Lilja segir gagnrýni úr ráðuneyti Bjarna fráleita Magnús Jochum Pálsson skrifar 2. júní 2022 08:53 Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og Lilja Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra. Vísir/Vilhelm Minnisblað úr fjármála- og efnahagsráðuneytinu bendir á vankanta á frumvarpi Lilju Alfreðsdóttur, menningar- og viðskiptaráðherra, um hækkun á endurgreiðsluhlutfalli til kvikmyndagerðar. Þar segir að tími til yfirferðar á frumvarpinu hafi verið ónægur og samráð hafi skort við vinnu á því. Menningar- og viðskiptaráðherra telur umsögnina vanreifaða og segir þverpólitíska sátt um málið á þinginu. Fréttastofa hefur undir höndunum minnisblað sem Katrín Anna Guðmundsdóttir, sérfræðingur hjá fjármála- og efnahagsráðuneytinu, sendi til atvinnuveganefndar á þriðjudaginn en þar er bent á ýmsa vankanta á útfærslu og vinnslu frumvarpsins. „[U]m ófjármagnað frumvarp er að ræða og fjárheimildir því ekki til staðar til að mæta þeim kostnaðarauka sem frumvarpið hefur í för með sér,“ segir í minnisblaðinu. Frumvarp Lilju er gagnrýnt harðlega í minnisblaðinu.Vísir/Vilhelm Frumvarpið sé ekki aðeins ófjármagnað í fjármálaáætlun á yfirstandandi ári heldur líka á árabilinu 2023-27. Það sé rétt í greinargerð frumvarpsins að fjárheimild hækki varanlega um 300 milljónir króna árlega í fjáráætlunum til að bregðast við auknum útgjöldum. Þær hækkanir séu til að bregðast við veikleikum í núverandi kerfi þar sem endurgreiðsluhlutfallið er 25%. Ef hækka eigi endurgreiðsluhlutfallið í 35% þurfi að vera strangari skilyrði við veitingu vilyrða svo endurgreiðslur rúmist innan fjárheimilda. Frumvarpið var í Samráðsgátt frá 10. til 12. maí. Þangað bárust sjö umsagnir frá aðilum innan kvikmyndageirans og öðrum tengdum aðilum. Í kjölfarið var frumvarpið lagt fram, innan við mánuði fyrir þinglok. Í minnisblaðinu segir að tíminn sem ráðuneytið fékk til yfirferðar á frumvarpinu hafi því ekki verið nægur og það hafi þess vegna ekki lokið yfirferð sinni á frumvarpinu. Í síðustu efnisgrein minnisblaðsins er bent á að starfshópur hafi verið skipaður sem átti að vinna frumvarpið en sökum flýtingar málsins hafi frumvarpið einungis verið unnið í menningar- og viðskiptaráðuneyti en ekki í því samstarfi sem til stóð. Umsögn ráðuneytisins sýni skort á skilningi Í samtali blaðamanns við Lilju Alfreðsdóttur, menningar- og viðskiptamálaráðherra, hafnaði hún því að samráð hefði skort við gerð frumvarpsins. Hún hefði átt í fullu samráði við fjármála- og efnahagsráðherra um framlagningu frumvarpsins. Eins og ráðuneytið vissi væri erfitt að segja til um hversu háar endurgreiðslur verða þar sem þær velti á verkefnastöðunni hverju sinni. Ráðuneytið mætti einnig hafa í huga að nettó-áhrif endurgreiðsla séu jákvæð. Þó endurgreiðslur kosti ríkissjóð tekjur komi þær aftur í gegnum virðisauka og fjölda starfa. Ráðherra segir að umsögn ráðuneytisins sé vanreifuð og skorti skilning á þjóðhagslegum ábata kvikmyndagerðar hvað varðar ferðaþjónustu og skapandi greinar. Hún bætir við að árið 2019 hefði ferðaþjónustan komið inn með 470 milljarða í gjaldeyristekjur og 40% ferðamanna hefðu ákveðið að heimsækja Ísland vegna þess að þeir sáu landið í kvikmynd eða sjónvarpsþætti. Til samanburðar kom sjávarútvegurinn með 260 milljarða í gjaldeyristekjur það árið. Loks ítrekaði ráðherra að kveðið væri á um í ríkisstjórnarsáttmála að gera íslenskan kvikmyndaiðnað samkeppnishæfan og þessi lagasetning væri liður í því. Þegar blaðamaður spurði hvort frumvarpið kæmist í gegnum þingið fyrir þinglok var ráðherra í engum vafa um það enda ríki þverpólitísk sátt um málið og allir flokkar jákvæðir fyrir því. Viðbrögð umsagnaraðila misjöfn Fjármála- og efnahagsráðuneytið eru þó ekki þau einu sem hafa bent á galla við frumvarpið heldur hafa ýmsir umsagnaraðilar einnig gert það. Umsögn Viðskiptaráðsins frá 30. maí bendir á að frumvarpið sé ófjármagnað, það kunni að hafa neikvæð áhrif á smærri framleiðendur og nauðsynlegar upplýsingar um kostnað og áhrif frumvarpsins liggi ekki fyrir. Sameiginleg umsögn Samtaka Iðnaðarins og Sambands íslenskra kvikmyndaframleiðenda í Samráðsgátt fagnaði hækkun á endurgreiðsluhlutfalli. Skilyrði um 200 milljón króna lágmarkskostnað væru hins vegar of íþyngjandi, sérstaklega fyrir innlendan kvikmyndaiðnað. Þar var lagt til að þröskuldurinn fyrir endurgreiðslu yrði lækkaður niður í 150 milljónir. Baltasar Kormákur fylgist grannt með á tökustað.Lilja Jónsdóttir Þóra Hallgrímsdóttir, formaður nefndar um endurgreiðslur, sendi umsögn inn í Samráðsgátt. Hún taldi skilyrði frumvarpsins um 30 tökudaga og 50 starfsmenn ekki nægilega skýr. Það þyrfti að skýra hvernig ætti að reikna dagafjölda umfram sérstaka tökudaga og með tilliti til hugtaksins "starfsmaður" þyrfti að skýra hvað þýddi að „vinna beint að verkefninu“. Baltasar Kormákur, eigandi framleiðslufyrirtækisins RVK Studios, sendi einnig inn umsögn í Samráðsgátt. Hann tók þar undir umsögn Þóru Hallgrímsdóttur í heild sinni og lagði til að heimilt yrði að telja formlegan undirbúning (e. pre-production) með í lágmarks dagafjölda. Baltasar hefur áður lýst yfir mikilvægi þess að hækkun á endurgreiðsluhlutfalli náist í gegn til að íslenskur kvikmyndaiðnaður geti orðið samkeppnishæfur. Hann hlýtur því að fylgjast grannt með síðustu dögum þingsins til að sjá hvort frumvarpið fari í gegn. Kvikmyndagerð á Íslandi Menning Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Skattar og tollar Tengdar fréttir Samþykktu að hækka endurgreiðslurnar upp í 35 prósent Ríkisstjórnin samþykkti í morgun frumvarp þess efnis að hækka endurgreiðslu af framleiðslukostnaði til kvikmyndaframleiðenda upp í 35 prósent fyrir stærri verkefni. 13. maí 2022 13:38 Mest lesið Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Ísland land númer 197 Innlent Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Erlent Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Innlent Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Erlent Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Innlent Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Erlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Fleiri fréttir Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Ísland land númer 197 Skiptastjóri þurfi að ákveða hvort hann geri kröfu í dótturfélag Play Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Gjaldþrotið leiðir til hópuppsagnar og afarkostir Bandaríkjaforseta Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Sjá meira
Fréttastofa hefur undir höndunum minnisblað sem Katrín Anna Guðmundsdóttir, sérfræðingur hjá fjármála- og efnahagsráðuneytinu, sendi til atvinnuveganefndar á þriðjudaginn en þar er bent á ýmsa vankanta á útfærslu og vinnslu frumvarpsins. „[U]m ófjármagnað frumvarp er að ræða og fjárheimildir því ekki til staðar til að mæta þeim kostnaðarauka sem frumvarpið hefur í för með sér,“ segir í minnisblaðinu. Frumvarp Lilju er gagnrýnt harðlega í minnisblaðinu.Vísir/Vilhelm Frumvarpið sé ekki aðeins ófjármagnað í fjármálaáætlun á yfirstandandi ári heldur líka á árabilinu 2023-27. Það sé rétt í greinargerð frumvarpsins að fjárheimild hækki varanlega um 300 milljónir króna árlega í fjáráætlunum til að bregðast við auknum útgjöldum. Þær hækkanir séu til að bregðast við veikleikum í núverandi kerfi þar sem endurgreiðsluhlutfallið er 25%. Ef hækka eigi endurgreiðsluhlutfallið í 35% þurfi að vera strangari skilyrði við veitingu vilyrða svo endurgreiðslur rúmist innan fjárheimilda. Frumvarpið var í Samráðsgátt frá 10. til 12. maí. Þangað bárust sjö umsagnir frá aðilum innan kvikmyndageirans og öðrum tengdum aðilum. Í kjölfarið var frumvarpið lagt fram, innan við mánuði fyrir þinglok. Í minnisblaðinu segir að tíminn sem ráðuneytið fékk til yfirferðar á frumvarpinu hafi því ekki verið nægur og það hafi þess vegna ekki lokið yfirferð sinni á frumvarpinu. Í síðustu efnisgrein minnisblaðsins er bent á að starfshópur hafi verið skipaður sem átti að vinna frumvarpið en sökum flýtingar málsins hafi frumvarpið einungis verið unnið í menningar- og viðskiptaráðuneyti en ekki í því samstarfi sem til stóð. Umsögn ráðuneytisins sýni skort á skilningi Í samtali blaðamanns við Lilju Alfreðsdóttur, menningar- og viðskiptamálaráðherra, hafnaði hún því að samráð hefði skort við gerð frumvarpsins. Hún hefði átt í fullu samráði við fjármála- og efnahagsráðherra um framlagningu frumvarpsins. Eins og ráðuneytið vissi væri erfitt að segja til um hversu háar endurgreiðslur verða þar sem þær velti á verkefnastöðunni hverju sinni. Ráðuneytið mætti einnig hafa í huga að nettó-áhrif endurgreiðsla séu jákvæð. Þó endurgreiðslur kosti ríkissjóð tekjur komi þær aftur í gegnum virðisauka og fjölda starfa. Ráðherra segir að umsögn ráðuneytisins sé vanreifuð og skorti skilning á þjóðhagslegum ábata kvikmyndagerðar hvað varðar ferðaþjónustu og skapandi greinar. Hún bætir við að árið 2019 hefði ferðaþjónustan komið inn með 470 milljarða í gjaldeyristekjur og 40% ferðamanna hefðu ákveðið að heimsækja Ísland vegna þess að þeir sáu landið í kvikmynd eða sjónvarpsþætti. Til samanburðar kom sjávarútvegurinn með 260 milljarða í gjaldeyristekjur það árið. Loks ítrekaði ráðherra að kveðið væri á um í ríkisstjórnarsáttmála að gera íslenskan kvikmyndaiðnað samkeppnishæfan og þessi lagasetning væri liður í því. Þegar blaðamaður spurði hvort frumvarpið kæmist í gegnum þingið fyrir þinglok var ráðherra í engum vafa um það enda ríki þverpólitísk sátt um málið og allir flokkar jákvæðir fyrir því. Viðbrögð umsagnaraðila misjöfn Fjármála- og efnahagsráðuneytið eru þó ekki þau einu sem hafa bent á galla við frumvarpið heldur hafa ýmsir umsagnaraðilar einnig gert það. Umsögn Viðskiptaráðsins frá 30. maí bendir á að frumvarpið sé ófjármagnað, það kunni að hafa neikvæð áhrif á smærri framleiðendur og nauðsynlegar upplýsingar um kostnað og áhrif frumvarpsins liggi ekki fyrir. Sameiginleg umsögn Samtaka Iðnaðarins og Sambands íslenskra kvikmyndaframleiðenda í Samráðsgátt fagnaði hækkun á endurgreiðsluhlutfalli. Skilyrði um 200 milljón króna lágmarkskostnað væru hins vegar of íþyngjandi, sérstaklega fyrir innlendan kvikmyndaiðnað. Þar var lagt til að þröskuldurinn fyrir endurgreiðslu yrði lækkaður niður í 150 milljónir. Baltasar Kormákur fylgist grannt með á tökustað.Lilja Jónsdóttir Þóra Hallgrímsdóttir, formaður nefndar um endurgreiðslur, sendi umsögn inn í Samráðsgátt. Hún taldi skilyrði frumvarpsins um 30 tökudaga og 50 starfsmenn ekki nægilega skýr. Það þyrfti að skýra hvernig ætti að reikna dagafjölda umfram sérstaka tökudaga og með tilliti til hugtaksins "starfsmaður" þyrfti að skýra hvað þýddi að „vinna beint að verkefninu“. Baltasar Kormákur, eigandi framleiðslufyrirtækisins RVK Studios, sendi einnig inn umsögn í Samráðsgátt. Hann tók þar undir umsögn Þóru Hallgrímsdóttur í heild sinni og lagði til að heimilt yrði að telja formlegan undirbúning (e. pre-production) með í lágmarks dagafjölda. Baltasar hefur áður lýst yfir mikilvægi þess að hækkun á endurgreiðsluhlutfalli náist í gegn til að íslenskur kvikmyndaiðnaður geti orðið samkeppnishæfur. Hann hlýtur því að fylgjast grannt með síðustu dögum þingsins til að sjá hvort frumvarpið fari í gegn.
Kvikmyndagerð á Íslandi Menning Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Skattar og tollar Tengdar fréttir Samþykktu að hækka endurgreiðslurnar upp í 35 prósent Ríkisstjórnin samþykkti í morgun frumvarp þess efnis að hækka endurgreiðslu af framleiðslukostnaði til kvikmyndaframleiðenda upp í 35 prósent fyrir stærri verkefni. 13. maí 2022 13:38 Mest lesið Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Ísland land númer 197 Innlent Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Erlent Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Innlent Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Erlent Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Innlent Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Erlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Fleiri fréttir Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Ísland land númer 197 Skiptastjóri þurfi að ákveða hvort hann geri kröfu í dótturfélag Play Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Gjaldþrotið leiðir til hópuppsagnar og afarkostir Bandaríkjaforseta Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Sjá meira
Samþykktu að hækka endurgreiðslurnar upp í 35 prósent Ríkisstjórnin samþykkti í morgun frumvarp þess efnis að hækka endurgreiðslu af framleiðslukostnaði til kvikmyndaframleiðenda upp í 35 prósent fyrir stærri verkefni. 13. maí 2022 13:38