Segir byggingu nýrrar flugstöðvar ekki hafa komið til umræðu Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 30. maí 2022 12:00 Einar Þorsteinsson oddviti Framsóknarflokksins í borginni segir byggingu nýrrar flugstöðvar ekki hafa komið til tals í meirihlutaviðræðum. Vísir/Ragnar Visage Bygging nýrrar flugstöðvar í Reykjavík hefur ekki komið til umræðu í meirihlutaviðræðum sem nú standa yfir í borginni. Oddviti Framsóknarflokksins segir að einblínt hafi verið á samgöngu-, skipulags-, loftslags- og húsnæðismál undanfarna tvo daga. „Þessi mál eru enn bara öll í skoðun og umræðu, það þarf líka að sækja gögn inn í borgarkerfið og sjá heildarmyndina eftir því sem við ræðum með ítarlegri hætti um þessi mál,“ segir Einar Þorsteinsson oddviti Framsóknarflokksins í borginni. Framsókn, Samfylkingin, Píratar og Viðreisn hafa verið í formlegum meirihlutaviðræðum í Reykjavík í fimm daga en Einar segir að engin endanleg niðurstaða hafi náðst í neinum málaflokka. Málin séu öll enn í umræðu. Þá sé ekki búið að úthluta formennsku í borgarráðum til ákveðinna flokka. Eru komin einhver drög að því hverjir fara með formennsku í ákveðnum ráðum? „Nei, við höfum bara verið að ræða málefnin,“ segir Einar. Sigurður Ingi Jóhannsson formaður Framsóknarflokksins og innviðaráðherra sagði á fimmtudag að tímabært sé að dusta rykið af áformum um nýja flugstöð á Reykjavíkurflugvelli. Einar segir það ekki hafa komið til umræðu. „Nei, það hefur ekki komið til tals.“ Kjörtímabili borgarstjórnar, sem kosin var fyrir fjórum árum, lýkur í dag og nýtt kjörtímabil hefst á morgun. Fyrsti fundur nýrrar borgarstjórnar verður 7. júní næstkomandi en Einar segir meirihlutann ætla að taka sér góðan tíma í viðræðurnar. „Fyrst er bara að ná lendingu og við tökum okkur allan þann tíma sem við þurfum til þess. Undir eru næstu fjögur ár og nokkrir dagar til eða frá skipta engu í því stóra samhengi,“ segir Einar. „Aðalatriðið er það að svara kalli kjósenda um breytingar og Framsókn ætlar að setja mark sitt á þennan meirihluta sem verið er að mynda núna. Við erum af heilindum í þessu samtali og ég skynja það að allir flokkar eru að horfa björtum augum til næstu fjögurra ára og eru metnaðarfullir í því að ná samstöðu um þessi grundvallarmál.“ Reykjavík Borgarstjórn Sveitarstjórnarkosningar 2022 Reykjavíkurflugvöllur Viðreisn Framsóknarflokkurinn Samfylkingin Píratar Tengdar fréttir Ræða ekki um embættin fyrr en málefnin eru klár Vonir standa til þess að niðurstaða fáist í meirihlutaviðræður Framsóknar, Samfylkingar, Pírata og Viðreisnar á næstu dögum. Ekki hefur verið rætt um hver verður borgarstjóri, en það verður gert þegar flokkarnir þrír hafa náð niðurstöðu um öll málefni. Oddviti Viðreisnar er bjartsýnn á að viðræðurnar muni skila málefnasáttmála milli flokkanna. 27. maí 2022 21:56 Rjómablíða í borginni liðkaði fyrir viðræðum Alexandra Briem, borgarfulltrúi Pírata, segir að meirihlutaviðræður í Reykavík gangi vel. Hún leyfir sér að vera bjartsýn á að flokkarnir nái saman, en treystir sér ekki til að segja hvenær það verði. 26. maí 2022 19:07 Einar segir að ákalli kjósenda um breytingar í Reykjavík verði svarað Formlegar meirihlutaviðræður hófust í Reykjavík í dag. Oddviti Framsóknarflokksins segir að ákalli kjósenda um breytingar verði svarað. En í samningaviðræðum verði allir að gefa eitthvað eftir. 25. maí 2022 18:31 Mest lesið Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Innlent Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Erlent Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Erlent Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Innlent Eins og að vera fangi í eigin líkama Innlent Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Innlent Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Innlent Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Innlent Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Innlent Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent Fleiri fréttir Besta maíveður í manna minnum og ungir ofurhugar Varað við bikblæðingum um land allt Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Tilraun með ræktun hveitis á Íslandi gefur góð fyrirheit Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Ekki hissa á góðu gengi Ísrael og innsetningarmessa páfans Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Staðan í hagkerfinu og alþjóðamálin Eins og að vera fangi í eigin líkama Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Sjá meira
„Þessi mál eru enn bara öll í skoðun og umræðu, það þarf líka að sækja gögn inn í borgarkerfið og sjá heildarmyndina eftir því sem við ræðum með ítarlegri hætti um þessi mál,“ segir Einar Þorsteinsson oddviti Framsóknarflokksins í borginni. Framsókn, Samfylkingin, Píratar og Viðreisn hafa verið í formlegum meirihlutaviðræðum í Reykjavík í fimm daga en Einar segir að engin endanleg niðurstaða hafi náðst í neinum málaflokka. Málin séu öll enn í umræðu. Þá sé ekki búið að úthluta formennsku í borgarráðum til ákveðinna flokka. Eru komin einhver drög að því hverjir fara með formennsku í ákveðnum ráðum? „Nei, við höfum bara verið að ræða málefnin,“ segir Einar. Sigurður Ingi Jóhannsson formaður Framsóknarflokksins og innviðaráðherra sagði á fimmtudag að tímabært sé að dusta rykið af áformum um nýja flugstöð á Reykjavíkurflugvelli. Einar segir það ekki hafa komið til umræðu. „Nei, það hefur ekki komið til tals.“ Kjörtímabili borgarstjórnar, sem kosin var fyrir fjórum árum, lýkur í dag og nýtt kjörtímabil hefst á morgun. Fyrsti fundur nýrrar borgarstjórnar verður 7. júní næstkomandi en Einar segir meirihlutann ætla að taka sér góðan tíma í viðræðurnar. „Fyrst er bara að ná lendingu og við tökum okkur allan þann tíma sem við þurfum til þess. Undir eru næstu fjögur ár og nokkrir dagar til eða frá skipta engu í því stóra samhengi,“ segir Einar. „Aðalatriðið er það að svara kalli kjósenda um breytingar og Framsókn ætlar að setja mark sitt á þennan meirihluta sem verið er að mynda núna. Við erum af heilindum í þessu samtali og ég skynja það að allir flokkar eru að horfa björtum augum til næstu fjögurra ára og eru metnaðarfullir í því að ná samstöðu um þessi grundvallarmál.“
Reykjavík Borgarstjórn Sveitarstjórnarkosningar 2022 Reykjavíkurflugvöllur Viðreisn Framsóknarflokkurinn Samfylkingin Píratar Tengdar fréttir Ræða ekki um embættin fyrr en málefnin eru klár Vonir standa til þess að niðurstaða fáist í meirihlutaviðræður Framsóknar, Samfylkingar, Pírata og Viðreisnar á næstu dögum. Ekki hefur verið rætt um hver verður borgarstjóri, en það verður gert þegar flokkarnir þrír hafa náð niðurstöðu um öll málefni. Oddviti Viðreisnar er bjartsýnn á að viðræðurnar muni skila málefnasáttmála milli flokkanna. 27. maí 2022 21:56 Rjómablíða í borginni liðkaði fyrir viðræðum Alexandra Briem, borgarfulltrúi Pírata, segir að meirihlutaviðræður í Reykavík gangi vel. Hún leyfir sér að vera bjartsýn á að flokkarnir nái saman, en treystir sér ekki til að segja hvenær það verði. 26. maí 2022 19:07 Einar segir að ákalli kjósenda um breytingar í Reykjavík verði svarað Formlegar meirihlutaviðræður hófust í Reykjavík í dag. Oddviti Framsóknarflokksins segir að ákalli kjósenda um breytingar verði svarað. En í samningaviðræðum verði allir að gefa eitthvað eftir. 25. maí 2022 18:31 Mest lesið Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Innlent Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Erlent Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Erlent Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Innlent Eins og að vera fangi í eigin líkama Innlent Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Innlent Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Innlent Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Innlent Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Innlent Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent Fleiri fréttir Besta maíveður í manna minnum og ungir ofurhugar Varað við bikblæðingum um land allt Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Tilraun með ræktun hveitis á Íslandi gefur góð fyrirheit Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Ekki hissa á góðu gengi Ísrael og innsetningarmessa páfans Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Staðan í hagkerfinu og alþjóðamálin Eins og að vera fangi í eigin líkama Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Sjá meira
Ræða ekki um embættin fyrr en málefnin eru klár Vonir standa til þess að niðurstaða fáist í meirihlutaviðræður Framsóknar, Samfylkingar, Pírata og Viðreisnar á næstu dögum. Ekki hefur verið rætt um hver verður borgarstjóri, en það verður gert þegar flokkarnir þrír hafa náð niðurstöðu um öll málefni. Oddviti Viðreisnar er bjartsýnn á að viðræðurnar muni skila málefnasáttmála milli flokkanna. 27. maí 2022 21:56
Rjómablíða í borginni liðkaði fyrir viðræðum Alexandra Briem, borgarfulltrúi Pírata, segir að meirihlutaviðræður í Reykavík gangi vel. Hún leyfir sér að vera bjartsýn á að flokkarnir nái saman, en treystir sér ekki til að segja hvenær það verði. 26. maí 2022 19:07
Einar segir að ákalli kjósenda um breytingar í Reykjavík verði svarað Formlegar meirihlutaviðræður hófust í Reykjavík í dag. Oddviti Framsóknarflokksins segir að ákalli kjósenda um breytingar verði svarað. En í samningaviðræðum verði allir að gefa eitthvað eftir. 25. maí 2022 18:31