Leitaði uppi lækni vegna bakverkja og skaut hann Samúel Karl Ólason skrifar 2. júní 2022 23:31 Maðurinn myrti fjóra en svipti sig lífi þegar lögregluþjóna bar að garði. AP/Ian Maule Maður sem skaut skurðlækni sinn og þrjá aðra til bana í Tulsa í Bandaríkjunum í gærkvöldi, kenndi lækninum um sársauka sem hann fann fyrir eftir aðgerð á baki. Maðurinn keypti sér hálfsjálfvirkan riffil af gerðinni AR-15 nokkrum klukkustundum fyrir ódæðið. Í aðdraganda árásarinnar hringdi maðurinn, sem hét Michael Louis og var 45 ára gamall, ítrekað á sjúkrahúsið þar sem læknirinn vann og kvartaði yfir bakverkjum. Í árásinni sjálfri leitaði hann lækninn svo uppi og myrti hann og aðra. Maðurinn svipti sig lífi þegar lögregluþjóna bar að garði. Lögreglan hefur gefið út nafn árásarmannsins og mynd af honum. Michael Louis kenndi skurðlækni sínum um bakverki sem hann fann fyrir eftir aðgerð í síðasta mánuði.AP/Fógeti Muskogeesýslu Samkvæmt AP fréttaveitunni skildi Louis bréf eftir sig þar sem gerði lögregluþjónum ljóst að markmið hans var að myrða lækninn og aðra sem urðu á vegi hans. Skurðlæknirinn hét Preston Philips. Stephanie Husen sem var einnig læknir, Amanda Glenn sem vann í móttöku sjúkrahússins og William Love sem var gestur á sjúkrahúsinu, dóu einnig í árásinni. Lögreglan segist hafa fregnir af því að Love, sem var 73 ára gamall og hafði fylgt eiginkonu sinni á sjúkrahúsið, hafi verið skotinn við að halda hurð lokaðri svo aðrir hefðu tíma til að flýja undan Louis. Margar mannskæðar skotárásir hafa átt sér stað í Bandaríkjunum á undanförnum vikum og má þar helst nefna árásina í Buffalo í New York og árásina í Uvalde í Texas. Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Byssumaður myrðir fjóra á spítala í Bandaríkjunum Byssumaður vopnaður riffli og skammbyssu réðst inn í skrifstofubyggingu Saint Francis Hospital í Tulsa í Oklahoma í Bandaríkjunum í gær og skaut fjóra til bana. Fleiri særðust en eru ekki í lífshættu. 2. júní 2022 07:05 Minnst þrír skotnir til bana á sjúkrahúsi Minnst þrír eru látnir eftir að maður vopnaður riffli fór inn á sjúkrahús í Tulsa í Oklahoma í Bandaríkjunum í kvöld og hóf þar skothríð. Hann er sagður hafa sært þó nokkra og þar af minnst einn sem er sagður í alvarlegu ástandi. 1. júní 2022 23:37 Buffalo-morðinginn ákærður fyrir hryðjuverk Maðurinn sem skaut tíu til bana í Buffalo í New York í síðasta mánuði hefur verið ákærður fyrir hryðjuverk. Payton Gendron er átján ára gamall og ætlaði sér sérstaklega að myrða þeldökkt fólk. 1. júní 2022 22:30 Mest lesið Umfangsmikil leit þyrlusveitar og björgunarsveita að fiskibát í nótt Innlent Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Erlent Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Erlent Reyndi að stinga af frá 700 þúsund króna hótelreikningi Innlent Ætla að vinda ofan af jafnlaunavottun Innlent Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa Erlent Erfitt að flytja tímabundið heim í tóm hús Innlent Brúin komin upp við Dugguvog Innlent Afdrif Hörpunnar enn á huldu Innlent Hundrað milljónum stolið af landsmönnum Innlent Fleiri fréttir Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Sjá meira
Í aðdraganda árásarinnar hringdi maðurinn, sem hét Michael Louis og var 45 ára gamall, ítrekað á sjúkrahúsið þar sem læknirinn vann og kvartaði yfir bakverkjum. Í árásinni sjálfri leitaði hann lækninn svo uppi og myrti hann og aðra. Maðurinn svipti sig lífi þegar lögregluþjóna bar að garði. Lögreglan hefur gefið út nafn árásarmannsins og mynd af honum. Michael Louis kenndi skurðlækni sínum um bakverki sem hann fann fyrir eftir aðgerð í síðasta mánuði.AP/Fógeti Muskogeesýslu Samkvæmt AP fréttaveitunni skildi Louis bréf eftir sig þar sem gerði lögregluþjónum ljóst að markmið hans var að myrða lækninn og aðra sem urðu á vegi hans. Skurðlæknirinn hét Preston Philips. Stephanie Husen sem var einnig læknir, Amanda Glenn sem vann í móttöku sjúkrahússins og William Love sem var gestur á sjúkrahúsinu, dóu einnig í árásinni. Lögreglan segist hafa fregnir af því að Love, sem var 73 ára gamall og hafði fylgt eiginkonu sinni á sjúkrahúsið, hafi verið skotinn við að halda hurð lokaðri svo aðrir hefðu tíma til að flýja undan Louis. Margar mannskæðar skotárásir hafa átt sér stað í Bandaríkjunum á undanförnum vikum og má þar helst nefna árásina í Buffalo í New York og árásina í Uvalde í Texas.
Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Byssumaður myrðir fjóra á spítala í Bandaríkjunum Byssumaður vopnaður riffli og skammbyssu réðst inn í skrifstofubyggingu Saint Francis Hospital í Tulsa í Oklahoma í Bandaríkjunum í gær og skaut fjóra til bana. Fleiri særðust en eru ekki í lífshættu. 2. júní 2022 07:05 Minnst þrír skotnir til bana á sjúkrahúsi Minnst þrír eru látnir eftir að maður vopnaður riffli fór inn á sjúkrahús í Tulsa í Oklahoma í Bandaríkjunum í kvöld og hóf þar skothríð. Hann er sagður hafa sært þó nokkra og þar af minnst einn sem er sagður í alvarlegu ástandi. 1. júní 2022 23:37 Buffalo-morðinginn ákærður fyrir hryðjuverk Maðurinn sem skaut tíu til bana í Buffalo í New York í síðasta mánuði hefur verið ákærður fyrir hryðjuverk. Payton Gendron er átján ára gamall og ætlaði sér sérstaklega að myrða þeldökkt fólk. 1. júní 2022 22:30 Mest lesið Umfangsmikil leit þyrlusveitar og björgunarsveita að fiskibát í nótt Innlent Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Erlent Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Erlent Reyndi að stinga af frá 700 þúsund króna hótelreikningi Innlent Ætla að vinda ofan af jafnlaunavottun Innlent Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa Erlent Erfitt að flytja tímabundið heim í tóm hús Innlent Brúin komin upp við Dugguvog Innlent Afdrif Hörpunnar enn á huldu Innlent Hundrað milljónum stolið af landsmönnum Innlent Fleiri fréttir Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Sjá meira
Byssumaður myrðir fjóra á spítala í Bandaríkjunum Byssumaður vopnaður riffli og skammbyssu réðst inn í skrifstofubyggingu Saint Francis Hospital í Tulsa í Oklahoma í Bandaríkjunum í gær og skaut fjóra til bana. Fleiri særðust en eru ekki í lífshættu. 2. júní 2022 07:05
Minnst þrír skotnir til bana á sjúkrahúsi Minnst þrír eru látnir eftir að maður vopnaður riffli fór inn á sjúkrahús í Tulsa í Oklahoma í Bandaríkjunum í kvöld og hóf þar skothríð. Hann er sagður hafa sært þó nokkra og þar af minnst einn sem er sagður í alvarlegu ástandi. 1. júní 2022 23:37
Buffalo-morðinginn ákærður fyrir hryðjuverk Maðurinn sem skaut tíu til bana í Buffalo í New York í síðasta mánuði hefur verið ákærður fyrir hryðjuverk. Payton Gendron er átján ára gamall og ætlaði sér sérstaklega að myrða þeldökkt fólk. 1. júní 2022 22:30