Árásarmaður í Grafarholti þarf að afplána níu hundruð daga af fyrri dómi Atli Ísleifsson skrifar 1. júní 2022 13:35 Árásin átti sér stað í Grafarholti í Reykjavík að morgni 10. febrúar. Karl og kona særðust í árásinni. Vísir/Vilhelm Maðurinn sem grunaður er um tilraun til manndráps í tengslum við skotárás á bílastæði í Grafarholti í Reykjavík í febrúar síðastliðnum þarf að afplána 900 daga eftirstöðvar af fimm ára fangelsisdómi sem hann hlaut árið 2018. Með árásinni í Grafarholti í febrúar er kominn sterkur grunur um að maðurinn hafi á reynslutíma framið nýtt brot sem gæti varðað allt að sex ára fangelsi og þannig gróflega rofið skilyrði þeirrar reynslulausnar sem honum var veitt í september 2019. Landsréttur staðfesti úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur þessa efnis í fyrradag og var úrskurðurinn birtur í morgun. Skaut fyrrverandi kærustu og annan mann Maðurinn var annar tveggja sem úrskurðaður var í gæsluvarðhald í kjölfar skotárásarinnar sem gerð var í Grafarholti í Reykjavík að morgni 10. febrúar. Kona særðist þar alvarlega eftir að hafa verið skotin í kviðinn og sé enn óljóst hvaða áhrif árásin muni hafa á hana til lengri tíma. Auk konunnar særðist karlmaður illa eftir að hafa fengið skot í fótinn. Í úrskurði héraðsdóms segir að rannsókn lögreglu hafi fljótlega beinst að manninum, en hann hafði ítrekað hótað konunni, sem er fyrrverandi kærasta hans, lífláti og líkamsmeiðingum. Símnotkun og staðsetning síma mannsins sýna að hann hafi verið á vettvangi árásarinnar þegar hún var gerð. Þá hafi skilaboð og efni úr síma hans bent sterklega til aðildar hans að málinu. Maðurinn neitar þó sök og hefur jafnframt neitað að tjá sig um það sem gerðist umrædda nótt. Neitaði í fyrstu að tjá sig Hinn maðurinn sem úrskurðaður var í gæsluvarðhald neitaði í fyrstu að tjá sig hjá lögreglu en hefur nú komið hreint fram í skýrslutöku. Sagði hann félaga sinn, skotmanninn, hafa beðið sig um skutla sér á staðinn. Þar hafi þeir rekist á konuna og manninn, og hinn maðurinn kallað til konunnar og þvínæst skotið úr byssu í átt til konunnar og mannsins. Mennirnir hafi svo ekið í burtu. „Samkvæmt púðurleyfarannsókn þá benda niðurstöður til þess að skotið hafi verið úr byssu út um farþegaglugga bifreiðarinnar sem kærði var í á vettvangi, en samkvæmt framburði Y [hins mannsins] sat kærði í farþegasæti bifreiðarinnar er hann skaut. Auk þess þá fundust sýni af hönd kærða mögulegar púðurleyfar,“ segir í úrskurðinum. Ennfremur segir að maðurinn hafi nú setið í gæsluvarðhaldi í tæpar sextán vikur. Rannsókn málsins sé á lokastigi, en beðið er eftir DNA rannsókn erlendis frá á skotvopni og púðurleifum. Þá liggi niðurstaða geðrannsóknar fyrir og er maðurinn metinn sakhæfur. Er það niðurstaða dómsins að árásarmaðurinn skuli afplána 900 daga eftirstöðvar refsingar af fimm ára fangelsisdómi sem hann hlaut í Héraðsdómi Reykjavíkur árið 2018. Skotárás í Grafarholti Dómsmál Reykjavík Lögreglumál Tengdar fréttir Skotárásin í Grafarholti: Tveir úrskurðaðir í áframhaldandi varðhald Héraðsdómur Reykjavíkur úrskurðaði í dag tvo karlmenn í áframhaldandi gæsluvarðhald til föstudagsins 4. mars vegna rannsóknarinnar á skotárásinni í Grafarholti í Reykjavík að morgni 10. febrúar síðastliðinn. 25. febrúar 2022 14:33 Konan alvarlega slösuð eftir skammbyssuskot í kviðinn Ung kona liggur alvarlega særð á Landspítalanum eftir að hafa verið skotin í kviðinn í Grafarholti í nótt. Annar maður særðist einnig illa í árásinni eftir að hafa verið skotinn í fótinn. Lögregla lítur málið alvarlegum augum, ekki síst í ljósi þess að þetta er í annað sinn á innan við ári sem manneskja hér á landi er skotin. 10. febrúar 2022 18:30 Mest lesið Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Innlent Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Innlent Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Innlent Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Innlent Fannst heill á húfi Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Fella niður 64 milljarða sekt Trump Erlent Gjörólíkt gengi frá kosningum Innlent Fleiri fréttir Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sjá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Biðla til bílstjóra sem leggja á bílastæði kirkjunnar Gjörólíkt gengi frá kosningum Helmingur landsmanna ánægður með störf Höllu Rafmagnslaust í öllum Skagafirði Gerður ráðin skólastjóri Barnaskóla Kársness Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Fjórir greinast að meðaltali á ári með malaríu Markar lok vegferðar sem hófst vegna Kristnihátíðarinnar 2000 Óska eftir myndefni af gröfunni Vendingar í hraðbankamálinu og húsnæði sem fólk vill ekki Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Fannst heill á húfi Síðustu aspirnar á Austurvegi felldar Björguðu ferðamanni sem hafði fest bílinn í aurbleytu við Hagavatn Gæsluvarðhaldskröfu hafnað í hraðbankamálinu „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Verkefni stjórnvalda að takast á við undantekningar í skólakerfinu Leiguverðshækkanir hafa étið upp hækkun húsnæðisbóta Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Meðalvelta á kaupsamning 75,6 milljónir króna Leysigeisla beint að tveimur flugvélum í aðflugi Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Sjá meira
Með árásinni í Grafarholti í febrúar er kominn sterkur grunur um að maðurinn hafi á reynslutíma framið nýtt brot sem gæti varðað allt að sex ára fangelsi og þannig gróflega rofið skilyrði þeirrar reynslulausnar sem honum var veitt í september 2019. Landsréttur staðfesti úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur þessa efnis í fyrradag og var úrskurðurinn birtur í morgun. Skaut fyrrverandi kærustu og annan mann Maðurinn var annar tveggja sem úrskurðaður var í gæsluvarðhald í kjölfar skotárásarinnar sem gerð var í Grafarholti í Reykjavík að morgni 10. febrúar. Kona særðist þar alvarlega eftir að hafa verið skotin í kviðinn og sé enn óljóst hvaða áhrif árásin muni hafa á hana til lengri tíma. Auk konunnar særðist karlmaður illa eftir að hafa fengið skot í fótinn. Í úrskurði héraðsdóms segir að rannsókn lögreglu hafi fljótlega beinst að manninum, en hann hafði ítrekað hótað konunni, sem er fyrrverandi kærasta hans, lífláti og líkamsmeiðingum. Símnotkun og staðsetning síma mannsins sýna að hann hafi verið á vettvangi árásarinnar þegar hún var gerð. Þá hafi skilaboð og efni úr síma hans bent sterklega til aðildar hans að málinu. Maðurinn neitar þó sök og hefur jafnframt neitað að tjá sig um það sem gerðist umrædda nótt. Neitaði í fyrstu að tjá sig Hinn maðurinn sem úrskurðaður var í gæsluvarðhald neitaði í fyrstu að tjá sig hjá lögreglu en hefur nú komið hreint fram í skýrslutöku. Sagði hann félaga sinn, skotmanninn, hafa beðið sig um skutla sér á staðinn. Þar hafi þeir rekist á konuna og manninn, og hinn maðurinn kallað til konunnar og þvínæst skotið úr byssu í átt til konunnar og mannsins. Mennirnir hafi svo ekið í burtu. „Samkvæmt púðurleyfarannsókn þá benda niðurstöður til þess að skotið hafi verið úr byssu út um farþegaglugga bifreiðarinnar sem kærði var í á vettvangi, en samkvæmt framburði Y [hins mannsins] sat kærði í farþegasæti bifreiðarinnar er hann skaut. Auk þess þá fundust sýni af hönd kærða mögulegar púðurleyfar,“ segir í úrskurðinum. Ennfremur segir að maðurinn hafi nú setið í gæsluvarðhaldi í tæpar sextán vikur. Rannsókn málsins sé á lokastigi, en beðið er eftir DNA rannsókn erlendis frá á skotvopni og púðurleifum. Þá liggi niðurstaða geðrannsóknar fyrir og er maðurinn metinn sakhæfur. Er það niðurstaða dómsins að árásarmaðurinn skuli afplána 900 daga eftirstöðvar refsingar af fimm ára fangelsisdómi sem hann hlaut í Héraðsdómi Reykjavíkur árið 2018.
Skotárás í Grafarholti Dómsmál Reykjavík Lögreglumál Tengdar fréttir Skotárásin í Grafarholti: Tveir úrskurðaðir í áframhaldandi varðhald Héraðsdómur Reykjavíkur úrskurðaði í dag tvo karlmenn í áframhaldandi gæsluvarðhald til föstudagsins 4. mars vegna rannsóknarinnar á skotárásinni í Grafarholti í Reykjavík að morgni 10. febrúar síðastliðinn. 25. febrúar 2022 14:33 Konan alvarlega slösuð eftir skammbyssuskot í kviðinn Ung kona liggur alvarlega særð á Landspítalanum eftir að hafa verið skotin í kviðinn í Grafarholti í nótt. Annar maður særðist einnig illa í árásinni eftir að hafa verið skotinn í fótinn. Lögregla lítur málið alvarlegum augum, ekki síst í ljósi þess að þetta er í annað sinn á innan við ári sem manneskja hér á landi er skotin. 10. febrúar 2022 18:30 Mest lesið Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Innlent Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Innlent Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Innlent Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Innlent Fannst heill á húfi Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Fella niður 64 milljarða sekt Trump Erlent Gjörólíkt gengi frá kosningum Innlent Fleiri fréttir Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sjá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Biðla til bílstjóra sem leggja á bílastæði kirkjunnar Gjörólíkt gengi frá kosningum Helmingur landsmanna ánægður með störf Höllu Rafmagnslaust í öllum Skagafirði Gerður ráðin skólastjóri Barnaskóla Kársness Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Fjórir greinast að meðaltali á ári með malaríu Markar lok vegferðar sem hófst vegna Kristnihátíðarinnar 2000 Óska eftir myndefni af gröfunni Vendingar í hraðbankamálinu og húsnæði sem fólk vill ekki Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Fannst heill á húfi Síðustu aspirnar á Austurvegi felldar Björguðu ferðamanni sem hafði fest bílinn í aurbleytu við Hagavatn Gæsluvarðhaldskröfu hafnað í hraðbankamálinu „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Verkefni stjórnvalda að takast á við undantekningar í skólakerfinu Leiguverðshækkanir hafa étið upp hækkun húsnæðisbóta Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Meðalvelta á kaupsamning 75,6 milljónir króna Leysigeisla beint að tveimur flugvélum í aðflugi Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Sjá meira
Skotárásin í Grafarholti: Tveir úrskurðaðir í áframhaldandi varðhald Héraðsdómur Reykjavíkur úrskurðaði í dag tvo karlmenn í áframhaldandi gæsluvarðhald til föstudagsins 4. mars vegna rannsóknarinnar á skotárásinni í Grafarholti í Reykjavík að morgni 10. febrúar síðastliðinn. 25. febrúar 2022 14:33
Konan alvarlega slösuð eftir skammbyssuskot í kviðinn Ung kona liggur alvarlega særð á Landspítalanum eftir að hafa verið skotin í kviðinn í Grafarholti í nótt. Annar maður særðist einnig illa í árásinni eftir að hafa verið skotinn í fótinn. Lögregla lítur málið alvarlegum augum, ekki síst í ljósi þess að þetta er í annað sinn á innan við ári sem manneskja hér á landi er skotin. 10. febrúar 2022 18:30