Heppilegra að rjúfa það beina samhengi sem nú er á milli fasteignaverðs og skattlagningar Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 2. júní 2022 18:31 Ingólfur Bender, aðalhagfræðingur Samtaka iðnaðarins arnar halldórsson Aðalhagfræðingur Samtaka iðnaðarins segir engin rök fyrir hækkun fasteignaskatta. Fjármálaráðherra telur núverandi fyrirkomulag innheimtu fasteignagjalda meingallað. Fjármálaráðherra segir skattstofn fasteignaskatts þess eðlis að fasteignareigandi taki á sig alla hækkun fasteignamats óháð því hvort viðkomandi hafi meiri tekjur til þess að standa undir skattinum. „Já, ég tel að þetta sé meingallað kerfi og lýsir sér bara best með því að hjá sumum fyrirtækjum er kannski enginn tekjuvöxtur en skattgreiðslan á að hækka um 20 prósent ef menn ætla ekki að hreyfa prósentuna. Þetta er ósanngjarnt og gengur örugglega mjög nærri mörgum fyrirtækjum,“ sagði Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra. Aðalhagfræðingur Samtaka iðnaðarins tekur undir þetta. Hann segir hækkunina allt of mikla en fasteignamat atvinnuhúsnæðis hækkar um 10,2 prósent á landinu öllu. Heimatilbúinn vandi sveitarfélaga Hækkunin sé beintengd við þróun húsnæðisverðs sem hefur rokið upp og segir Ingólfur að um heimatilbúinn vanda sveitarfélaganna sé að ræða. „Þau eru þarna að vissu leyti að hækka sína eigin skattlagningu með því að takmarka framboð á húsnæði,“ sagði Ingólfur Bender, aðalhagfræðingur Samtaka iðnaðarins. Hann segir fasteignaskatta á atvinnuhúsnæði háa hér á landi í alþjóðlegum samanburði. Hér séu þeir 0,9 prósent af landsframleiðslu en nær 0,3 prósentum í öðrum löndum Skandinavíu. Þá dragi þeir úr samkeppnishæfni íslensk atvinnulífs og getu fyrirtækja til þess að keppa við erlenda aðila. „Þarna eru sveitarfélög að taka til sín meiri hlutdeild af verðmætasköpun fyrirtækja í landinu heldur en við sjáum í nálægum löndum.“ Reglur um útreikningu óheppilegar Þá segir hann reglur um útreikninga fasteignaskatta afar óheppilegar. „Óheppilegur vegna þess að hann beintengdir skattlagninguna við húsnæðisverðsþróun en ekki við tekjur eða verðmætasköpun sem væri eðlilegra að gera með einhverjum hætti.“ Heppilegra væri að rjúfa það beina samhengi sem nú er á milli fasteignarverðs og skattlagningar. Ingólfur segir fasteignaskatt á atvinnuhúsnæði í Reykjavík með hæsta móti og segir borgina trega til lækkunar álagningar á atvinnuhúsnæði. „Rétt ríflega helmingur af skatttekjum sveitarfélaga, af þessari álagningu rennur í borgarsjóð. Þannig þeir eru mjög stórir í þessari skattlagningu og eru mjög tregir til þess að lækka.“ Verðlag Fasteignamarkaður Húsnæðismál Skattar og tollar Efnahagsmál Tengdar fréttir Segir fyrirkomulag fasteignagjalda meingallað Fjármálaráðherra segir núverandi fyrirkomulag á innheimtu fasteignagjalda vera meingallað. Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir að stíga þurfi inn í þróunina og koma í veg fyrir hækkandi álögur. 2. júní 2022 12:03 Fasteignaskattur hækkar úr öllu hófi Ráðast þarf í breytingar á þeirri lagaumgjörð sem gildir um fasteignaskatt. Fyrsti liðurinn væri að afnema þá heimild sem sveitarstjórnir hafa til 25 prósent hækkunar á skattstofni fyrir atvinnuhúsnæði og að innleiða varúðarreglur að norrænni fyrirmynd sem kæmu í veg fyrir stórfelldar hækkanir á fasteignaskatti. 2. júní 2022 09:00 Mest lesið Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Innlent Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt Innlent Ærandi þögn og klukkan tifar Innlent Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Innlent Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Innlent Þau munu vinna úr hagræðingartillögunum Innlent Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Erlent Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Innlent Fleiri fréttir Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Fátt virðist geta komið í veg fyrir verkföll „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Fleiri skora á Guðrúnu Þau munu vinna úr hagræðingartillögunum Skilorðsbundið fangelsi fyrir að áreita dreng í sturtuklefa Borgarstjóri vill ekki mikinn fjölda hælisleitenda í JL húsið Frestur til að skila inn tillögum rennur út í dag Fíkniefni í bala og milljónir í skúffu Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Vél frá Dubai lenti í Keflavík með veikan farþega Dæmdur fyrir höfuðhögg sem leiddi til dauða Ítreka að næringarráðleggingar fela ekki í sér boð og bönn Sjálfstæðisfélög skora á Guðrúnu Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt „Lausa skrúfan“ seld á Akureyri Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Foreldrar stefna Kennarasambandinu vegna verkfallsaðgerða „Draumahúsið“ sem hefði getað sparað stórfé Sindri grunaður um fjárdrátt Hælisleitendur fá ekki inni í JL eftir allt saman Ærandi þögn og klukkan tifar Halla vill leiða VR áfram Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Leyfið heyrir sögunni til Sjá meira
Fjármálaráðherra segir skattstofn fasteignaskatts þess eðlis að fasteignareigandi taki á sig alla hækkun fasteignamats óháð því hvort viðkomandi hafi meiri tekjur til þess að standa undir skattinum. „Já, ég tel að þetta sé meingallað kerfi og lýsir sér bara best með því að hjá sumum fyrirtækjum er kannski enginn tekjuvöxtur en skattgreiðslan á að hækka um 20 prósent ef menn ætla ekki að hreyfa prósentuna. Þetta er ósanngjarnt og gengur örugglega mjög nærri mörgum fyrirtækjum,“ sagði Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra. Aðalhagfræðingur Samtaka iðnaðarins tekur undir þetta. Hann segir hækkunina allt of mikla en fasteignamat atvinnuhúsnæðis hækkar um 10,2 prósent á landinu öllu. Heimatilbúinn vandi sveitarfélaga Hækkunin sé beintengd við þróun húsnæðisverðs sem hefur rokið upp og segir Ingólfur að um heimatilbúinn vanda sveitarfélaganna sé að ræða. „Þau eru þarna að vissu leyti að hækka sína eigin skattlagningu með því að takmarka framboð á húsnæði,“ sagði Ingólfur Bender, aðalhagfræðingur Samtaka iðnaðarins. Hann segir fasteignaskatta á atvinnuhúsnæði háa hér á landi í alþjóðlegum samanburði. Hér séu þeir 0,9 prósent af landsframleiðslu en nær 0,3 prósentum í öðrum löndum Skandinavíu. Þá dragi þeir úr samkeppnishæfni íslensk atvinnulífs og getu fyrirtækja til þess að keppa við erlenda aðila. „Þarna eru sveitarfélög að taka til sín meiri hlutdeild af verðmætasköpun fyrirtækja í landinu heldur en við sjáum í nálægum löndum.“ Reglur um útreikningu óheppilegar Þá segir hann reglur um útreikninga fasteignaskatta afar óheppilegar. „Óheppilegur vegna þess að hann beintengdir skattlagninguna við húsnæðisverðsþróun en ekki við tekjur eða verðmætasköpun sem væri eðlilegra að gera með einhverjum hætti.“ Heppilegra væri að rjúfa það beina samhengi sem nú er á milli fasteignarverðs og skattlagningar. Ingólfur segir fasteignaskatt á atvinnuhúsnæði í Reykjavík með hæsta móti og segir borgina trega til lækkunar álagningar á atvinnuhúsnæði. „Rétt ríflega helmingur af skatttekjum sveitarfélaga, af þessari álagningu rennur í borgarsjóð. Þannig þeir eru mjög stórir í þessari skattlagningu og eru mjög tregir til þess að lækka.“
Verðlag Fasteignamarkaður Húsnæðismál Skattar og tollar Efnahagsmál Tengdar fréttir Segir fyrirkomulag fasteignagjalda meingallað Fjármálaráðherra segir núverandi fyrirkomulag á innheimtu fasteignagjalda vera meingallað. Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir að stíga þurfi inn í þróunina og koma í veg fyrir hækkandi álögur. 2. júní 2022 12:03 Fasteignaskattur hækkar úr öllu hófi Ráðast þarf í breytingar á þeirri lagaumgjörð sem gildir um fasteignaskatt. Fyrsti liðurinn væri að afnema þá heimild sem sveitarstjórnir hafa til 25 prósent hækkunar á skattstofni fyrir atvinnuhúsnæði og að innleiða varúðarreglur að norrænni fyrirmynd sem kæmu í veg fyrir stórfelldar hækkanir á fasteignaskatti. 2. júní 2022 09:00 Mest lesið Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Innlent Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt Innlent Ærandi þögn og klukkan tifar Innlent Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Innlent Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Innlent Þau munu vinna úr hagræðingartillögunum Innlent Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Erlent Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Innlent Fleiri fréttir Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Fátt virðist geta komið í veg fyrir verkföll „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Fleiri skora á Guðrúnu Þau munu vinna úr hagræðingartillögunum Skilorðsbundið fangelsi fyrir að áreita dreng í sturtuklefa Borgarstjóri vill ekki mikinn fjölda hælisleitenda í JL húsið Frestur til að skila inn tillögum rennur út í dag Fíkniefni í bala og milljónir í skúffu Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Vél frá Dubai lenti í Keflavík með veikan farþega Dæmdur fyrir höfuðhögg sem leiddi til dauða Ítreka að næringarráðleggingar fela ekki í sér boð og bönn Sjálfstæðisfélög skora á Guðrúnu Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt „Lausa skrúfan“ seld á Akureyri Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Foreldrar stefna Kennarasambandinu vegna verkfallsaðgerða „Draumahúsið“ sem hefði getað sparað stórfé Sindri grunaður um fjárdrátt Hælisleitendur fá ekki inni í JL eftir allt saman Ærandi þögn og klukkan tifar Halla vill leiða VR áfram Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Leyfið heyrir sögunni til Sjá meira
Segir fyrirkomulag fasteignagjalda meingallað Fjármálaráðherra segir núverandi fyrirkomulag á innheimtu fasteignagjalda vera meingallað. Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir að stíga þurfi inn í þróunina og koma í veg fyrir hækkandi álögur. 2. júní 2022 12:03
Fasteignaskattur hækkar úr öllu hófi Ráðast þarf í breytingar á þeirri lagaumgjörð sem gildir um fasteignaskatt. Fyrsti liðurinn væri að afnema þá heimild sem sveitarstjórnir hafa til 25 prósent hækkunar á skattstofni fyrir atvinnuhúsnæði og að innleiða varúðarreglur að norrænni fyrirmynd sem kæmu í veg fyrir stórfelldar hækkanir á fasteignaskatti. 2. júní 2022 09:00