Líklegt að Bandaríkin verði við heitustu vopnaósk Úkraínumanna Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 26. maí 2022 23:31 Hér sést svokallað HIMARS-eldflaugakerfi, eitt af þeim eldflaugakerfum sem ríkisstjórn Bandaríkjanan íhugar sterklega að senda til Úkraínu. Þessi mynd er tekin á Filipps-eyjum. Dondi Tawatao/Getty Images) Ríkisstjórn Joe Biden Bandaríkjaforseta er talin mjög líkleg til að verða við óskum úkraínskra yfirvalda um að senda háþróuð langdræg eldflaugakerfi til Úkraínu. Á sama tíma hafa bandarískir embættismenn rætt við úkraínska kollega sína um hvaða hættur fylgi því að gera árásir á rússnesk landsvæði. CNN greinir frá því að Bandaríkjastjórn sé mjög nálægt því að verða við heitustu ósk Úkraínumanna þegar kemur að vopnasendingum. Volódímir Selenskí Úkraínuforseti, sem og aðrir embættismenn Úkraínu, hafa ítrekað óskir sínar um að fá svokölluð MLSR- og HIMARS eldflaugakerfi til Úkraínu. Hafa rætt við Úkraínumenn um hættuna sem fylgir því að gera árásir á Rússland Um er að ræða eldflaugakerfi sem getur skotið fjölmörgum eldflaugum á skömmum tíma hundruð kílómetra. Kerfin eru mun þróaðri en þau kerfi sem úkraínski herinn býr yfir. Vilja Úkraínumenn meina að sending af slíku eldflaugakerfi gæti snúið stríðinu Úkraínu í vil. Úkraínumenn hafa einnig óskað eftir svokölluðu HIMARS-eldflaugakerfi, léttari og færanlegri útgáfu af MLSR-kerfinu. Úkraínumenn hafa að undanförnu kvartað yfir því að hafa lítt geta svarað tíðum loftárásum Rússa í austurhluta Úkraínu. Embættismenn í Bandaríkjunum hafa hingað til verið báðum áttum með að senda slík kerfi til Úkraínu, ekki síst vegna ótta um að Úkraínumenn myndu nota þau til að gera árásir á skotmörk í Rússlandi. Sergei Lavrov varaði einmitt við því í dag að vopnasendingar vestrænna ríkja sem myndu gera Úkraínumönnum kleift að framkvæma slíkar árásir myndu hafa afleiðingar. Þær myndu fela í sér óásættanlega stigmögnun. Reuters greinir frá því í kvöld að bandarískir embættismenn og kollegar þeirra á vesturlöndum hafi að undanförnu átt samræður við úkraínska embættismenn um þetta. Það er að ef gerðar yrðu árásir á rússneskt landsvæði gæti það haft alvarlegar afleiðingar í för með sér. Ekki búið að taka endanlega ákvörðun Í frétt Reuters kemur fram að bandarískir embættismenn telji að Úkraínumenn geti haft betur í stríðinu. Því sé kominn fram aukinn vilji til að senda þróaðri vopn til Úkraínu. Í frétt CNN kemur fram að ekki sé búið að ákveða að senda eldflaugakerfin til Úkraínu, en sem stendur hallist ríkisstjórnin frekar að því en ekki. Bandaríkin Hernaður Rússland Joe Biden Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Erlent Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Innlent „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Erlent Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu Innlent Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor Innlent Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Innlent 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Innlent Fleiri fréttir „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Neyðaraðstoð flæðir inn í Gasa Ian Watkins myrtur af samföngum Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Sjá meira
CNN greinir frá því að Bandaríkjastjórn sé mjög nálægt því að verða við heitustu ósk Úkraínumanna þegar kemur að vopnasendingum. Volódímir Selenskí Úkraínuforseti, sem og aðrir embættismenn Úkraínu, hafa ítrekað óskir sínar um að fá svokölluð MLSR- og HIMARS eldflaugakerfi til Úkraínu. Hafa rætt við Úkraínumenn um hættuna sem fylgir því að gera árásir á Rússland Um er að ræða eldflaugakerfi sem getur skotið fjölmörgum eldflaugum á skömmum tíma hundruð kílómetra. Kerfin eru mun þróaðri en þau kerfi sem úkraínski herinn býr yfir. Vilja Úkraínumenn meina að sending af slíku eldflaugakerfi gæti snúið stríðinu Úkraínu í vil. Úkraínumenn hafa einnig óskað eftir svokölluðu HIMARS-eldflaugakerfi, léttari og færanlegri útgáfu af MLSR-kerfinu. Úkraínumenn hafa að undanförnu kvartað yfir því að hafa lítt geta svarað tíðum loftárásum Rússa í austurhluta Úkraínu. Embættismenn í Bandaríkjunum hafa hingað til verið báðum áttum með að senda slík kerfi til Úkraínu, ekki síst vegna ótta um að Úkraínumenn myndu nota þau til að gera árásir á skotmörk í Rússlandi. Sergei Lavrov varaði einmitt við því í dag að vopnasendingar vestrænna ríkja sem myndu gera Úkraínumönnum kleift að framkvæma slíkar árásir myndu hafa afleiðingar. Þær myndu fela í sér óásættanlega stigmögnun. Reuters greinir frá því í kvöld að bandarískir embættismenn og kollegar þeirra á vesturlöndum hafi að undanförnu átt samræður við úkraínska embættismenn um þetta. Það er að ef gerðar yrðu árásir á rússneskt landsvæði gæti það haft alvarlegar afleiðingar í för með sér. Ekki búið að taka endanlega ákvörðun Í frétt Reuters kemur fram að bandarískir embættismenn telji að Úkraínumenn geti haft betur í stríðinu. Því sé kominn fram aukinn vilji til að senda þróaðri vopn til Úkraínu. Í frétt CNN kemur fram að ekki sé búið að ákveða að senda eldflaugakerfin til Úkraínu, en sem stendur hallist ríkisstjórnin frekar að því en ekki.
Bandaríkin Hernaður Rússland Joe Biden Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Erlent Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Innlent „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Erlent Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu Innlent Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor Innlent Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Innlent 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Innlent Fleiri fréttir „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Neyðaraðstoð flæðir inn í Gasa Ian Watkins myrtur af samföngum Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Sjá meira