Ein mannskæðasta skólaskotárás seinni ára: Fórnarlömbin flest á aldrinum sjö til tíu ára Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 24. maí 2022 23:27 Bandaríska fánanum var flaggað í hálfa stöng á Hvíta Húsinu vegna árásarinnar. AP Nemendurnir fjórtán sem létust í skotárásinni í grunnskóla í Uvalde í Texas-ríki voru á aldrinum sjö til tíu ára. Árásin er ein sú mannskæðasta í sögu skólaskotárasa í Bandaríkjunum. Skólabygging Robb-grunskólans í hinni sextán þúsund íbúa bæ Uvalde í Texas var vettvangur martraðar þegar hinn átján ára gamli Salvador Ramos gekk þar inn vopnaður skotvopnum og hóf skothríð. Þegar yfir lauk höfðu fjórtán nemendur í fyrsta til þriðja bekk týnt lífi, auk eins kennara. Lögregluyfirvöld í Uvalde segja að Ramos hafi verið einn að verki. Talið er að lögreglumenn á vettvangi hafi skotið hann til bana. Bandarískir fjölmiðlar hafa einnig greint frá því að Ramos hafi skotið ömmu sínu áður en hann lét til skarar skríða í skólanum. Hún er sögð liggja alvarlega særð á spítala. Árásin ein sú mannskæðasta Árásin fer ofarlega á blað yfir mannskæðustu skólaskotárásir í Bandaríkjunum, sem hafa verið tíðar á undanförnum árum. Þegar kemur að grunnskólum hafa aðeins tvær árásir verið mannskæðari. Í Sandy Hook skólanum árið 2012 þegar 27 létust, auk árásarmannsins og í Stoneman Douglas-skólanum í Flórída árið 2018 þegar átján létust. Sextán þúsund manns búa í bænum Uvalde þar sem skotárásin var framin fyrr í dag.William Luther/The San Antonio Express-News via AP) Samkvæmt talningu CNN er þetta þrítugusta skotárásin í grunnskóla í Bandaríkjunum það sem af er ári. Greg Abott, ríkisstjóri Texas, greindi frá atburðum dagsins á blaðamannafundi þar sem hann sagði skotárásina vera hryllilegan harmleik. Viðbrögðin í Bandaríkjunum hafa ekki látið á sér standa. Þannig vakti ræða öldungadeildarþingmannsins Chris Murphy á gólfi öldungadeildar Bandaríkjaþings í kjölfar árásinnar mikla athygli. Þar spurði hann hvað í ósköpunum bandarískt samfélag væri að gera? „Þetta gerist bara hér og hvergi annars staðar. Hvergi annars staðar fara lítil börn í skólann og hugsa að þau gæti týnt lífi þann daginn,“ sagði Murphy. „Börnin okkar lifa í ótta í hvert einasta skipti sem þau ganga inn í skólastofu um að þau séu næst. Hvað erum við að gera?“ "Why are we here?" Sen. Murphy presses fellow senators in emotional speech after Texas elementary school shooting."I am here on this floor, to beg, to literally get down on my hands and knees and beg my colleagues ... find a way to pass laws that make this less likely." pic.twitter.com/ts4VnbTJRH— MSNBC (@MSNBC) May 24, 2022 Hillary Clinton, fyrrverandi forsetafrú og forsetaframbjóðandi Demókrata, segir á Twitter að bænir og hlýir straumar dugi skammt. „Árum saman höfum við ekki gert neitt. Við erum að verða þjóð angistaröskra“ Segir hún að þörf sé á þingmönnum sem séu tilbúnir til þess að leysa vandann sem tengist byssum í Bandaríkjunum. Thoughts and prayers are not enough. After years of nothing else, we are becoming a nation of anguished screams.We simply need legislators willing to stop the scourge of gun violence in America that is murdering our children.— Hillary Clinton (@HillaryClinton) May 24, 2022 Eftir mannskæðar skotárásir í skólum Bandaríkjunum undanfarin árhefur verið hávær krafa uppi um að herða aðgengi að skotvopnum í Bandaríkjunum. Tilraunir til þess hafa þó yfirleitt strandað á kjörnum fulltrúum Repúblikana í Bandaríkjunum. Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, mun ávarpa bandarísku þjóðina í nótt að íslenskum tíma vegna árásarinnar. Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Skotárás í grunnskóla í Uvalde Tengdar fréttir Fimmtán látnir eftir skotárás í grunnskóla í Texas Fjórtán nemendur og einn kennari eru látin eftir mannskæða skotárás í grunnskóla í bænum Uvalde í Texas-ríki Bandaríkjanna. 24. maí 2022 21:01 Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Innlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara Erlent Fleiri fréttir Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Sjá meira
Skólabygging Robb-grunskólans í hinni sextán þúsund íbúa bæ Uvalde í Texas var vettvangur martraðar þegar hinn átján ára gamli Salvador Ramos gekk þar inn vopnaður skotvopnum og hóf skothríð. Þegar yfir lauk höfðu fjórtán nemendur í fyrsta til þriðja bekk týnt lífi, auk eins kennara. Lögregluyfirvöld í Uvalde segja að Ramos hafi verið einn að verki. Talið er að lögreglumenn á vettvangi hafi skotið hann til bana. Bandarískir fjölmiðlar hafa einnig greint frá því að Ramos hafi skotið ömmu sínu áður en hann lét til skarar skríða í skólanum. Hún er sögð liggja alvarlega særð á spítala. Árásin ein sú mannskæðasta Árásin fer ofarlega á blað yfir mannskæðustu skólaskotárásir í Bandaríkjunum, sem hafa verið tíðar á undanförnum árum. Þegar kemur að grunnskólum hafa aðeins tvær árásir verið mannskæðari. Í Sandy Hook skólanum árið 2012 þegar 27 létust, auk árásarmannsins og í Stoneman Douglas-skólanum í Flórída árið 2018 þegar átján létust. Sextán þúsund manns búa í bænum Uvalde þar sem skotárásin var framin fyrr í dag.William Luther/The San Antonio Express-News via AP) Samkvæmt talningu CNN er þetta þrítugusta skotárásin í grunnskóla í Bandaríkjunum það sem af er ári. Greg Abott, ríkisstjóri Texas, greindi frá atburðum dagsins á blaðamannafundi þar sem hann sagði skotárásina vera hryllilegan harmleik. Viðbrögðin í Bandaríkjunum hafa ekki látið á sér standa. Þannig vakti ræða öldungadeildarþingmannsins Chris Murphy á gólfi öldungadeildar Bandaríkjaþings í kjölfar árásinnar mikla athygli. Þar spurði hann hvað í ósköpunum bandarískt samfélag væri að gera? „Þetta gerist bara hér og hvergi annars staðar. Hvergi annars staðar fara lítil börn í skólann og hugsa að þau gæti týnt lífi þann daginn,“ sagði Murphy. „Börnin okkar lifa í ótta í hvert einasta skipti sem þau ganga inn í skólastofu um að þau séu næst. Hvað erum við að gera?“ "Why are we here?" Sen. Murphy presses fellow senators in emotional speech after Texas elementary school shooting."I am here on this floor, to beg, to literally get down on my hands and knees and beg my colleagues ... find a way to pass laws that make this less likely." pic.twitter.com/ts4VnbTJRH— MSNBC (@MSNBC) May 24, 2022 Hillary Clinton, fyrrverandi forsetafrú og forsetaframbjóðandi Demókrata, segir á Twitter að bænir og hlýir straumar dugi skammt. „Árum saman höfum við ekki gert neitt. Við erum að verða þjóð angistaröskra“ Segir hún að þörf sé á þingmönnum sem séu tilbúnir til þess að leysa vandann sem tengist byssum í Bandaríkjunum. Thoughts and prayers are not enough. After years of nothing else, we are becoming a nation of anguished screams.We simply need legislators willing to stop the scourge of gun violence in America that is murdering our children.— Hillary Clinton (@HillaryClinton) May 24, 2022 Eftir mannskæðar skotárásir í skólum Bandaríkjunum undanfarin árhefur verið hávær krafa uppi um að herða aðgengi að skotvopnum í Bandaríkjunum. Tilraunir til þess hafa þó yfirleitt strandað á kjörnum fulltrúum Repúblikana í Bandaríkjunum. Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, mun ávarpa bandarísku þjóðina í nótt að íslenskum tíma vegna árásarinnar.
Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Skotárás í grunnskóla í Uvalde Tengdar fréttir Fimmtán látnir eftir skotárás í grunnskóla í Texas Fjórtán nemendur og einn kennari eru látin eftir mannskæða skotárás í grunnskóla í bænum Uvalde í Texas-ríki Bandaríkjanna. 24. maí 2022 21:01 Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Innlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara Erlent Fleiri fréttir Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Sjá meira
Fimmtán látnir eftir skotárás í grunnskóla í Texas Fjórtán nemendur og einn kennari eru látin eftir mannskæða skotárás í grunnskóla í bænum Uvalde í Texas-ríki Bandaríkjanna. 24. maí 2022 21:01