Börnin á götuna í Grikklandi? Áslaug Inga Kristinsdóttir skrifar 25. maí 2022 09:00 Íslensk stjórnvöld stefna á að vísa tæplega 300 umsækjendum um alþjóðlega vernd brott á næstunni. Til stendur að senda þónokkra til Grikklands, þar sem aðstæður eru skelfilegar fyrir flóttafólk. Eins hefur fjöldi þeirra sem nú á að vísa brott dvalið á Íslandi í yfir tvö ár og fest hér rætur. Í hópnum sem ætlað er að senda úr landi var m.a. ófrísk kona sem komin er átta mánuði á leið en náði lögmaður hennar að forða henni frá brottvísun með læknisvottorði samkvæmt nýjustu fréttum. Stjórnvöld vita að aðstæðurnar í Grikklandi eru með öllu óboðlegar. Stór hluti þeirra sem til stendur að vísa úr landi mun ekki njóta grundvallarmannréttinda eins og húsaskjól og atvinnu. Dómsmálaráðherra kom fram í fréttum fyrir skömmu og sagði að fólkið hefði dvalið hér ólöglega vegna þess að það neitaði að fara í PCR próf, sem var forsenda fyrir því að það yrði sent úr landi. Þingmaður Viðreisnar hafði í vikunni orð á því að stór hluti hópsins myndi enda á götunni í Grikklandi í aðstæðum sem eru algjörlega óboðlegar. Spurninganna sem við þyrftum að spyrja okkur væru einfaldlega þessar: „Myndum við sjálf vilja láta senda okkur út á guð og gaddinn í Grikklandi þar sem sáralitla aðstoð er að fá? Myndum við sjálf vilja að börnin okkar yrðu rifin upp úr öruggu umhverfi og send í aðstæður þar sem óöryggið er algjört og varla húsaskjól að hafa?“ Sagði hann að við myndum ekki samþykkja það og spurði hvers vegna í ósköpum við værum þá tilbúin að senda annarra manna börn og fjölskyldur í aðstæður sem við myndum aldrei sjálf fara í. Að lokum nefndi hann að það hvíli ekki skylda á okkur að vísa fólkinu frá Íslandi. Það eina sem þyrfti til væri pólitískur vilji til að gera það ekki. Flóttafólk á Íslandi, ásamt Solaris og No Borders, boða til mótmæla gegn þessum fyrirhuguðu brottvísunum og biður þig um að koma og sýna þeim stuðning. Sýnum samstöðu með fólkinu á Austurvelli næstkomandi laugardag klukkan 16:15! Höfundur er Reykvíkingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hælisleitendur Áslaug Inga Kristinsdóttir Mest lesið Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Tölfræði og raunveruleikinn Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason skrifar Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar Sjá meira
Íslensk stjórnvöld stefna á að vísa tæplega 300 umsækjendum um alþjóðlega vernd brott á næstunni. Til stendur að senda þónokkra til Grikklands, þar sem aðstæður eru skelfilegar fyrir flóttafólk. Eins hefur fjöldi þeirra sem nú á að vísa brott dvalið á Íslandi í yfir tvö ár og fest hér rætur. Í hópnum sem ætlað er að senda úr landi var m.a. ófrísk kona sem komin er átta mánuði á leið en náði lögmaður hennar að forða henni frá brottvísun með læknisvottorði samkvæmt nýjustu fréttum. Stjórnvöld vita að aðstæðurnar í Grikklandi eru með öllu óboðlegar. Stór hluti þeirra sem til stendur að vísa úr landi mun ekki njóta grundvallarmannréttinda eins og húsaskjól og atvinnu. Dómsmálaráðherra kom fram í fréttum fyrir skömmu og sagði að fólkið hefði dvalið hér ólöglega vegna þess að það neitaði að fara í PCR próf, sem var forsenda fyrir því að það yrði sent úr landi. Þingmaður Viðreisnar hafði í vikunni orð á því að stór hluti hópsins myndi enda á götunni í Grikklandi í aðstæðum sem eru algjörlega óboðlegar. Spurninganna sem við þyrftum að spyrja okkur væru einfaldlega þessar: „Myndum við sjálf vilja láta senda okkur út á guð og gaddinn í Grikklandi þar sem sáralitla aðstoð er að fá? Myndum við sjálf vilja að börnin okkar yrðu rifin upp úr öruggu umhverfi og send í aðstæður þar sem óöryggið er algjört og varla húsaskjól að hafa?“ Sagði hann að við myndum ekki samþykkja það og spurði hvers vegna í ósköpum við værum þá tilbúin að senda annarra manna börn og fjölskyldur í aðstæður sem við myndum aldrei sjálf fara í. Að lokum nefndi hann að það hvíli ekki skylda á okkur að vísa fólkinu frá Íslandi. Það eina sem þyrfti til væri pólitískur vilji til að gera það ekki. Flóttafólk á Íslandi, ásamt Solaris og No Borders, boða til mótmæla gegn þessum fyrirhuguðu brottvísunum og biður þig um að koma og sýna þeim stuðning. Sýnum samstöðu með fólkinu á Austurvelli næstkomandi laugardag klukkan 16:15! Höfundur er Reykvíkingur.
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar