Ræða ekki um embættin fyrr en málefnin eru klár Vésteinn Örn Pétursson skrifar 27. maí 2022 21:56 Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, oddviti Viðreisnar, segir góðan gang í meirihlutaviðræðum síns flokks, Samfylkingar, Framsóknar og Pírata. Vísir/Vilhelm Vonir standa til þess að niðurstaða fáist í meirihlutaviðræður Framsóknar, Samfylkingar, Pírata og Viðreisnar á næstu dögum. Ekki hefur verið rætt um hver verður borgarstjóri, en það verður gert þegar flokkarnir þrír hafa náð niðurstöðu um öll málefni. Oddviti Viðreisnar er bjartsýnn á að viðræðurnar muni skila málefnasáttmála milli flokkanna. „Það hefur bara gengið mjög vel. Þetta er nú dagur númer þrjú hjá okkur. Við erum búin að ræða nýsköpunarmál og atvinnumál, og erum að fara að byrja að ræða loftslagsmál núna,“ segir Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, oddviti Viðreisnar, í samtali við fréttastofu. Og hvernig hefur grundvöllurinn verið í þessum málaflokkum, eruð þið sammála? „Það er ákveðinn þéttleiki á málefnunum hjá okkur, sem við vissum fyrir. Þetta hefur bara gengið vel. Það eru allir að koma með sínar hugmyndir að borðinu og ég held að við megum vænta breytinga,“ segir Þórdís Lóa. Hún segist þó ekki vilja gefa upp í hverju þær breytingar felast, fyrr en málefnasamningur hefur verið undirritaður. „En ég er bara nokkuð bjartsýn,“ segir Þórdís Lóa. Hryggjarstykkið í stefnumálum flokkanna sé gott. Hún telji ekki ástæðu til annars en að flokkarnir tali sig saman um málefnin og myndi meirihluta. „En það er aldrei búið fyrr en það er búið.“ Ræða ekki embætti fyrr en í lokin Fulltrúar Framsóknar hafa boðað breytingar í borginni og ítrekað að ef gengið yrði til samstarfs við Samfylkingu, Pírata og Viðreisn væri ekki verið að reisa við meirihlutann sem féll í kosningunum. Þórdís Lóa er sammála þessu, en segir viðræðurnar þó ekki snúast um að aðilar gefi eitthvað eftir til hinna. „Þetta snýst bara um að við erum á nýjum tíma, með nýtt upphaf fyrir framan okkur. Samt er þetta sama þjónustan, við erum enn að tala um skólamál, velferðarmál, málefni barna og svo framvegis. Við bara mætumst í okkar hugmyndafræði og aðferðafræði.“ Fyrsti fundur nýrrar borgarstjórnar verður 7. júní, sem er ákveðið tímamark sem flokkar í meirihlutaviðræðum verða að miða við. „En mér sýnist nú á öllu að við náum að fara í gegnum málefnin á næstu dögum. Þá mun taka smá tíma að ganga frá texta og ýmislegt. Við gáfum okkur að þetta væri vika, tíu dagar, en það er meira svona skot út í loftið. Það er besta gisk sem við getum gefið okkur,“ segir Þórdís Lóa. Eruð þið farin að ræða embættin, borgarstjóra og fleira? „Nei. Við munum ekkert ræða það fyrr en í lokin.“ Sveitarstjórnarkosningar 2022 Viðreisn Píratar Framsóknarflokkurinn Samfylkingin Reykjavík Borgarstjórn Mest lesið Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Erlent Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Innlent Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent Dóra Björt stefnir á formanninn Innlent Fleiri fréttir Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Sjá meira
„Það hefur bara gengið mjög vel. Þetta er nú dagur númer þrjú hjá okkur. Við erum búin að ræða nýsköpunarmál og atvinnumál, og erum að fara að byrja að ræða loftslagsmál núna,“ segir Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, oddviti Viðreisnar, í samtali við fréttastofu. Og hvernig hefur grundvöllurinn verið í þessum málaflokkum, eruð þið sammála? „Það er ákveðinn þéttleiki á málefnunum hjá okkur, sem við vissum fyrir. Þetta hefur bara gengið vel. Það eru allir að koma með sínar hugmyndir að borðinu og ég held að við megum vænta breytinga,“ segir Þórdís Lóa. Hún segist þó ekki vilja gefa upp í hverju þær breytingar felast, fyrr en málefnasamningur hefur verið undirritaður. „En ég er bara nokkuð bjartsýn,“ segir Þórdís Lóa. Hryggjarstykkið í stefnumálum flokkanna sé gott. Hún telji ekki ástæðu til annars en að flokkarnir tali sig saman um málefnin og myndi meirihluta. „En það er aldrei búið fyrr en það er búið.“ Ræða ekki embætti fyrr en í lokin Fulltrúar Framsóknar hafa boðað breytingar í borginni og ítrekað að ef gengið yrði til samstarfs við Samfylkingu, Pírata og Viðreisn væri ekki verið að reisa við meirihlutann sem féll í kosningunum. Þórdís Lóa er sammála þessu, en segir viðræðurnar þó ekki snúast um að aðilar gefi eitthvað eftir til hinna. „Þetta snýst bara um að við erum á nýjum tíma, með nýtt upphaf fyrir framan okkur. Samt er þetta sama þjónustan, við erum enn að tala um skólamál, velferðarmál, málefni barna og svo framvegis. Við bara mætumst í okkar hugmyndafræði og aðferðafræði.“ Fyrsti fundur nýrrar borgarstjórnar verður 7. júní, sem er ákveðið tímamark sem flokkar í meirihlutaviðræðum verða að miða við. „En mér sýnist nú á öllu að við náum að fara í gegnum málefnin á næstu dögum. Þá mun taka smá tíma að ganga frá texta og ýmislegt. Við gáfum okkur að þetta væri vika, tíu dagar, en það er meira svona skot út í loftið. Það er besta gisk sem við getum gefið okkur,“ segir Þórdís Lóa. Eruð þið farin að ræða embættin, borgarstjóra og fleira? „Nei. Við munum ekkert ræða það fyrr en í lokin.“
Sveitarstjórnarkosningar 2022 Viðreisn Píratar Framsóknarflokkurinn Samfylkingin Reykjavík Borgarstjórn Mest lesið Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Erlent Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Innlent Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent Dóra Björt stefnir á formanninn Innlent Fleiri fréttir Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Sjá meira
Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda
Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent