Raddlausar þúsundir - Skipta hundrað þúsund atkvæði engu? Dr. Hallfríður Þórarinsdóttir skrifar 28. maí 2022 14:00 Rúmlega hundrað þúsund manns höfðu enga rödd í síðustu sveitarstjórnarkosningum. Er þetta ekki eitthvað rugl? Nei, aldeilis ekki. Í kjölfar nýliðinna sveitarstjórnakosninga vakti athygli hversu kjörsókn var dræm. Spyrja má hvort leti, sinnuleysi, áhugaleysi eða „málefnaskortur, nánast málefnafátækt“ skýri hvers vegna yfir hundrað þúsund atkvæði skiluðu sér ekki í kjörkassana. Skoðum þetta aðeins betur. Það hafa aldrei hafa færri kjósendur skilað sér í kjörklefana og s.l. kjördag og fór kjörsókn á landsvísu niður í 63%. Til samanburðar, var kosningaþátttaka í sveitarstjórnarkosningum 83% á landsvísu árið 2002. Á þeim tuttugu árum, sem liðin eru hefur kosningaþátttaka til sveitarstjórna því minnkað sem nemur einu prósenti á ári að jafnaði. Hvað veldur? Hafa kjósendur ekki áhuga á þátttöku í pólitískri ákvarðanatöku í nærumhverfi sínu? Má vera að eitthvað sé til í því en það er þó ekki nema hluti skýringarinnar. Í alþingiskosningum s.l. haust var kosningaþátttaka 80% og var um tæplega 88% í þingkosningum 20o3 og hefur kjörsókn þar því aðeins lækkað þar um 7% á tæpum tuttugu árum. Þrátt fyrir þessa lækkun er kjörsókn í þingkosningum afar há miðað við nágrannalöndin og er það vel. Það er líka þekkt erlendis frá að þátttaka í sveitarstjórnarkosningum er lægri en í þingkosningum og hefur farið lækkandi undanfarna áratugi. En lítum okkur nær hvað veldur því að um tuttugu prósenta munur er á kjörsókn til sveitarstjórna annars vegar og þingkosninga hins vegar? Eru landsmálin svona spennandi en pólitíkin heima í héraði óspennandi? Metfjölgun innflytjenda og met samdráttur í kosningaþátttöku Á s.l. tuttugu árum hefur tala innflytjenda vaxið um 85% sem eru mestu lýðfræðilegu breytingar sem um getur í gjörvallri Íslandssögunni. Þeir eru nú um 17% allra landsmanna að annarri kynslóð meðtalinni. Innflytjendur eru um fimmtungur allra á vinnumarkaði, þá er að finna í matvöruverslunum, á leikskólum, sjúkrahúsum, veitingastöðum, hótelum, í byggingageiranum og víða annarsstaðar. Íslenskt samfélag gæti hreinlega ekki fúnkerað án framlags þeirra. Það sem meira er þá eru þeir ekki bara vinnuafl, líkt og sumir virðast halda. Þeir eru manneskjur sem eru sannarlega sestar hér að til frambúðar. Eiga hér heimili og ala börnin sín upp hér og skapa þeim gott líf. Innflytjendur eru dreifðir víða um landið búa á höfuðborgarsvæðinu, í litlum og stærri sveitarfélögum. Hæsta hlutfall innflytjenda í stóru bæjarfélagi, er í Reykjanesbæ – með um tuttugu þúsund íbúa - þar sem þriðji hver íbúi er aðfluttur erlendis frá. Þar hefur kosningaþátttaka í bæjarstjórnarkosningum farið úr tæplega 85% árið 20o2 niður í 47% í nýliðnum kosningum, sem er næstum fjörutíu prósenta hrun. Á þessu sama tímabili hefur íbúatalan tvöfaldast og innflytjendum fjölgað úr 3% í 30% bæjarbúa. Ljóst er að margþættar og áður óþekktar áskoranir fylgja örri fjölgun innflytjenda og hljóta að skapa mikið álag á nærsamfélagið og þjónustu sveitarfélagsins. Kosningaþátttaka aðfluttra innflytjenda er ein þeirra. Kosningaþátttaka vigtar sannarlega Það voru vissulega góð tíðindi þegar kosningalög voru liðkuð á síðasta ári til að koma til móts við innflytjendur. Nú fá þeir allir kosningarétt í sveitarstjórnarkosningum eftir þriggja ára samfellda búsetu í landinu í stað fimm ára. Norðurlandabúar eru þó enn sem fyrr í forréttindahópi, þurftu áður þriggja ára samfellda búsetu en enga núna fyrir sveitastjórnarkosningar. Kjörgengi til þingkosninga hafa aðeins þeir sem eru með íslenskt ríkisfang. Meginþorri innflytjenda á Íslandi – a.m.k. þrír fjórðu – eru frá Evrópusambandsríkjum, og því ekki mikill hvati til að sækja um íslenskt ríkisfang þar sem þeir njóta hér allra annarra borgaralegra réttinda. Af innflytjendum á Íslandi eru því aðeins um tuttugu prósent með íslenskt ríkisfang og kosningarétt í þingkosningum. Getur verið að sú staðreynd – tiltölulega fá atkvæði - skýri út almennt áhugaleysi og deyfð alþingis gagnvart stöðu og samþættingu (e. integration) innflytjenda inn í samfélagið? Í sveitarstjórnakosningunum 2018 höfðu tæplega tuttugu og fjögur þúsund innflytjendur kjörgengi en tæplega fjörutíu og átta þúsund í nýliðnum kosningum samkvæmt tölum Hagstofu Íslands. Það munar sannarlega um þessi atkvæði – og ekki síður viðhorf alls þessa fólks til nærsamfélagsins að ógleymdri þeirri vigt, sem felst í félagslegri virkni þeirra. Tölur um kosningaþátttöku innflytjenda í sveitarstjórnarkosningum 14. maí s.l. liggja ekki fyrir né heldur skoðanakannanir um kosningaþátttöku þeirra. Engu að síður má leiða að því líkum að töluverður hluti þess kosningabæra fólks, sem ekki nýtti sér atkvæði sitt á kjördag, hafi verið innflytjendur. Reyndu framboðsflokkar að ná til þessara kjósenda, kynna þeim málefni sín? Eða voru málefnin hreinlega ekki að höfða til þeirra? Er hugarfar gestgjafa opið eða lokað? Þó stjórnvöld hafi gengt upplýsingaskyldu sinni og sett fram upplýsingar á ensku um kosningar m.a. á heimasíðu stjórnarráðsins, Þjóðskrár og Fjölmenningarseturs er afar hæpið að þær hafi náð til meirihluta þessa fjölbreytta hóps kjósenda. Er við innflytjendur að sakast eða erum við heimamenn ábyrgð hér? Ég er á því að ábyrgðin liggi ekki síst meðal heimamanna. Það dugar skammt að setja upplýsingar á opinberar vefsíður ef því er ekki fylgt eftir að þær nái markhópnum sem þær eru ætlaðar. Pólitísk framboð verða líka að leggja sig í framkróka um að ná til þessara kjósenda kynna sér hvaða mál brenna á þeim ef þeim er í mun að sinna þörfum þeirra. Kosningarétturinn er einn af hornsteinum lýðræðisins. Að fá að kjósa sér pólitíska leiðtoga eru ein af grundvallarréttindum allra borgara lýðræðissamfélaga eins og flestir vita. Ef heimamenn vilja í raun og sann taka innflytjendur inn í samfélagið til virkrar þátttöku þ.m.t. kosningaþátttöku þá þarf heldur betur að láta verkin tala. Fagurgali og lof á hátíðarstundum duga skammt. Passíf útilokun og aðskilnaðarstefna Það er lykilatriði fyrir velferð allra, hvort heldur bæjarbúa í einstökum bæjarfélögum eða samfélagsins í heild að innflytjendur verði virkir þátttakendur. Ef það er ekki gert er hætta á þeir einangrist og verði útundan. Slíkt afskiptaleysi kemur harðast niður á börnum innflytjenda s.k. annarri kynslóð. Hér þarf ríkið að styðja dyggilega við bakið á sveitarfélögum, styðja þau í því að virkja innflytjendur til félagslegrar þátttöku, því ekkert gerist þar af sjálfu sér frekar en annarsstaðar. Að hvetja innflytjendur til að nýta sér kosningaréttinn er einn liður í átt að virkni og samþættingu. Heimamenn eru hliðverðir, sem halda dyrunum að samfélaginu opnum eða lokuðum fyrir aðfluttu fólki. Sinnu- og áhugaleysi heimamanna á þátttöku og samþættingu innflytjenda inn í íslenskt samfélag er dauðans alvara og í raun ekkert annað en passíf útilokun og aðskilnaðarstefna = hliðverðirnir loka. Afleiðingar þess geta orðið samfélaginu afar dýrkeyptar. Er það sú framtíðarsýn sem íbúar þessa lands ala í brjósti sínu? Ef ekki, þá er tíminn til að gera eitthvað í málunum: núna. Höfundur er mannfræðingur og framkvæmdastjóri Mirru rannsóknar- og fræðsluseturs um menningarlegan margbreytileika og innflytjendamál. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sveitarstjórnarkosningar 2022 Innflytjendamál Skoðun: Kosningar 2022 Mest lesið „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson Skoðun Öndum rólega Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Þau sem hlaupa í átt að hættunni þegar aðrir flýja Gísli Rafn Ólafsson Skoðun Er einnig von á góðakstri Strætó í ár? Stefán Hrafn Jónsson Skoðun Fágætir dýrgripir í Vestmannaeyjum Gunnar Salvarsson Skoðun Ferðumst saman í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir Skoðun Nýtt landsframlag – og hvað svo? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir Skoðun Þúsundir barna bætast við umferðina Hrefna Sigurjónsdóttir Skoðun Garðurinn okkar fyllist af illgresi Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun Garðurinn okkar fyllist af illgresi Davíð Bergmann skrifar Skoðun Nýtt landsframlag – og hvað svo? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Fágætir dýrgripir í Vestmannaeyjum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Er einnig von á góðakstri Strætó í ár? Stefán Hrafn Jónsson skrifar Skoðun Ferðumst saman í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Þúsundir barna bætast við umferðina Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þau sem hlaupa í átt að hættunni þegar aðrir flýja Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Öndum rólega Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Réttur barna versus veruleiki Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Framtíð villta laxins hangir á bláþræði Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson skrifar Skoðun Við lifum ekki á tíma fasisma Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar Skoðun Ætlar ríkið að stuðla að aukinni tóbaksneyslu á Íslandi? Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Bílastæðavandi í Reykjavík – tími til aðgerða Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Þakkir til Sivjar Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Fráleit túlkun á fornum texta breytir ekki staðreyndum Ómar Torfason skrifar Skoðun Betri strætó strax í dag Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Viltu skilja bílinn eftir heima? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvaða framtíð bíður barna okkar árið 2050? Hafdís Hanna Ægisdóttir skrifar Skoðun Metabolic Psychiatry: Ný nálgun í geðlækningum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Skoðun Af hverju skiptir vökvagjöf okkur svona miklu máli? Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Sjá meira
Rúmlega hundrað þúsund manns höfðu enga rödd í síðustu sveitarstjórnarkosningum. Er þetta ekki eitthvað rugl? Nei, aldeilis ekki. Í kjölfar nýliðinna sveitarstjórnakosninga vakti athygli hversu kjörsókn var dræm. Spyrja má hvort leti, sinnuleysi, áhugaleysi eða „málefnaskortur, nánast málefnafátækt“ skýri hvers vegna yfir hundrað þúsund atkvæði skiluðu sér ekki í kjörkassana. Skoðum þetta aðeins betur. Það hafa aldrei hafa færri kjósendur skilað sér í kjörklefana og s.l. kjördag og fór kjörsókn á landsvísu niður í 63%. Til samanburðar, var kosningaþátttaka í sveitarstjórnarkosningum 83% á landsvísu árið 2002. Á þeim tuttugu árum, sem liðin eru hefur kosningaþátttaka til sveitarstjórna því minnkað sem nemur einu prósenti á ári að jafnaði. Hvað veldur? Hafa kjósendur ekki áhuga á þátttöku í pólitískri ákvarðanatöku í nærumhverfi sínu? Má vera að eitthvað sé til í því en það er þó ekki nema hluti skýringarinnar. Í alþingiskosningum s.l. haust var kosningaþátttaka 80% og var um tæplega 88% í þingkosningum 20o3 og hefur kjörsókn þar því aðeins lækkað þar um 7% á tæpum tuttugu árum. Þrátt fyrir þessa lækkun er kjörsókn í þingkosningum afar há miðað við nágrannalöndin og er það vel. Það er líka þekkt erlendis frá að þátttaka í sveitarstjórnarkosningum er lægri en í þingkosningum og hefur farið lækkandi undanfarna áratugi. En lítum okkur nær hvað veldur því að um tuttugu prósenta munur er á kjörsókn til sveitarstjórna annars vegar og þingkosninga hins vegar? Eru landsmálin svona spennandi en pólitíkin heima í héraði óspennandi? Metfjölgun innflytjenda og met samdráttur í kosningaþátttöku Á s.l. tuttugu árum hefur tala innflytjenda vaxið um 85% sem eru mestu lýðfræðilegu breytingar sem um getur í gjörvallri Íslandssögunni. Þeir eru nú um 17% allra landsmanna að annarri kynslóð meðtalinni. Innflytjendur eru um fimmtungur allra á vinnumarkaði, þá er að finna í matvöruverslunum, á leikskólum, sjúkrahúsum, veitingastöðum, hótelum, í byggingageiranum og víða annarsstaðar. Íslenskt samfélag gæti hreinlega ekki fúnkerað án framlags þeirra. Það sem meira er þá eru þeir ekki bara vinnuafl, líkt og sumir virðast halda. Þeir eru manneskjur sem eru sannarlega sestar hér að til frambúðar. Eiga hér heimili og ala börnin sín upp hér og skapa þeim gott líf. Innflytjendur eru dreifðir víða um landið búa á höfuðborgarsvæðinu, í litlum og stærri sveitarfélögum. Hæsta hlutfall innflytjenda í stóru bæjarfélagi, er í Reykjanesbæ – með um tuttugu þúsund íbúa - þar sem þriðji hver íbúi er aðfluttur erlendis frá. Þar hefur kosningaþátttaka í bæjarstjórnarkosningum farið úr tæplega 85% árið 20o2 niður í 47% í nýliðnum kosningum, sem er næstum fjörutíu prósenta hrun. Á þessu sama tímabili hefur íbúatalan tvöfaldast og innflytjendum fjölgað úr 3% í 30% bæjarbúa. Ljóst er að margþættar og áður óþekktar áskoranir fylgja örri fjölgun innflytjenda og hljóta að skapa mikið álag á nærsamfélagið og þjónustu sveitarfélagsins. Kosningaþátttaka aðfluttra innflytjenda er ein þeirra. Kosningaþátttaka vigtar sannarlega Það voru vissulega góð tíðindi þegar kosningalög voru liðkuð á síðasta ári til að koma til móts við innflytjendur. Nú fá þeir allir kosningarétt í sveitarstjórnarkosningum eftir þriggja ára samfellda búsetu í landinu í stað fimm ára. Norðurlandabúar eru þó enn sem fyrr í forréttindahópi, þurftu áður þriggja ára samfellda búsetu en enga núna fyrir sveitastjórnarkosningar. Kjörgengi til þingkosninga hafa aðeins þeir sem eru með íslenskt ríkisfang. Meginþorri innflytjenda á Íslandi – a.m.k. þrír fjórðu – eru frá Evrópusambandsríkjum, og því ekki mikill hvati til að sækja um íslenskt ríkisfang þar sem þeir njóta hér allra annarra borgaralegra réttinda. Af innflytjendum á Íslandi eru því aðeins um tuttugu prósent með íslenskt ríkisfang og kosningarétt í þingkosningum. Getur verið að sú staðreynd – tiltölulega fá atkvæði - skýri út almennt áhugaleysi og deyfð alþingis gagnvart stöðu og samþættingu (e. integration) innflytjenda inn í samfélagið? Í sveitarstjórnakosningunum 2018 höfðu tæplega tuttugu og fjögur þúsund innflytjendur kjörgengi en tæplega fjörutíu og átta þúsund í nýliðnum kosningum samkvæmt tölum Hagstofu Íslands. Það munar sannarlega um þessi atkvæði – og ekki síður viðhorf alls þessa fólks til nærsamfélagsins að ógleymdri þeirri vigt, sem felst í félagslegri virkni þeirra. Tölur um kosningaþátttöku innflytjenda í sveitarstjórnarkosningum 14. maí s.l. liggja ekki fyrir né heldur skoðanakannanir um kosningaþátttöku þeirra. Engu að síður má leiða að því líkum að töluverður hluti þess kosningabæra fólks, sem ekki nýtti sér atkvæði sitt á kjördag, hafi verið innflytjendur. Reyndu framboðsflokkar að ná til þessara kjósenda, kynna þeim málefni sín? Eða voru málefnin hreinlega ekki að höfða til þeirra? Er hugarfar gestgjafa opið eða lokað? Þó stjórnvöld hafi gengt upplýsingaskyldu sinni og sett fram upplýsingar á ensku um kosningar m.a. á heimasíðu stjórnarráðsins, Þjóðskrár og Fjölmenningarseturs er afar hæpið að þær hafi náð til meirihluta þessa fjölbreytta hóps kjósenda. Er við innflytjendur að sakast eða erum við heimamenn ábyrgð hér? Ég er á því að ábyrgðin liggi ekki síst meðal heimamanna. Það dugar skammt að setja upplýsingar á opinberar vefsíður ef því er ekki fylgt eftir að þær nái markhópnum sem þær eru ætlaðar. Pólitísk framboð verða líka að leggja sig í framkróka um að ná til þessara kjósenda kynna sér hvaða mál brenna á þeim ef þeim er í mun að sinna þörfum þeirra. Kosningarétturinn er einn af hornsteinum lýðræðisins. Að fá að kjósa sér pólitíska leiðtoga eru ein af grundvallarréttindum allra borgara lýðræðissamfélaga eins og flestir vita. Ef heimamenn vilja í raun og sann taka innflytjendur inn í samfélagið til virkrar þátttöku þ.m.t. kosningaþátttöku þá þarf heldur betur að láta verkin tala. Fagurgali og lof á hátíðarstundum duga skammt. Passíf útilokun og aðskilnaðarstefna Það er lykilatriði fyrir velferð allra, hvort heldur bæjarbúa í einstökum bæjarfélögum eða samfélagsins í heild að innflytjendur verði virkir þátttakendur. Ef það er ekki gert er hætta á þeir einangrist og verði útundan. Slíkt afskiptaleysi kemur harðast niður á börnum innflytjenda s.k. annarri kynslóð. Hér þarf ríkið að styðja dyggilega við bakið á sveitarfélögum, styðja þau í því að virkja innflytjendur til félagslegrar þátttöku, því ekkert gerist þar af sjálfu sér frekar en annarsstaðar. Að hvetja innflytjendur til að nýta sér kosningaréttinn er einn liður í átt að virkni og samþættingu. Heimamenn eru hliðverðir, sem halda dyrunum að samfélaginu opnum eða lokuðum fyrir aðfluttu fólki. Sinnu- og áhugaleysi heimamanna á þátttöku og samþættingu innflytjenda inn í íslenskt samfélag er dauðans alvara og í raun ekkert annað en passíf útilokun og aðskilnaðarstefna = hliðverðirnir loka. Afleiðingar þess geta orðið samfélaginu afar dýrkeyptar. Er það sú framtíðarsýn sem íbúar þessa lands ala í brjósti sínu? Ef ekki, þá er tíminn til að gera eitthvað í málunum: núna. Höfundur er mannfræðingur og framkvæmdastjóri Mirru rannsóknar- og fræðsluseturs um menningarlegan margbreytileika og innflytjendamál.
Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson Skoðun
Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar
Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar
Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar
Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson Skoðun