremur fátítt. Roland Gutierrez, öldungadeildarþingmaður Demókrataflokksins frá Uvalde á ríkisþingi Texas, sagði á fréttamannafundi í gær að Arredondo hefði ekki fengið upplýsingar um símtöl barnanna í neyðarlínuna. Óljóst sé hver á vettvanginum hafi vitað af þeim. „Ég vil sérstaklega vita hver tók á móti hringingunum í neyðarlínuna,“ sagði Gutierrez á tilfinningasömum blaðamannafundinum, að sögn AP-fréttastofunnar. Arredondo hefur ekkert tjáð sig um atburðina. Lýsingar lögreglu á tímalínu árásarinnar og viðbragða hennar sjálfrar hafa tekið töluverðum breytingum og sumar þeirra hafa verið dregnar til baka. Gutierrez gagnrýndi Greg Abbott, ríkisstjóra, sérstaklega vegna mistaka lögreglunnar. Hann er á meðal þingmanna sem hafa hvatt Abbott til að kalla ríkisþingið saman til aukafundar vegna skotárásarinnar en það á ekki að koma næst saman fyrr en í janúar. „Það voru mistök gerð á öllum stigum, þar á meðal af hálfu löggjafans. Greg Abbott ber mikla ábyrgð á þessu öllu,“ sagði þingmaðurinn.
Skotárás í grunnskóla í Uvalde Skotárásir í Bandaríkjunum Bandaríkin Tengdar fréttir Leita svara um hæg viðbrögð lögreglunnar í Uvalde Rannsókn bandaríska dómsmálaráðuneytisins er sögð geta varpað ljósi á hvers vegna lögreglumenn biðu í klukkustund áður en þeir létu til skarar skríða gegn byssumanni sem myrti nítján börn og tvo kennara í grunnskóla í Texas í síðustu viku. Byrjað var bera fyrstu fórnarlömbin til grafar í gær. 31. maí 2022 09:30 Nafngreina börnin og kennarana sem voru myrtir í Uvalde: „Ég missti hluta af hjarta mínu“ Börnin nítján og kennararnir tveir sem voru myrtir í skotárás í Robb-grunnskólanum í Texas í síðustu viku hafa nú verið nafngreindir. Yngsta barnið var níu ára gamalt en það elsta ellefu ára. 29. maí 2022 10:38 Mest lesið Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Ítalski baróninn lagði landeigendur Innlent Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Innlent Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Innlent Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Innlent Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Innlent Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Erlent Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Innlent Fleiri fréttir Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Fundað um frið í Abú Dabí Fyrrverandi forsætisráðherra með krabbamein Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Sendu nýtt far til strandaðra geimfara Drottning dýragarðsins í San Diego er dauð Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Semaglutide reyndist ekki hægja á framgangi Alzheimer Gerðu loftárásir á báða bóga Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 „Lægsti samnefnari“ sagður niðurstaðan á COP30 Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Skrifa ný drög að friðaráætlun Felldu háttsettan Hezbollah-liða í sprengjuárás á Beirút „Útvötnuð“ loftslagsályktun samþykkt eftir harðar deilur Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Hafna kröfu Rússa um undanhald frá Dónetsk Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Útskýrði næstu skref fyrir Kristrúnu og kollegum Forsetinn fyrrverandi í gæsluvarðhald af ótta við flótta Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Hættir á þingi vegna deilna við Trump Sjá meira
Leita svara um hæg viðbrögð lögreglunnar í Uvalde Rannsókn bandaríska dómsmálaráðuneytisins er sögð geta varpað ljósi á hvers vegna lögreglumenn biðu í klukkustund áður en þeir létu til skarar skríða gegn byssumanni sem myrti nítján börn og tvo kennara í grunnskóla í Texas í síðustu viku. Byrjað var bera fyrstu fórnarlömbin til grafar í gær. 31. maí 2022 09:30
Nafngreina börnin og kennarana sem voru myrtir í Uvalde: „Ég missti hluta af hjarta mínu“ Börnin nítján og kennararnir tveir sem voru myrtir í skotárás í Robb-grunnskólanum í Texas í síðustu viku hafa nú verið nafngreindir. Yngsta barnið var níu ára gamalt en það elsta ellefu ára. 29. maí 2022 10:38
Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Innlent
Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Innlent