Lítil hrifning yfir nýrri landsliðstreyju: „Eins og úr lagerverslun á Tene“ Ólafur Björn Sverrisson skrifar 31. maí 2022 13:12 Það var lítið um jákvæð viðbrögð við nýrri treyju Knattspyrnusambandsins. Sviðsstjóri markaðssviðs KSÍ segir einfaldleika hafa ráðið för. KSÍ Svo virðist sem að fáir séu hrifnir af nýrri landsliðstreyju Knattspyrnusambandsins sem fumsýnd var í gær. Puma hannaði treyjuna en KSÍ gerði samning við þýska íþróttavörurisann til sex ára árið 2020 og mun fyrirtækið því hanna nokkrar treyjur í viðbót fyrir landsliðin. Treyjan er tiltölulega látlaus, ljósblá með dökkbláum ílöngum fleti sem nær yfir merkið, en mörgum þykir of lítið hafa verið lagt í hönnunina og hún einkennast af metnaðarleysi. Guðmundur Jörundsson, fatahönnuður. Vísir hafði samband við fatahönnuðinn Guðmund Jörundsson til að fá faglegt mat. „Ég hefði bara fílað það betur ef einhver hefði allavega reynt að gera eitthvað þó það væri bara heavy ljótt. Þetta er bara hvorki fugl né fiskur.“ sagði Guðmundur í samtali við fréttamann. „Þetta er eins og ef þú færir í íþróttabúð á Tene og færir í gegnum svona 300 týpur af einhverjum Puma lager-treyjum og þessi treyja væri bara ein af þeim. En maður hefur bara varla skoðun á þessu, þetta er svo ómerkilegt.“ Einfaldleiki réði för Stefán Sveinn Gunnarsson, sviðstjóri markaðssviðs KSÍ, segir í skriflegu svari Vísis að ferlið á bakvið treyjuna taki allt að að 24 mánuði, Stefán Sveinn Gunnarsson, sviðsstjóri markaðssviðs KSÍ, segir að erfitt hafi verið að fylgja fyrri treyju eftir.KSÍ „Puma kynnir okkur ákveðna “Creative direction” eða meginþema hverrar línu. Eftir þessari línu útfæra þeir svo tvær til þrjár tillögur sem við förum yfir hér innanhúss og veitum endurgjöf. Það var ljóst frá fyrstu drögum af þessari nýju treyju að það væri einfaldleiki sem myndi ráða för í landsliðstreyjum Puma þetta skiptið, þetta má glögglega sjá til dæmis á nýjum treyjum Ítalíu, Sviss og fleiri samböndum sem eru í Puma.“ sagði Stefán „Viðtökur síðustu treyju voru mjög góðar og því vorum við meðvituð um að það yrði erfitt að fylgja henni eftir. Treyjan mun án efa sanna sig og við hlökkum til að sjá strákana og stelpurnar okkar í henni næstu tvö árin." Mikil óánægja Það var þó enginn hörgull á fólki sem hafði skoðun á treyjunum á Twitter þar sem sjaldnast er skafað utan af því. Þetta er án efa ein ljótasta fótbolta treyja ever…. Yikes https://t.co/MQAZZCUtp5— Magni Jóhannes (@MagniJohannes) May 30, 2022 Þau vilja augljóslega ekki að neinn fari í þessa treyju sjálfviljugur. https://t.co/Sd6B1mQcCg— Sunna Kristín (@sunnakh) May 30, 2022 Jón Kári Eldon, vefhönnuður, og Björn Berg Gunnarsson, deildarstjóri greiningar og fræðslu Íslandsbanka, tjáðu skoðun sína með myndrænum hætti. https://t.co/RfG49v9ppz pic.twitter.com/YLzgnM2q8H— Jón Kári Eldon (@jonkarieldon) May 30, 2022 https://t.co/Y2JwcyQ5pr pic.twitter.com/mGXj95gCiD— Björn Berg (@BjornBergG) May 30, 2022 Atli Fannar Bjarkason, verkefnastjóri vefútgáfu RÚV líkti treyjunni við verðbólguspá og Stefán Pálsson, sagnfræðingur benti á nytsemi dökkbláa „brjóstvasans“, sem komi sér vel fyrir smiði sem notast við hallamál. hvort er þetta fótboltatreyja eða verðbólguspá? https://t.co/InsvuIYGUo— Atli Fannar (@atlifannar) May 30, 2022 Þessi brjóstvasi á reyndar örugglega eftir að koma sér vel, t.d. fyrir smiði sem þurfa að notast við hallamál í vinnu sinni. https://t.co/N1tvxqlqv4— Stefán Pálsson (@Stebbip) May 30, 2022 Þess ber að geta að von er á annarri treyju sem kvennalandsliðið mun skarta á EM í Englandi í sumar. Það er vonandi fyrir þá sem kvörtuðu yfir þessari treyju að sú treyja verði eitthvað líflegri. Tíska og hönnun KSÍ Landslið kvenna í fótbolta Landslið karla í fótbolta Auglýsinga- og markaðsmál Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Innlent Fleiri fréttir Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Sjá meira
Treyjan er tiltölulega látlaus, ljósblá með dökkbláum ílöngum fleti sem nær yfir merkið, en mörgum þykir of lítið hafa verið lagt í hönnunina og hún einkennast af metnaðarleysi. Guðmundur Jörundsson, fatahönnuður. Vísir hafði samband við fatahönnuðinn Guðmund Jörundsson til að fá faglegt mat. „Ég hefði bara fílað það betur ef einhver hefði allavega reynt að gera eitthvað þó það væri bara heavy ljótt. Þetta er bara hvorki fugl né fiskur.“ sagði Guðmundur í samtali við fréttamann. „Þetta er eins og ef þú færir í íþróttabúð á Tene og færir í gegnum svona 300 týpur af einhverjum Puma lager-treyjum og þessi treyja væri bara ein af þeim. En maður hefur bara varla skoðun á þessu, þetta er svo ómerkilegt.“ Einfaldleiki réði för Stefán Sveinn Gunnarsson, sviðstjóri markaðssviðs KSÍ, segir í skriflegu svari Vísis að ferlið á bakvið treyjuna taki allt að að 24 mánuði, Stefán Sveinn Gunnarsson, sviðsstjóri markaðssviðs KSÍ, segir að erfitt hafi verið að fylgja fyrri treyju eftir.KSÍ „Puma kynnir okkur ákveðna “Creative direction” eða meginþema hverrar línu. Eftir þessari línu útfæra þeir svo tvær til þrjár tillögur sem við förum yfir hér innanhúss og veitum endurgjöf. Það var ljóst frá fyrstu drögum af þessari nýju treyju að það væri einfaldleiki sem myndi ráða för í landsliðstreyjum Puma þetta skiptið, þetta má glögglega sjá til dæmis á nýjum treyjum Ítalíu, Sviss og fleiri samböndum sem eru í Puma.“ sagði Stefán „Viðtökur síðustu treyju voru mjög góðar og því vorum við meðvituð um að það yrði erfitt að fylgja henni eftir. Treyjan mun án efa sanna sig og við hlökkum til að sjá strákana og stelpurnar okkar í henni næstu tvö árin." Mikil óánægja Það var þó enginn hörgull á fólki sem hafði skoðun á treyjunum á Twitter þar sem sjaldnast er skafað utan af því. Þetta er án efa ein ljótasta fótbolta treyja ever…. Yikes https://t.co/MQAZZCUtp5— Magni Jóhannes (@MagniJohannes) May 30, 2022 Þau vilja augljóslega ekki að neinn fari í þessa treyju sjálfviljugur. https://t.co/Sd6B1mQcCg— Sunna Kristín (@sunnakh) May 30, 2022 Jón Kári Eldon, vefhönnuður, og Björn Berg Gunnarsson, deildarstjóri greiningar og fræðslu Íslandsbanka, tjáðu skoðun sína með myndrænum hætti. https://t.co/RfG49v9ppz pic.twitter.com/YLzgnM2q8H— Jón Kári Eldon (@jonkarieldon) May 30, 2022 https://t.co/Y2JwcyQ5pr pic.twitter.com/mGXj95gCiD— Björn Berg (@BjornBergG) May 30, 2022 Atli Fannar Bjarkason, verkefnastjóri vefútgáfu RÚV líkti treyjunni við verðbólguspá og Stefán Pálsson, sagnfræðingur benti á nytsemi dökkbláa „brjóstvasans“, sem komi sér vel fyrir smiði sem notast við hallamál. hvort er þetta fótboltatreyja eða verðbólguspá? https://t.co/InsvuIYGUo— Atli Fannar (@atlifannar) May 30, 2022 Þessi brjóstvasi á reyndar örugglega eftir að koma sér vel, t.d. fyrir smiði sem þurfa að notast við hallamál í vinnu sinni. https://t.co/N1tvxqlqv4— Stefán Pálsson (@Stebbip) May 30, 2022 Þess ber að geta að von er á annarri treyju sem kvennalandsliðið mun skarta á EM í Englandi í sumar. Það er vonandi fyrir þá sem kvörtuðu yfir þessari treyju að sú treyja verði eitthvað líflegri.
Tíska og hönnun KSÍ Landslið kvenna í fótbolta Landslið karla í fótbolta Auglýsinga- og markaðsmál Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Innlent Fleiri fréttir Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Sjá meira