Sér enga lausn í sjónmáli og segir upp eftir erfiðan dag Samúel Karl Ólason skrifar 30. maí 2022 21:46 Soffía Steingrímsdóttir hefur starfað á bráðamóttökunni í sjö ár. Hún ætlar að hætta vegna langvarandi manneklu. Vísir Bráðahjúkrunarfræðingur hefur ákveðið að segja upp á bráðamóttökunni vegna langvarandi álags og þess að engin lausn á vandanum virðist í sjónmáli. Það er þrátt fyrir að ítrekað sé búið að vara við vandamálinu um árabil. Soffía Steingrímsdóttir birti í kvöld færslu á Facebook þar sem hún lýsir deginum í dag og hvernig hann fyllti mælinn. Kvöldinu verði varið í að semja uppsagnarbréf. Í færslunni segir Soffía að þrjátíu bekkir hafi verið opnir á bráðamóttökunni í Fossvogi í dag en 98 sjúklingar hafi verið skráðir klukkan þrjú. Þar af 33 innlagðir sem hafi átt heima á öðrum deildum sjúkrahússins. Það hafi þó ekki verið hægt þar sem fólk var á öllum opnum bekkjum þar og rúmlega það. Biðu í meira en fimm klukkustundir Soffía segir að biðtími fólks hafi í einhverjum tilfellum farið yfir fimm klukkustundir. Hún varði deginum á biðstofunni að taka á móti fólki og forgangsraða fólki eftir veikindum. Margt af því fólki sem hún hafi ekki getað leitað til heilsugæslunnar eða læknavaktar. „Þessir dagar eru farnir að vera normið frekar en undantekningin,“ skrifaði Soffía. „Ég elska starf mitt sem bráðahjúkrunarfræðingur og hef starfað við það síðastliðin sjö ár en treysti mér ekki lengur til þess.“ Soffía sagðist hafa vonast og beðið eftir breytingum til hins betra en ástandið hafi bara versnað. Því sagðist hún ætla að taka kvöldið í að skrifa uppsagnarbréf og koma því til skila á morgun. Í samtali við Vísi segist Soffía vita til þess að nokkrir aðrir hjúkrunarfræðingar ætli að gera slíkt hið sama. Þar að auki hafi þó nokkrir sagt upp þann fyrsta mars síðastliðinn. „Þetta er ástand sem við höfum kallað og hrópað um síðustu sex, sjö árin,“ segir Soffía í samtali við Vísi. Hún segir mikinn skort á hjúkrunarfræðingum á allar deildir og fólk sitji fast á bráðamóttökunni. „Við rekum eina til tvær góðar legudeildir á bráðamóttökunni og það er fyrir utan bráðamóttökuplássin þar.“ Hún vísar til þess að í dag hafi verið þrjátíu pláss á bráðamóttökunni en sjúklingarnir hundrað. „Fólk var búið að bíða í marga klukkutíma, bráðveikt og með alls konar veikindi. Það komst ekki inn því við áttum hreinlega ekki einn stól fyrir það.“ Ástandið versnað með hverju árinu Soffía segir þetta ástand hafa versnað með hverju árinu og hún hafi aldrei séð það eins slæmt og um þessar mundir. „Sjúkrabílar bíða í röðum í skúrnum því við eigum ekki bekk fyrir sjúklinga,“ segir hún. Soffía segist telja von á einhverjum uppsagnarbréfum frá hjúkrunarfræðingum um mánaðamótin og óttast hún að bráðamóttakan verði óstarfhæf á næstunni. Nú sé sumarið að koma með tilheyrandi sumarfríum. „Við erum búin að vara við þessu í mörg ár. Ráðherrar hafa komið í heimsókn og séð ástandi en það virðast ekki vera neinar lausnir,“ segir Soffía. „Þess vegna er maður að gefast upp. Maður sér enga lausn framundan.“ Soffía segir að bæta þurfi kjör og aðstæður hjúkrunarfræðinga. Þess þurfi til að fá menntaða hjúkrunarfræðinga til starfa hjá spítalanum og manna þau rúm sem til eru. Heilbrigðismál Landspítalinn Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Fleiri fréttir Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Sjá meira
Soffía Steingrímsdóttir birti í kvöld færslu á Facebook þar sem hún lýsir deginum í dag og hvernig hann fyllti mælinn. Kvöldinu verði varið í að semja uppsagnarbréf. Í færslunni segir Soffía að þrjátíu bekkir hafi verið opnir á bráðamóttökunni í Fossvogi í dag en 98 sjúklingar hafi verið skráðir klukkan þrjú. Þar af 33 innlagðir sem hafi átt heima á öðrum deildum sjúkrahússins. Það hafi þó ekki verið hægt þar sem fólk var á öllum opnum bekkjum þar og rúmlega það. Biðu í meira en fimm klukkustundir Soffía segir að biðtími fólks hafi í einhverjum tilfellum farið yfir fimm klukkustundir. Hún varði deginum á biðstofunni að taka á móti fólki og forgangsraða fólki eftir veikindum. Margt af því fólki sem hún hafi ekki getað leitað til heilsugæslunnar eða læknavaktar. „Þessir dagar eru farnir að vera normið frekar en undantekningin,“ skrifaði Soffía. „Ég elska starf mitt sem bráðahjúkrunarfræðingur og hef starfað við það síðastliðin sjö ár en treysti mér ekki lengur til þess.“ Soffía sagðist hafa vonast og beðið eftir breytingum til hins betra en ástandið hafi bara versnað. Því sagðist hún ætla að taka kvöldið í að skrifa uppsagnarbréf og koma því til skila á morgun. Í samtali við Vísi segist Soffía vita til þess að nokkrir aðrir hjúkrunarfræðingar ætli að gera slíkt hið sama. Þar að auki hafi þó nokkrir sagt upp þann fyrsta mars síðastliðinn. „Þetta er ástand sem við höfum kallað og hrópað um síðustu sex, sjö árin,“ segir Soffía í samtali við Vísi. Hún segir mikinn skort á hjúkrunarfræðingum á allar deildir og fólk sitji fast á bráðamóttökunni. „Við rekum eina til tvær góðar legudeildir á bráðamóttökunni og það er fyrir utan bráðamóttökuplássin þar.“ Hún vísar til þess að í dag hafi verið þrjátíu pláss á bráðamóttökunni en sjúklingarnir hundrað. „Fólk var búið að bíða í marga klukkutíma, bráðveikt og með alls konar veikindi. Það komst ekki inn því við áttum hreinlega ekki einn stól fyrir það.“ Ástandið versnað með hverju árinu Soffía segir þetta ástand hafa versnað með hverju árinu og hún hafi aldrei séð það eins slæmt og um þessar mundir. „Sjúkrabílar bíða í röðum í skúrnum því við eigum ekki bekk fyrir sjúklinga,“ segir hún. Soffía segist telja von á einhverjum uppsagnarbréfum frá hjúkrunarfræðingum um mánaðamótin og óttast hún að bráðamóttakan verði óstarfhæf á næstunni. Nú sé sumarið að koma með tilheyrandi sumarfríum. „Við erum búin að vara við þessu í mörg ár. Ráðherrar hafa komið í heimsókn og séð ástandi en það virðast ekki vera neinar lausnir,“ segir Soffía. „Þess vegna er maður að gefast upp. Maður sér enga lausn framundan.“ Soffía segir að bæta þurfi kjör og aðstæður hjúkrunarfræðinga. Þess þurfi til að fá menntaða hjúkrunarfræðinga til starfa hjá spítalanum og manna þau rúm sem til eru.
Heilbrigðismál Landspítalinn Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Fleiri fréttir Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Sjá meira