Tíu ár frá því Kiel kláraði fullkomið tímabil: „Þeir voru alveg að bugast á mér“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 2. júní 2022 15:01 Alfreð Gíslason messar yfir stuðningsmönnum Kiel á ráðhústorginu í borginni. getty/Martin Rose Í dag, 2. júní, eru tíu ár síðan Kiel, undir stjórn Alfreðs Gíslasonar, kórónaði fullkomið tímabil í þýsku úrvalsdeildinni með sigri á Gummersbach. Aron Pálmarsson lék með Kiel á þessum tíma. Kiel vann alla fjóra titlana sem í boði voru tímabilið 2011-12. Strákarnir hans Alfreðs unnu þýsku úrvalsdeildina, þýsku bikarkeppnina, þýska ofurbikarinn og Meistaradeild Evrópu. Það sem meira er vann Kiel alla 34 leikina sína í þýsku úrvalsdeildinni, eitthvað sem ekkert annað lið hefur afrekað. Kiel setti punktinn aftan við stórkostlegt tímabil með því að vinna Gummersbach með tíu marka mun, 39-29, í lokaumferðinni 2. júní 2012. Alfreð ræddi um þennan dag og tímabilið 2011-12 í heimildamynd sem Henry Birgir Gunnarsson gerði um hann fyrir tveimur árum. Brjálaður 360 af 365 dögum ársins „Það var alveg æðislegt tímabil og við vorum með frábært lið. Það var alveg hrikalega gaman að ná þessu og gera þetta og við áttum stórkostlegt tímabil. Leikmennirnir kvörtuðu við mig að ég væri náungi sem væri í brjáluðu skapi 360 af 365 dögum á árinu. Það var að vísu aðeins rétt hjá þeim því við vorum búnir að vinna deildina nokkurn veginn í febrúar,“ sagði Alfreð. Þegar deildarmeistaratitilinn var í höfn fór Alfreð að horfa til hinna ýmsu meta til að halda sínum mönnum við efnið. „Þá sá ég að við gætum slegið eigið met sem voru þrír mínus punktar. Svo þegar var komið fram í maí hugsaði ég að við næðum kannski núllinu. Ég var í hrikalegri baráttu við eigið lið, að slappa ekkert af. Eftir því sem ég náði meiru út úr þeim hélt ég pressunni endalaust á þeim. Þeir voru alveg að bugast á mér en ég kláraði þetta,“ sagði Alfreð. Klippa: Alfreð um fullkomið tímabil Kiel En á endanum fengu leikmenn Kiel nóg og fyrirliðinn sagði stopp. „Þegar voru 2-3 mínútur eftir í síðasta leiknum gegn Gummersbach vorum við sjö mörkum yfir og klárt að við myndum klára núllið. Ég var búinn að skipta nokkrum mikilvægum leikmönnum eins og Marcus Ahlm út af,“ sagði Alfreð. „Bara“ 298 mörk í plús „Þá datt mér allt í einu í hug að við ættum örfá mörk eftir í þrjú hundruð mörk í plús í markatölu, eitthvað sem verður aldrei slegið. Ég kallaði Ahlm til mín og sagði honum að fara aftur inn á. Hann spurði af hverju og ég sagði að okkur vantaði tvö mörk í þrjú hundruð. Þá sagði hann nú er komið nóg. Þannig við kláruðum tímabilið bara með 298 mörk í plús.“ Eftir leikinn gegn Gummersbach var mikilli sigurhátíð slegið upp og leikmenn Kiel fögnuðu frábæru tímabili með tuttugu þúsund manns á ráðhústorginu í borginni. Alls lék Kiel 57 leiki tímabilið 2011-12, vann 53 leiki, gerði þrjú jafntefli og tapaði aðeins einum leik, fyrir Montpellier í riðlakeppni Meistaradeildarinnar. Þýski handboltinn Mest lesið Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Golf Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Körfubolti „Við vorum taugaóstyrkir“ Fótbolti Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Luke Littler grét eftir leik Sport Fleiri fréttir Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Lærisveinar Gumma Gumm úr leik í bikarnum Bræðurnir góðir en Kolstad saknaði Sigvalda í tapi í Íslendingaslag Haukur og félagar unnu baráttuna um Búkarest Úrslitin í leik HK og Stjörnunnar standa Sjá meira
Kiel vann alla fjóra titlana sem í boði voru tímabilið 2011-12. Strákarnir hans Alfreðs unnu þýsku úrvalsdeildina, þýsku bikarkeppnina, þýska ofurbikarinn og Meistaradeild Evrópu. Það sem meira er vann Kiel alla 34 leikina sína í þýsku úrvalsdeildinni, eitthvað sem ekkert annað lið hefur afrekað. Kiel setti punktinn aftan við stórkostlegt tímabil með því að vinna Gummersbach með tíu marka mun, 39-29, í lokaumferðinni 2. júní 2012. Alfreð ræddi um þennan dag og tímabilið 2011-12 í heimildamynd sem Henry Birgir Gunnarsson gerði um hann fyrir tveimur árum. Brjálaður 360 af 365 dögum ársins „Það var alveg æðislegt tímabil og við vorum með frábært lið. Það var alveg hrikalega gaman að ná þessu og gera þetta og við áttum stórkostlegt tímabil. Leikmennirnir kvörtuðu við mig að ég væri náungi sem væri í brjáluðu skapi 360 af 365 dögum á árinu. Það var að vísu aðeins rétt hjá þeim því við vorum búnir að vinna deildina nokkurn veginn í febrúar,“ sagði Alfreð. Þegar deildarmeistaratitilinn var í höfn fór Alfreð að horfa til hinna ýmsu meta til að halda sínum mönnum við efnið. „Þá sá ég að við gætum slegið eigið met sem voru þrír mínus punktar. Svo þegar var komið fram í maí hugsaði ég að við næðum kannski núllinu. Ég var í hrikalegri baráttu við eigið lið, að slappa ekkert af. Eftir því sem ég náði meiru út úr þeim hélt ég pressunni endalaust á þeim. Þeir voru alveg að bugast á mér en ég kláraði þetta,“ sagði Alfreð. Klippa: Alfreð um fullkomið tímabil Kiel En á endanum fengu leikmenn Kiel nóg og fyrirliðinn sagði stopp. „Þegar voru 2-3 mínútur eftir í síðasta leiknum gegn Gummersbach vorum við sjö mörkum yfir og klárt að við myndum klára núllið. Ég var búinn að skipta nokkrum mikilvægum leikmönnum eins og Marcus Ahlm út af,“ sagði Alfreð. „Bara“ 298 mörk í plús „Þá datt mér allt í einu í hug að við ættum örfá mörk eftir í þrjú hundruð mörk í plús í markatölu, eitthvað sem verður aldrei slegið. Ég kallaði Ahlm til mín og sagði honum að fara aftur inn á. Hann spurði af hverju og ég sagði að okkur vantaði tvö mörk í þrjú hundruð. Þá sagði hann nú er komið nóg. Þannig við kláruðum tímabilið bara með 298 mörk í plús.“ Eftir leikinn gegn Gummersbach var mikilli sigurhátíð slegið upp og leikmenn Kiel fögnuðu frábæru tímabili með tuttugu þúsund manns á ráðhústorginu í borginni. Alls lék Kiel 57 leiki tímabilið 2011-12, vann 53 leiki, gerði þrjú jafntefli og tapaði aðeins einum leik, fyrir Montpellier í riðlakeppni Meistaradeildarinnar.
Þýski handboltinn Mest lesið Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Golf Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Körfubolti „Við vorum taugaóstyrkir“ Fótbolti Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Luke Littler grét eftir leik Sport Fleiri fréttir Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Lærisveinar Gumma Gumm úr leik í bikarnum Bræðurnir góðir en Kolstad saknaði Sigvalda í tapi í Íslendingaslag Haukur og félagar unnu baráttuna um Búkarest Úrslitin í leik HK og Stjörnunnar standa Sjá meira