Segir fyrirkomulag fasteignagjalda meingallað Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 2. júní 2022 12:03 Bjarni mætti á opinn fund fjárlaganefndar í morgun þar sem hann svaraði ýmsum spurningum nefndarmanna um söluferlið á hlut ríkisins í Íslandsbanka. vísir/vilhelm Fjármálaráðherra segir núverandi fyrirkomulag á innheimtu fasteignagjalda vera meingallað. Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir að stíga þurfi inn í þróunina og koma í veg fyrir hækkandi álögur. Fasteignamat ársins 2023 var birt í fyrradag en heildarmat fasteigna á Íslandi hækkar um 19,9 prósent frá yfirstandandi ári. Fasteignamat atvinnuhúsnæðis hækkar um 10,2 prósent á landinu öllu. Meingallað kerfi Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra segir núverandi fyrirkomulag á innheimtu fasteignagjalda meingallað kerfi. Þetta sagði hann í óundirbúnum fyrirspurnatíma á Alþingi í morgun þar sem hann svaraði fyrirspurn Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar formanns Miðflokksins. „Þessi tiltekni gjaldstofn er til umræðu vegna þess að fasteignamat í landinu er að hækka mjög mikið og þá verður þetta svo kristaltært, þá kemur svo skýrt fram að við erum að tala um skattstofn þar sem fasteignaeigandinn þarf að taka á sig alla hækkun fasteignamatsins sem þó hefur á engan hátt neitt með það að gera að viðkomandi hafi meiri tekjur til að standa undir skattinum,“ sagði Bjarni. „Það eru að sjálfsögðu bestu skattarnir okkar sem taka tillit til þess, eru eitthvert hlutfall af tekjum. Hitt er í raun og veru einhvers konar eignaupptaka þegar prósentan er orðin of há. Og já, ég tel að þetta sé meingallað kerfi og lýsir sér bara best með því að hjá sumum fyrirtækjum er kannski enginn tekjuvöxtur en skattgreiðslan á að hækka um 20 prósent ef menn ætla ekki að hreyfa prósentuna. Þetta er ósanngjarnt og gengur örugglega mjög nærri mörgum fyrirtækjum.“ Stíga þurfi inn í þróunina Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir ótækt að álögur aukist um tugi prósenta á milli ára. „Auðvitað blasir það við að það gengur ekki, hvorki fyrir fólk né fyrirtæki, að álögur séu að aukast um tugi prósenta á milli ára. Ég tel einsýnt að stíga þurfi inn í þessa þróun á næstu vikum og misserum. Það er verkefni atvinnulífsins og auðvitað stjórnmálanna að koma í veg fyrir svona hækkandi álögur.“ Halldór Benjamín er framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins.vísir/vilhelm Skorið þið þá á sveitarfélög að lækka álagningarprósentu fasteignaskatts eða álíka? „Ég tel að það sé einsýnt og blasi við í þessari stöðu.“ Stjórn Félags atvinnurekenda sendi sveitarfélögum landsins í fyrradag áskorun um að lækka álagningarprósentu fasteignaskatts á atvinnuhúsnæði til að mæta hækkunum á matinu. Félagið bendir á að frá því að núverandi tekjumatsaðferð var tekin upp við útreikning fasteignamats atvinnuhúsnæðis fyrir árið 2015 og fram til ársins 2021 hafi álagður fasteignaskattur á atvinnuhúsnæði á landinu hækkað úr tæplega 17 milljörðum króna á ári í um 28,8 milljarða þrátt fyrir breytingar sumra sveitarfélaga á álagningarprósentu. Skattbyrði fyrirtækjanna hafi með öðrum orðum þyngst um 11,8 milljarða eða tæplega 70 prósent. Fasteignamarkaður Skattar og tollar Húsnæðismál Verðlag Efnahagsmál Alþingi Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Innlent Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Erlent Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Innlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fleiri fréttir Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn HR-ingar spyrja frambjóðendur spjörunum úr Segir Miðflokksmönnum að „gráta minna og brosa meira“ Segja allt of mikið gert úr hneykslismálum stjórnmálamanna Súðavíkurnefnd skipuð og hefur ár til að skila niðurstöðum Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sjá meira
Fasteignamat ársins 2023 var birt í fyrradag en heildarmat fasteigna á Íslandi hækkar um 19,9 prósent frá yfirstandandi ári. Fasteignamat atvinnuhúsnæðis hækkar um 10,2 prósent á landinu öllu. Meingallað kerfi Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra segir núverandi fyrirkomulag á innheimtu fasteignagjalda meingallað kerfi. Þetta sagði hann í óundirbúnum fyrirspurnatíma á Alþingi í morgun þar sem hann svaraði fyrirspurn Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar formanns Miðflokksins. „Þessi tiltekni gjaldstofn er til umræðu vegna þess að fasteignamat í landinu er að hækka mjög mikið og þá verður þetta svo kristaltært, þá kemur svo skýrt fram að við erum að tala um skattstofn þar sem fasteignaeigandinn þarf að taka á sig alla hækkun fasteignamatsins sem þó hefur á engan hátt neitt með það að gera að viðkomandi hafi meiri tekjur til að standa undir skattinum,“ sagði Bjarni. „Það eru að sjálfsögðu bestu skattarnir okkar sem taka tillit til þess, eru eitthvert hlutfall af tekjum. Hitt er í raun og veru einhvers konar eignaupptaka þegar prósentan er orðin of há. Og já, ég tel að þetta sé meingallað kerfi og lýsir sér bara best með því að hjá sumum fyrirtækjum er kannski enginn tekjuvöxtur en skattgreiðslan á að hækka um 20 prósent ef menn ætla ekki að hreyfa prósentuna. Þetta er ósanngjarnt og gengur örugglega mjög nærri mörgum fyrirtækjum.“ Stíga þurfi inn í þróunina Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir ótækt að álögur aukist um tugi prósenta á milli ára. „Auðvitað blasir það við að það gengur ekki, hvorki fyrir fólk né fyrirtæki, að álögur séu að aukast um tugi prósenta á milli ára. Ég tel einsýnt að stíga þurfi inn í þessa þróun á næstu vikum og misserum. Það er verkefni atvinnulífsins og auðvitað stjórnmálanna að koma í veg fyrir svona hækkandi álögur.“ Halldór Benjamín er framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins.vísir/vilhelm Skorið þið þá á sveitarfélög að lækka álagningarprósentu fasteignaskatts eða álíka? „Ég tel að það sé einsýnt og blasi við í þessari stöðu.“ Stjórn Félags atvinnurekenda sendi sveitarfélögum landsins í fyrradag áskorun um að lækka álagningarprósentu fasteignaskatts á atvinnuhúsnæði til að mæta hækkunum á matinu. Félagið bendir á að frá því að núverandi tekjumatsaðferð var tekin upp við útreikning fasteignamats atvinnuhúsnæðis fyrir árið 2015 og fram til ársins 2021 hafi álagður fasteignaskattur á atvinnuhúsnæði á landinu hækkað úr tæplega 17 milljörðum króna á ári í um 28,8 milljarða þrátt fyrir breytingar sumra sveitarfélaga á álagningarprósentu. Skattbyrði fyrirtækjanna hafi með öðrum orðum þyngst um 11,8 milljarða eða tæplega 70 prósent.
Fasteignamarkaður Skattar og tollar Húsnæðismál Verðlag Efnahagsmál Alþingi Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Innlent Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Erlent Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Innlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fleiri fréttir Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn HR-ingar spyrja frambjóðendur spjörunum úr Segir Miðflokksmönnum að „gráta minna og brosa meira“ Segja allt of mikið gert úr hneykslismálum stjórnmálamanna Súðavíkurnefnd skipuð og hefur ár til að skila niðurstöðum Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sjá meira