Óskynsamlegt að gera kröfu um borgarstjórastólinn þrátt fyrir ákall grasrótarinnar Eiður Þór Árnason skrifar 24. maí 2022 08:13 Einar Þorsteinsson, oddviti Framsóknar í borginni, segir að ekki verði farið í formlegar meirihlutaviðræður nema að hægt verði að knýja fram breytingar. Vísir/Vilhelm Grasrót Framsóknarflokksins í Reykjavík kallar eftir því að gerð verði skýlaus krafa borgarstjórastólinn allt næsta kjörtímabil fari flokkurinn í formlegar meirihlutaviðræður við Samfylkingu, Pírata og Viðreisn. Einar Oddviti Framsóknar telur þó óskynsamlegt að setja fram afarkosti áður en viðræður hefjast. Framsóknarfólk í borginni ræddi stöðu mála á fundi í gærkvöld en einungis einn raunhæfur möguleiki er til staðar í meirihlutamyndun í borginni eftir að Samfylking, Píratar og Viðreisn tóku ákvörðun um að ganga bundin til viðræðna. Á fundinum var borgarfulltrúum Framsóknar veitt skýrt umboð til að ganga til meirihlutaviðræðna við þá flokka sem þeir vilji en að sögn Einars Þorsteinssonar, oddvita Framsóknar, hefur ekki verið tekin ákvörðun um hvort gengið verði til formlegra viðræðna við Samfylkingu, Pírata og Viðreisn. Framsókn sækist eftir áhrifastöðum Morgunblaðið greindi frá því í morgun að samhljómur hafi verið um það á fundinum í gær meðal grasrótar flokksins að gerð yrði skýlaus krafa um borgarstjórastólinn ef Framsókn færi í viðræður um myndun meirihluta til vinstri. Er þetta rétt? „Jájá, ég meina allir flokkar gætu haldið fund og oddvitar þeirra gætu komið fram með skýlausa kröfu um það að maður verði borgarstjóri. Nú er staðan þessi að fram undan er að reyna að ná saman með einhverjum flokkum til þess að mynda meirihluta en ég hef alveg sagt skýrt að mér þykir ekkert skynsamlegt að setja fram einhverja afarkosti áður en viðræður hefjast og þannig er það nú bara. En auðvitað sækist Framsókn eftir því að komast í þær áhrifastöður sem geta skilað einhverjum árangri,“ sagði Einar í Bítinu á Bylgjunni. Hann bætti við að flokkurinn hafi lagt áherslu á að hann geti unnið með öllum en valkostunum hafi vissulega fækkað með tilkomu bandalags Samfylkingar, Pírata og Viðreisnar. Framsóknarflokkurinn var óumdeildur sigurvegari borgarstjórnarkosninganna og bætti við sig fjórum borgarfulltrúum.Vísir/Vilhelm „Þessir flokkar eru með stefnu sem er ekki ólík Framsóknar en við höfum kallað eftir breytingum þannig að ef það fer svo að við ræðum við þau um meirihlutamyndun þá verður að vera alveg skýrt að áherslur Framsóknar þurfa að vera þar í algjörum öndvegi,“ segir Einar. En það er nú ekki mikil breyting ef Framsókn fer í samstarf með Samfylkingu og Dagur B. verður áfram borgarstjóri. „Já, þetta er bara góður punktur hjá þér.“ Þannig að þú munt gera það sem kröfu að þú verðir borgarstjóri svo það verði einhver breytingar? „Við þurfum bara að sjá til. Ef við ákveðum að gera þetta þá snýst þetta nú fyrst og fremst um málefnin og svo skipta menn með sér verkum og fyrst þurfum við nú að ákveða hvort við ætlum að tala við þau um þetta.“ Líst ekki illa á að fara í viðræður við Samfylkingu, Pírata og Viðreisn Aðspurður um það hvort Einar haldi öðrum möguleikum opnum segir hann að þetta sé eini möguleikinn í stöðunni, einkum þar sem margir flokkar hafi útilokað samstarf með Sjálfstæðisflokki. Þannig að þú ert ekki að fara til hægri væntanlega? „Jah, það yrði bara ekki nógu fjölmennt á fundinum til að hefja þær. Það væru einhvers konar minnihlutaviðræður ef það væri settur á slíkur fundur, það er nú bara staðan,“ segir Einar. Þó hafnar Einar því að flokkurinn eigi enga aðra kosti og flokkurinn hafi enga aðra kosti en að mynda meirihluta með Samfylkingu, Pírötum og Viðreisn. „Það er líka hægt að vera í minnihluta, ef okkur líst ekki á það að fara í þetta þá er enginn sem pínir okkur í það en ég verð bara að segja það að mér líst alls ekki illa á það að fara í viðræður við Samfylkingu, Pírata og Viðreisn. Þetta eru flokkar sem við eigum málefnalega samleið með og þannig er nú bara staðan.“ Einar bætir við að borgarfulltrúar Framsóknar ætli að ræða saman síðar í dag og taka ákvörðun um hvort þau ætli að fara þessa leið. Hann segir að ef gengið verði til viðræðna muni flokkurinn meðal annars leggja fram kröfur um breytta húsnæðisstefnu, að bygging Sundabrautar verði sett í forgang og gerðar verði umbætur í málefnum barna. Hægt er að hlusta á viðtalið við Einar í heild sinni í spilaranum fyrir neðan. Framsóknarflokkurinn Borgarstjórn Sveitarstjórnarkosningar 2022 Reykjavík Bítið Tengdar fréttir Fulltrúar Framsóknar fengu umboð til að ganga til þeirra viðræðna sem þeir kjósa Fundi Framsóknarfólks í Reykjavík um stöðu mála í borgarpólitíkinni er lokið. Oddviti flokksins segir borgarfulltrúa Framsóknar hafa viljað heyra hljóðið í grasrótinni, en engar ákvarðanir hafi verið teknar. Flokkurinn hafi þó skýrt umboð til að ganga til meirihlutaviðræðna við þá flokka sem þeir vilji. 23. maí 2022 21:49 Segir Hildi að líta í eigin barm Framsóknarmenn funda nú í Framsóknarhúsinu við Hverfisgötu, um hvort flokkurinn eigi að ganga til meirihlutaviðræðna við bandalag Samfylkingar, Pírata og Viðreisnar í borginni. Oddviti Framsóknar segir oddvita Sjálfstæðisflokksins mögulega þurfa að spyrja sig hvers vegna sumir flokkar vilji ekki vinna með flokknum. 23. maí 2022 19:27 Mest lesið Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Innlent „Halló kríp, ég er með slæmar fréttir fyrir þig“ Innlent Sótt að Snorra vegna framkomu hans og forneskjulegra skoðana Innlent Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ Innlent „Þeir sem eru haldnir fordómum eiga ekki að koma nálægt opinberri stefnumótun“ Innlent Ástandið ólíðandi í Mjóddinni: „Hvernig upplifun er að mæta á svona salerni?“ Innlent „Ég er með meiri athygli í tímum og maður lærir miklu betur“ Innlent Vilja gera Úkraínu að tormeltum „stálbroddgelti“ Erlent „Það logar allt í hinsegin samfélaginu“ Innlent Fordæmir Snorra harðlega og segir hann gamaldags Innlent Fleiri fréttir Laugarnestangi skrefi nær friðlýsingu Bjarnhólastígur gata ársins í Kópavogi Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Vonbrigði að tillögu um símabann og samræmd próf hafi verið vísað frá Regnbogafánar víða við hún: Umræðan „grátbrosleg en samt grafalvarleg“ Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ „Borgarstjórn stendur með trans fólki og hinsegin samfélaginu öllu“ „Það logar allt í hinsegin samfélaginu“ Beið í marga mánuði eftir að jarða móður sína Komst upp úr sjónum af sjálfsdáðum Fækka eftirlitsaðilum verulega Baðlón fær ekki að setja upp ljósaskilti við hringveginn Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Bein útsending: Kynna breytingar á eftirliti og mengunarvörnum „Ég er með meiri athygli í tímum og maður lærir miklu betur“ Ekki hægt að byggja endurbætur í Mjóddinni á frasapólitík Vilja samræmd próf og móttökudeildir fyrir innflytjendur Haustið komið og auknar líkur á grjóthruni, aurskriðum og aurflóðum „Þeir sem eru haldnir fordómum eiga ekki að koma nálægt opinberri stefnumótun“ „Ég treysti því að stjórnvöld vakni og hjálpi okkur“ Sótt að Snorra vegna framkomu hans og forneskjulegra skoðana Enn fleiri uppsagnir á Bakka og Dóra Björt segir Mjóddina rækilega á dagskrá Nýr matsferill „stórkostlegar fréttir“ að mati formanns Bæta lyftuhúsi við leikskólann og opna ekki fyrr en 2027 Ívar leiðir frekari uppbyggingu Húseigendafélagsins Börnum á bið eftir leikskólaplássi í Reykjavík fækkar milli ára Viðreisn dalar en annars lítil hreyfing á fylgi flokka Róbert sá þriðji til að aðstoða Heiðu á rúmu hálfu ári „Halló kríp, ég er með slæmar fréttir fyrir þig“ Eftirlýstur náðist á nöglunum Sjá meira
Framsóknarfólk í borginni ræddi stöðu mála á fundi í gærkvöld en einungis einn raunhæfur möguleiki er til staðar í meirihlutamyndun í borginni eftir að Samfylking, Píratar og Viðreisn tóku ákvörðun um að ganga bundin til viðræðna. Á fundinum var borgarfulltrúum Framsóknar veitt skýrt umboð til að ganga til meirihlutaviðræðna við þá flokka sem þeir vilji en að sögn Einars Þorsteinssonar, oddvita Framsóknar, hefur ekki verið tekin ákvörðun um hvort gengið verði til formlegra viðræðna við Samfylkingu, Pírata og Viðreisn. Framsókn sækist eftir áhrifastöðum Morgunblaðið greindi frá því í morgun að samhljómur hafi verið um það á fundinum í gær meðal grasrótar flokksins að gerð yrði skýlaus krafa um borgarstjórastólinn ef Framsókn færi í viðræður um myndun meirihluta til vinstri. Er þetta rétt? „Jájá, ég meina allir flokkar gætu haldið fund og oddvitar þeirra gætu komið fram með skýlausa kröfu um það að maður verði borgarstjóri. Nú er staðan þessi að fram undan er að reyna að ná saman með einhverjum flokkum til þess að mynda meirihluta en ég hef alveg sagt skýrt að mér þykir ekkert skynsamlegt að setja fram einhverja afarkosti áður en viðræður hefjast og þannig er það nú bara. En auðvitað sækist Framsókn eftir því að komast í þær áhrifastöður sem geta skilað einhverjum árangri,“ sagði Einar í Bítinu á Bylgjunni. Hann bætti við að flokkurinn hafi lagt áherslu á að hann geti unnið með öllum en valkostunum hafi vissulega fækkað með tilkomu bandalags Samfylkingar, Pírata og Viðreisnar. Framsóknarflokkurinn var óumdeildur sigurvegari borgarstjórnarkosninganna og bætti við sig fjórum borgarfulltrúum.Vísir/Vilhelm „Þessir flokkar eru með stefnu sem er ekki ólík Framsóknar en við höfum kallað eftir breytingum þannig að ef það fer svo að við ræðum við þau um meirihlutamyndun þá verður að vera alveg skýrt að áherslur Framsóknar þurfa að vera þar í algjörum öndvegi,“ segir Einar. En það er nú ekki mikil breyting ef Framsókn fer í samstarf með Samfylkingu og Dagur B. verður áfram borgarstjóri. „Já, þetta er bara góður punktur hjá þér.“ Þannig að þú munt gera það sem kröfu að þú verðir borgarstjóri svo það verði einhver breytingar? „Við þurfum bara að sjá til. Ef við ákveðum að gera þetta þá snýst þetta nú fyrst og fremst um málefnin og svo skipta menn með sér verkum og fyrst þurfum við nú að ákveða hvort við ætlum að tala við þau um þetta.“ Líst ekki illa á að fara í viðræður við Samfylkingu, Pírata og Viðreisn Aðspurður um það hvort Einar haldi öðrum möguleikum opnum segir hann að þetta sé eini möguleikinn í stöðunni, einkum þar sem margir flokkar hafi útilokað samstarf með Sjálfstæðisflokki. Þannig að þú ert ekki að fara til hægri væntanlega? „Jah, það yrði bara ekki nógu fjölmennt á fundinum til að hefja þær. Það væru einhvers konar minnihlutaviðræður ef það væri settur á slíkur fundur, það er nú bara staðan,“ segir Einar. Þó hafnar Einar því að flokkurinn eigi enga aðra kosti og flokkurinn hafi enga aðra kosti en að mynda meirihluta með Samfylkingu, Pírötum og Viðreisn. „Það er líka hægt að vera í minnihluta, ef okkur líst ekki á það að fara í þetta þá er enginn sem pínir okkur í það en ég verð bara að segja það að mér líst alls ekki illa á það að fara í viðræður við Samfylkingu, Pírata og Viðreisn. Þetta eru flokkar sem við eigum málefnalega samleið með og þannig er nú bara staðan.“ Einar bætir við að borgarfulltrúar Framsóknar ætli að ræða saman síðar í dag og taka ákvörðun um hvort þau ætli að fara þessa leið. Hann segir að ef gengið verði til viðræðna muni flokkurinn meðal annars leggja fram kröfur um breytta húsnæðisstefnu, að bygging Sundabrautar verði sett í forgang og gerðar verði umbætur í málefnum barna. Hægt er að hlusta á viðtalið við Einar í heild sinni í spilaranum fyrir neðan.
Framsóknarflokkurinn Borgarstjórn Sveitarstjórnarkosningar 2022 Reykjavík Bítið Tengdar fréttir Fulltrúar Framsóknar fengu umboð til að ganga til þeirra viðræðna sem þeir kjósa Fundi Framsóknarfólks í Reykjavík um stöðu mála í borgarpólitíkinni er lokið. Oddviti flokksins segir borgarfulltrúa Framsóknar hafa viljað heyra hljóðið í grasrótinni, en engar ákvarðanir hafi verið teknar. Flokkurinn hafi þó skýrt umboð til að ganga til meirihlutaviðræðna við þá flokka sem þeir vilji. 23. maí 2022 21:49 Segir Hildi að líta í eigin barm Framsóknarmenn funda nú í Framsóknarhúsinu við Hverfisgötu, um hvort flokkurinn eigi að ganga til meirihlutaviðræðna við bandalag Samfylkingar, Pírata og Viðreisnar í borginni. Oddviti Framsóknar segir oddvita Sjálfstæðisflokksins mögulega þurfa að spyrja sig hvers vegna sumir flokkar vilji ekki vinna með flokknum. 23. maí 2022 19:27 Mest lesið Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Innlent „Halló kríp, ég er með slæmar fréttir fyrir þig“ Innlent Sótt að Snorra vegna framkomu hans og forneskjulegra skoðana Innlent Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ Innlent „Þeir sem eru haldnir fordómum eiga ekki að koma nálægt opinberri stefnumótun“ Innlent Ástandið ólíðandi í Mjóddinni: „Hvernig upplifun er að mæta á svona salerni?“ Innlent „Ég er með meiri athygli í tímum og maður lærir miklu betur“ Innlent Vilja gera Úkraínu að tormeltum „stálbroddgelti“ Erlent „Það logar allt í hinsegin samfélaginu“ Innlent Fordæmir Snorra harðlega og segir hann gamaldags Innlent Fleiri fréttir Laugarnestangi skrefi nær friðlýsingu Bjarnhólastígur gata ársins í Kópavogi Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Vonbrigði að tillögu um símabann og samræmd próf hafi verið vísað frá Regnbogafánar víða við hún: Umræðan „grátbrosleg en samt grafalvarleg“ Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ „Borgarstjórn stendur með trans fólki og hinsegin samfélaginu öllu“ „Það logar allt í hinsegin samfélaginu“ Beið í marga mánuði eftir að jarða móður sína Komst upp úr sjónum af sjálfsdáðum Fækka eftirlitsaðilum verulega Baðlón fær ekki að setja upp ljósaskilti við hringveginn Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Bein útsending: Kynna breytingar á eftirliti og mengunarvörnum „Ég er með meiri athygli í tímum og maður lærir miklu betur“ Ekki hægt að byggja endurbætur í Mjóddinni á frasapólitík Vilja samræmd próf og móttökudeildir fyrir innflytjendur Haustið komið og auknar líkur á grjóthruni, aurskriðum og aurflóðum „Þeir sem eru haldnir fordómum eiga ekki að koma nálægt opinberri stefnumótun“ „Ég treysti því að stjórnvöld vakni og hjálpi okkur“ Sótt að Snorra vegna framkomu hans og forneskjulegra skoðana Enn fleiri uppsagnir á Bakka og Dóra Björt segir Mjóddina rækilega á dagskrá Nýr matsferill „stórkostlegar fréttir“ að mati formanns Bæta lyftuhúsi við leikskólann og opna ekki fyrr en 2027 Ívar leiðir frekari uppbyggingu Húseigendafélagsins Börnum á bið eftir leikskólaplássi í Reykjavík fækkar milli ára Viðreisn dalar en annars lítil hreyfing á fylgi flokka Róbert sá þriðji til að aðstoða Heiðu á rúmu hálfu ári „Halló kríp, ég er með slæmar fréttir fyrir þig“ Eftirlýstur náðist á nöglunum Sjá meira
Fulltrúar Framsóknar fengu umboð til að ganga til þeirra viðræðna sem þeir kjósa Fundi Framsóknarfólks í Reykjavík um stöðu mála í borgarpólitíkinni er lokið. Oddviti flokksins segir borgarfulltrúa Framsóknar hafa viljað heyra hljóðið í grasrótinni, en engar ákvarðanir hafi verið teknar. Flokkurinn hafi þó skýrt umboð til að ganga til meirihlutaviðræðna við þá flokka sem þeir vilji. 23. maí 2022 21:49
Segir Hildi að líta í eigin barm Framsóknarmenn funda nú í Framsóknarhúsinu við Hverfisgötu, um hvort flokkurinn eigi að ganga til meirihlutaviðræðna við bandalag Samfylkingar, Pírata og Viðreisnar í borginni. Oddviti Framsóknar segir oddvita Sjálfstæðisflokksins mögulega þurfa að spyrja sig hvers vegna sumir flokkar vilji ekki vinna með flokknum. 23. maí 2022 19:27