Hildur segir Sjálfstæðisflokk ekki stunda þvingunar- eða útilokunarpólitík Jakob Bjarnar skrifar 24. maí 2022 14:46 Hildur segist pollróleg vegna meirihlutaviðræðnanna í borginni. Og forvitnilegt verði að fylgjast með því hvernig ný borgarstjórn svari ákalli um breytingar. Vísir/vilhelm Hildur Björnsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins í borginni, lætur sér hvergi bregða þó Samfylking, Píratar, Viðreisn og Framsóknarflokkur ræði um útfærslu á meirihluta í Reykjavík. „Sjálfstæðisflokkurinn setti sér þá vinnureglu, sem stærsti flokkurinn ekki síst, að tala við oddvita allra flokka. Við vorum reiðubúin í samtal við oddvita allra flokka um myndun meirihluta. Við litum líka svo á að það væri ein af niðurstöðum kosninganna að fólk væri að kalla á meiri sátt í stjórnmálunum og breiðari samvinnu á hinum pólitíska ás,“ segir Hildur. Vísir leitaði viðbragða Hildar við þeim tíðindum sem bárust í morgun að meirihlutaviðræður milli áðurnefndra flokka – BSPC – standi nú yfir. Hún segist alveg róleg vegna þessara nýjustu vendinga og að Sjálfstæðismenn hafa viljað svara kalli um breiðari samvinnu. „Við stundum hvorki útilokunarpólitík né þvingunarpólitík, ekkert slíkt. Viðreisn var sannarlega búin að læsa sig inni í bandalagi og Vinstri græn voru búin að gefa það út að þau ætluðu ekki að vera hluti af meirihlutaviðræðum svo það þrengdi aðeins stöðuna. Nú er bara að sjá hvernig fer með viðræðurnar sem fram undan fara. Hvort þær nái að skapa þessa ásýnd breytinga sem kallað var eftir í kosningum,“ segir Hildur og vísar þar til kosningaslagorðs Framsóknarflokksins í kosningabaráttunni, þess efnis að atkvæði greitt þeim flokki væri atkvæði greitt breytingum. Hildur segist róleg og bíði átekta. Hún sitji nú fund borgarstjórnar að vinna að góðum málum í þágu fólksins í borginni. Hún segist jafnframt þakklát fyrir stuðninginn í kosningunum, að fjórði hver kjósandi hafi greitt Sjálfstæðisflokknum atkvæði sitt og slíkum stuðningi fylgi mikil ábyrgð. En þetta hljóta að mega heita vonbrigði fyrir Sjálfstæðisflokkinn? „Það er fátt sem kemur okkur úr jafnvægi. Við þekkjum hlutverk minnihluta í borgarstjórn og þurfum engan tíma til að setja okkur inn í það. Hvernig sem fer munum við vinna af krafti og metnaði í þágu fólks og fyrirtækja í borginni næstu árin.“ Sveitarstjórnarkosningar 2022 Reykjavík Borgarstjórn Sjálfstæðisflokkurinn Viðreisn Samfylkingin Framsóknarflokkurinn Píratar Tengdar fréttir Segir Sjálfstæðisflokk ítrekað hafa reynt samtal við Viðreisn og VG Sjálfstæðisflokkurinn reyndi ítrekað að fá Viðreisn og Vinstri græna til samtals við sig um mögulega meirihlutamyndun. Þetta segir oddviti Framsóknarflokksins í Reykjavík. Hann segist ekki ætla að gera kröfu um borgarstjórastólinn áður en meirihlutaviðræður hefjast. 24. maí 2022 14:31 Kolbrún sorgmædd vegna meirihlutans sem er í pípunum Kolbrún Baldursdóttir, leiðtogi Flokks fólks í borginni, lýsir yfir sárum vonbrigðum með þann meirihluta sem nú stefnir í. 24. maí 2022 13:50 Segir ljóst að ekkert breytist verði Framsókn varahjól undir bíl fallins meirihluta Óformlegar viðræður eiga sér nú stað í Reykjavík. Oddviti Sjálfstæðisflokksins segir ljóst að lítið verði um breytingar ákveði Framsókn að vera „varahjól“ undir föllnum meirihluta. Hildur mun eiga fundi með nokkrum oddvitum í dag en vill lítið gefa upp um hverja hún hittir. 16. maí 2022 10:27 Mest lesið Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Innlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Innlent „Það er hetja á Múlaborg. Hetja sem sagði frá“ Innlent Ákærður fyrir fjórar nauðganir Erlent Fleiri fréttir Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg. Hetja sem sagði frá“ Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð Sjá meira
„Sjálfstæðisflokkurinn setti sér þá vinnureglu, sem stærsti flokkurinn ekki síst, að tala við oddvita allra flokka. Við vorum reiðubúin í samtal við oddvita allra flokka um myndun meirihluta. Við litum líka svo á að það væri ein af niðurstöðum kosninganna að fólk væri að kalla á meiri sátt í stjórnmálunum og breiðari samvinnu á hinum pólitíska ás,“ segir Hildur. Vísir leitaði viðbragða Hildar við þeim tíðindum sem bárust í morgun að meirihlutaviðræður milli áðurnefndra flokka – BSPC – standi nú yfir. Hún segist alveg róleg vegna þessara nýjustu vendinga og að Sjálfstæðismenn hafa viljað svara kalli um breiðari samvinnu. „Við stundum hvorki útilokunarpólitík né þvingunarpólitík, ekkert slíkt. Viðreisn var sannarlega búin að læsa sig inni í bandalagi og Vinstri græn voru búin að gefa það út að þau ætluðu ekki að vera hluti af meirihlutaviðræðum svo það þrengdi aðeins stöðuna. Nú er bara að sjá hvernig fer með viðræðurnar sem fram undan fara. Hvort þær nái að skapa þessa ásýnd breytinga sem kallað var eftir í kosningum,“ segir Hildur og vísar þar til kosningaslagorðs Framsóknarflokksins í kosningabaráttunni, þess efnis að atkvæði greitt þeim flokki væri atkvæði greitt breytingum. Hildur segist róleg og bíði átekta. Hún sitji nú fund borgarstjórnar að vinna að góðum málum í þágu fólksins í borginni. Hún segist jafnframt þakklát fyrir stuðninginn í kosningunum, að fjórði hver kjósandi hafi greitt Sjálfstæðisflokknum atkvæði sitt og slíkum stuðningi fylgi mikil ábyrgð. En þetta hljóta að mega heita vonbrigði fyrir Sjálfstæðisflokkinn? „Það er fátt sem kemur okkur úr jafnvægi. Við þekkjum hlutverk minnihluta í borgarstjórn og þurfum engan tíma til að setja okkur inn í það. Hvernig sem fer munum við vinna af krafti og metnaði í þágu fólks og fyrirtækja í borginni næstu árin.“
Sveitarstjórnarkosningar 2022 Reykjavík Borgarstjórn Sjálfstæðisflokkurinn Viðreisn Samfylkingin Framsóknarflokkurinn Píratar Tengdar fréttir Segir Sjálfstæðisflokk ítrekað hafa reynt samtal við Viðreisn og VG Sjálfstæðisflokkurinn reyndi ítrekað að fá Viðreisn og Vinstri græna til samtals við sig um mögulega meirihlutamyndun. Þetta segir oddviti Framsóknarflokksins í Reykjavík. Hann segist ekki ætla að gera kröfu um borgarstjórastólinn áður en meirihlutaviðræður hefjast. 24. maí 2022 14:31 Kolbrún sorgmædd vegna meirihlutans sem er í pípunum Kolbrún Baldursdóttir, leiðtogi Flokks fólks í borginni, lýsir yfir sárum vonbrigðum með þann meirihluta sem nú stefnir í. 24. maí 2022 13:50 Segir ljóst að ekkert breytist verði Framsókn varahjól undir bíl fallins meirihluta Óformlegar viðræður eiga sér nú stað í Reykjavík. Oddviti Sjálfstæðisflokksins segir ljóst að lítið verði um breytingar ákveði Framsókn að vera „varahjól“ undir föllnum meirihluta. Hildur mun eiga fundi með nokkrum oddvitum í dag en vill lítið gefa upp um hverja hún hittir. 16. maí 2022 10:27 Mest lesið Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Innlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Innlent „Það er hetja á Múlaborg. Hetja sem sagði frá“ Innlent Ákærður fyrir fjórar nauðganir Erlent Fleiri fréttir Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg. Hetja sem sagði frá“ Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð Sjá meira
Segir Sjálfstæðisflokk ítrekað hafa reynt samtal við Viðreisn og VG Sjálfstæðisflokkurinn reyndi ítrekað að fá Viðreisn og Vinstri græna til samtals við sig um mögulega meirihlutamyndun. Þetta segir oddviti Framsóknarflokksins í Reykjavík. Hann segist ekki ætla að gera kröfu um borgarstjórastólinn áður en meirihlutaviðræður hefjast. 24. maí 2022 14:31
Kolbrún sorgmædd vegna meirihlutans sem er í pípunum Kolbrún Baldursdóttir, leiðtogi Flokks fólks í borginni, lýsir yfir sárum vonbrigðum með þann meirihluta sem nú stefnir í. 24. maí 2022 13:50
Segir ljóst að ekkert breytist verði Framsókn varahjól undir bíl fallins meirihluta Óformlegar viðræður eiga sér nú stað í Reykjavík. Oddviti Sjálfstæðisflokksins segir ljóst að lítið verði um breytingar ákveði Framsókn að vera „varahjól“ undir föllnum meirihluta. Hildur mun eiga fundi með nokkrum oddvitum í dag en vill lítið gefa upp um hverja hún hittir. 16. maí 2022 10:27