„Ég er aðeins að verða gráðug núna“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 25. maí 2022 11:45 Harpa Þorsteinsdóttir hrósar hér Örnu Sig fyrir frammistöðu sína í sigurleiknum á Breiðabliki í gær. S2 Sport Miðvörðurinn Arna Sif Ásgrímsdóttir tryggði Valskonum 1-0 sigur á Breiðabliki í stórleik Bestu deildar kvenna í gærkvöldi en Arna var síðan gestur í Bestu mörkunum eftir leikinn. Arna Sif er nú búin að skora þrjú mörk í sex fyrstu leikjunum og hefur einnig farið fyrir Valsvörninni sem hefur haldið fjórum sinnum hreinu í fyrstu sex umferðunum. „Ég vil byrja á því að hrósa Örnu Sif fyrir frábæra frammistöðu í dag. Mér finnst merkilegt að þó hún hafi skorað þetta sigurmark þá má ekki gleyma því að hún hreinsaði í burtu einhverjar áttatíu hornspyrnur. Hún var ekki bara að skora heldur var hún líka að eiga virkilega góðan leik í hjarta varnarinnar eins og hún er búin að eiga ítrekað í sumar,“ sagði Harpa Þorsteinsdóttir, sérfræðingur Bestu markanna. Arna Sif Ásgrímsdóttir skorar hér sigurmarkið í leiknum í gær.Vísir/Pawel Arna Sif spilaði með Valsliðinu fyrir fyrir fimm árum en fór síðan aftur heim til Þór/KA sumarið 2018. Hún snéri aftur á Hlíðarenda fyrir þetta tímabil og Harpa vildi fá hana til að bera þessi lið saman. „Þetta er einhvern veginn allt annað. Síðast þegar ég var hjá Val þá var Valur að koma upp aftur eftir smá lægð. Maður fann alveg fyrir því en núna eru þær búnar að vera á toppnum í smá tíma. Andrúmsloftið er öðruvísi, körfur á að vinna allt, mikil samkeppni í hópnum og bæði gæðin og standardinn er hærri. Þetta er frábær umhverfi að vera í,“ sagði Arna Sif Ásgrímsdóttir. Arna Sif er mjög sátt við að spila við hliðina á Mist Edvardsdóttur. „Það er ógeðslega gaman. Hún er ógeðslega góð í fótbolta og miklu betri í fótbolta en mig minnti. Ég spilaði með henni bæði 2016 og 2017. þetta er bata ógeðslega góður fótboltamaður og það er heiður að spila þarna með henni,“ sagði Arna Sif. S2 Sport Helena Ólafsdóttir forvitnaðist um það hvort velgengi Valsliðsins í öðrum íþróttum sé að smitast inn í Valsliðið. „Já það er gríðarlega mikil stemmning og maður finnur það bara þegar maður labbar þarna inn. Það er einhvern veginn allir að hálfpartinn að peppa yfir sig og gefa hverjum öðrum fimmu. Ég held að það smiti klárlega í öll liðin,“ sagði Arna Sif. En eru miðverðirnir hjá Val í markakeppni? Arna Sif er með þrjú mörk og Mist með tvö. „Við erum ekki í markakeppni. Mist er svo slök yfir þessu. Hún ætlar ekki að setja sér nein markmið með mörk en ég er aðeins að verða gráðug núna,“ sagði Arna. „Ég hef alltaf skorað fjögur mörk á hverju einasta tímabili í svona átján ár og núna langar mig að fara í svona sex eða sjö. Ég ætla síðan einhvern tímann að finna mér lið þar sem ég fæ að vera senter,“ sagði Arna létt. Það má sjá spjallið við hana hér fyrir neðan. Klippa: Bestu mörkin: Arna Sif mættir í settið Besta deild kvenna Valur Bestu mörkin Mest lesið Sakaði syni sína um „fullkomið mannorðsmorð“ á leynilegri upptöku Sport Einn besti dómari landsins fær ekki leik Körfubolti Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 Íslenski boltinn Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla Íslenski boltinn Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Íslenski boltinn „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ Íslenski boltinn Jokic skoraði 61 stig en Westbrook eyðilagði allt Körfubolti Segir að það hafi ekki verið mistök að selja Elanga Enski boltinn Félögin spá Víkingum titlinum Íslenski boltinn „Hann virðist bara ekkert vera þannig þjálfari“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Eyjamenn sækja Pólverja í rammann Gylfa aftur spáð titlinum en spáin röng síðan 2020 Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Félögin spá Víkingum titlinum Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla „Hann virðist bara ekkert vera þannig þjálfari“ Besta-spáin 2025: Litað út fyrir Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Besta auglýsing Fram: Rúnar kann öll vafasömu trixin „Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ „Stærsta í þessu er ef Rúnar Már nær að spila meira“ Besta-spáin 2025: Vindur í Skagaseglin Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Vel vopnaðir tökumenn: „Djöfull er þetta góður klútur“ „Maður er pínu hræddur fyrir þeirra hönd“ Besta-spáin 2025: Að finna sér nýjan samastað í tilverunni „Gerðum gott úr þessu“ Uppgjörið: Breiðablik - KA 3-1 | Breiðablik er meistari meistaranna Herra Víkingur kvaddur: „Rosalega gott tækifæri til að hætta“ Skelfileg meiðsli Stefáns Árna: „Fóturinn var í mjög ljótri stöðu“ Frumraun Gylfa í beinni í kvöld „Mér finnst þeir geta farið í báðar áttir“ Besta-spáin 2025: Meðvindur þrátt fyrir mótbyr Sænska stórveldið keypti Ísabellu Söru Grindvíkingar sækja um í hamfarasjóð UEFA Heimi finnst aldursumræðan algjörlega galin Ný treyja KR kynnt með pompi og prakt „Þetta er veikara lið“ Sjá meira
Arna Sif er nú búin að skora þrjú mörk í sex fyrstu leikjunum og hefur einnig farið fyrir Valsvörninni sem hefur haldið fjórum sinnum hreinu í fyrstu sex umferðunum. „Ég vil byrja á því að hrósa Örnu Sif fyrir frábæra frammistöðu í dag. Mér finnst merkilegt að þó hún hafi skorað þetta sigurmark þá má ekki gleyma því að hún hreinsaði í burtu einhverjar áttatíu hornspyrnur. Hún var ekki bara að skora heldur var hún líka að eiga virkilega góðan leik í hjarta varnarinnar eins og hún er búin að eiga ítrekað í sumar,“ sagði Harpa Þorsteinsdóttir, sérfræðingur Bestu markanna. Arna Sif Ásgrímsdóttir skorar hér sigurmarkið í leiknum í gær.Vísir/Pawel Arna Sif spilaði með Valsliðinu fyrir fyrir fimm árum en fór síðan aftur heim til Þór/KA sumarið 2018. Hún snéri aftur á Hlíðarenda fyrir þetta tímabil og Harpa vildi fá hana til að bera þessi lið saman. „Þetta er einhvern veginn allt annað. Síðast þegar ég var hjá Val þá var Valur að koma upp aftur eftir smá lægð. Maður fann alveg fyrir því en núna eru þær búnar að vera á toppnum í smá tíma. Andrúmsloftið er öðruvísi, körfur á að vinna allt, mikil samkeppni í hópnum og bæði gæðin og standardinn er hærri. Þetta er frábær umhverfi að vera í,“ sagði Arna Sif Ásgrímsdóttir. Arna Sif er mjög sátt við að spila við hliðina á Mist Edvardsdóttur. „Það er ógeðslega gaman. Hún er ógeðslega góð í fótbolta og miklu betri í fótbolta en mig minnti. Ég spilaði með henni bæði 2016 og 2017. þetta er bata ógeðslega góður fótboltamaður og það er heiður að spila þarna með henni,“ sagði Arna Sif. S2 Sport Helena Ólafsdóttir forvitnaðist um það hvort velgengi Valsliðsins í öðrum íþróttum sé að smitast inn í Valsliðið. „Já það er gríðarlega mikil stemmning og maður finnur það bara þegar maður labbar þarna inn. Það er einhvern veginn allir að hálfpartinn að peppa yfir sig og gefa hverjum öðrum fimmu. Ég held að það smiti klárlega í öll liðin,“ sagði Arna Sif. En eru miðverðirnir hjá Val í markakeppni? Arna Sif er með þrjú mörk og Mist með tvö. „Við erum ekki í markakeppni. Mist er svo slök yfir þessu. Hún ætlar ekki að setja sér nein markmið með mörk en ég er aðeins að verða gráðug núna,“ sagði Arna. „Ég hef alltaf skorað fjögur mörk á hverju einasta tímabili í svona átján ár og núna langar mig að fara í svona sex eða sjö. Ég ætla síðan einhvern tímann að finna mér lið þar sem ég fæ að vera senter,“ sagði Arna létt. Það má sjá spjallið við hana hér fyrir neðan. Klippa: Bestu mörkin: Arna Sif mættir í settið
Besta deild kvenna Valur Bestu mörkin Mest lesið Sakaði syni sína um „fullkomið mannorðsmorð“ á leynilegri upptöku Sport Einn besti dómari landsins fær ekki leik Körfubolti Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 Íslenski boltinn Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla Íslenski boltinn Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Íslenski boltinn „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ Íslenski boltinn Jokic skoraði 61 stig en Westbrook eyðilagði allt Körfubolti Segir að það hafi ekki verið mistök að selja Elanga Enski boltinn Félögin spá Víkingum titlinum Íslenski boltinn „Hann virðist bara ekkert vera þannig þjálfari“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Eyjamenn sækja Pólverja í rammann Gylfa aftur spáð titlinum en spáin röng síðan 2020 Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Félögin spá Víkingum titlinum Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla „Hann virðist bara ekkert vera þannig þjálfari“ Besta-spáin 2025: Litað út fyrir Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Besta auglýsing Fram: Rúnar kann öll vafasömu trixin „Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ „Stærsta í þessu er ef Rúnar Már nær að spila meira“ Besta-spáin 2025: Vindur í Skagaseglin Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Vel vopnaðir tökumenn: „Djöfull er þetta góður klútur“ „Maður er pínu hræddur fyrir þeirra hönd“ Besta-spáin 2025: Að finna sér nýjan samastað í tilverunni „Gerðum gott úr þessu“ Uppgjörið: Breiðablik - KA 3-1 | Breiðablik er meistari meistaranna Herra Víkingur kvaddur: „Rosalega gott tækifæri til að hætta“ Skelfileg meiðsli Stefáns Árna: „Fóturinn var í mjög ljótri stöðu“ Frumraun Gylfa í beinni í kvöld „Mér finnst þeir geta farið í báðar áttir“ Besta-spáin 2025: Meðvindur þrátt fyrir mótbyr Sænska stórveldið keypti Ísabellu Söru Grindvíkingar sækja um í hamfarasjóð UEFA Heimi finnst aldursumræðan algjörlega galin Ný treyja KR kynnt með pompi og prakt „Þetta er veikara lið“ Sjá meira