Sendi Kobe heitnum skilaboð áður en hann kom Boston í úrslit NBA Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 31. maí 2022 13:00 Jayson Tatum var frábær í einvíginu gegn Miami Heat. Ásamt því að senda Kobe Bryant heitnum skilaboð að oddaleiknum loknum þá lék hann með svitaband Kobe til heiðurs. Andy Lyons/Getty Images Jayson Tatum er stór ástæða þess að Boston Celtics er komið í úrslit NBA-deildarinnar í körfubolta í fyrsta sinn síðan árið 2010. Hann sendi Kobe Bryant heitnum skilaboð fyrir oddaleik Celtics og Miami Heat en Kobe var hálfgerður lærifaðir Tatum. Boston Celtics er mætt í úrslit NBA-deildarinnar ásamt Golden State Warriors. Boston fór erfiðu leiðina en liðið fór alla leið í oddaleik gegn Jimmy Butler og félögum í Miami Heat í úrslitaleik Austurdeildarinnar. Má færa ágætis rök fyrir því að Tatum sé helsta ástæða þess að Boston er komið alla leið í úrslit í fyrsta sinn síðan árið 2010 en hann hefur verið frábær á leiktíðinni. Þá var hann valinn verðmætasti leikmaður úrslitaeinvígisins gegn Miami. „Þetta er mikill heiður. Þetta virðist ekki enn vera raunverulegt. Ég er mjög hamingjusamur og þakklátur,“ sagði Tatum í viðtali eftir oddaleikinn. Eastern Conference Finals MVP for a reason pic.twitter.com/yNjnBSZWal— Boston Celtics (@celtics) May 30, 2022 „Þó ég hafi verið í deildinni í dágóðan tíma þá man ég enn þegar ég var í menntaskóla að láta mig dreyma um augnablik sem þessi. Ég er að lifa drauminn,“ bætti Tatum við. Áður en hann ræddi svitaband sem hann lék með í leiknum, það var tileinkað Kobe Bryant. „Hann var fyrirmyndin mín, innblásturinn minn, uppáhaldsleikmaðurinn minn. Skórnir sem ég hef verið í undanfarna leiki voru tileinkaðir honum. Fyrir leikinn í dag horfði ég á myndband af nokkrum af stærstu augnablikum hans á ferlinum. Þetta var stærsti leikurinn á ferli mínum til þessa og ég vildi spila með armbandið til að heiðra hann og deila augnablikinu á einhvern hátt. Það gekk upp.“ Eftir leik sendi Tatum svo skilaboð á Kobe Bryant heitinn. I got you today pic.twitter.com/M24l1g0PRJ— Ballislife.com (@Ballislife) May 30, 2022 Jayson Tatum er ásamt Boston Celtics kominn í úrslitaeinvígi NBA-deildarinnar. Þar bíður þeirra ógnarsterkt lið Golden State Warriors. Það skyldi þó enginn veðja gegn Tatum og Boston, þeim virðast allir vegir færir þessa dagana. NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Körfubolti NBA Andlát Kobe Bryant Mest lesið „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Fótbolti Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Körfubolti „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Íslenski boltinn Goðsögnin sem tortímdi ferlinum handtekinn í Dúbæ og framseldur Sport Ronaldo útskýrir skrópið sitt í jarðarför Diogo Jota Fótbolti Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ Körfubolti Albert mættur aftur til Flórens og fær nýjan þjálfara í dag Fótbolti Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt Enski boltinn Fleiri fréttir Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp á morgun Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Leik lokið: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Varð sá hávaxnasti í sögunni Tvítug körfuboltakona með tímamótafjárfestingu Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ „Verður kannski mest krefjandi fyrir börnin mín“ „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Sjá meira
Boston Celtics er mætt í úrslit NBA-deildarinnar ásamt Golden State Warriors. Boston fór erfiðu leiðina en liðið fór alla leið í oddaleik gegn Jimmy Butler og félögum í Miami Heat í úrslitaleik Austurdeildarinnar. Má færa ágætis rök fyrir því að Tatum sé helsta ástæða þess að Boston er komið alla leið í úrslit í fyrsta sinn síðan árið 2010 en hann hefur verið frábær á leiktíðinni. Þá var hann valinn verðmætasti leikmaður úrslitaeinvígisins gegn Miami. „Þetta er mikill heiður. Þetta virðist ekki enn vera raunverulegt. Ég er mjög hamingjusamur og þakklátur,“ sagði Tatum í viðtali eftir oddaleikinn. Eastern Conference Finals MVP for a reason pic.twitter.com/yNjnBSZWal— Boston Celtics (@celtics) May 30, 2022 „Þó ég hafi verið í deildinni í dágóðan tíma þá man ég enn þegar ég var í menntaskóla að láta mig dreyma um augnablik sem þessi. Ég er að lifa drauminn,“ bætti Tatum við. Áður en hann ræddi svitaband sem hann lék með í leiknum, það var tileinkað Kobe Bryant. „Hann var fyrirmyndin mín, innblásturinn minn, uppáhaldsleikmaðurinn minn. Skórnir sem ég hef verið í undanfarna leiki voru tileinkaðir honum. Fyrir leikinn í dag horfði ég á myndband af nokkrum af stærstu augnablikum hans á ferlinum. Þetta var stærsti leikurinn á ferli mínum til þessa og ég vildi spila með armbandið til að heiðra hann og deila augnablikinu á einhvern hátt. Það gekk upp.“ Eftir leik sendi Tatum svo skilaboð á Kobe Bryant heitinn. I got you today pic.twitter.com/M24l1g0PRJ— Ballislife.com (@Ballislife) May 30, 2022 Jayson Tatum er ásamt Boston Celtics kominn í úrslitaeinvígi NBA-deildarinnar. Þar bíður þeirra ógnarsterkt lið Golden State Warriors. Það skyldi þó enginn veðja gegn Tatum og Boston, þeim virðast allir vegir færir þessa dagana. NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Körfubolti NBA Andlát Kobe Bryant Mest lesið „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Fótbolti Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Körfubolti „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Íslenski boltinn Goðsögnin sem tortímdi ferlinum handtekinn í Dúbæ og framseldur Sport Ronaldo útskýrir skrópið sitt í jarðarför Diogo Jota Fótbolti Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ Körfubolti Albert mættur aftur til Flórens og fær nýjan þjálfara í dag Fótbolti Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt Enski boltinn Fleiri fréttir Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp á morgun Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Leik lokið: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Varð sá hávaxnasti í sögunni Tvítug körfuboltakona með tímamótafjárfestingu Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ „Verður kannski mest krefjandi fyrir börnin mín“ „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Sjá meira