Ekkert eðlilegt við að fjölmiðlar gefi vinnu sína Eiður Þór Árnason skrifar 25. maí 2022 15:32 Trausti Hafliðason, ritstjóri Viðskiptablaðsins. Vísir/Vilhelm Viðskiptablaðið hefur takmarkað það magn efnis sem er aðgengilegt lesendum að endurgjaldslausu. Ritstjóri miðilsins segir ekkert eðlilegt við það að fjölmiðlar gefi vinnu sína og um sé að ræða mjög eðlilegt skref. Áfram verður frítt að lesa fréttir sem skrifaðar eru fyrir vef blaðsins en hér eftir munu einungis áskrifendur hafa aðgang að greinum úr tölublöðum Viðskiptablaðsins á vefnum. „Efni sem er unnið sérstaklega fyrir vefinn verður enn sem komið er opið fyrir öllum en þróunin er alveg augljóslega sú að með tímanum muntu einnig þurfa að vera áskrifandi til að nálgast það,“ segir Trausti Hafliðason, ritstjóri Viðskiptablaðsins, í samtali við Vísi. Ekki liggi fyrir hvenær það skref verði tekið. Nýr vefur Viðskiptablaðsins fór í loftið í seinustu viku. Trausti segir óeðlilegt að rukka áskrifendur fyrir aðgang að fréttum og gera svo stóran hluta þeirra aðgengilegan öllum á netinu, líkt og raunin hefur verið síðustu ár. „Vil viljum bara þjóna áskrifendum okkar betur og um leið stíga þetta fullkomlega eðlilega skref.“ Breytingin hafi verið lengi í farvatninu en haldist í hendur við þróun á nýjum vef Viðskiptablaðsins sem fór loks í loftið í seinustu viku. „Þetta er skref í þá átt sem fjölmiðlar um allan heim hafa verið að taka. Fjölmiðlar þrífast ekki nema þeir hafi tekjur og það er í rauninni ekkert eðlilegt við það að fjölmiðlar gefi vinnu sína sem þeir eru strangt til tekið að gera margir hverjir á hverjum degi,“ segir Trausti. Óæskilegt að fjölmiðlar séu á náð og miskunn ríkisins „Það ríkir náttúrulega mikill misskilningur varðandi RÚV í þessum efnum. Þó RÚV-vefurinn, sjónvarpsfréttir og allt efni þar sé opið öllum þá er hvert einasta mannsbarn 69 ára og yngri sem er með tekjur yfir 1,9 milljónir á ári að borga um átján þúsund krónur í áskrift á hverju einasta ári. Það er bara skylduáskrift sem enginn annar fjölmiðill býr að og þetta skekkir markaðinn,“ segir Trausti. Margar skýrslur hafi verið ritaðar síðustu áratugi sem sýni að ríkismiðillinn skekki íslenskan fjölmiðlamarkað með því að vera sömuleiðis á auglýsingamarkaði. „Síðan er það heldur ekkert æskilegt að einkareknir fjölmiðlar séu á náð og miskunn komnir með fjölmiðlastyrki sem við vitum ekkert hvernig muni þróast. Það er þá miklu nær að stíga bara skrefið eins og ríkisstjórnin hefur gefið út, það er að taka RÚV af auglýsingamarkaði,“ bætir Trausti við. Fleiri leita til áskrifenda Á seinustu árum hefur það færst í aukanna að miðlar reiði sig á áskriftartekjur í stað þess að byggja rekstur sinn einungis á auglýsingasölu. Trausti bendir á að Viðskiptablaðið sé í hópi með Morgunblaðinu, Stundinni, ferðavefnum Túrista og öðrum innlendum miðlum sem hafi byggt rekstur sinn upp með áskriftartekjum. Þá hafi Kjarninn og fleiri farið þá leið að halda öllu opnu en óska eftir styrkjum frá lesendum. Sömuleiðis hafi vakið athygli þegar Stöð 2 gerði kvöldfréttir sínar einungis aðgengilegar áskrifendum og viðskiptamiðilinn Innherji var kynntur til leiks á Vísi sem verður brátt áskriftarmiðill. „Allt segir þetta okkur að fjölmiðlarnir standa mjög höllum mæti gagnvart RÚV á þessum markaði,“ segir Trausti. Vonast hann til þess að breytingin hjá Viðskiptablaðinu komi til með að auka tekjur og efla miðilinn. Fjölmiðlar Neytendur Stafræn þróun Mest lesið Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Spá hressilegri vaxtalækkun Viðskipti innlent Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Viðskipti erlent Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Neytendur Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Viðskipti innlent Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Sjá meira
Áfram verður frítt að lesa fréttir sem skrifaðar eru fyrir vef blaðsins en hér eftir munu einungis áskrifendur hafa aðgang að greinum úr tölublöðum Viðskiptablaðsins á vefnum. „Efni sem er unnið sérstaklega fyrir vefinn verður enn sem komið er opið fyrir öllum en þróunin er alveg augljóslega sú að með tímanum muntu einnig þurfa að vera áskrifandi til að nálgast það,“ segir Trausti Hafliðason, ritstjóri Viðskiptablaðsins, í samtali við Vísi. Ekki liggi fyrir hvenær það skref verði tekið. Nýr vefur Viðskiptablaðsins fór í loftið í seinustu viku. Trausti segir óeðlilegt að rukka áskrifendur fyrir aðgang að fréttum og gera svo stóran hluta þeirra aðgengilegan öllum á netinu, líkt og raunin hefur verið síðustu ár. „Vil viljum bara þjóna áskrifendum okkar betur og um leið stíga þetta fullkomlega eðlilega skref.“ Breytingin hafi verið lengi í farvatninu en haldist í hendur við þróun á nýjum vef Viðskiptablaðsins sem fór loks í loftið í seinustu viku. „Þetta er skref í þá átt sem fjölmiðlar um allan heim hafa verið að taka. Fjölmiðlar þrífast ekki nema þeir hafi tekjur og það er í rauninni ekkert eðlilegt við það að fjölmiðlar gefi vinnu sína sem þeir eru strangt til tekið að gera margir hverjir á hverjum degi,“ segir Trausti. Óæskilegt að fjölmiðlar séu á náð og miskunn ríkisins „Það ríkir náttúrulega mikill misskilningur varðandi RÚV í þessum efnum. Þó RÚV-vefurinn, sjónvarpsfréttir og allt efni þar sé opið öllum þá er hvert einasta mannsbarn 69 ára og yngri sem er með tekjur yfir 1,9 milljónir á ári að borga um átján þúsund krónur í áskrift á hverju einasta ári. Það er bara skylduáskrift sem enginn annar fjölmiðill býr að og þetta skekkir markaðinn,“ segir Trausti. Margar skýrslur hafi verið ritaðar síðustu áratugi sem sýni að ríkismiðillinn skekki íslenskan fjölmiðlamarkað með því að vera sömuleiðis á auglýsingamarkaði. „Síðan er það heldur ekkert æskilegt að einkareknir fjölmiðlar séu á náð og miskunn komnir með fjölmiðlastyrki sem við vitum ekkert hvernig muni þróast. Það er þá miklu nær að stíga bara skrefið eins og ríkisstjórnin hefur gefið út, það er að taka RÚV af auglýsingamarkaði,“ bætir Trausti við. Fleiri leita til áskrifenda Á seinustu árum hefur það færst í aukanna að miðlar reiði sig á áskriftartekjur í stað þess að byggja rekstur sinn einungis á auglýsingasölu. Trausti bendir á að Viðskiptablaðið sé í hópi með Morgunblaðinu, Stundinni, ferðavefnum Túrista og öðrum innlendum miðlum sem hafi byggt rekstur sinn upp með áskriftartekjum. Þá hafi Kjarninn og fleiri farið þá leið að halda öllu opnu en óska eftir styrkjum frá lesendum. Sömuleiðis hafi vakið athygli þegar Stöð 2 gerði kvöldfréttir sínar einungis aðgengilegar áskrifendum og viðskiptamiðilinn Innherji var kynntur til leiks á Vísi sem verður brátt áskriftarmiðill. „Allt segir þetta okkur að fjölmiðlarnir standa mjög höllum mæti gagnvart RÚV á þessum markaði,“ segir Trausti. Vonast hann til þess að breytingin hjá Viðskiptablaðinu komi til með að auka tekjur og efla miðilinn.
Fjölmiðlar Neytendur Stafræn þróun Mest lesið Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Spá hressilegri vaxtalækkun Viðskipti innlent Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Viðskipti erlent Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Neytendur Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Viðskipti innlent Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Sjá meira