Vaktin: Fórna landsvæði fyrir tíma Hólmfríður Gísladóttir, Samúel Karl Ólason og Magnús Jochum Pálsson skrifa 2. júní 2022 06:33 Rússar hafa töluverða yfirburði gegn Úkraínumönnum þegar kemur að stórskotaliði. Stríðið í Austur-Úkraínu er orðið einskonar stórskotaliðs-einvígi. Getty/Leon Klein Vólódímir Selenskí Úkraínuforseti segir að Rússar stjórni um fimmtungi Úkraínu. Hart er barist víða um landið en langmest í austurhluta þess. Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar fylgist með þróun mála í Úkraínu í dag. Helstu vendingar: Hersveitir Úkraínu standa frammi fyrir þungum bardögum í Austur-Úkraínu á meðan Úkraínumenn bíða frekari vopnasendinga frá Vesturlöndum. Vonast er til þess að vopnin geti hjálpað Úkraínumönnum á öðlast betri stöðu gegn Rússum. Í ræðu sem Vólódímir Selenskí, forseti Úkraínu, hélt fyrir þjóðþing Lúxemborgar fyrr í dag lýsti hann því yfir að Rússar hafi nú lagt undir sig 20% af landsvæði Úkraínu. Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, segir vopnasendingar Bandaríkjamanna til Úkraínu auka líkurnar á að þriðja ríkið dragist inn í átökin. Dmitry Peskov, talsmaður stjórnvalda í Moskvu, sakar Bandaríkin um að „hella olíu á eldinn“. Rússar hafa gert árás á lestarsamgöngur nærri Lviv, sem hafa verið notaðar til að flytja vopn frá bandamönnum og aðrir birgðir á átakasvæðin í landinu. BBC hefur rætt við íbúa í Kherson sem segjast hafa verið pyntaðir af Rússum. Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri Nató, mun á næstu dögum boða fulltrúa Tyrklands, Svíþjóðar og Finnlands á fund í Brussel til að ræða andstöðu Tyrkja gegn aðildarumsóknum Svía og Finna. Hér má finna vakt gærdagsins.
Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar fylgist með þróun mála í Úkraínu í dag. Helstu vendingar: Hersveitir Úkraínu standa frammi fyrir þungum bardögum í Austur-Úkraínu á meðan Úkraínumenn bíða frekari vopnasendinga frá Vesturlöndum. Vonast er til þess að vopnin geti hjálpað Úkraínumönnum á öðlast betri stöðu gegn Rússum. Í ræðu sem Vólódímir Selenskí, forseti Úkraínu, hélt fyrir þjóðþing Lúxemborgar fyrr í dag lýsti hann því yfir að Rússar hafi nú lagt undir sig 20% af landsvæði Úkraínu. Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, segir vopnasendingar Bandaríkjamanna til Úkraínu auka líkurnar á að þriðja ríkið dragist inn í átökin. Dmitry Peskov, talsmaður stjórnvalda í Moskvu, sakar Bandaríkin um að „hella olíu á eldinn“. Rússar hafa gert árás á lestarsamgöngur nærri Lviv, sem hafa verið notaðar til að flytja vopn frá bandamönnum og aðrir birgðir á átakasvæðin í landinu. BBC hefur rætt við íbúa í Kherson sem segjast hafa verið pyntaðir af Rússum. Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri Nató, mun á næstu dögum boða fulltrúa Tyrklands, Svíþjóðar og Finnlands á fund í Brussel til að ræða andstöðu Tyrkja gegn aðildarumsóknum Svía og Finna. Hér má finna vakt gærdagsins.
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Hernaður Mest lesið Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Erlent Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Innlent Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Erlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Fleiri fréttir Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Sjá meira