Fólk þurfi ekki að örvænta þó álagið sé mikið: „Við sinnum öllum“ Fanndís Birna Logadóttir skrifar 26. maí 2022 13:00 Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra segir að verið sé að leita lausna til að bregðast við stöðunni. Vísir/Vilhelm Heilbrigðisráðherra segir það alvarlegt ef álag á bráðamóttöku bitnar á sjúklingum en ítrekar að öllum sé sinnt. Verið sé að skoða fjölbreyttar lausnir til að bregðast við stöðunni í heilbrigðiskerfinu en yfirvöld munu ekki láta úrbætur stranda á skorti á fjármunum Landspítalinn greindi frá því í gær að mikið álag væri á bráðamóttökunni í Fossvogi um þessar mundir og því mætti búast við langri bið eftir þjónustu vegna vægari slysa og veikinda. Hjalti Már Björnsson, yfirlæknir á bráðamóttökunni, sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær að það væri áhyggjuefni ef sjúklingar þyrftu að bíða í lengri tíma. „Við sinnum öllum“ Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra tekur undir þessar áhyggjur en hann segir mikið álag á öllu kerfinu. Þá fylgi árstímanum aukið álag. „Þetta er svona birtingamyndin þegar að sumarið kemur og allt fer á fleygiferð, þá eykst álagið á bráðamóttökuna. Þannig það er ýmislegt sem við þurfum að skoða í þessu,“ segir Willum um stöðuna. Verið er að skoða fjölbreyttar lausnir, til að mynda að auka flæði þegar fólk er búið að fá meðferð en þarf á endurhæfingu að halda, tryggja að laus hjúkrunarrými séu til staðar og mæta aukinni þörf á endurhæfingarrýmum. Þá þurfi að bæta verkferla og efla stöðu heilbrigðiskerfisins úti á landi. „Við eigum nú frábært starfsfólk og sérfræðinga sem reyna að vinna á þessu og greiða úr þessu, en við verðum líka á móti að styðja við fólkið og sjúklinga með því að leita lausna,“ segir Willum. Úrbætur stranda ekki á fjármunum Ítrekað er rætt um fjármögnunarvanda heilbrigðiskerfisins þegar málefni spítalans koma til tals en Willum segir að fjármagn ætti ekki að vera til fyrirstöðu að úrbætur séu gerðar. „Í stóru myndinni getum við alltaf notað meiri peninga, það er bara þannig með alla þjónustu, en við látum ekki úrbætur á þessu sviði stranda á fjármunum, það er alveg klárt,“ segir Willum. Fyrst og fremst sé um að ræða mönnunarvanda en mikið álag hefur verið á heilbrigðisstarfsmönnum, ekki síst eftir faraldurinn. Willum segir skiljanlegt að greint sé frá álaginu og að vísað sé í önnur úrræði en fólk þurfi ekki að örvænta. „Það er bara það sem skiptir öllu máli þegar við erum að skipuleggja heilbrigðisþjónustu að við hittum á réttan stað á réttum tíma, en við sinnum öllum. Það hefur Landspítalinn gert alla tíð og gerir áfram,“ segir Willum. Landspítalinn Heilbrigðismál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Biðla til lítið slasaðra og veikra að leita annað en á bráðamóttöku Landspítalinn varar við því að mikið álag sé nú á spítalanum og sérstaklega á bráðamóttökunni í Fossvogi. Forgangsraða þurfi því verkefnum eftir bráðleika og vísa fólki á önnur úrræði ef mögulegt er. 25. maí 2022 16:05 Mest lesið Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Sjá meira
Landspítalinn greindi frá því í gær að mikið álag væri á bráðamóttökunni í Fossvogi um þessar mundir og því mætti búast við langri bið eftir þjónustu vegna vægari slysa og veikinda. Hjalti Már Björnsson, yfirlæknir á bráðamóttökunni, sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær að það væri áhyggjuefni ef sjúklingar þyrftu að bíða í lengri tíma. „Við sinnum öllum“ Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra tekur undir þessar áhyggjur en hann segir mikið álag á öllu kerfinu. Þá fylgi árstímanum aukið álag. „Þetta er svona birtingamyndin þegar að sumarið kemur og allt fer á fleygiferð, þá eykst álagið á bráðamóttökuna. Þannig það er ýmislegt sem við þurfum að skoða í þessu,“ segir Willum um stöðuna. Verið er að skoða fjölbreyttar lausnir, til að mynda að auka flæði þegar fólk er búið að fá meðferð en þarf á endurhæfingu að halda, tryggja að laus hjúkrunarrými séu til staðar og mæta aukinni þörf á endurhæfingarrýmum. Þá þurfi að bæta verkferla og efla stöðu heilbrigðiskerfisins úti á landi. „Við eigum nú frábært starfsfólk og sérfræðinga sem reyna að vinna á þessu og greiða úr þessu, en við verðum líka á móti að styðja við fólkið og sjúklinga með því að leita lausna,“ segir Willum. Úrbætur stranda ekki á fjármunum Ítrekað er rætt um fjármögnunarvanda heilbrigðiskerfisins þegar málefni spítalans koma til tals en Willum segir að fjármagn ætti ekki að vera til fyrirstöðu að úrbætur séu gerðar. „Í stóru myndinni getum við alltaf notað meiri peninga, það er bara þannig með alla þjónustu, en við látum ekki úrbætur á þessu sviði stranda á fjármunum, það er alveg klárt,“ segir Willum. Fyrst og fremst sé um að ræða mönnunarvanda en mikið álag hefur verið á heilbrigðisstarfsmönnum, ekki síst eftir faraldurinn. Willum segir skiljanlegt að greint sé frá álaginu og að vísað sé í önnur úrræði en fólk þurfi ekki að örvænta. „Það er bara það sem skiptir öllu máli þegar við erum að skipuleggja heilbrigðisþjónustu að við hittum á réttan stað á réttum tíma, en við sinnum öllum. Það hefur Landspítalinn gert alla tíð og gerir áfram,“ segir Willum.
Landspítalinn Heilbrigðismál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Biðla til lítið slasaðra og veikra að leita annað en á bráðamóttöku Landspítalinn varar við því að mikið álag sé nú á spítalanum og sérstaklega á bráðamóttökunni í Fossvogi. Forgangsraða þurfi því verkefnum eftir bráðleika og vísa fólki á önnur úrræði ef mögulegt er. 25. maí 2022 16:05 Mest lesið Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Sjá meira
Biðla til lítið slasaðra og veikra að leita annað en á bráðamóttöku Landspítalinn varar við því að mikið álag sé nú á spítalanum og sérstaklega á bráðamóttökunni í Fossvogi. Forgangsraða þurfi því verkefnum eftir bráðleika og vísa fólki á önnur úrræði ef mögulegt er. 25. maí 2022 16:05