Dásamlegt að vera sauðfjárbóndi Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 26. maí 2022 20:30 Herborg Sigríður, sem segir dásamlegt að vera sauðfjárbóndi á Íslandi. Magnús Hlynur Hreiðarsson Botnótt og golsótt lömb eru í miklu uppáhaldi hjá sauðfjárbónda á Bjarnarhöfn í Helgafellssveit á Snæfellsnesi en á búin eru fjögur hundruð og tuttugu fjár. Lömbin eru mörkuð tveggja daga gömul. Bærinn Bjarnarhöfn í Helgafellssveit stendur undir Bjarnarhafnarfjalli, sem rís stakt við mynni Hraunsfjarðar. Á staðnum er myndarlegt fjárbú, sem þau Brynjar Hildibrandsson og Herborg Sigríður Sigurðardóttir eiga og reka. Búið er mjög snyrtilegt að gaman að koma þar inn. Sauðburður er alveg að klárast og mikið af ánum komnar út á tún með lömbin sín. „Þetta er botnótt gimbur, þessi verður sett á í haust, hún bíður eftir því að komast út í góða veðrið. Það er uppáhalds liturinn minn og golsótt,“ segir Herborg Sigríður. Þrátt fyrir að sauðburður sé alltaf skemmtilegur tími þá segir Herborg hann mjög erfiðan og taka á. „Já, það er bara stanslaus viðvera hérna, svona 16 tíma á sólarhring, það er svona erfiðast, þreyttar fætur.“ Frjósemin hefur verið góð í fjárhúsinu, 1,9 lamb á kind, sem Herborg er mjög sátt við. Herborg Sigríður markar lömbin þegar þau eru tveggja daga gömul.Magnús Hlynur Hreiðarsson En hvernig er að vera sauðfjárbóndi í dag? „Það er bara gott, dásamlegt. Okkur leiddist ekkert í Covid og höfðum nóg að gera. Við vinnum bara svolítið með þessu. Þetta er svona hobbíið okkar þó að þær séu 420 í fjárhúsinu. Það þýðir engan barlóm, þá verður maður bara að fara að gera eitthvað annað,“ segir Herborg og brosir. Mikilvægur hlutur í sauðburði er að marka lömbin og skrá í framhaldinu upplýsingarnar um viðkomandi mark í tölvu. Þannig var það ekki í gamla daga. „Nei, þá var það bara vasahnífurinn, og þá mörkuðu ekki konur, var það, það var karlmannsverk,“ segir Herborg og hélt áfram að marka. Fjárhúsið á Bjarnarhöfn þar sem sauðburði er alveg að ljúka þessa dagana.Magnús Hlynur Hreiðarsson Helgafellssveit Landbúnaður Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Fleiri fréttir Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Sjá meira
Bærinn Bjarnarhöfn í Helgafellssveit stendur undir Bjarnarhafnarfjalli, sem rís stakt við mynni Hraunsfjarðar. Á staðnum er myndarlegt fjárbú, sem þau Brynjar Hildibrandsson og Herborg Sigríður Sigurðardóttir eiga og reka. Búið er mjög snyrtilegt að gaman að koma þar inn. Sauðburður er alveg að klárast og mikið af ánum komnar út á tún með lömbin sín. „Þetta er botnótt gimbur, þessi verður sett á í haust, hún bíður eftir því að komast út í góða veðrið. Það er uppáhalds liturinn minn og golsótt,“ segir Herborg Sigríður. Þrátt fyrir að sauðburður sé alltaf skemmtilegur tími þá segir Herborg hann mjög erfiðan og taka á. „Já, það er bara stanslaus viðvera hérna, svona 16 tíma á sólarhring, það er svona erfiðast, þreyttar fætur.“ Frjósemin hefur verið góð í fjárhúsinu, 1,9 lamb á kind, sem Herborg er mjög sátt við. Herborg Sigríður markar lömbin þegar þau eru tveggja daga gömul.Magnús Hlynur Hreiðarsson En hvernig er að vera sauðfjárbóndi í dag? „Það er bara gott, dásamlegt. Okkur leiddist ekkert í Covid og höfðum nóg að gera. Við vinnum bara svolítið með þessu. Þetta er svona hobbíið okkar þó að þær séu 420 í fjárhúsinu. Það þýðir engan barlóm, þá verður maður bara að fara að gera eitthvað annað,“ segir Herborg og brosir. Mikilvægur hlutur í sauðburði er að marka lömbin og skrá í framhaldinu upplýsingarnar um viðkomandi mark í tölvu. Þannig var það ekki í gamla daga. „Nei, þá var það bara vasahnífurinn, og þá mörkuðu ekki konur, var það, það var karlmannsverk,“ segir Herborg og hélt áfram að marka. Fjárhúsið á Bjarnarhöfn þar sem sauðburði er alveg að ljúka þessa dagana.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Helgafellssveit Landbúnaður Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Fleiri fréttir Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Sjá meira