Lífið

Magnús og Hrefna selja einbýlishúsið í Skerjafirðinum

Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar
Maggi og Hrefna leyfðu Sindra Sindrasyni að fylgjast með endurbótum á bústaðnum í þættinum Heimsókn.
Maggi og Hrefna leyfðu Sindra Sindrasyni að fylgjast með endurbótum á bústaðnum í þættinum Heimsókn. Samsett

Magnús Scheving og Hrefna Björk Sverrisdóttir hafa sett glæsilegt einbýli sitt að Bauganesi 22 í Skerjafirði á sölu.

Samkvæmt Fasteignavef Vísis er fasteignin 343,3 fermetrar og fasteignamatið er 185.100.000. Arkitektinn Sigurður Hallgrímsson hannaði húsið en innanhúsarkitektinn Rut Káradóttir á heiðurinn af allri innanhúshönnun.

Stakfell

Húsið er á tveimur hæðum og telur fjögur svefnherbergi þar af hjónasvíta með baðherbergi, sjónvarpsrými með skrifstofuherbergi, eldhús, borðstofu og stofa á efri hæð, þvottahús og baðherbergi. 

Á neðri hæð er stórt „hobby“ herbergi, ásamt líkamsræktaraðstoðu og nuddherbergi auk rúmgóðrar geymslu. Einnig er glæsileg tveggja herbergja íbúð með sérinngangi á neðri hæð.

Athafnaparið á veitingastaðinn ROK í Reykjavík og eiga einnig gullfallegan bústað við Þingvallavatn sem þau keyptu fyrir nokkrum árum af Björk Guðmundsdóttur. 

Hér fyrir neðan má sjá nokkrar myndir frá Fasteignavefnum okkar af eign þeirra í Skerjafirði. 

Stakfell
Stakfell
Stakfell
Stakfell
Stakfell





Fleiri fréttir

Sjá meira


×