Gröfustjórinn segir að passa verði hverja þúfu í Teigsskógi Kristján Már Unnarsson skrifar 30. maí 2022 23:23 Jóhann Haukur Sigurðsson, gröfumaður hjá Borgarverki, tók fyrstu skóflustunguna í Teigsskógi í dag. Arnar Halldórsson Ein umdeildasta vegagerð landsins, lagning vegar um Teigsskóg, hófst í dag, nítján árum eftir að tillaga um þessa veglínu var fyrst kynnt. Þessi ellefu kílómetra vegarkafli á að verða tilbúinn í október á næsta ári. Í fréttum Stöðvar 2 var sýnt beint úr Þorskafirði og rætt við sveitarstjóra Reykhólahrepps og gröfustjóra Borgarverks, sem tók fyrstu skóflustunguna. Sjá mátti hvar búið er að ryðja skóginn á um áttatíu metra breiðu belti þar sem vegstæðið verður og hvar grafan hóf moksturinn í dag. Ingibjörg Birna Erlingsdóttir, sveitarstjóri Reykhólahrepps, á framkvæmdasvæðinu í Þorskafirði í dag.Arnar Halldórsson „Fyrir nokkrum árum síðan var þetta draumur einn. Það er bara þannig. Þetta er náttúrlega búið að velkjast í kerfinu í mörg, mörg ár. En nú eru allir hlutir að gerast,“ sagði Ingibjörg Birna Erlingsdóttir sveitarstjóri. En hvernig tilfinning var það að hefja þetta umdeilda verk, vegagerð um Teigsskóg? „Er þetta ekki bara þróun í vegamálum? Góð þróun. Að fá loksins færan veg hérna vesturúr,“ sagði Jóhann Haukur Sigurðsson gröfumaður. Fyrsta skóflustunga að nýjum kafla Vestfjarðavegar um Teigsskóg var tekin í dag.KMU En hafa heimamenn áhyggjur af því raski sem þarna verður á náttúrunni? „Auðvitað hefur fólk áhyggjur af raski á náttúrunni. En það verður að vera jafnvægi milli manna og náttúru. Og við reyndum að finna bestu niðurstöðuna hvað það varðar,“ sagði Ingibjörg Birna Erlingsdóttir sveitarstjóri. „Það verður að passa hverja þúfu og að allur staðargróður endurheimtist. Að hann komist í vegfláana og að þetta líti út fyrir að vera bara vegur á yfirborðinu,“ sagði Jóhann Haukur. Hér sést vel hvernig búið er ryðja kjarrið úr vegstæðinu. Gamli vegslóðinn að eyðibýlinu Gröf til vinstri.Arnar Halldórsson „Þetta hefur gífurlegar breytingar í för með sér. Við erum að sjá til dæmis alla þessa atvinnuuppbyggingu fyrir vestan, á suðurfjörðunum, og allan flutninginn með verðmæti, sem fer hérna í gegnum sveitarfélagið hjá okkur. Þetta er þvílík breyting þar. Nú, hér búa íbúar, í sveitarfélaginu hjá okkur, það nær alveg að Skálanesi. Breytingin hjá því fólki er ekki lítil. Og inni í Gufudal og Djúpadal jafnvel. Þetta styttir allar leiðir inn á Reykhóla þar sem þetta fólk sækir þjónustu. Og jafnvel annað, til Reykjavíkur líka,“ segir sveitarstjórinn. Ítarlegri umfjöllun má sjá í frétt Stöðvar 2: Teigsskógur Vegagerð Reykhólahreppur Umhverfismál Umferðaröryggi Samgöngur Tengdar fréttir Verktakinn býr sig undir að hefjast handa í Teigsskógi Borgarverk er byrjað að flytja tæki sín og tól að væntanlegu vinnusvæði í Teigsskógi. Fyrir helgi mátti sjá að grafa frá verktakanum var komin í Þorskafjörð og gerð klár til að hefja gröftinn í landi Þórisstaða þar sem núliggjandi Vestfjarðavegur hlykkjast upp á Hjallaháls. 29. maí 2022 07:54 Skrifað undir verksamning um vegagerð í Teigsskógi Vegagerðin og Borgarverk undirrituðu í gær verksamning um lagningu ellefu kílómetra kafla um Teigsskóg. Borgarverk átti lægsta boð í verkið, upp á 1.235 milljónir króna, sem reyndist um tvöhundruð milljónum króna undir kostnaðaráætlun. 10. maí 2022 14:00 Lægstbjóðandi vonast til að byrja í Teigsskógi í vor Tilboð í umdeilda vegagerð um Teigsskóg voru opnuð í dag. Lægsta boð reyndist um tvöhundruð milljónum króna undir kostnaðaráætlun, kom frá Borgarverki og hljóðar upp á ríflega 1,2 milljarða króna. 22. mars 2022 21:14 Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Erlent Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Innlent Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Erlent Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Innlent Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Innlent Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Erlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Fleiri fréttir Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Sjá meira
Í fréttum Stöðvar 2 var sýnt beint úr Þorskafirði og rætt við sveitarstjóra Reykhólahrepps og gröfustjóra Borgarverks, sem tók fyrstu skóflustunguna. Sjá mátti hvar búið er að ryðja skóginn á um áttatíu metra breiðu belti þar sem vegstæðið verður og hvar grafan hóf moksturinn í dag. Ingibjörg Birna Erlingsdóttir, sveitarstjóri Reykhólahrepps, á framkvæmdasvæðinu í Þorskafirði í dag.Arnar Halldórsson „Fyrir nokkrum árum síðan var þetta draumur einn. Það er bara þannig. Þetta er náttúrlega búið að velkjast í kerfinu í mörg, mörg ár. En nú eru allir hlutir að gerast,“ sagði Ingibjörg Birna Erlingsdóttir sveitarstjóri. En hvernig tilfinning var það að hefja þetta umdeilda verk, vegagerð um Teigsskóg? „Er þetta ekki bara þróun í vegamálum? Góð þróun. Að fá loksins færan veg hérna vesturúr,“ sagði Jóhann Haukur Sigurðsson gröfumaður. Fyrsta skóflustunga að nýjum kafla Vestfjarðavegar um Teigsskóg var tekin í dag.KMU En hafa heimamenn áhyggjur af því raski sem þarna verður á náttúrunni? „Auðvitað hefur fólk áhyggjur af raski á náttúrunni. En það verður að vera jafnvægi milli manna og náttúru. Og við reyndum að finna bestu niðurstöðuna hvað það varðar,“ sagði Ingibjörg Birna Erlingsdóttir sveitarstjóri. „Það verður að passa hverja þúfu og að allur staðargróður endurheimtist. Að hann komist í vegfláana og að þetta líti út fyrir að vera bara vegur á yfirborðinu,“ sagði Jóhann Haukur. Hér sést vel hvernig búið er ryðja kjarrið úr vegstæðinu. Gamli vegslóðinn að eyðibýlinu Gröf til vinstri.Arnar Halldórsson „Þetta hefur gífurlegar breytingar í för með sér. Við erum að sjá til dæmis alla þessa atvinnuuppbyggingu fyrir vestan, á suðurfjörðunum, og allan flutninginn með verðmæti, sem fer hérna í gegnum sveitarfélagið hjá okkur. Þetta er þvílík breyting þar. Nú, hér búa íbúar, í sveitarfélaginu hjá okkur, það nær alveg að Skálanesi. Breytingin hjá því fólki er ekki lítil. Og inni í Gufudal og Djúpadal jafnvel. Þetta styttir allar leiðir inn á Reykhóla þar sem þetta fólk sækir þjónustu. Og jafnvel annað, til Reykjavíkur líka,“ segir sveitarstjórinn. Ítarlegri umfjöllun má sjá í frétt Stöðvar 2:
Teigsskógur Vegagerð Reykhólahreppur Umhverfismál Umferðaröryggi Samgöngur Tengdar fréttir Verktakinn býr sig undir að hefjast handa í Teigsskógi Borgarverk er byrjað að flytja tæki sín og tól að væntanlegu vinnusvæði í Teigsskógi. Fyrir helgi mátti sjá að grafa frá verktakanum var komin í Þorskafjörð og gerð klár til að hefja gröftinn í landi Þórisstaða þar sem núliggjandi Vestfjarðavegur hlykkjast upp á Hjallaháls. 29. maí 2022 07:54 Skrifað undir verksamning um vegagerð í Teigsskógi Vegagerðin og Borgarverk undirrituðu í gær verksamning um lagningu ellefu kílómetra kafla um Teigsskóg. Borgarverk átti lægsta boð í verkið, upp á 1.235 milljónir króna, sem reyndist um tvöhundruð milljónum króna undir kostnaðaráætlun. 10. maí 2022 14:00 Lægstbjóðandi vonast til að byrja í Teigsskógi í vor Tilboð í umdeilda vegagerð um Teigsskóg voru opnuð í dag. Lægsta boð reyndist um tvöhundruð milljónum króna undir kostnaðaráætlun, kom frá Borgarverki og hljóðar upp á ríflega 1,2 milljarða króna. 22. mars 2022 21:14 Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Erlent Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Innlent Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Erlent Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Innlent Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Innlent Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Erlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Fleiri fréttir Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Sjá meira
Verktakinn býr sig undir að hefjast handa í Teigsskógi Borgarverk er byrjað að flytja tæki sín og tól að væntanlegu vinnusvæði í Teigsskógi. Fyrir helgi mátti sjá að grafa frá verktakanum var komin í Þorskafjörð og gerð klár til að hefja gröftinn í landi Þórisstaða þar sem núliggjandi Vestfjarðavegur hlykkjast upp á Hjallaháls. 29. maí 2022 07:54
Skrifað undir verksamning um vegagerð í Teigsskógi Vegagerðin og Borgarverk undirrituðu í gær verksamning um lagningu ellefu kílómetra kafla um Teigsskóg. Borgarverk átti lægsta boð í verkið, upp á 1.235 milljónir króna, sem reyndist um tvöhundruð milljónum króna undir kostnaðaráætlun. 10. maí 2022 14:00
Lægstbjóðandi vonast til að byrja í Teigsskógi í vor Tilboð í umdeilda vegagerð um Teigsskóg voru opnuð í dag. Lægsta boð reyndist um tvöhundruð milljónum króna undir kostnaðaráætlun, kom frá Borgarverki og hljóðar upp á ríflega 1,2 milljarða króna. 22. mars 2022 21:14
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent