SÁÁ er í góðum málum Anna Hildur Guðmundsdóttir skrifar 31. maí 2022 12:31 Eftir töluverð umbrot hjá SÁÁ í byrjun þessa árs er eðlilegt að fólk velti fyrir sér hvaða áhrif þau hafi haft á starfsemi samtakanna og hvernig gangi að leysa úr málum sem upp komu. Formaður SÁÁ sagði skyndilega af sér í lok janúar og kaus aðalstjórn samtakanna mig sem formann í hans stað og Þráinn Farestveit sem varaformann. Stutt rof varð því í forystunni. Mikill samhugur er í stjórnum SÁÁ og hefur það skapað nauðsynlega ró og festu í starfseminni. Meðferðarstarf SÁÁ gengur sinn vanagang, félagsstarfið er einstaklega blómlegt og landsmenn taka vel í fjáraflanir samtakanna líkt og alltaf áður. Ágreiningur hefur verið milli Sjúkratrygginga og SÁÁ um fyrirkomulag meðferðarþjónustu samtakanna í heimsfaraldrinum. Sendu Sjúkratryggingar í lok síðasta árs tilkynningu um áætlaða endurkröfu vegna hluta af framlagi ríkisins, á þeim forsendum að framkvæmd þjónustunnar væri ekki í samræmi við ákvæði og gildandi gjaldskrá samninga. Var í því bréfi ekki tekið tillit til ábendinga SÁÁ um að Covid-19 hafði kallað á óhjákvæmilegar breytingar í þjónustunni til að ekki yrði rof á henni. Unnið er áfram að lausn í samtali og samvinnu við Sjúkratryggingar og enginn efi í mínum huga að við náum góðri lendingu. SÁÁ er í góðum málum hvað sem öllu öðru líður. Sá órói sem var í kringum formannskjör fyrir tveimur árum hefur fyrir löngu hjaðnað. Undanfari þess óróa hafði slæm áhrif á starfsfólk samtakanna og þar með á skjólstæðinga. Þetta er allt að baki og við einbeitum okkur að því meginmarkmiði SÁÁ að hjálpa fólki að takast á við fíknsjúkdóminn. SÁÁ fagna 45 ára afmæli síðar á þessu ári. Enn þann dag í dag er SÁÁ leiðandi í meðferð við fíknsjúkdómnum hér á landi og má þakka það öflugum frumherjum, sífelldu þróunarstarfi, fagmennsku, þekkingaröflun, þekkingarmiðlun, tiltrú stjórnvalda og stuðningi landsmanna. Þessi grunnur sem var lagður með kröftugu grasrótarstarfi varð undirstaðan að því að fíknsjúkdómur fékk viðurkenningu sem viðfangsefni heilbrigðis- og velferðarkerfisins. Öflugt meðferðarstarf SÁÁ mun áfram vera ómissandi hlekkur í heilbrigðisþjónustu við landsmenn. Höfundur er formaður SÁÁ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Félagasamtök SÁÁ Kæra Sjúkratrygginga vegna starfshátta SÁÁ Mest lesið Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Tímamót Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Þarf alltaf að vera svín? Harpa Kristbergsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson skrifar Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðing um listamannalaun III Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmalaust mál Sigursteinn Másson skrifar Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar Skoðun Þegar Trölli stal atkvæðum Eyjólfur Ingvi Bjarnason skrifar Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Tækifæri gervigreindar í menntun Páll Ásgeir Torfason skrifar Skoðun Sjálfstæð hugsun á tímum gervigreindar Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar er í einkarekstri Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Er lítil samkeppni á fjármálamarkaði? Gústaf Steingrímsson skrifar Sjá meira
Eftir töluverð umbrot hjá SÁÁ í byrjun þessa árs er eðlilegt að fólk velti fyrir sér hvaða áhrif þau hafi haft á starfsemi samtakanna og hvernig gangi að leysa úr málum sem upp komu. Formaður SÁÁ sagði skyndilega af sér í lok janúar og kaus aðalstjórn samtakanna mig sem formann í hans stað og Þráinn Farestveit sem varaformann. Stutt rof varð því í forystunni. Mikill samhugur er í stjórnum SÁÁ og hefur það skapað nauðsynlega ró og festu í starfseminni. Meðferðarstarf SÁÁ gengur sinn vanagang, félagsstarfið er einstaklega blómlegt og landsmenn taka vel í fjáraflanir samtakanna líkt og alltaf áður. Ágreiningur hefur verið milli Sjúkratrygginga og SÁÁ um fyrirkomulag meðferðarþjónustu samtakanna í heimsfaraldrinum. Sendu Sjúkratryggingar í lok síðasta árs tilkynningu um áætlaða endurkröfu vegna hluta af framlagi ríkisins, á þeim forsendum að framkvæmd þjónustunnar væri ekki í samræmi við ákvæði og gildandi gjaldskrá samninga. Var í því bréfi ekki tekið tillit til ábendinga SÁÁ um að Covid-19 hafði kallað á óhjákvæmilegar breytingar í þjónustunni til að ekki yrði rof á henni. Unnið er áfram að lausn í samtali og samvinnu við Sjúkratryggingar og enginn efi í mínum huga að við náum góðri lendingu. SÁÁ er í góðum málum hvað sem öllu öðru líður. Sá órói sem var í kringum formannskjör fyrir tveimur árum hefur fyrir löngu hjaðnað. Undanfari þess óróa hafði slæm áhrif á starfsfólk samtakanna og þar með á skjólstæðinga. Þetta er allt að baki og við einbeitum okkur að því meginmarkmiði SÁÁ að hjálpa fólki að takast á við fíknsjúkdóminn. SÁÁ fagna 45 ára afmæli síðar á þessu ári. Enn þann dag í dag er SÁÁ leiðandi í meðferð við fíknsjúkdómnum hér á landi og má þakka það öflugum frumherjum, sífelldu þróunarstarfi, fagmennsku, þekkingaröflun, þekkingarmiðlun, tiltrú stjórnvalda og stuðningi landsmanna. Þessi grunnur sem var lagður með kröftugu grasrótarstarfi varð undirstaðan að því að fíknsjúkdómur fékk viðurkenningu sem viðfangsefni heilbrigðis- og velferðarkerfisins. Öflugt meðferðarstarf SÁÁ mun áfram vera ómissandi hlekkur í heilbrigðisþjónustu við landsmenn. Höfundur er formaður SÁÁ.
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar