„Ömurlegt“ að spila ekki en Martin vill reyna allt til að hjálpa Íslandi á HM Sindri Sverrisson skrifar 3. júní 2022 10:00 Martin Hermannsson var í liði Íslands sem vann sigurinn frækna á Ítölum í Hafnarfirði í febrúar. vísir/bára Íslenska karlalandsliðið í körfubolta á raunhæfa möguleika á að komast á HM í fyrsta sinn í sögunni en verður án Martins Hermannssonar í leikjum sínum í sumar eftir að hann sleit krossband í hné í vikunni. Martin verður frá keppni fram á næsta ár og missir mögulega af öllum sjö leikjunum sem Ísland á eftir í undankeppninni en henni lýkur í febrúar. „Það er ömurlegt. Við erum í bullandi séns á að komast á HM. Baldur [Þór Ragnarsson] aðstoðarþjálfari landsliðsins var einmitt hér hjá mér í síðustu viku í fríi og við vorum búnir að ræða það fram og til baka hvað gæti orðið. Við höfum aldrei verið svona nálægt því að komast á HM. Við erum með lið sem gæti gert virkilega góða hluti,“ segir Martin. Klippa: Martin um landsliðið og HM-drauminn Með Martin innanborðs vann Ísland nefnilega frábæra sigra á Hollandi á útivelli og gegn Ítalíu á heimavelli. Fjórða liðið í riðlinum, Rússland, var svo dæmt úr keppni. Því er ljóst að Ísland kemst áfram á seinna stig undankeppninnar fyrir HM og tekur þangað með sér að minnsta kosti tvo sigra, og mögulega þrjá ef liðið vinnur Holland á Ásvöllum 1. júlí. „Hef áfram bullandi trú á strákunum“ Þannig verður liðið í álitlegri stöðu þegar seinna stig undankeppninnar hefst í ágúst, þar sem Ísland, Holland og Ítalía blandast saman í riðil með Georgíu og Spáni og sennilega Úkraínu. Þrjú liðanna komast á HM. Ísland spilar hins vegar án síns besta leikmanns, Martins, og það gerir HM-drauminn fjarlægari en Martin vill gera allt sem hann getur til að hjálpa til: „Þetta er það skemmtilegasta sem maður gerir, að spila með bestu vinum sínum í landsliðinu. Þetta er því hrikalega svekkjandi en ég hef áfram bullandi trú á strákunum. Síðustu tvö ár hef ég ekki verið mikið með landsliðinu og ég held að það hafi hjálpað mönnum að fá enn stærra hlutverk. Það kemur maður í manns stað og ég mun reyna að hjálpa liðinu eins mikið og ég get með öðrum hætti, bara andlega og með því að vera í kringum strákana. Þó ég geti ekki verið inni á gólfinu mun ég leggja mitt að mörkum, hvernig sem ég get gert það.“ Körfubolti HM 2023 í körfubolta Landslið karla í körfubolta Tengdar fréttir Einkalæknir Nadals sér um Martin Körfuboltamaðurinn Martin Hermannsson segist vera í fullkomlega góðum höndum hjá Valencia vegna meiðsla sinna en hann sleit krossband í hné á mánudagskvöld. 2. júní 2022 11:31 Martin var í sigti risaliða en gæti flutt til Íslands Sannkölluð stórlið í evrópskum körfubolta voru farin að bera víurnar í Martin Hermannsson áður en hann sleit krossband í hné á mánudagskvöld. Nú gerir hann ráð fyrir að vera áfram í Valencia og þar líður honum afar vel. 2. júní 2022 08:31 „Fannst ég hafa legið þarna í tvo tíma“ „Maður hlustaði ekki nógu vel á líkamann,“ segir Martin Hermannsson, landsliðsmaður í körfubolta, sem hafði ekki getað æft með hefðbundnum hætti síðustu vikur áður en hann sleit krossband í hné á mánudagskvöld. 1. júní 2022 16:02 Mest lesið Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Fótbolti Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Sjáðu markaveislu Arsenal og fullkomna byrjun Tottenham Fótbolti Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Sport Næst yngsti leikmaður í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Sport Guðlaugur Victor til Danmerkur á ný Fótbolti Dagskráin í dag: Fótbolti í fyrirrúmi Sport Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Körfubolti Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sport Orðinn langþreyttur á glímunni við Útlendingastofnun Fótbolti Fleiri fréttir Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Tap í síðasta leik fyrir EM „Lukkudýrið“ í mál við félagið ÍR-ingar sækja Grikkja á Álftanesið: „Sannkallaðar gleðifréttir“ Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Faðir Boston Celtics stjörnu handtekinn fyrir morðtilraun Yngri Agravanis-bróðirinn í Stjörnuna Beittu sér fyrir keppnisbanni Ísraela: „Ekki fengið nógu marga með okkur í lið“ Yfirlýsing KKÍ: Hætta ekki við leikinn við Ísrael Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Nánast allar treyjur uppseldar fyrir EM Erfitt að horfa á félagana detta út Craig Pedersen um erfitt val á EM-hóp: „Frábært vandamál að glíma við“ Forseti Íslands hvatti landsliðið til dáða Giannis loksins mættur en Grikkirnir neita að útskýra fjarveruna Svona er hópur Íslands sem fer á EM Keflavík semur við Breta: „Þekktur fyrir öfluga nærveru í teignum“ Manchester heimsækir Síkið og Tindastóll fer til fjögurra landa Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Khalil Shabazz til Grindavíkur Fyrsti sigur á Svíum í 33 ár og feðgar í aðalhlutverki í báðum Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Sjá meira
Martin verður frá keppni fram á næsta ár og missir mögulega af öllum sjö leikjunum sem Ísland á eftir í undankeppninni en henni lýkur í febrúar. „Það er ömurlegt. Við erum í bullandi séns á að komast á HM. Baldur [Þór Ragnarsson] aðstoðarþjálfari landsliðsins var einmitt hér hjá mér í síðustu viku í fríi og við vorum búnir að ræða það fram og til baka hvað gæti orðið. Við höfum aldrei verið svona nálægt því að komast á HM. Við erum með lið sem gæti gert virkilega góða hluti,“ segir Martin. Klippa: Martin um landsliðið og HM-drauminn Með Martin innanborðs vann Ísland nefnilega frábæra sigra á Hollandi á útivelli og gegn Ítalíu á heimavelli. Fjórða liðið í riðlinum, Rússland, var svo dæmt úr keppni. Því er ljóst að Ísland kemst áfram á seinna stig undankeppninnar fyrir HM og tekur þangað með sér að minnsta kosti tvo sigra, og mögulega þrjá ef liðið vinnur Holland á Ásvöllum 1. júlí. „Hef áfram bullandi trú á strákunum“ Þannig verður liðið í álitlegri stöðu þegar seinna stig undankeppninnar hefst í ágúst, þar sem Ísland, Holland og Ítalía blandast saman í riðil með Georgíu og Spáni og sennilega Úkraínu. Þrjú liðanna komast á HM. Ísland spilar hins vegar án síns besta leikmanns, Martins, og það gerir HM-drauminn fjarlægari en Martin vill gera allt sem hann getur til að hjálpa til: „Þetta er það skemmtilegasta sem maður gerir, að spila með bestu vinum sínum í landsliðinu. Þetta er því hrikalega svekkjandi en ég hef áfram bullandi trú á strákunum. Síðustu tvö ár hef ég ekki verið mikið með landsliðinu og ég held að það hafi hjálpað mönnum að fá enn stærra hlutverk. Það kemur maður í manns stað og ég mun reyna að hjálpa liðinu eins mikið og ég get með öðrum hætti, bara andlega og með því að vera í kringum strákana. Þó ég geti ekki verið inni á gólfinu mun ég leggja mitt að mörkum, hvernig sem ég get gert það.“
Körfubolti HM 2023 í körfubolta Landslið karla í körfubolta Tengdar fréttir Einkalæknir Nadals sér um Martin Körfuboltamaðurinn Martin Hermannsson segist vera í fullkomlega góðum höndum hjá Valencia vegna meiðsla sinna en hann sleit krossband í hné á mánudagskvöld. 2. júní 2022 11:31 Martin var í sigti risaliða en gæti flutt til Íslands Sannkölluð stórlið í evrópskum körfubolta voru farin að bera víurnar í Martin Hermannsson áður en hann sleit krossband í hné á mánudagskvöld. Nú gerir hann ráð fyrir að vera áfram í Valencia og þar líður honum afar vel. 2. júní 2022 08:31 „Fannst ég hafa legið þarna í tvo tíma“ „Maður hlustaði ekki nógu vel á líkamann,“ segir Martin Hermannsson, landsliðsmaður í körfubolta, sem hafði ekki getað æft með hefðbundnum hætti síðustu vikur áður en hann sleit krossband í hné á mánudagskvöld. 1. júní 2022 16:02 Mest lesið Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Fótbolti Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Sjáðu markaveislu Arsenal og fullkomna byrjun Tottenham Fótbolti Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Sport Næst yngsti leikmaður í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Sport Guðlaugur Victor til Danmerkur á ný Fótbolti Dagskráin í dag: Fótbolti í fyrirrúmi Sport Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Körfubolti Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sport Orðinn langþreyttur á glímunni við Útlendingastofnun Fótbolti Fleiri fréttir Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Tap í síðasta leik fyrir EM „Lukkudýrið“ í mál við félagið ÍR-ingar sækja Grikkja á Álftanesið: „Sannkallaðar gleðifréttir“ Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Faðir Boston Celtics stjörnu handtekinn fyrir morðtilraun Yngri Agravanis-bróðirinn í Stjörnuna Beittu sér fyrir keppnisbanni Ísraela: „Ekki fengið nógu marga með okkur í lið“ Yfirlýsing KKÍ: Hætta ekki við leikinn við Ísrael Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Nánast allar treyjur uppseldar fyrir EM Erfitt að horfa á félagana detta út Craig Pedersen um erfitt val á EM-hóp: „Frábært vandamál að glíma við“ Forseti Íslands hvatti landsliðið til dáða Giannis loksins mættur en Grikkirnir neita að útskýra fjarveruna Svona er hópur Íslands sem fer á EM Keflavík semur við Breta: „Þekktur fyrir öfluga nærveru í teignum“ Manchester heimsækir Síkið og Tindastóll fer til fjögurra landa Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Khalil Shabazz til Grindavíkur Fyrsti sigur á Svíum í 33 ár og feðgar í aðalhlutverki í báðum Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Sjá meira
Einkalæknir Nadals sér um Martin Körfuboltamaðurinn Martin Hermannsson segist vera í fullkomlega góðum höndum hjá Valencia vegna meiðsla sinna en hann sleit krossband í hné á mánudagskvöld. 2. júní 2022 11:31
Martin var í sigti risaliða en gæti flutt til Íslands Sannkölluð stórlið í evrópskum körfubolta voru farin að bera víurnar í Martin Hermannsson áður en hann sleit krossband í hné á mánudagskvöld. Nú gerir hann ráð fyrir að vera áfram í Valencia og þar líður honum afar vel. 2. júní 2022 08:31
„Fannst ég hafa legið þarna í tvo tíma“ „Maður hlustaði ekki nógu vel á líkamann,“ segir Martin Hermannsson, landsliðsmaður í körfubolta, sem hafði ekki getað æft með hefðbundnum hætti síðustu vikur áður en hann sleit krossband í hné á mánudagskvöld. 1. júní 2022 16:02