Borgin sýknuð í þriðja sinn í innviðagjaldsmálinu Bjarki Sigurðsson skrifar 1. júní 2022 15:24 Hæstiréttur Íslands. Vísir/Vilhelm Reykjavíkurborg var í dag sýknuð af kröfum verktakafyrirtækisins Sérverk ehf. í Hæstarétti. Fyrirtækið krafði borgina um endurgreiðslu á rúmlega 120 milljónum króna sem þeir höfðu greitt í tengslum við uppbyggingu í Vogabyggð. Borgin hafði áður verið sýknuð í héraðsdómi og Landsrétti, og fengu Sérverk samþykkta áfrýjunarbeiðni á þeim grundvelli að málið hefði verulegt almennt gildi sem reyndi á gjaldtökuheimildir sveitarfélaga án lagaheimildar. Reykjavíkurborg hafði gert samninga við lóðarhafa í Vogabyggð um þátttöku þeirra í kostnaði af uppbyggingu hverfisins með útgáfu skuldabréfs. Miðaðist greiðslan við stærð þeirra fasteigna sem heimilt var að reisa á hverri lóð samkvæmt nýju deiliskipulagi. Tóku yfir greiðsluskyldu Sérverk keypti lóðarréttindi af einum viðsemjanda borgarinnar, meðal annars með yfirtöku greiðsluskyldu samkvæmt skuldabréfinu. „Það liggur fyrir – og er ágreiningslaust – að engin lagaheimild er til álagningar innviðagjaldsins en samt sem áður er farið af stað í milljarðaframkvæmdir með tilheyrandi réttaróvissu. Mér finnst þetta raunar með ólíkindum enda hafði borgin borð fyrir báru varðandi gatnagerðargjöldin. Hún hefði getað nýtt lagaheimildir til að leggja á viðbótargatnagerðargjald en kaus að gera það ekki og fara þess í stað þá áhættusömu leið að leggja innviðagjald á lóðarhafa með einkaréttarlegum samningum,“ sagði Einar Hugi Bjarnason, lögmaður Sérverk ehf. í samtali við Vísi árið 2019 þegar málaferli hófust. Svigrúm til að ákveða forgangsröðun sjálf Um er að ræða prófmál og stóð til að stór hópur verktakafyrirtækja innan Samtaka iðnaðarins færi í málarekstur gegn borginni skyldi málið vinnast. Hæstiréttur mat það sem svo, líkt og héraðsdómur og Landsréttur, að með samkomulagi Sérverks og Reykjavíkurborgar hafi ekki verið brotið gegn meginreglum stjórnsýsluréttar um jafnræði og meðalhóf. Þá töldu dómarar að ákvæði stjórnarskrárinnar veitti borginni ákvörðunarrétt um nýtingu og ráðstöfun tekna. Þá fengi borgin svigrúm til að ákveða forgangsröðun innan þess ramma, þar á meðal hvort tekjur af einkaréttarlegum samningum rynnu að einhverju marki til lögbundinna verkefna. Sýknun borgarinnar var því staðfest og Sérverk gert að greiða málskostnað Reykjavíkurborgar, alls 1,2 milljónir króna. Dagur ánægður með Hæstarétt Dagur B. Eggertsson, starfandi borgarstjóri, er kampakátur með þessa niðurstöðu Hæstaréttar enda mikið undir. „Umræddir samningar hafa verið lykilverkfæri við að endurskipuleggja gömul athafnasvæði í Vogabyggð og Ártúnshöfða og þéttingarreiti mun víðar, fjölga félagslegum íbúðum um alla borg, tryggja félagslega blöndun á eftirsóttum byggingarsvæðum og auka gæði í hinu byggða umhverfi. Ég vil sérstaklega hrósa öllum sem hafa komið að málum þessum af borgarinnar hálfu.“ Hann segir niðurstöðuna vera fagnaðarefni og að hún sé í þágu betra samfélags og almannahagsmuna. „Því viðhorfi að verktakar ættu að geta hirt allan gróðan af umbreytingu borgarinnar en skilið kostnaðinn við endurnýjun hverfanna eftir hjá samfélaginu hefur algerlega verið hafnað. Um leið liggur fyrir að sveitarfélög geta með samningum stuðlað að fjölgun félagslegra íbúða og félagslegri blöndun að fordæmi Reykjavíkur.“ Dómsmál Húsnæðismál Byggingariðnaður Skipulag Reykjavík Mest lesið Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar Innlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Lögreglan leitar manns Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent Fleiri fréttir Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Grunaður um að hafa farið inn á heimili og brotið á barni Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Sjá meira
Borgin hafði áður verið sýknuð í héraðsdómi og Landsrétti, og fengu Sérverk samþykkta áfrýjunarbeiðni á þeim grundvelli að málið hefði verulegt almennt gildi sem reyndi á gjaldtökuheimildir sveitarfélaga án lagaheimildar. Reykjavíkurborg hafði gert samninga við lóðarhafa í Vogabyggð um þátttöku þeirra í kostnaði af uppbyggingu hverfisins með útgáfu skuldabréfs. Miðaðist greiðslan við stærð þeirra fasteigna sem heimilt var að reisa á hverri lóð samkvæmt nýju deiliskipulagi. Tóku yfir greiðsluskyldu Sérverk keypti lóðarréttindi af einum viðsemjanda borgarinnar, meðal annars með yfirtöku greiðsluskyldu samkvæmt skuldabréfinu. „Það liggur fyrir – og er ágreiningslaust – að engin lagaheimild er til álagningar innviðagjaldsins en samt sem áður er farið af stað í milljarðaframkvæmdir með tilheyrandi réttaróvissu. Mér finnst þetta raunar með ólíkindum enda hafði borgin borð fyrir báru varðandi gatnagerðargjöldin. Hún hefði getað nýtt lagaheimildir til að leggja á viðbótargatnagerðargjald en kaus að gera það ekki og fara þess í stað þá áhættusömu leið að leggja innviðagjald á lóðarhafa með einkaréttarlegum samningum,“ sagði Einar Hugi Bjarnason, lögmaður Sérverk ehf. í samtali við Vísi árið 2019 þegar málaferli hófust. Svigrúm til að ákveða forgangsröðun sjálf Um er að ræða prófmál og stóð til að stór hópur verktakafyrirtækja innan Samtaka iðnaðarins færi í málarekstur gegn borginni skyldi málið vinnast. Hæstiréttur mat það sem svo, líkt og héraðsdómur og Landsréttur, að með samkomulagi Sérverks og Reykjavíkurborgar hafi ekki verið brotið gegn meginreglum stjórnsýsluréttar um jafnræði og meðalhóf. Þá töldu dómarar að ákvæði stjórnarskrárinnar veitti borginni ákvörðunarrétt um nýtingu og ráðstöfun tekna. Þá fengi borgin svigrúm til að ákveða forgangsröðun innan þess ramma, þar á meðal hvort tekjur af einkaréttarlegum samningum rynnu að einhverju marki til lögbundinna verkefna. Sýknun borgarinnar var því staðfest og Sérverk gert að greiða málskostnað Reykjavíkurborgar, alls 1,2 milljónir króna. Dagur ánægður með Hæstarétt Dagur B. Eggertsson, starfandi borgarstjóri, er kampakátur með þessa niðurstöðu Hæstaréttar enda mikið undir. „Umræddir samningar hafa verið lykilverkfæri við að endurskipuleggja gömul athafnasvæði í Vogabyggð og Ártúnshöfða og þéttingarreiti mun víðar, fjölga félagslegum íbúðum um alla borg, tryggja félagslega blöndun á eftirsóttum byggingarsvæðum og auka gæði í hinu byggða umhverfi. Ég vil sérstaklega hrósa öllum sem hafa komið að málum þessum af borgarinnar hálfu.“ Hann segir niðurstöðuna vera fagnaðarefni og að hún sé í þágu betra samfélags og almannahagsmuna. „Því viðhorfi að verktakar ættu að geta hirt allan gróðan af umbreytingu borgarinnar en skilið kostnaðinn við endurnýjun hverfanna eftir hjá samfélaginu hefur algerlega verið hafnað. Um leið liggur fyrir að sveitarfélög geta með samningum stuðlað að fjölgun félagslegra íbúða og félagslegri blöndun að fordæmi Reykjavíkur.“
Dómsmál Húsnæðismál Byggingariðnaður Skipulag Reykjavík Mest lesið Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar Innlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Lögreglan leitar manns Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent Fleiri fréttir Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Grunaður um að hafa farið inn á heimili og brotið á barni Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Sjá meira