Kolbrún sorgmædd vegna meirihlutans sem er í pípunum Jakob Bjarnar skrifar 24. maí 2022 13:50 Kolbrún ræðir við Hildi Björnsdóttir, oddvita Sjálfstæðisflokksins, í nýafstaðinni kosningabaráttunni. Hún segist sorgmædd og kvíði komandi kjörtímabili því nú sé sú von úti að þau geti komið sínum málum fram, í þágu fólksins í borginni. vísir/vilhelm Kolbrún Baldursdóttir, leiðtogi Flokks fólks í borginni, lýsir yfir sárum vonbrigðum með þann meirihluta sem nú stefnir í. „Í borginni var ég að vonast eftir breytingum þannig að fólkið sjálft, þjónusta við það og aðbúnaður þeirra sem hafa það bágt yrði bætt. Þetta eru forgangsmál okkar í Flokki fólksins en mér finnst fólkið sjálft og þarfir þess ekki hafa verið forgangsmál þessa meirihluta samanber alla þessa biðlista og vaxandi fátækt í borginni með tilheyrandi vanlíðan,“ segir Kolbrún í samtali við Vísi. Í dag kynntu leiðtogar Samfylkingar, Pírata, Framsóknarflokks og Viðreisnar það að þau séu nú í viðræðum um meirihlutasamstarf í Reykjavík. Blásið var til blaðamannafundar af því tilefni og helst á þeim sem þar voru fyrir svörum að skilja að fátt geti komið í veg fyrir að af því samstarfi verði. Kolbrún segir þetta mikil vonbrigði. Hana, og þau í Flokki fólksins, langaði mjög að fá tækifæri til að vinna að breyttri forgangsröðun í þágu fólksins næsta kjörtímabil. „Sú von er úti en eftir því sem ég heyri, þá heldur þessi meirihluti áfram og þeirra áherslur eru ekki líklegar til að breytast. Alla vega ekki mikið, held ég. Þess vegna er ég sorgmædd og leið og kvíði næsta kjörtímabili og því að geta ekki haft áhrif til að breyta.“ Kolbrún segist ætla að halda áfram, eftir sem áður, að benda á það sem betur má fara og leggja fram tillögur um breytingar. „Eins og ég hef gert í miklum mæli, ég hef verið mjög afkastamikil en málum okkar í minnihluta hefur bara verið hafnað. Eins og margoft hefur komið fram hjá okkur í minnihlutanum.“ Reykjavík Borgarstjórn Sveitarstjórnarkosningar 2022 Flokkur fólksins Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Innlent „Fólki er frekar misboðið“ Innlent Fleiri fréttir Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Sjá meira
„Í borginni var ég að vonast eftir breytingum þannig að fólkið sjálft, þjónusta við það og aðbúnaður þeirra sem hafa það bágt yrði bætt. Þetta eru forgangsmál okkar í Flokki fólksins en mér finnst fólkið sjálft og þarfir þess ekki hafa verið forgangsmál þessa meirihluta samanber alla þessa biðlista og vaxandi fátækt í borginni með tilheyrandi vanlíðan,“ segir Kolbrún í samtali við Vísi. Í dag kynntu leiðtogar Samfylkingar, Pírata, Framsóknarflokks og Viðreisnar það að þau séu nú í viðræðum um meirihlutasamstarf í Reykjavík. Blásið var til blaðamannafundar af því tilefni og helst á þeim sem þar voru fyrir svörum að skilja að fátt geti komið í veg fyrir að af því samstarfi verði. Kolbrún segir þetta mikil vonbrigði. Hana, og þau í Flokki fólksins, langaði mjög að fá tækifæri til að vinna að breyttri forgangsröðun í þágu fólksins næsta kjörtímabil. „Sú von er úti en eftir því sem ég heyri, þá heldur þessi meirihluti áfram og þeirra áherslur eru ekki líklegar til að breytast. Alla vega ekki mikið, held ég. Þess vegna er ég sorgmædd og leið og kvíði næsta kjörtímabili og því að geta ekki haft áhrif til að breyta.“ Kolbrún segist ætla að halda áfram, eftir sem áður, að benda á það sem betur má fara og leggja fram tillögur um breytingar. „Eins og ég hef gert í miklum mæli, ég hef verið mjög afkastamikil en málum okkar í minnihluta hefur bara verið hafnað. Eins og margoft hefur komið fram hjá okkur í minnihlutanum.“
Reykjavík Borgarstjórn Sveitarstjórnarkosningar 2022 Flokkur fólksins Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Innlent „Fólki er frekar misboðið“ Innlent Fleiri fréttir Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Sjá meira