Heppilegra að rjúfa það beina samhengi sem nú er á milli fasteignaverðs og skattlagningar Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 2. júní 2022 18:31 Ingólfur Bender, aðalhagfræðingur Samtaka iðnaðarins arnar halldórsson Aðalhagfræðingur Samtaka iðnaðarins segir engin rök fyrir hækkun fasteignaskatta. Fjármálaráðherra telur núverandi fyrirkomulag innheimtu fasteignagjalda meingallað. Fjármálaráðherra segir skattstofn fasteignaskatts þess eðlis að fasteignareigandi taki á sig alla hækkun fasteignamats óháð því hvort viðkomandi hafi meiri tekjur til þess að standa undir skattinum. „Já, ég tel að þetta sé meingallað kerfi og lýsir sér bara best með því að hjá sumum fyrirtækjum er kannski enginn tekjuvöxtur en skattgreiðslan á að hækka um 20 prósent ef menn ætla ekki að hreyfa prósentuna. Þetta er ósanngjarnt og gengur örugglega mjög nærri mörgum fyrirtækjum,“ sagði Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra. Aðalhagfræðingur Samtaka iðnaðarins tekur undir þetta. Hann segir hækkunina allt of mikla en fasteignamat atvinnuhúsnæðis hækkar um 10,2 prósent á landinu öllu. Heimatilbúinn vandi sveitarfélaga Hækkunin sé beintengd við þróun húsnæðisverðs sem hefur rokið upp og segir Ingólfur að um heimatilbúinn vanda sveitarfélaganna sé að ræða. „Þau eru þarna að vissu leyti að hækka sína eigin skattlagningu með því að takmarka framboð á húsnæði,“ sagði Ingólfur Bender, aðalhagfræðingur Samtaka iðnaðarins. Hann segir fasteignaskatta á atvinnuhúsnæði háa hér á landi í alþjóðlegum samanburði. Hér séu þeir 0,9 prósent af landsframleiðslu en nær 0,3 prósentum í öðrum löndum Skandinavíu. Þá dragi þeir úr samkeppnishæfni íslensk atvinnulífs og getu fyrirtækja til þess að keppa við erlenda aðila. „Þarna eru sveitarfélög að taka til sín meiri hlutdeild af verðmætasköpun fyrirtækja í landinu heldur en við sjáum í nálægum löndum.“ Reglur um útreikningu óheppilegar Þá segir hann reglur um útreikninga fasteignaskatta afar óheppilegar. „Óheppilegur vegna þess að hann beintengdir skattlagninguna við húsnæðisverðsþróun en ekki við tekjur eða verðmætasköpun sem væri eðlilegra að gera með einhverjum hætti.“ Heppilegra væri að rjúfa það beina samhengi sem nú er á milli fasteignarverðs og skattlagningar. Ingólfur segir fasteignaskatt á atvinnuhúsnæði í Reykjavík með hæsta móti og segir borgina trega til lækkunar álagningar á atvinnuhúsnæði. „Rétt ríflega helmingur af skatttekjum sveitarfélaga, af þessari álagningu rennur í borgarsjóð. Þannig þeir eru mjög stórir í þessari skattlagningu og eru mjög tregir til þess að lækka.“ Verðlag Fasteignamarkaður Húsnæðismál Skattar og tollar Efnahagsmál Tengdar fréttir Segir fyrirkomulag fasteignagjalda meingallað Fjármálaráðherra segir núverandi fyrirkomulag á innheimtu fasteignagjalda vera meingallað. Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir að stíga þurfi inn í þróunina og koma í veg fyrir hækkandi álögur. 2. júní 2022 12:03 Fasteignaskattur hækkar úr öllu hófi Ráðast þarf í breytingar á þeirri lagaumgjörð sem gildir um fasteignaskatt. Fyrsti liðurinn væri að afnema þá heimild sem sveitarstjórnir hafa til 25 prósent hækkunar á skattstofni fyrir atvinnuhúsnæði og að innleiða varúðarreglur að norrænni fyrirmynd sem kæmu í veg fyrir stórfelldar hækkanir á fasteignaskatti. 2. júní 2022 09:00 Mest lesið Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Fleiri fréttir Þingið að hefjast og málum fjölgað: Umdeild mál á dagskrá Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Vaktin: Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Sjá meira
Fjármálaráðherra segir skattstofn fasteignaskatts þess eðlis að fasteignareigandi taki á sig alla hækkun fasteignamats óháð því hvort viðkomandi hafi meiri tekjur til þess að standa undir skattinum. „Já, ég tel að þetta sé meingallað kerfi og lýsir sér bara best með því að hjá sumum fyrirtækjum er kannski enginn tekjuvöxtur en skattgreiðslan á að hækka um 20 prósent ef menn ætla ekki að hreyfa prósentuna. Þetta er ósanngjarnt og gengur örugglega mjög nærri mörgum fyrirtækjum,“ sagði Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra. Aðalhagfræðingur Samtaka iðnaðarins tekur undir þetta. Hann segir hækkunina allt of mikla en fasteignamat atvinnuhúsnæðis hækkar um 10,2 prósent á landinu öllu. Heimatilbúinn vandi sveitarfélaga Hækkunin sé beintengd við þróun húsnæðisverðs sem hefur rokið upp og segir Ingólfur að um heimatilbúinn vanda sveitarfélaganna sé að ræða. „Þau eru þarna að vissu leyti að hækka sína eigin skattlagningu með því að takmarka framboð á húsnæði,“ sagði Ingólfur Bender, aðalhagfræðingur Samtaka iðnaðarins. Hann segir fasteignaskatta á atvinnuhúsnæði háa hér á landi í alþjóðlegum samanburði. Hér séu þeir 0,9 prósent af landsframleiðslu en nær 0,3 prósentum í öðrum löndum Skandinavíu. Þá dragi þeir úr samkeppnishæfni íslensk atvinnulífs og getu fyrirtækja til þess að keppa við erlenda aðila. „Þarna eru sveitarfélög að taka til sín meiri hlutdeild af verðmætasköpun fyrirtækja í landinu heldur en við sjáum í nálægum löndum.“ Reglur um útreikningu óheppilegar Þá segir hann reglur um útreikninga fasteignaskatta afar óheppilegar. „Óheppilegur vegna þess að hann beintengdir skattlagninguna við húsnæðisverðsþróun en ekki við tekjur eða verðmætasköpun sem væri eðlilegra að gera með einhverjum hætti.“ Heppilegra væri að rjúfa það beina samhengi sem nú er á milli fasteignarverðs og skattlagningar. Ingólfur segir fasteignaskatt á atvinnuhúsnæði í Reykjavík með hæsta móti og segir borgina trega til lækkunar álagningar á atvinnuhúsnæði. „Rétt ríflega helmingur af skatttekjum sveitarfélaga, af þessari álagningu rennur í borgarsjóð. Þannig þeir eru mjög stórir í þessari skattlagningu og eru mjög tregir til þess að lækka.“
Verðlag Fasteignamarkaður Húsnæðismál Skattar og tollar Efnahagsmál Tengdar fréttir Segir fyrirkomulag fasteignagjalda meingallað Fjármálaráðherra segir núverandi fyrirkomulag á innheimtu fasteignagjalda vera meingallað. Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir að stíga þurfi inn í þróunina og koma í veg fyrir hækkandi álögur. 2. júní 2022 12:03 Fasteignaskattur hækkar úr öllu hófi Ráðast þarf í breytingar á þeirri lagaumgjörð sem gildir um fasteignaskatt. Fyrsti liðurinn væri að afnema þá heimild sem sveitarstjórnir hafa til 25 prósent hækkunar á skattstofni fyrir atvinnuhúsnæði og að innleiða varúðarreglur að norrænni fyrirmynd sem kæmu í veg fyrir stórfelldar hækkanir á fasteignaskatti. 2. júní 2022 09:00 Mest lesið Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Fleiri fréttir Þingið að hefjast og málum fjölgað: Umdeild mál á dagskrá Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Vaktin: Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Sjá meira
Segir fyrirkomulag fasteignagjalda meingallað Fjármálaráðherra segir núverandi fyrirkomulag á innheimtu fasteignagjalda vera meingallað. Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir að stíga þurfi inn í þróunina og koma í veg fyrir hækkandi álögur. 2. júní 2022 12:03
Fasteignaskattur hækkar úr öllu hófi Ráðast þarf í breytingar á þeirri lagaumgjörð sem gildir um fasteignaskatt. Fyrsti liðurinn væri að afnema þá heimild sem sveitarstjórnir hafa til 25 prósent hækkunar á skattstofni fyrir atvinnuhúsnæði og að innleiða varúðarreglur að norrænni fyrirmynd sem kæmu í veg fyrir stórfelldar hækkanir á fasteignaskatti. 2. júní 2022 09:00