Sagði vinkonu stökkva á vagninn vegna annarrar nauðgunarkæru Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 24. maí 2022 16:29 Meint brot átti sér stað í desember 2009. Maðurinn sagði samræðið hafa verið með fullum vilja beggja en konan sagðist hafa verið sofandi þegar maðurinn átti við hana samræði. Vísir/Vilhelm Karlmaður hefur verið sýknaður af nauðgun árið 2009 þar sem dómurinn taldi ákæruvaldið ekki hafa tekist að sanna sekt hans. Fá sönnunargögn lágu fyrir í málinu og byggði málið að miklu leyti á framsögu vitna. Héraðsdómur Reykjavíkur kvað upp dóm í málinu 20. maí síðastliðinn en meint brot átti sér stað aðfaranótt 5. desember 2009. Brotaþoli í málinu kærði meint brot í október 2019 og ákæra ekki gefin út fyrr en í nóvember í fyrra. Fram kemur í dómi að kvöldið 4. desember 2009 hafi konan og maðurinn, sem þá voru góðir vinir og samstarfsfélagar, farið út að borða og skemmta sér með hópi annarra. Þegar liðið hafi á nóttina hafi maðurinn boðið konunni heim til sín í samkvæmi og hún talið að fleira fólk kæmi á staðinn. Segist hafa vaknað þegar maðurinn var að hafa við hana samræði Þegar heim til mannsins var komið hafi hún verið orðin syfjuð og fengið að leggja sig. Konan sagði í skýrstlutöku hjá lögreglu að hann hafi lofað að vekja hana þegar aðrir gestir væru komnir en hún hafi vaknað síðar um nóttina og maðurinn verið með fingur í leggöngum hennar. Hún hafi á þeim tíma verið ringluð, svefndrukkin og ölvuð og sofnað aftur. Hún hafi rankað aftur við sér skömmu síðar, hann þá verið búinn að afklæða hana og verið að hafa við hana samræði. Konan segist þá hafa brugðist harkalega við, gripið um háls mannsins og ýtt honum af sér. Maðurinn hafi snúið sér á hliðina og sofnað. Hún hafi þá farið heim til kærasta síns í leigubíl og sagt kærastanum strax morguninn eftir hvað hafi gerst. Konan og kærasti hennar, sem hafi verið félagi mannsins, hafi farið heim til hans seinna um daginn til að krefja hann svara en hann ekki komið til dyra. Taldi konuna kæra til að styðja aðra konu sem hafi kært hann fyrir svipað brot Maðurinn tók fyrir það í skýrslutöku hjá lögreglu að hafa nauðgað konunni. Þau hafi bæði verið undir áhrifum áfengis, haft samræði heima hjá honum með fullu samþykki og þátttöku beggja. Þegar hún hafi ýtt við honum og beðið hann að hætta hafi hann hætt kynmökum strax og sofnað. Hann hafi talið að vinskapur þeirra hafi slitnað í kjölfar atvikisins vegna þess að hún hafi verið í sambandi á þessum tíma og kærasti hennar hafi verið reiður. Þau hafi þá hist fyrir tilviljun mörgum árum síðar og samskiptin verið á vinalegum nótum. Þá kvaðst maðurinn telja að kæra konunnar væri sett fram í annarlegum tilgangi til stuðnings annarri kæru á hendur honum frá annarri konu vegna meints brots af sama toga. „Ertu virkilega það siðblindur?“ Fyrir dóminn voru þá lögð fram skilaboð, sem maðurinn og konan höfðu sent hvoru öðru á Facebook eftir atvikið. Það fyrsta 9. desember 2009 þar sem maðurinn sagðist meðal annars skilja hvers vegna konan vildi ekki tala við hann lengur og að hann saknaði hennar. Konan svaraði honum tveimur dögum síðar og sagðist aldrei vilja tala við hann aftur. „Ég trúi því ekki einu sinni að þú dirfist að halda það að við verðum vinir aftur, ertu virkilega það siðblindur?“ skrifaði konan í svarinu. Maðurinn sendi konunni þrjú skeyti til viðbótar frá 14. maí 2010 til 8. september sama ár, þar sem hann sagðist meðal annars sakna konunnar. Í svari sem hún sendi honum í janúar 2011 sagði hún: „Nennirðu plííís að láta mig í friði..... ef að ég get lifað án þín þá hlýtur þú að geta gert það, ekki senda mér sms né adda mér á fb.“ Konan sagðist í skýrslutöku fyrir dómi á þeim tíma ekki hafa getað hugsað sér að leita til neyðarmóttöku fyrir þolendur kynferðisofbeldis. Hún hafi að sama skapi ekki treyst sér til að leita til lögreglu þar sem faðir hennar hafi verið starfandi hjá lögreglunni á þeim tíma og hún þekkt marga innan embættisins. Illa staðið að skýrslutöku hjá lögreglu Fimm báru vitni fyrir dómi, þar á meðal þáverandi kærasti konunnar og núverandi sambýlismaður. Greindi hann frá því að konan hafi frá atvikinu glímt við mikinn kvíða og verið í sálfræðimeðferð vegna atvikisins. Sömuleiðis studdu hin vitnin fjögur við framburð konunnar, en hún hafði greint þeim öllum frá atvikinu, þar á meðal barnsföður hennar. Fram kemur í niðurstöðu dómsins að illa hafi verið staðið að skýrslutöku vitna hjá lögreglu og skýrslur teknar af þeim símleiðis. Þær hafi efnislega verið mjög takmarkaðar og væri því ekki hægt að bera þær saman við skýrslur sömu vitna fyrir dómi. Brotaþoli hafi þá ekki leitað til lögreglu eða neyðarmóttöku í kjölfar meints brots og því liggi ekki fyrir vætti og gögn frá lögreglu eða heilbrigðisstarfsmönnum. Þá gefi Facebook-samskipti konunnar og mannsins vísbendingu um að hann kunni að hafa brotið kynferðislega á konunni en þar sem orðanna hljóðan sé ekki alveg skýr eða afgerandi sé ekki hægt að styðjast við það. Sama megi segja um vinslitin. Dómsmál Kynferðisofbeldi Reykjavík Mest lesið Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Erlent Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Innlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent Stóru eldarnir enn hömlulausir Erlent Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Erlent Fleiri fréttir „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur af fuglaflensu Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Hollywood brennur og von á asahláku hér á landi Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Sjá meira
Héraðsdómur Reykjavíkur kvað upp dóm í málinu 20. maí síðastliðinn en meint brot átti sér stað aðfaranótt 5. desember 2009. Brotaþoli í málinu kærði meint brot í október 2019 og ákæra ekki gefin út fyrr en í nóvember í fyrra. Fram kemur í dómi að kvöldið 4. desember 2009 hafi konan og maðurinn, sem þá voru góðir vinir og samstarfsfélagar, farið út að borða og skemmta sér með hópi annarra. Þegar liðið hafi á nóttina hafi maðurinn boðið konunni heim til sín í samkvæmi og hún talið að fleira fólk kæmi á staðinn. Segist hafa vaknað þegar maðurinn var að hafa við hana samræði Þegar heim til mannsins var komið hafi hún verið orðin syfjuð og fengið að leggja sig. Konan sagði í skýrstlutöku hjá lögreglu að hann hafi lofað að vekja hana þegar aðrir gestir væru komnir en hún hafi vaknað síðar um nóttina og maðurinn verið með fingur í leggöngum hennar. Hún hafi á þeim tíma verið ringluð, svefndrukkin og ölvuð og sofnað aftur. Hún hafi rankað aftur við sér skömmu síðar, hann þá verið búinn að afklæða hana og verið að hafa við hana samræði. Konan segist þá hafa brugðist harkalega við, gripið um háls mannsins og ýtt honum af sér. Maðurinn hafi snúið sér á hliðina og sofnað. Hún hafi þá farið heim til kærasta síns í leigubíl og sagt kærastanum strax morguninn eftir hvað hafi gerst. Konan og kærasti hennar, sem hafi verið félagi mannsins, hafi farið heim til hans seinna um daginn til að krefja hann svara en hann ekki komið til dyra. Taldi konuna kæra til að styðja aðra konu sem hafi kært hann fyrir svipað brot Maðurinn tók fyrir það í skýrslutöku hjá lögreglu að hafa nauðgað konunni. Þau hafi bæði verið undir áhrifum áfengis, haft samræði heima hjá honum með fullu samþykki og þátttöku beggja. Þegar hún hafi ýtt við honum og beðið hann að hætta hafi hann hætt kynmökum strax og sofnað. Hann hafi talið að vinskapur þeirra hafi slitnað í kjölfar atvikisins vegna þess að hún hafi verið í sambandi á þessum tíma og kærasti hennar hafi verið reiður. Þau hafi þá hist fyrir tilviljun mörgum árum síðar og samskiptin verið á vinalegum nótum. Þá kvaðst maðurinn telja að kæra konunnar væri sett fram í annarlegum tilgangi til stuðnings annarri kæru á hendur honum frá annarri konu vegna meints brots af sama toga. „Ertu virkilega það siðblindur?“ Fyrir dóminn voru þá lögð fram skilaboð, sem maðurinn og konan höfðu sent hvoru öðru á Facebook eftir atvikið. Það fyrsta 9. desember 2009 þar sem maðurinn sagðist meðal annars skilja hvers vegna konan vildi ekki tala við hann lengur og að hann saknaði hennar. Konan svaraði honum tveimur dögum síðar og sagðist aldrei vilja tala við hann aftur. „Ég trúi því ekki einu sinni að þú dirfist að halda það að við verðum vinir aftur, ertu virkilega það siðblindur?“ skrifaði konan í svarinu. Maðurinn sendi konunni þrjú skeyti til viðbótar frá 14. maí 2010 til 8. september sama ár, þar sem hann sagðist meðal annars sakna konunnar. Í svari sem hún sendi honum í janúar 2011 sagði hún: „Nennirðu plííís að láta mig í friði..... ef að ég get lifað án þín þá hlýtur þú að geta gert það, ekki senda mér sms né adda mér á fb.“ Konan sagðist í skýrslutöku fyrir dómi á þeim tíma ekki hafa getað hugsað sér að leita til neyðarmóttöku fyrir þolendur kynferðisofbeldis. Hún hafi að sama skapi ekki treyst sér til að leita til lögreglu þar sem faðir hennar hafi verið starfandi hjá lögreglunni á þeim tíma og hún þekkt marga innan embættisins. Illa staðið að skýrslutöku hjá lögreglu Fimm báru vitni fyrir dómi, þar á meðal þáverandi kærasti konunnar og núverandi sambýlismaður. Greindi hann frá því að konan hafi frá atvikinu glímt við mikinn kvíða og verið í sálfræðimeðferð vegna atvikisins. Sömuleiðis studdu hin vitnin fjögur við framburð konunnar, en hún hafði greint þeim öllum frá atvikinu, þar á meðal barnsföður hennar. Fram kemur í niðurstöðu dómsins að illa hafi verið staðið að skýrslutöku vitna hjá lögreglu og skýrslur teknar af þeim símleiðis. Þær hafi efnislega verið mjög takmarkaðar og væri því ekki hægt að bera þær saman við skýrslur sömu vitna fyrir dómi. Brotaþoli hafi þá ekki leitað til lögreglu eða neyðarmóttöku í kjölfar meints brots og því liggi ekki fyrir vætti og gögn frá lögreglu eða heilbrigðisstarfsmönnum. Þá gefi Facebook-samskipti konunnar og mannsins vísbendingu um að hann kunni að hafa brotið kynferðislega á konunni en þar sem orðanna hljóðan sé ekki alveg skýr eða afgerandi sé ekki hægt að styðjast við það. Sama megi segja um vinslitin.
Dómsmál Kynferðisofbeldi Reykjavík Mest lesið Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Erlent Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Innlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent Stóru eldarnir enn hömlulausir Erlent Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Erlent Fleiri fréttir „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur af fuglaflensu Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Hollywood brennur og von á asahláku hér á landi Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Sjá meira