Rósa Guðbjartsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokks, sem verður bæjarstjóri til ársbyrjunar 2025 segir mesta uppbyggingarskeið bæjarins hafið og að mikil tækifæri séu fram undan.
Samningurinn hefur verið birtur á vef Hafnarfjarðar.
Samkvæmt málefnasamningi verður nýbyggingarsvæði við Vatnshlíð skipulagt, frístundastyrkir fyrir börn frá þriggja ára aldri teknir upp og unnið að skipulagi nýs golfvallar.