Farþegi rifbeinsbrotnaði á landgöngubrú Hríseyjarferjunnar Atli Ísleifsson skrifar 31. maí 2022 12:55 Hríseyjarferjan Sævar við landfestar í Hrísey. Atvikið sem um ræðir átti sér þó stað í höfninni á Árskógssandi. Vísir/Atli Farþegi í Hríseyjarferjunni Sævari rifbeinsbrotnaði á landgöngubrú ferjunnar eftir að hnykkur kom á hana þegar verið var að hífa fiskikör í land í höfninni á Árskógssandi. Atvikið átti sér stað í september síðastliðinn, en rannsóknarnefnd samgönguslysa hefur nú birt skýrslu um málið. Þar segir að skipverjar hafi verið að hífa fiskikör í land, en þegar halli kom á skipið vegna hífinga hafi landgöngubrúin farið upp úr falsi sem hún lá í. Í atvikalýsingunni segir að skömmu síðar hafi farþegi gengið eftir landgöngubrúnni og hnykkur komið á hana þannig að farþeginn hafi fallið á handrið brúarinnar. Landgöngubrúin féll þá um tuttugu til þrjátíu sentimetra og hékk í vír. Farþeginn var þá fluttur á sjúkrahús og reyndist rifbeinsbrotinn. Enginn búnaður til að hindra umferð Við rannsókn á málinu kom í ljós að farþeginn hafi farið um borð í ferjuna á meðan var að hífa körin í land, en svo farið aftur upp á bryggju. Skipið stoppi öllu jöfnu í um fimmtán mínútur áður en það leggur af stað aftur. Að sögn skipstjóra hafi þeir ekki viljað að farið væri um borð á meðan verið væri að lesta og losa skipið. Enginn búnaður hafi hins vegar verið á endum landgöngubrúarinnar (hlið eða keðjur) til að hindra umferð um landganginn. Rannsóknarnefndin segir að orsök slyssins hafi verið að farþegi hafi gengið um landgöngubrú eftir að hún hafði losnað úr falsi. Engar verklagsreglur væru um borð í skipinu um umferð farþega meðan lestað er og losað og bendir nefndin á mikilvægi þess að settar séu verklagsreglur um umferð farþega. Hrísey Akureyri Dalvíkurbyggð Samgönguslys Mest lesið „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Fleiri fréttir „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Sjá meira
Atvikið átti sér stað í september síðastliðinn, en rannsóknarnefnd samgönguslysa hefur nú birt skýrslu um málið. Þar segir að skipverjar hafi verið að hífa fiskikör í land, en þegar halli kom á skipið vegna hífinga hafi landgöngubrúin farið upp úr falsi sem hún lá í. Í atvikalýsingunni segir að skömmu síðar hafi farþegi gengið eftir landgöngubrúnni og hnykkur komið á hana þannig að farþeginn hafi fallið á handrið brúarinnar. Landgöngubrúin féll þá um tuttugu til þrjátíu sentimetra og hékk í vír. Farþeginn var þá fluttur á sjúkrahús og reyndist rifbeinsbrotinn. Enginn búnaður til að hindra umferð Við rannsókn á málinu kom í ljós að farþeginn hafi farið um borð í ferjuna á meðan var að hífa körin í land, en svo farið aftur upp á bryggju. Skipið stoppi öllu jöfnu í um fimmtán mínútur áður en það leggur af stað aftur. Að sögn skipstjóra hafi þeir ekki viljað að farið væri um borð á meðan verið væri að lesta og losa skipið. Enginn búnaður hafi hins vegar verið á endum landgöngubrúarinnar (hlið eða keðjur) til að hindra umferð um landganginn. Rannsóknarnefndin segir að orsök slyssins hafi verið að farþegi hafi gengið um landgöngubrú eftir að hún hafði losnað úr falsi. Engar verklagsreglur væru um borð í skipinu um umferð farþega meðan lestað er og losað og bendir nefndin á mikilvægi þess að settar séu verklagsreglur um umferð farþega.
Hrísey Akureyri Dalvíkurbyggð Samgönguslys Mest lesið „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Fleiri fréttir „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Sjá meira