Boston Celtics leiðir úrslitaeinvígið þökk sé mögnuðum fjórða leikhluta Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 3. júní 2022 07:31 Sigur í fyrsta leik og það í San Francisco. EPA-EFE/JOHN G. MABANGLO Boston Celtics leiðir 1-0 gegn Golden State Warriors í úrslitaeinvígi NBA-deildarinnar. Eftir jafnan fyrri hálfleik virtist sem Stríðsmennirnir væru betur stemmdir og leiddu þeir með allt að 15 stigum í þriðja leikhluta. Ótrúlegur fjórði leikhluti tryggð Boston hins vegar 120-108 sigur. Gríðarleg spenna var fyrir leik kvöldsins í San Francisco, bæði Vestanhafs sem og hér heima þar sem splæst var í veglegestu NBA-útsendingu Íslandssögunnar. Segja má að fyrsti leikur hafi ekki ollið neinum vonbrigðum. Stephen Curry kom vel stemmdur til leiks og setti niður sex þriggja stiga körfur í fyrsta leikhluta. Flestir þeirra langt frá þriggja stiga línunni. Boston lét það ekki á sig fá og hélt í við sjóðandi heitan Curry. Chef Curry was cooking up in Q1 6 3PM | 21 PTS Q2 Live Now on ABC pic.twitter.com/RthSWFC83h— NBA (@NBA) June 3, 2022 Stríðsmennirnir komust allt að tíu stigum yfir í öðrum leikhluta en náðu ekki að hrista Boston af sér og Boston var yfir er flautað var til hálfleiks, 56-54. Aftur var það Golden State sem byrjaði betur eftir hálfleikshléið. Liðsfélagar Curry voru þarna farnir að setja niður hvert þriggja stiga skotið á fætur öðru og útlitið svart hjá Boston. Munurinn varð mestur 15 stig en það er eins og Boston viti ekki alveg hvenær eða hvernig eigi að leggja árar í bát. Samheldni, samstaða og gríðarleg gæði Boston-liðsins skinu í gegn á þessum tímapunkti og um miðjan fjórða leikhluta var staðan jöfn 103-103. The @celtics entered the 4th quarter down by 12 before outscoring their opponent 40-16 in Q4 to claim the Game 1 victory and take a 1-0 series lead! Game 2: Sun. 8pm/et on ABC pic.twitter.com/05LyPPvPiP— NBA (@NBA) June 3, 2022 Eftir það áttu Stríðsmennirnir ekki möguleika. Gestirnir frá Boston tóku 17-0 áhlaup á meðan heimamenn skoruðu aðeins fimm stig á síðustu fimm mínútum leiksins. Fór það svo að Boston Celtics vann á endanum örugglega, lokatölur 108-120 og gestirnir því komnir 1-0 yfir í einvíginu. Hjá Golden State var Curry stigahæstur með 34 stig ásamt því að gefa 5 stoðsendingar og taka 5 fráköst. Þar á eftir kom Andrew Wiggins með 20 stig og 5 fráköst á meðan Klay Thompson skoraði 15 stig, gaf 3 stoðsendingar og tók 2 fráköst. Hinn 36 ára gamli reynslbolti Al Horford var að spila sinn fyrsta leik í úrslitum deildarinnar og naut sín í botn. Horford skoraði 26 stig og var stigahæstur í liði Boston ásamt því að taka 6 fráköst og gefa 3 stoðsendingar. Al Horford did not disappoint in his NBA Finals debut, leading the @celtics in scoring with 26 points and setting a record for three-pointers made in a Finals debut (6)! pic.twitter.com/YKr5IQgyXm— NBA (@NBA) June 3, 2022 Jaylen Brown kom þar á eftir með 24 stig, 7 fráköst og 5 stoðsendingar. Derrick White skoraði óvænt 21 stig og Marcus Smart gerði 18 stig. Jayson Tatum skoraði aðeins 12 stig en hann gaf 13 stoðsendingar og tók 5 fráköst. Það rigndi hreinlega þriggja stiga körfum í nótt en alls skoruðu liðin 40 slíkar. The Celtics and Warriors were both locked in from deep, combining for 40 3PM in Game 1 to set a new NBA Finals record! #NBAFinals presented by @YouTubeTV pic.twitter.com/iFGUT5UkAz— NBA (@NBA) June 3, 2022 Næsti leikur í einvígi liðanna fer fram á sunnudagskvöld. Upphitun hefst 23.30 en leikurinn sjálfur á miðnætti. Allt í beinni á Stöð 2 Sport 2. NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Körfubolti NBA Mest lesið Má ekki skipta um föt í búningsklefa Arsenal en má spila með liðinu Enski boltinn Tryggvi setti „að moka skít“ í annað sætið Körfubolti Stjóri Ísaks Bergmanns vakti athygli fyrir klæðaburð sinn Fótbolti Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford fór áfram en þrjú Íslendingalið úr leik Enski boltinn „Í ruslið með þetta og áfram gakk“ Sport „Það er bæjarhátíð í Mosó um helgina og þú ert velkominn“ Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Vestri 4-1 | Víkingar fóru illa með nýkrýnda bikarmeistara Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - Afturelding 4-3 | Valur skoraði fjögur í seinni og endurheimti toppsætið Íslenski boltinn „Ætli þetta hafi ekki verið leikur tveggja hálfleika“ Fótbolti Gordon bað bæði liðsfélagana og Van Dijk afsökunar Enski boltinn Fleiri fréttir Tryggvi setti „að moka skít“ í annað sætið Nýliðarnir sömdu við danska stelpu með Íslandstengingu Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Tap í síðasta leik fyrir EM „Lukkudýrið“ í mál við félagið ÍR-ingar sækja Grikkja á Álftanesið: „Sannkallaðar gleðifréttir“ Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Faðir Boston Celtics stjörnu handtekinn fyrir morðtilraun Yngri Agravanis-bróðirinn í Stjörnuna Beittu sér fyrir keppnisbanni Ísraela: „Ekki fengið nógu marga með okkur í lið“ Yfirlýsing KKÍ: Hætta ekki við leikinn við Ísrael Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Nánast allar treyjur uppseldar fyrir EM Erfitt að horfa á félagana detta út Craig Pedersen um erfitt val á EM-hóp: „Frábært vandamál að glíma við“ Forseti Íslands hvatti landsliðið til dáða Giannis loksins mættur en Grikkirnir neita að útskýra fjarveruna Svona er hópur Íslands sem fer á EM Keflavík semur við Breta: „Þekktur fyrir öfluga nærveru í teignum“ Manchester heimsækir Síkið og Tindastóll fer til fjögurra landa Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Khalil Shabazz til Grindavíkur Fyrsti sigur á Svíum í 33 ár og feðgar í aðalhlutverki í báðum Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Sjá meira
Gríðarleg spenna var fyrir leik kvöldsins í San Francisco, bæði Vestanhafs sem og hér heima þar sem splæst var í veglegestu NBA-útsendingu Íslandssögunnar. Segja má að fyrsti leikur hafi ekki ollið neinum vonbrigðum. Stephen Curry kom vel stemmdur til leiks og setti niður sex þriggja stiga körfur í fyrsta leikhluta. Flestir þeirra langt frá þriggja stiga línunni. Boston lét það ekki á sig fá og hélt í við sjóðandi heitan Curry. Chef Curry was cooking up in Q1 6 3PM | 21 PTS Q2 Live Now on ABC pic.twitter.com/RthSWFC83h— NBA (@NBA) June 3, 2022 Stríðsmennirnir komust allt að tíu stigum yfir í öðrum leikhluta en náðu ekki að hrista Boston af sér og Boston var yfir er flautað var til hálfleiks, 56-54. Aftur var það Golden State sem byrjaði betur eftir hálfleikshléið. Liðsfélagar Curry voru þarna farnir að setja niður hvert þriggja stiga skotið á fætur öðru og útlitið svart hjá Boston. Munurinn varð mestur 15 stig en það er eins og Boston viti ekki alveg hvenær eða hvernig eigi að leggja árar í bát. Samheldni, samstaða og gríðarleg gæði Boston-liðsins skinu í gegn á þessum tímapunkti og um miðjan fjórða leikhluta var staðan jöfn 103-103. The @celtics entered the 4th quarter down by 12 before outscoring their opponent 40-16 in Q4 to claim the Game 1 victory and take a 1-0 series lead! Game 2: Sun. 8pm/et on ABC pic.twitter.com/05LyPPvPiP— NBA (@NBA) June 3, 2022 Eftir það áttu Stríðsmennirnir ekki möguleika. Gestirnir frá Boston tóku 17-0 áhlaup á meðan heimamenn skoruðu aðeins fimm stig á síðustu fimm mínútum leiksins. Fór það svo að Boston Celtics vann á endanum örugglega, lokatölur 108-120 og gestirnir því komnir 1-0 yfir í einvíginu. Hjá Golden State var Curry stigahæstur með 34 stig ásamt því að gefa 5 stoðsendingar og taka 5 fráköst. Þar á eftir kom Andrew Wiggins með 20 stig og 5 fráköst á meðan Klay Thompson skoraði 15 stig, gaf 3 stoðsendingar og tók 2 fráköst. Hinn 36 ára gamli reynslbolti Al Horford var að spila sinn fyrsta leik í úrslitum deildarinnar og naut sín í botn. Horford skoraði 26 stig og var stigahæstur í liði Boston ásamt því að taka 6 fráköst og gefa 3 stoðsendingar. Al Horford did not disappoint in his NBA Finals debut, leading the @celtics in scoring with 26 points and setting a record for three-pointers made in a Finals debut (6)! pic.twitter.com/YKr5IQgyXm— NBA (@NBA) June 3, 2022 Jaylen Brown kom þar á eftir með 24 stig, 7 fráköst og 5 stoðsendingar. Derrick White skoraði óvænt 21 stig og Marcus Smart gerði 18 stig. Jayson Tatum skoraði aðeins 12 stig en hann gaf 13 stoðsendingar og tók 5 fráköst. Það rigndi hreinlega þriggja stiga körfum í nótt en alls skoruðu liðin 40 slíkar. The Celtics and Warriors were both locked in from deep, combining for 40 3PM in Game 1 to set a new NBA Finals record! #NBAFinals presented by @YouTubeTV pic.twitter.com/iFGUT5UkAz— NBA (@NBA) June 3, 2022 Næsti leikur í einvígi liðanna fer fram á sunnudagskvöld. Upphitun hefst 23.30 en leikurinn sjálfur á miðnætti. Allt í beinni á Stöð 2 Sport 2. NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Körfubolti NBA Mest lesið Má ekki skipta um föt í búningsklefa Arsenal en má spila með liðinu Enski boltinn Tryggvi setti „að moka skít“ í annað sætið Körfubolti Stjóri Ísaks Bergmanns vakti athygli fyrir klæðaburð sinn Fótbolti Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford fór áfram en þrjú Íslendingalið úr leik Enski boltinn „Í ruslið með þetta og áfram gakk“ Sport „Það er bæjarhátíð í Mosó um helgina og þú ert velkominn“ Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Vestri 4-1 | Víkingar fóru illa með nýkrýnda bikarmeistara Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - Afturelding 4-3 | Valur skoraði fjögur í seinni og endurheimti toppsætið Íslenski boltinn „Ætli þetta hafi ekki verið leikur tveggja hálfleika“ Fótbolti Gordon bað bæði liðsfélagana og Van Dijk afsökunar Enski boltinn Fleiri fréttir Tryggvi setti „að moka skít“ í annað sætið Nýliðarnir sömdu við danska stelpu með Íslandstengingu Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Tap í síðasta leik fyrir EM „Lukkudýrið“ í mál við félagið ÍR-ingar sækja Grikkja á Álftanesið: „Sannkallaðar gleðifréttir“ Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Faðir Boston Celtics stjörnu handtekinn fyrir morðtilraun Yngri Agravanis-bróðirinn í Stjörnuna Beittu sér fyrir keppnisbanni Ísraela: „Ekki fengið nógu marga með okkur í lið“ Yfirlýsing KKÍ: Hætta ekki við leikinn við Ísrael Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Nánast allar treyjur uppseldar fyrir EM Erfitt að horfa á félagana detta út Craig Pedersen um erfitt val á EM-hóp: „Frábært vandamál að glíma við“ Forseti Íslands hvatti landsliðið til dáða Giannis loksins mættur en Grikkirnir neita að útskýra fjarveruna Svona er hópur Íslands sem fer á EM Keflavík semur við Breta: „Þekktur fyrir öfluga nærveru í teignum“ Manchester heimsækir Síkið og Tindastóll fer til fjögurra landa Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Khalil Shabazz til Grindavíkur Fyrsti sigur á Svíum í 33 ár og feðgar í aðalhlutverki í báðum Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Sjá meira
Uppgjörið: Valur - Afturelding 4-3 | Valur skoraði fjögur í seinni og endurheimti toppsætið Íslenski boltinn
Uppgjörið: Valur - Afturelding 4-3 | Valur skoraði fjögur í seinni og endurheimti toppsætið Íslenski boltinn